Fólkið hefur alltaf valdið á endanum.

Já þetta eru andmæli fólksins við Trump.  Í Mexicó hefur minnkað verulega kaup á vörum frá Bandaríkjunum, til dæmis eru sárafáir sem fara og versla í Valmart og fleiri slíkum.  Sumar verslanir eru sagðar hafa farið yfirum.  Ég held að þetta eigi eftir að breyta miklu meira en menn höfðu gert sér grein fyrir.  Til dæmis yrði ég ekki hissa þó flugfélög færu að minnka ferðir til BNA og ykju stopp í Mexicó og Kanada.  

 


mbl.is 70% samdráttur hjá Ivönku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar ættu frekar að fara til Kanada í verslunarferðir en til Bandaríkjana. Ástandið í Bandaríkjunum er alls ekki stöðugt með Trump við völd sem forseti.

Margrét (IP-tala skráð) 13.2.2017 kl. 11:58

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi verður ykkur tveim að óskum ykkar, höfum ekkert að gera með Sýrlendinga Jemeni Sómali o.s. frv. hér í USA. Vonandi hópast þau öll til Kanada, Mexikó og Íslands, þar sem verður tekið á móti þeim með  sómasamlegum hætti.

Furðulegt hvað fólk er að sækjast í hér í þessu ógeðslega landi USA, af hverju fara ekki Íslendingar bara til Kanada, Mexikó og Kúbu og sleppa að fara til USA, ef þeir eru að sækjast í ferðalög í vestur átt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.2.2017 kl. 15:51

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, Mexíkó virðist mjög uppsigað við Trump - enda var því slegið upp í heimsfréttunum að hann væri að senda borgara þeirra, ólöglega innflytjendur nyrðra heim aftur í þúsundatali.  Þ.á.m. konu einhverja sem hafði búið í 3-4 áratugi í USA sem ólöglegur innflytjandi, hvergi þar á skrá og þar af leiðandi ekki skattgreiðandi heldur.  Mér sýnist að kaninn megi alveg taka til heima hjá sér, svosem. 2-3 milljónir ólöglegra innflytjenda er eiginlega "too much" í hvaða landi sem.

Kolbrún Hilmars, 13.2.2017 kl. 17:31

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur mig minnir að þú sért að selja fisk afurðir til Trumps og læknaskildar vörur. Talaðu vel til Bandaríkjamanna. :-)

Valdimar Samúelsson, 13.2.2017 kl. 20:02

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel mælt Jóhann. málið er samt Íslendingar vilja fleyta rjómann af og fá allt Amerískt og svo bölva þeim í sand og ösku en satt að segja ég held að það séu mest íslensku konurnar. Ég hlustaði áðan á Judge Jeanine á Fox en hún hakkaði konurnar sem dissuðu dóttur Trumps

Valdimar Samúelsson, 13.2.2017 kl. 20:16

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kolbrún sammála þér. Ég hef aldrei séð rök í því að ef afbrotamaður hefir verið afbrotamaður lengi þá ætti að vera komin hefð á afbrot hans. Ef venjulegur túristi dvelur lengur en fyrirfram ákveðið þá er hann komin á skrá sem afbrota maður og þrátt fyrir að fara úr landi þá kemst hann ekki inn aftur nema með athugasemd.

Valdimar Samúelsson, 13.2.2017 kl. 20:22

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Efnahagur BHA byggist m.a. á ódýru vinnuafli frá Mexicó.  Og svo er alltaf talað um Mexicóa, inn í þeirri tölu er fólk frá allri miðAmeríku niður eftir öllu, fólk sem reynir að komast gegnum Mexicó til Bandaríkjanna.  Það eru um 3 milljónir slíkra ólögleglra innflytjenda í Mexicó.  Ég persónulega hef orðið vör við að þeir eru að reyna að sporna við þessum flóttamönnum, þegar ég kom með rútu frá Guatemala gegnum BNA, var komið inn í rútuna, hermenn sem skoðuðu alla passa til að leita að slíkum.  Það er því alveg úr í hött að tala bara um Mexicóa sem ólöglega innflytjendur.  Og er raunar byggt á svokölluðum falsfréttumþ

Ég er sammála Margréti, við ættum að einbeita okkur meira að verslunarsamningum við Mexicó og Canada.  Það er orðin hryllingur að ferðast um Bandaríkinn, tékk á tékk ofan.  Hræðsluáróður Trumps og fleiri hafa áhrif.  En svo eru margir bandaríkjamenn sem eru algjörlega andvígir forsetanum.  Það fer ekki milli mála þegar talað er við bandaríkjamenn.  

