Blóm og gróður í Mexicó og fleira.

Hér er ótrúlega fallegur gróður allstaðar og vel hirt, nema einstaka lóðir sem eru ekki með ábúendur en eigendur láta drabbast niður.  

 

59-IMG_1388

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru tildæmis eksmmtilega klipptir fíkusar, í fyrstu hélt ég að þessa væru babúskur en svo þegar ég gekk lengra sá ég að þetta voru skemmtilega klipptir fuglar. 

 En það er ekki bara blóm og gróður í Mexico, heldurlíka dökkar hliðar, þó það sjáist ekki á glaðlesa kurteisa fólkinu sem hér býr.  Enda heldur lífið sinn vanagang hér í Mazatlán, en undir niðri hvílir samt mara á lífinu.  Hér er mikið um morð.  Mafían berst um yfirráð.  

Eftir að Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman sem gengur undir nafninu El Chapo eða sá stutti, var handtekinn hér í Mazatlán, á hótelherbergi við strandgötuna, hafa aðrar maríuklíkur háð blóðuga baráttu um yfirráðin yfir Sinalóa.  Á 28 dögum hafa 32 menn verið drepir hér á vegum annara klíkna.  Hugsa stundum hvort þetta líkist ekki Tímavélinni hans H.G. Wells um góða og fallega fólkið uppi á yfirborðinu og hið illa niður í jörðinni.  Hef aldrei getað gleymt þessum kafla.  

Sá stutti verður sendur til Bandaríkjanna fljótlega, ætli Trump sleppi honum ekki bara?

 http://www.ruv.is/frett/fikniefnabaron-fallinn-i-mexiko

En nóg um það, við verðum ekkert vör við þessa neðanjarðarstarfssemi, því glæpamennirnir vilja ekki styggja ferðafólkið, því á þeim græða þeir mest, fyrir utan sölu fíkniefna. 

guzman

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona 30 mínútna gangur frá þar sem við búum.  

En ég ætlað að tala um allt annað embarassed

 

76-IMG_1427

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristín er búin að vera dugleg við að umpotta blóminn sín og kaupa ný, með smá aðstoð okkar Ella.

 

71-IMG_1418

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og blómin eru falleg.

73-IMG_1422

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gardenían ilmar þegar kvölda fer.

43-IMG_1357

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fíkjutréð lét Kristín Ella saga niður, svo hún ætti betra með að hugsa um það sjálf, ég dsuðsá eftir þessari fallegu krónu, en það vex aftur, ég er búin að kanna það.

64-IMG_1400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má víða sjá bananatré, og sum með ávexti, en götutrén eru aðallega fíkus Benjamínus tilklipptir í allskona fígúrur og pálmar. Í göngugötunni er nú verið að koma fyrir um 10 metra pálmum meðfram götunni vegna þess að það er verið að undirbúa Karnivalið sem verður hér í byrjun febrúar, þá verða húsinn í miðbænum líka máluð í allskonar flottum glaðlegum litum.  Sennilega meira en venjulega því borgarstjórinn hér er nú hommi. 

53-IMG_1377

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfirleitt eru garðar her velsnyrtir og fallegir.

15-IMG_1260

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru settir borðar á runnana og þessa hvíta neðst á sennilega að tákna snjó, en það er bara hvítur bómull.

1-IMG_1392

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáum við betur þessa flottu fugla.  

16-IMG_1264

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hvíli mig stundum þegar við löbbum heim eftir strandarferð.

Notalegt að setjast aðeins niður. 

09-IMG_1236

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir verða góðir í vor.

25-IMG_1281

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og ekki bara blóm heldur líka ávextir, ferskir og góðir.  

29-IMG_1292

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við Seníor frogg fyrir utan gamla markaðinn í gömluborginni.

En þetta er nú ágætt í bili.  Og svona er bara lífið.  Eigið góðan dag, eða kvöld eða hvað smile

 

......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir dásamlegan póst.  Nú eru hlýindin og hlákan búin að víkja fyrir frosti og hálku.  Sólin skein í dag samt eins og enginn væri morgundagurinn.  Bið að heilsa Ella.  Kveðja að vestan ibþ

Inga Bara Thordardottir (IP-tala skráð) 26.1.2017 kl. 19:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Inga mín, hér er frekar napurt í dag, þó það sé eins og besti sumardagur heima.  En gott að sólin er farin að skína, .að beyrtir öllu heima.  kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2017 kl. 19:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Gaman að heyra að dvölin sé góð í Mexíkó, en fyrir alla muni forðaðu þér þaðan kona, áður en trumparinn lokar þig inn!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.1.2017 kl. 00:25

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Halldór, það heldur mér enginn veggur, því ég flýt beint frá Mexicocity til Toronto, svo trumpurinn má bara éta það sem úti frýs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2017 kl. 01:42

5 Smámynd: Jens Guð

Skemmtilegar sólskinsmyndir og góð tilbreyting fyrir okkur hér í frosti og snjó.

Jens Guð, 27.1.2017 kl. 02:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Datt það svo sem í hug Jens minn, sól í hjarta er líka nauðsynleg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2017 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband