26.10.2016 | 12:57
Grín og glens sem hefur vakið usla.
Félagar mínir í Dögun settu á svið blaðamannafund um boð til ríksstjórnarinnar um samstarf. Þarna sátu þau uppábúin Helga Þórðardóttir í íslenskum þjóðbúningi.
https://www.facebook.com/groups/526342267441179/1181754618566604/?comment_id=1181759491899450¬if_t=like¬if_id=1477412410191567
Sturla Jónsson bauð blaðamenn velkomna og kynnti Helgu til leiks. Það sem hún las upp eftirfarandi:
Boð um Ríkisstjórnarsamtarfs.
Eftirfarandi er boð til Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins um Ríkisstjórnarsamstarf. Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði lýsa yfir vilja til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að loknum kosningum að því gefnu að Dögun fái Fjármálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti, Sjávarútvegsráðuneyti og að verðtrygging verði afnumin á fyrstu viku stjórnarsamstarfsins.
Drög að stjórnarsáttmála / stefnulýsingu ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. (Nánar: Ríkisstjórnin leggur áherslu á:)
Aðskilnaður ríkis og spillingar. Með myndun ríkisstjórnar Dögunar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefst ný sókn í þágu lands og þjóðar.
Tekin verða djörf skref við aðskilnað ríkis og spillingar með stórauknum upplýsingarétti borgaranna með gagnsæi í stjórnsýslu og fjármálakerfi með að lánabækur fjármálafyrirtækja með starfsleyfi verða opnar auk eflingar stofnana sem standa vörð um hagsmuni almennings og komið verði í veg fyrir óeðlileg áhrif sérhagsmuna á regluverk samfélagsins.
Fjármálakerfið fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Á fyrstu vikum stjórnarsamstarfs mun ríkisstjórnin leggja fram lagafrumvörp um skipun fjármálkerfisins.
Skýr aðskilnaður verður gerður á starfsemi viðskipta og fjárfestingabanka, skýr takmörkun ríkisábyrgðar og lög um hlutafélagabanka / einkabanka endurskoðuð.
Lagt verður fram sérstakt lagafrumvarp að þýskri fyrirmynd um starfsemi samfélagsbanka sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ræna þeim.
Við samþykkt þess frumvarps verður Landsbanki Íslands gerður að samfélagsbanka með breyttri eigendastefnu ríkisins fyrir Landsbanka Íslands.
Skattaumhverfi / Skattaundanskot. Skattar einstaklinga og fyrirtækja standa undir nauðsynlegri þjónustu við samfélagið allt og markmið ríkistjórnarinnar er að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og hækka persónuafslátt.
Á móti leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að hamla þunnri eiginfjármögnun fyrtækja með lögum og draga úr skattaundanskotum en til að halda skattaundanskotum innan íslenska hagkerfisins verður Engey gerð að aflandseyju.
Sala og meðferð ríkiseigna Komi til sölu ríkiseigna skal það gerast fyrir opnum tjöldum og í gagnsæi á öllum stigum söluferlis til að koma í veg fyrir óheppilegar einkavinavæðingar eða gjafadíla á ríkiseignum til óprúttinna undirhyggjumanna. Reykjavík 26. Október 2016
Þetta olli þvílíkum titringi. Ég Varð alveg klumsa þangað til ég fór að hlusta á hvað þau voru að segja. Finnst samt frábært að þau skyldu geta haldið andlitinu meðan á þessu stóð. Þvílíkir grallarar og hressandi svona í miðri kosningabaráttunni.
En hér má ef til vill finna lausnina. Þekkt er myndin um apana þrjá, en raunin er að nýju flokkarnir hafa ekki fengið neinn hljómgrunn í fjölmiðlum í þessari baráttu. Fjölmiðlar vilja greinilega velja úr hvaða flokkar hljóta brautargengi. Einnig held ég að þetta sé smáskot á umræður stjórnarandstöðunnar um stjórnarmyndun.
Allavega er grínið gott, og ágætt að lyfta umræðunni á skemmtilegra plan.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.