29.1.2017 | 16:26
Durango Leiðin þangað.
Við Elli og Kristín mágkona erum komin til Durango í Norður Mexico. Hér er kaldara en í Mazatlán, svo við klæddum okkur betur. Kristín fór meira að segja í ullarpeysu.
Jaime eiginmaður Kristínar ók okkur á rútubílastöðina. Það tekur um þrjá og hálfan tíma að aka þesa fallegu en hrikalegu leið.
Ferðbúin.
Svo að fara í rútuna. Milli Mazatlán og Durango er klukkutíma munur á tíma, við lögðum af stað kl. átta um morgunin.
Ég er ekki viss, en ég held að rútur séu aðalferðamátinn hér innanlands. Við fengum brauðsamloku og vatn afhent við inngang, rútan er búin öllum þægindum, svo sem eins og tölvuneti, leikjum fyrir börnin og bíómyndum. KLósett er líka í rútunni.
Í fyrstu var ekið gegnum láglendi og lággróður.
Svo fór landslagið að hækka en mjúkar hæðir grónar tóku við.
Og svo hækkaði landslagið ennþá meira. Á leiðinni eru um 30 göng og álíkamargar brýr.
Á einum stað stoppaði rútan og þessar skelleggu konur komu upp í og buðu faregum upp á ilmandi kökur og tortíur með osti.
Og nú vorum við komin upp í fjöllinn sem eru bæði há og þröngir dalir á milli, allt gróið.
Þetta gífurlega fallega tré vakti áhuga minn,börkurinn brúngljáandi og tréð svo fagurskapað og skar sig algjörlega úr allri flórunni.
Víða voru tafir vegna vegaframkvæmda, en nú er landslagið heldur betur farið að verða risavaxið.
Minnir mig dálítið á Copper Canyon, sem við heimsóttum fyrir 20 árum.
Og ég giska á að við séum komin í yfir 2000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Ef ykkur finnst þessi brú ógnvænleg, bíðið þá bara, og ég segi nú bara ég er þakklát Samúel vini mínum í Austurríki fyrir að lækna mig af bæði flughræðslu og lofthræðslu.
Og hér erum við að tala um alvöru fjöll.
Allt í einu finnst mér hraðbrautin milli Austurríkir og Ítalíu ekkert svo hrikaleg.
Þetta er nefnilega hæsta "susopension Brigde í heimi. Baluarte brúin.
https://www.youtube.com/watch?v=3u1ay-o2HBw
Ein af tíu hættulegustu brúm í heimi.
Sumstaðar á leiðinn hafa framsæknir athafnamenn komið sér fyrir og selja bæði ávexti og safa til ferðalanga.
Því auðvitað verða menn þyrstir á svona langri leið og hættulegri.
Ógnarháir klettar rísa eins og tröll upp úr gróðrinum, eða eins og fornir kastalar í Evrópu.
En svo fórum við loks að lækka flugið eða götuna.
Og þá tóku við akrar, býli og breytt val á trjám, meira fururtré og svo kaktusar.
En samt ennþá brýr og göng.
Hross og nautgripir sá engar kindur. En við ókum fram hjá nokkrum búgörðum.
Er ekki alveg viss um að svona húsnæði myndi henta í íslenskum sveitum.
Þessi vegur minnir mig nú á vegaslóða sem við ferðafélagarnir út áhaldahúsinu fórum í fyrra
Ég bý í sveit, á aeuðfé á beit og Sællegar kýr út á túni.
Og ekki skortir timbrið,þótt trumpinn saumi að þeim, geta þeir allavega haldið á sér hita í verstu kuldaköstum.
Og hér erum við komin til Durango, erum að innrita okkur á hótelið, skjálfandi úr kulda, kappklædd og gott að komast inn.
Durango er í 1880 metra hæð frá sjávarmáli. árið 2010 var fjöldi íbúa 518.267.
Hér er margt að skoða og munum við fara í vettvangsskoðun á eftir. Hér á torginu sem við erum við er Catrethreal De Durango. Glæsileg kirkja og eldgömu.
Svo sannarlega fallegt hús.
Fengum okkur kvöldmat á hótelinu, og fórum svo á rölt um bæinn, þetta er gamall og fallegur bær.
Hér erum við í anddyrinu og eins og sjá má kappklæddar tilbúnar á borgarrölt.
En ekki meira að sinni. Eigið góða rest af deginum.
.....
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.