Ferðalag, vinátta og Skýjaglópur.

Ég lagði land undir fót, eða hjól núna og skrapp í örferð til Reykjavíkur.  Tilefnin voru tvö.  Annað var að vinkona mín til margra ára, sem búsett er erlendis er hér í heimsókn hjá dóttur sinni, og svo þurfti ég að versla inn fyrir garðplöntustöðina, áður en ég opna.

 Við erum þrjár vinkonur sem höfum þekkst frá því 1962-3.  við unnum allar saman í SÍS í Austurstræti og með okkur myndaðist þá strax góð vinátta.  'Eg fór síðan sem aupair til Glasgow, og þær báðu mig að kíkja eftir slíkri vinnu fyrir þær líka.  Þær komu svo út á eftir mér, og við áttum skemmtilegan tíma í Glasgow.  Unnum m.a. í Diskoteki, sem plötusnúðar, fatahengjur eða í gossölunni.  Í þeirri vinnu höfðum við meira fyrir kvöldið en alla vikuna í vasapeninga hjá fjölskyldunum sem við vorum hjá.  Við ákáðum svo að fara saman á puttanum í ferðalag niður allt Bretland og fórum niður til Frakklands. Þetta var ævintýraleg ferð.  Við Alley önnur vinkona mín lögðum af stað tvær, en Obba hin vinkonan ætlaði að hitta á okkur í Stratford upon Avon. 

Við Alley höfðum með okkur tjald í upphafi, en það týndist smátt og smátt frá því græjurnar.  Fyrst tíndum við tjaldhælunum, því næst tjaldsúlum.  Þá notuðum við bara greinar.  Loks var það skilið eftir á kornakri í Frakklandi, þar sem við tjölduðum seint um kvöld, og vissum ekki að þetta var kornakur.  Þóttumst góðar að laumast í burtu áður en bálreiður bóndi kæmi.  En þessi saga verður sögð einhverntímann. Blush

Hvað um það við höfum alltaf haldið góðu sambandi.  Þær urðu báðar eftir í útlöndum, þegar ég fór heim.  Alley giftist þýskum manni, og hefur búið með honum víðsvegar um heiminn.  Obba mín, giftist skota sems var af gyðingaættum.  Þau bjuggu lengi í Bretlandi, en fluttu síðan til Ísrael.  Hún flutti svo heim fyrir nokkrum árum. 

IMG_5045

Þrjár stelpu/kerlur.

IMG_5055

Hér vorum við á Kaffi Sólon.  Snæddum saman hádegisverð í gær.

IMG_5053

Þetta er svo vinkonuknús eins og það gerist best.  Sum vinátta bara er.... og varir..... alltaf.

IMG_5028

Nokkrar skýjamyndir sem ég tók á leiðinni. 

IMG_5032

IMG_5067

Og sjórinn lít líka sjá sínar æstu hliðar. 

En ég verð víst að þjóta núna.  Fer blogghringinn seinna í dag.  Eigið góðan dag mín elskuleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Alltaf gott að eiga góða vini og vera í sambandi við þá það gefur lífinu gildi

Ragnheiður Ólafsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að fá Ingu-Lill vinkonu mína frá Svíþjóð.  Hún er ein af þessum vinkonum sem er og algjör óþarfi að úskýra það.  Hafðu það gott ljósið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 15:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur.   Já Góð vinátta er gulls ígildi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"beautiful Ásthildur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.5.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En gaman að þessu 'Asthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2022938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband