19.12.2017 | 13:19
Smá jólasaga.
.15.12.2008 | 11:55
Ein lítil jólasaga.
Ljós í myrkri.
Hún sat í lítilli herbergiskytru, sem átti að kallast eldhús, smágerð stúlka. Hún sagði ekki margt en hugsaði því meira og nú var hún að hugsa um jólin. Skammdegið þrengdi sér allstaðar inn, og ljósin í íbúðinni voru ekki nógu björt til að halda myrkrinu úti.
Jólin ! það voru margir sem hlökkuðu til jólanna, en hvað hafði hún að hlakka til, hún vissi vel að það yrði ekki mikið um dýrðir á þessu heimili. Mamma og pabbi unnu myrkranna á milli, en það var alveg sama hve mikið þau unnu, það stóð ekkert út af til að geta gert neitt nema rétt að skrimta. Það sem kom upp úr launaumslaginu rétt dugði fyrir húsaleigu rafmagni og mat.
Fötin sem þau gengu í voru öll keypt fyrir lítið hjá Rauðakrossinum. Mamma átti gamla saumavél, og stundum þegar hún var ekki of þreytt reyndi hún að breyta þeim þannig að það væri ekki eins auðsætt hvaðan þau kæmu. Þetta voru auðvitað góð föt, en bara að maður vissi sjálfur hvaðan þau komu var nóg til að maður var ekki eins ánægður með að fá nýtt.
Litla stúlkan sat við gluggan og horfði út í myrkrið og snjókomuna fyrir utan gluggann. Það var napur næðingur og jafnvel Kári kuldaboli þrengdi sér inn um gluggann til hennar og hún vafði snjáðri peysu þéttar að granna litla kroppnum. Hún var oft ein, vegna þess hve pabbi og mamma unnu mikið. Hún vildi ekki bjóða neinum heim, því hún gat ekki hugsað sér að skólafélagarnir sæju hve heimili þeirra var fátæklegt. Og það þýddi auðvitað að henni var ekki boðið heim til annara.
Jólin, það var eitthvað svo dapurlegt að hugsa til þeirra, allt umturnaðist einhvernveginn, allar skreytingarnar og auglýsingarnar, kaupið þetta, kaupið hitt, og jólagjafa auglýsingarnar, maður varð svo dapur, vegna þess að það voru engir peningar til að gera sér dagamun. Að vísu vissi hún að þær mamma myndu fara á skrifstofu mæðrastyrksnefndar á aðfangadag eftir fjögur, þegar mamma kom heim úr vinnunni og standa þar í langri biðröð til að fá jólamatinn. Veislumat sem þau fengu aðeins einu sinni á ári. Æ þetta er allt svo tilgangslaust hugsaði barnið, hún var níu ára og það var eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu á henni.
Hún hugsaði um skólafélagana, sérstaklega eina stúlku, foreldrar hennar voru mjög rík, þau áttu einbýlishús og þrjá bíla, Jórunn fékk allt sem hún óskaði sér. Hún gekk alltaf í fötum sem voru í nýjustu tísku. Hún kom meira að segja stundum í leigubíl í skólann. Ó hvað hún öfundaði Jórunni. Hve gott átti hún að vera svona rík og vinsæl. Allar stúlkurnar í bekknum vildu vera vinkonur hennar, og eltu hana hvert sem hún fór. Þær ekki svo mikið sem litu í áttina til hennar hvað þá meira. Hún var eins og lítil mús sem reyndi að láta sem minnst fyrir sér fara, þó þráði hún að vera með, vera ein af þessum glæsilegu glöðu stelpum.
Bara ef við værum rík og allir vildu þekkja okkur hugsaði hún dapurlega. Ég vildi óska að við myndum vinna í lottói eða eitthvað kraftaverk gerðist.
Allt í einu var drepið á dyr, stúlkan hrökk upp úr hugsunum sínum. Hver gat verið að banka á dyrnar hjá þeim, meira að segja sölumenn sneyddu hjá þessari fátæklegu hurð. Hún fór hikandi til dyra og opnaði.
