17.9.2016 | 11:02
Að finna fé.
Alltaf gaman að finna óvænt peninga. En það er frekar skondið þegar forystumenn höfuðborgarinnar finna allt í einu fé til að laga ástand sem hefur legið fyrir lengi, si sona allt í einu.
Hin hagsýna húsmóðir fer ekki til feldskerans og kaupir sér rándýran pels, þegar hún veit að börnin hennar fá ekkert að borða næstu mánuðina. Hún þarf heldur ekki að bíða eftir fjórðungsuppgjöri til að vita hvar skóinn kreppir.
Þess vegna er það svona frekar hrollvekjandi að heilt bæjarfélag spilar efnahaginn eftir fjórðungsuppgjörum en ekki heildaryfirsýn yfir aðkallandi mál. Og komast upp með að svara ekki.
Ég persónulega held að þetta hafi komið svona til: Samfylkingin er orðin örvæntingarfull um fylgi í næstu kosningum. Þess vegna var farið á fund borgaryfirvalda og þeim gert grein fyrir að þau þ.e. borgaryfirvöld, með því að gera ekkert í málefnum skóla og leikskóla væru að skemma fyrir kosningabaráttu flokksins.
Enda þrýstingurinn orðin óbærilegur fyrir alla aðila.
Þá dettur mönnum í hug að það gæti verið snjallt að finna fé svona óvænt og til að afsaka það, kom hugmyndin um fjórðungsuppgjörið sem frelsandi engill. Og nú var hægt að slá sig til riddara með því að (svona eftir á) sagt að þeir hefðu skólamálin í fyrirrúmi.
Þegar borgarstjórinn var spurður um hvort hann hefði ekki spáð í þetta þegar hann réðist í Grensásveginn, kom hann sér undan að svara, og komst upp með það.
Það virðist nefnilega vera að það komist bara sumir upp með að ljúga í beinni. Ef til vill eru sumir betri lygarar en aðrir, hvað veit ég. En pólitíkinn getur verið ansi snúinn og hefur margar óvæntar hliðar sem geta náð ansi langt og vegirnir verið óransakanlegir.
Það skyldi þó aldrei vera .
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nÚNA ÞEGAR ENDALAUSAR BIÐRAÐIR FÓLKS Á LEIÐ Í VINNU OG ÚR VINNU- MEIRA OG MEIRA PIRRAÐ Á UMFERÐARTEPPUM- ER VERIÐ AÐ þrengja götur.
Börnin fá ætann mat vegna þess að borgarstjórnin mundi ekki eftir svoleiðis smámunum. allir sem búa úti á landi - þakkið fyri vonda vegi- en ekki kvarta um slæma þjónustu- hún er alltaf verri í höfuðlausri höfuðborg !
Erla Magna Alexandersdóttir, 17.9.2016 kl. 17:17
Sýnist þessi borgarstjórn vera að klóra í bakka og eiga að fá bágt fyrir. Vegna þess aö börnin hafa EKKI VERIÐ Í FORGANGI hjá þeím hingað til þangað til krafan var orðin yfirþyrmandi og þá .... allt í einu finna þeir peninga. Trúir þessu nokkur maður?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2016 kl. 17:46
Varla er hægt að kalla þetta annað en hálfvitahátt, hvernig borginni hefur verið stjórnað undanfarin ár. Meirihlutinn svifið um á enhverju nostalgíuskýi í himinhæðum, án nokkurar jarðtengingar. Að ætla að fá einhver svör af viti, frá forsvarsmanni meirihlutans, er svona álíka sennilegt og að frjósi í helvíti. Annar eins blaðrari er vandfundinn og það sem verra er, hann kemst ávallt upp með allt déskotans bullið, svo lengi sem bláeygðir blaðasnápar og fréttamenn kokgleypa delluna úr honum, eins og enginn sé morgundagurinn. Það er gott að búa ekki í Reykjavík, meðan þessir kjánar eru við völd. Ekki það að minnihlutinn sé til stórræðanna heldur, ef miða skal við litleysi hans og gufuhátt undanfarin ár. Þar þarf svo sannarlega að taka til hendinni og skipta út mannskap.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem vorið er á næstu grösum.
Halldór Egill Guðnason, 17.9.2016 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.