Valdimar minn seint mun ég skríða fyrir einhverjum af viðskiptaástæðum Heimsmynd sumra er afskaplega mikið byggð á áróðri og falsfréttum því miður.  Það er allt annað þegar maður svo kemur á staðinn og upplifir málin. 

Takk annars öll fyrir innlitið og innlelgginn. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2017 kl. 07:59

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Takk Ásthildur. Fyrst þú ert köld að ferðast með rútu frá Gvatemala en þetta er mesta ræningjaleið mið Ameríku og svo Columbia. Gott að þú slappst í gegn. 

Ég sé fleiri falsfréttir um Trump en frá honum en svona er lífið einn sér eitt annar sér annað. Hver einasti Forseti hefir gefist upp á innflytjenda vandamáli yfir landamæri US Mex. 

Það er rétt hjá þér að það eru ekki bara Mexicanar sem fara ólöglega yfir landamærin heldur fólk frá Afríku og þar á meðal alvöru glæpamenn.

Þú veist það er glæpur að fara ólöglega yfir öll landamæri hvað þá að vera eftirlýstur glæpamaður. Á Íslandi hér fá menn að valsa um landið án nokkurra réttinda og allt frítt sem hægt er að finna til.

Valdimar Samúelsson, 14.2.2017 kl. 10:44

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef nú reyndar séð áætlaðar tölur um að ólöglegir innflytjendur í US séu allt að 15 milljónir, svo greinilega eru Mexikóar í miklum minnihluta en líklega þó nærtækastir hvað varðar endursendingar.  Ekki langt síðan íslensk stúlka var fangelsuð í US þegar hún "náðist", en sú hafði dvalið lengur en 3ja mánaða ferðaleyfi hennar dugði til.  Ellis Island var svo alræmt á sínum tíma, í þá tíð var strangt eftirlit og evrópubúar voru miskunnarlaust sendir aftur til síns heima ættu þeir ekki vísa framfærslu vestra.  Semsagt ekkert nýtt sem Trump er að gera.

Kolbrún Hilmars, 14.2.2017 kl. 13:41

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma að hælisleitendur búa á fættum hótelum þeim að kostnaðarlausu á hótelum landsins og hver borgar, ekkert er frítt, skattgreiðendur borga.

Mér skilst að það sé komið nafn á þessa hælisleitendur söm koma til Íslands "túristahælisleitendur" búa á fínum hótelum og fá frítt fæði og dagpeninga til að leika sér með. Þetta gengur svona í allt að tveimur árum, þá eru turistahælisleitemdurnir semdir heim á kostnað skattgreiðenda og fá peningagjöf upp á hundruði þúsunda króna frá ríkinu í kveðjubættur.

Svo skil ég nú ekkert í pistilhöfundi sem er að kvetja fólk að ferðast ekki til ógeðslega landsins USA, en svo er hún sjálf að þvælast til þessa sama viðbjóðslega lands, USA.

Er mottóið hjá pistilhöfundi "gerið eins og ég segi, en ekki eins og ég   geri" 

Skil ekki svona hræsni.

Kveðja frá Houston 

Jóhann Kristinsson, 14.2.2017 kl. 14:48

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil ekki þetta innlegg frá þér Jóhann.  Þú getur ef til vill útskýrt betur hvað þú átt eiginlega við?

Að ferðast um þessi löng er ekki hættulegt ef maður fer varlega um.  Þarna allstaðar býr bara venjulegt fólk, greiðasamt og gott fólk.  Þó þarna leynist glæpamenn, þá er alveg hægt að varast slíkt.  Fór reyndar líka til Belize í þeirri ferð. 

Kolbrún í þessu tilfelli erum við að tala um Trump, mér er fullljóst að hann fann ekki upp hjólið en hann hefur gengið harðar og ruddalegar fram en margir á undan honum.  Allavega held ég að þessi herför að Mezixó verði honum og norður Ameríku ekki til góðs.  En það mun tíminn leiða í ljós.  Skil samt ekki alveg þessa varnarbaráttu íslendinga fyrir þennan mann.  Ofar mínum skilningi reyndar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2017 kl. 15:45

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að athugasemd mín sé mjög skír, pistilhöfundur lætur liggja að þvi að kvetja fólk að ferðast ekki til USA, en i athugasemd segir pistilhöfundur að hún hafi ferðast til USA. Þetta finst mér hræsni.

Hvað er það sem að pistilhöfundur á svona erfit með að skilja?

En svona til að bæta aðeins við, ég held að þér mundi líða mikið betur ef þú mundir hætta þessu Trump hatri og gera eins og ég, Trump var kosinn af þjóð sinni til forseta embættis næstu 4 árin og það er það sem það er, hvort sem þér eða mér líkar betur eða vel. Algjörlega óþarfi að vera með móðursýkiskast yfir kostningaúrslitum í USA.

Ég kaus ekki Trump og mér hefði aldrei dottið í hug að kjósa gjörspilta Hildiríði Klinton, en af þeim tveimur þá held ég að kjósendur USA hafi valið betri kostinn af þeim tveim sem áttu raunverulegan möguleika að ná kjöri.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.2.2017 kl. 17:45

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann ég veit ekki hvað þú ert að fara.  Ég hefði ekki farið til Bandaríkjanna, nema af því að ég varð að millilenda þar í um tvær klukkustundir til að komast til Mexicó, því miður eru enn ekki beinar ferðir þangað nema á vissum tímum.  Ég get ekki ráðið því hvernig flugfélög haga sínum flugrekstri.  Hvað varðar hatur þá hata ég engann mann, en ég fyrirlít þennan mann, og þann mann sem hann virðist geyma.  Það er bara allt annað mál, og ég sé engan tilgang í því að veita honum einhverja virðingu til eða frá.  Og mér er slétt sama um hann og stjórnina í Bandaríkjunum.  En ég er bara ekki sátt við það og þarf ekkert að afsaka það á neinn hátt, það er einfaldlega mitt mál hvaða álit ég hef á Trump og hans pótintátum.  Svo á eftir að koma í ljós hversu mikill skaðvaldur hann verður.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2017 kl. 20:51

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú hefðir nú gast farið til London og það eru beinar flugferðir þaðan til Mexikó 

þú hefðir gast farið til Kanada og flogið beint til Mexikó.

Þannig að það algjör óþarfi fyrir þig að fara til ógeðslega lamdsins USA á leiðini til Mexikó. Það er ekki nein skíring á hræsnini í þér um hatur þitt á Trump og þjoðini sem býr í USA.

Ég held Trump sé nákvæmlega sama hvort þú berir virðingu fyir honum eða ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 15:23

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góði besti Jóhann hættu þessari endemis vitleysu.  Ég valdi ódýrasta farið, því ég er ekki efnuð kona, fór til Toronto og með millilendingu í Minneapolis til Masatlán.  Þú ert komin langt fram úr sjálfum þér í vitleysugangi.  Ég vorkenni fólki eins og þér sem heldur að þú getir stjórnað heiminum.  Þú ert einfaldlega sjálfum þér til háborinna skammar með þessu innleggi þínu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2017 kl. 18:30

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það getur verið að þér sárni að það þér sé svarað, en ég tala fyrir hönd fólks sem að eru íbúar í USA og hafa engan áhuga á fólki með Kanafóbíu að ferðast til USA.