Úti stóð Jórunn, hún var ekki svo snyrtileg núna, hárið allt í óreiðu og augun rauð og þrútinn. Má ég koma inn spurði hún hikandi. Já .. já auðvitað gjörðu svo vel, sagði stúlkan, hún var svo hissa að hún vissi ekki hvernig á sig stóð veðrið. Datt ekkert annað í hug til að segja. Jórunn smokraði sér inn um dyrnar, fyrirgefðu að ég skuli koma svona en ég vissi ekki hvert ég ætti að fara, svo datt mér í hug að ég gæti komið til þín. Hingað? spurði stúlkan undrandi; til mín? Já sagði Jórunn, mér líður svo illa, ég var ein heima og það var einhver maður alltaf að hringja í númerið okkar hann var svo dónalegur að ég þorði ekki að vera heima. Jórunn gekk inn í íbúðina og litaðist um, stúlkan skammaðist sín fyrir hve allt var fátæklegt, en Jórunn virtist ekki taka neitt eftir því.
Hvar eru pabbi þinn og mamma? spurði stúlkan til að segja eitthvað. Æ þau eru einhversstaðar úti að skemmta sér. Ég veit ekki hvar þau eru, og það er slökkt á gemsunum þeirra. Þau verða líka alltaf svo pirruð ef ég ónáða þau. Pirruð? hugsaði stúlkan, og hún hugsaði með sér að aldrei væru pabbi hennar og mamma pirruð eða reið við hana, hversu þreytt sem þau voru og ergileg, þá fann hún aldrei annað en kærleik og hlýju frá þeim.
Já sagði Jórunn, ætli þau séu ekki einhversstaða í jólaglöggi, það er svo mikið um svoleiðis veislur fyrir jólin, og þau þurfa að mæta allstaðar til að fylgjast með. Fylgjast með? Já þú veist til að detta ekki út úr félagsskapnum, þau þurfa alltaf að passa sig á að umgangast rétta fólkið og móðga ekki neinn, pabbi segir stundum að það sé full vinna að hafa alla góða í kring um sig. Þ
etta var undarlegt, þvílíkt fánýti hugsaði telpan. Hún þorði samt ekki að segja það upphátt.
En af hverju komstu til mín, spurði hún, og hugsaði um allar fallegu vinkonurnar sem alltaf voru eins og suðandi bíflugur í kring um Jórunni í skólanum. Æ þær! Þú skilur þetta ekki, en það er ekki hægt að leita til þeirra, því ef þær halda að eitthvað sé að, þá mega þær ekki umgangast mig lengur. Hvað segirðu? Lifið þið þá í einskonar glansmynd spurði stúlkan undrandi. Já veistu ég hef oft hugsað um það, sagði Jórunn. Það má aldrei tala um það við neinn ef manni líður illa, og mamma og pabbi hafa alltaf svo lítinn tíma, þegar þau eru heima. En veistu að þegar ég fór að hugsa um hvert ég gæti leitað, þá fór ég að hugsa um þig. Þú ert alltaf svo alvörugefinn og róleg. Það er eitthvað svo raunverulegt við þig. Eg hef öfundað þig lengi fyrir að geta bara verið þú sjálf. Þetta hafði stúlkunni aldrei dottið í hug, að nokkur gæti öfundað hana. En kannski var glansveröldin ekki svo eftirsóknarverð þegar allt kom til alls, kannski var betra að geta verið maður sjálfur og hafa það sem maður á, heldur en að reyna að teygja sig sífellt eftir tunglinu.
Það var einhvernveginn eins og ljósin yrðu bjartari, og hún heyrði ekki lengur gnauðið í vindinum. Hún brosti, ég ætlaði einmitt að fara að fá mér heitt kakó og brauð, viltu ekki fá líka, sagði hún. Jú takk ég finn að ég er orðin svöng, sagði Jórunn og brosti á móti.
Þær þrengdu sér inn í litla eldhúsið og brátt sátu þær þar og gerðu kakói og brauðsneið góð skil. Stúlkan vissi einhvernveginn að héðan í frá myndi henni líða betur, hún hugsaði með ástúð til foreldra sinna og litla heimilisins, hér var öryggi og hlýja, þótt heimsins gæði vantaði, þá var eitthvað til sem aldrei yrði frá henni tekið og hún vissi líka að hún hafði eignast vinkonu og hún vissi að þær myndu styðja hvor aðra í lífsins ólgu sjó. Þær brostu báðar, þessar tvær níu ára stúlkur, svo ólíkar en höfðu svo margt að gefa hvor annarri.
Án þess að þær tækju eftir því leið bjartur ljósgeisli upp frá fátæklega eldhúsinu og alla leið til himins, Guð! sagði björt og falleg ljósvera, ég hef gert góðverkið mitt fyrir þessiJólin.
Gleðileg jól kæru bloggvinir og farsælt komandi ár.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.