Fólk með Kanafóbíu ætti bara að halda sér frá þvi að ferðast til USA. Það er til nóg af löndum sem eru ekki eins ógeðsleg og USA og ég bendi fólki með Kanafóbíu að ferðast til þessara landa.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 18:51

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sárna að mér sé svarað?  Er ekki í lagi með þig?  ég þekki fullt af fólki frá Usu, á meira að segja frænkur og frændur þar, fólk sem mér þykir vænt um.  En ég þekki líka fullt af fólki frá Bandaríkjunum sem hafa sömu tilfinningu fyrir Trump eins og ég, þannig að það er algjörlega óþarfi fyrir þig að fara á taugum þó mér líki ekki við karlinn, meirihluti Bandaríkjamanna er á sama máli og ég. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2017 kl. 20:19

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú einu sinni svo að það var ekki meirihluti kjósenda USA sem kaus Hildiríði Klinton eða Trump, þannig að við vitum litið um það hvort að meirihluti eru ánægður með Trump eða ekki.

Ef ég man rétt þá hefur meirihluti kjósenda á kjörskrá í USA ekki kosið forseta síðan 1984 og það má kanski rífast um þá niðurstöðu líka.

Þannig að við skulum fara varlega með fullyrðingar um að meirihluti USA séu á sama máli og þú að hata Trump.

En fara varlega með skítkast í aðrar þjóðir og þjóðhöfðingja, sérstaklega ef þú hefur í hyggju að ferðast til þessara landa, nema auðvitað ef þú ert skattgreiðandi, þá er opið veiðileyfi á landið og þjóðhöfðingjan, so to speak. Bara ábending til þín, svo getur þú gert það sem þér sýnist.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.2.2017 kl. 20:58

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það og "hintið", Ég hef alltaf greitt alla mína skatta og skuldir svo það sé á hreinu og hefur ekkert með Trump að gera.  Svo vil ég benda þér á að margir bæði fjölmiðlamenn og aðrir hafa verið  með skítkast í ýmsa þjóðhöfðingja gegn um árin, en fyrir þér er Trumpinn eitthvað heilagur, það er þigg mál algjörlega.  Mér finnst maðurinn illa gerður asni og segi það hvar sem er.  Og ég er löngu vaxin uoo ór því að láta leiðbeina mér í þessum málum sem öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2017 kl. 08:38

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Þitt mál" átti þetta nú að vera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2017 kl. 08:38

21 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég borga skatta á Íslandi og líka í USA, það finst mér að gefi mér leifi að að úthúða stjórnvöldum beggja landa í ræðu og riti, ef mér finnst að eitthvað sé ekki rétt gert.

Lönd og þjóðhöfðingjar sem að mér finnst að séu ekki að gera rétt, en ég borga enga skatta þar, eins og til dæmis Norður Kórea, þá ferðast ég ekkert til þessara landa.

Nú í sumar þá eru hópur af fjárfestum sem að ég er kunnugur að fara í þriggja vikna reisu til ESB landa og veða í tvær vikur á skemmtiferðapramma á Fljótum ESB landa og fara víða. Ég var að spá í að fara, en hætti við, ég er algjörlega á móti ESB og mér finst ESB löndin orðin hættuleg og þá sérstaklega fyrir Kana.

Sem sagt að ég er ekkert að ferðast til landa sem mér líkar ekki við og tala kanski illa um. Ef ég færi í þessa ferð, þá mundi mér finnast það tvískinnungsháttur af mér að gera það.

Um leið og ég hætti að borga skatta á Íslandi (hvenær ættli það verði?), þá hætti ég að ferðast þangað. Þó svo að börn og barnabörn eigi heima þar og aðrir ættingjar.

Svona lít ég á hlutina, fer ekki til landa sem að Kaninn er óvelkomin eins og t.d. áIslandi, nema ef ég borga skatt þar. Af hverju að styrkja hagkerfi einhvers lands þar sem að þú veist að landsmönnum er illa við þig og vilja jafnvel koma þér fyrir kattarnef, so to speak.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.2.2017 kl. 16:55

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann minn, þú hefur þína skoðun og ég mína, og ég virði þína, vegna þess að allri eiga rétt á því að hafa skoðanir jafnvel þó maður sé ekki sammála þeim sjálfur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2017 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 2022447

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband