Hlutleysi RUV í verki.

Nú er mikið rætt um ummæli fréttamanns RUV um feita karlinn. Sem er auðvitað mjög dónalegt og lítilsvirðing við viðmælendur sína. Enda baðst Arnar Páll afsökunar á þessu.

En þetta er samt miklu saklausara en það sem gerðist á þessum sama fundi, þegar formenn tveggja stjórnmálaflokka var gert að yfirgefa pallinn, vegna þess að þarna ætti bara að vera þeir flokkar sem ættu fulltrúa á þingi. En hvað er Benedikt þá að gera þarna? Hér er vitnisburður manns sem var viðstaddur þessa uppákomu:

"Arnór Valdimarsson Í dag, á fundi fólksins, var pallborð með forystumönnum stjórnmálaflokka. Íslenska þjóðfylkingin, kom sér fyrir á sviðinu ásamt formanni Dögunar. En skyndilega voru þeir reknir af sviðinu að beiðni RÚV ræðisins og tilkynnt að þarna væru þeir ekki velkomnir.

Var sagt að RÚV vildi bara fá þá flokka sem ættu þingmenn á þingi. Þegar þeim var bent á að fulltrúi Viðreisnar væri ennþá á sviðinu þá var þeim sagt að…já, honum var bætt við. Og við það sat.

Þessi mynd er af fulltrúum fólksins í gegnum gleraugu RÚV. Skömm þeirra og sýndarlýðræði er algjört! Hver stjórnar þessum Sirkus?

Og svo: Arnór Valdimarsson Er ekki rétt að ábyrgu aðilarnir biðji þjóðina og viðkomandi flokka í framboði AFSÖKUNNAR! Þetta er ekki þolandi.

AR-160909669

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Glaðbeittir forréttindamenn sem fengu að tala við fólkið á FUNDI FÓLKSINS.Hver var nú aftur yfirskriftinn á þessum viðburði?

Vitnað í aðra umsögn: "formenn tveggja stjórnmálaflokka skuli hafa verið reknir niður af pallinum, af því að þarna áttu bara að vera flokkar með menn á þingi, og svo kemur Benedikt upp á sviðið og þegar spurt var af hverju hann, þá var svarið við bættum honum við".

Ætli það sé svona sem RÚV ætlar að hafa hlutleysi sitt?

Og mig langar að spyrja: Hver bar ábyrgð á þessum "brottrekstri" starfsfólks RUV, hvaða heimild hafði sá til að velja úr þá formenn sem fengju að tala á FUNDI FÓLKSINS?

Þegar ég er að skrifa þetta er Þorsteinn Víglundsson í drottningarviðtali við Helga Seljan. Fyrir hálfum mánuði eða svo var Benedikt í samskonar viðtali við Hallgrím Torst. Mér heyrðist Þorsreini vefjast tunga um tönn þegar Helgi spurði hann um veiðigjöldin, hvort hann væri meðmæltur að lækka þau.;Nei sagði Þorsteinn. ;En er það ekki á dagskrá Viðreysnar? ;Jú en ég vil taka til allra þeirra sem borga gjöld, ekki bara þessa aðila. ;En hvað með álverin spurði Helgi. ;Tafs tuð og flumbra. Ég ætla ekki að tjá mig neitt um þau mál. ;EInhvernveginn svona var viðtalið, ekki orðrétt einn inntakið svona. Það má örugglega hlusta á þetta í Sarpinum, Í vikulokin. Það hljóta allir hvaða flokki sem þeir aðhyllast að sjá að þetta gengur ekki hjá RUV útvarpi ALLRA LANDMANNA, eða er það ekki þannig sem þeir titla sig?

Þetta er svívirðileg móðgun við það fólk sem er að bjóða sig fram fyrir þessa flokka og ekki síður fólkið sem fylgir þeim að málum.  

Og ég VIL FÁ ÚTSKÝRINGAR Á ÞESSARI UPPÁKOMU, VONA AÐ ÚTAVARP "ALLRA LANDSMANNA" SJÁI SÓMA SINN Í AÐ ÚTSKÝRA ÞESSA NÝJU SÝN ÞEIRRA Á HLUTLEYSI.

Ef til vill rétt að segja svona í leiðinni að í skoðanakönnunum eru þessir flokkar tilnefndir, en ekki aðrir. ;Þess vegna er ekki hægt að mæla gengni þeirra í pólitíska litrófinu. ;Einhverra einkennilegra hluta vegna var hér áður Dögun inní í skoðanakönnunum á Hraðbraut, þar mældist flokkurinn m.a. með 13% en svo var nafnið tekið út án skýringa. ;Já svona er nú íslenskur veruleiki. En eitt er víst að þessi 5% þröskuldur dugar ekki til að halda nýjum framboðum frá þátttöku. Það þarf líka að þegja þá í hel. 

Svo að lokum þessi vitnisburður Sigurjóns Þórðarssonar. 

 

Ég lagði leið mína óvænt í Norræna húsið á „Fund fólksins“. Tilefnið var m.a. mjög áhugaverður og fræðandi fundur með Ragnari Þór Ingólfssyni og Ástu Dís Guðjónsdóttur frambjóðendum Dögunar um lífeyrisjóðakerfið. Á „Fundi fólksins“ varð ég þess fljótt áskynja að Dögun og fleiri flokkar sem hyggjast bjóða fram í næstu Alþingiskosningum voru ekki einungis útilokaðir frá því að taka þátt í sameiginlegum viðræðum formanna stjórnmálaflokkanna, heldur einnig að fá að kynna stefnumál sín á sviði. Á sviðinu fengu aðrir flokkar að kynna sín stefnumál á hálftíma fresti allan liðlangan daginn og var umræðan send út af RÚV í beinni. Í skýringum stjórnanda samkomunnar kom fram að þessi mismunun væri gerð að kröfu fjölmiðla og þá væntanlega RÚV! Ég á bágt með að trúa þessum skýringum þar sem það er eitt af hlutverkum fjölmiðilsins að vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum. Fyrir vettvang sem kallar sig „Fund fólksins“ þá finnst mér það vera öfugsnúið að skipta þátttakendum upp í fólkið og síðan hitt fólkið eða jafnvel hyskið sem sett er til hliðar. Það væri fróðlegt að fá nánari skýringar á þessari mismunun og hvort eitthvað sé til í því að hún sé gerð að kröfu fjölmiðlanna eða þá styrktaraðila samkomunnar, sem eru; SA, Reykjavíkurborg og Ríkisstjórnin? Eitt er víst er að málflutningur okkar frambjóðenda Dögunar er ekki galnari en svo að ég var kallaður í viðtal í Færeyska ríkistúvarpinu eftir framlag mitt á fundi um skipan úthutunar veiðiheimilda í Rúnavik í Færeyjum á fimmtudagin var.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Á sviðinu fengu aðrir flokkar að kynna sín stefnumál á hálftíma fresti allan liðlangan daginn og var umræðan send út af RÚV í beinni. Í skýringum stjórnanda samkomunnar kom fram að þessi mismunun væri gerð að kröfu fjölmiðla og þá væntanlega RÚV!" Ætla aðrir fjölmiðlar að gangast við þessari afsökun RÚV?  Er svo komið fyrir lýðræðinu í dag að fjölmiðlar sameinist um að útiloka þá sem þeim eru ekki þóknanlegir?

Vil gjarnan fá svar við því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2016 kl. 19:23

2 identicon

Sæl jafnan Ásthildur Cesil - sem og aðrir gestir, þínir !

Ásthildur !

Dögun og Dögun: o  sei sei, fyrir mér / sem mörgum annarra, uppsóp hugsjónalauss fólks, sem vill hafa það náðugt á ríkis- spenanum, með þingsetu og innantómu blaðri m.a., nákvæmlega: eins og meðlimir hinnar vemmilegu og væmnu Íslenzku þjóðfylkingar, því miður.

Aðal keppikefli Dögunar - AÐ GALOPNA land og mið, fyrir alls lags ruzlara lýð frá Múhameðsku löndunum sérílagi:: fólki (ef þá kalla skyldi), sem rígfast er í villimennzku Steinaldar skeiðsins.

Aðal kappsmál: Íslenzku þjóðfylkingarinnar aftur á móti, að RÍGHALDA í aðildina að EFTA, og NATÓ stríðsæsinga- og niðurrifs bandalagsins, og munum þátt EFTA í, að leggja að velli stóran hluta innlendrar Iðnaðar framleiðzlu á sínum tíma / eins og: á Akureyri og í Mosfellssveit t.d., Ásthildur Cesil.

Því miður - eru Dögun og Íslenzka þjóðfylkingin hreinar og klárar viðbætur, við hina 6 ÓNÝTU flokkana á þingi Ásthildur mín, á sama tíma - og Flokkur fólks Ingu Sæland og félaga hennar, virðist ætla að sýna þá viðleitni, að setja hugsanlega endurreisn fjölskyldna og heimila landsins í 1. forgang:: tiltölulega fölskvalaust, meira að segja.

Hvergi: hafa Dögun og Íslenzka þjóðfylkingin / fremur en Viðreisnar óskapnaður Benedikts Jóhannessonar Engeyings og félaga hans HVATT landsmenn til, að fara að Sýslumönnum landsins, sem og Banka Mafíunni, og lumbra á því liði, fyrir stelsýki þeirra á eignum almennings, á undanförnum árum sem áratugum, síðuhafi góður.

Það er orðið tímabært - að glæpaöflin fái að finna fyrir hryðjuverkum sínum - Á EIGIN SKINNI, fornvinkona góð !!!

Það var ekki að tilefnislausu: að Frönsk alþýða reis upp, gegn Loðvík XVI. af Bourbóna slektinu / og hristi óþyrmilega upp í Versala aðlinum, með Bastillu áhlaupinu 14. Júlí 1789, og þeim aðgerðum, sem á eftir fylgdu, þaðan í frá !!!  

Með skárstu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 20:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þú ætlar að vera með svona ótrúlegar og andstyggilegar staðhæfingar Óskar bið ég þig að hætta að tjá þig hér.  Þetta er helbert rugl frá upphafi til enda.  Mér er illa við að henda út fólki, en ef það verður framhald á þessari skemmdarstarfssemi frá þér, neyðist ég til þess. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2016 kl. 20:48

4 identicon

.... jæja: hún ætlar þá að verða mér dýrkeypt hreinskilnin Ásthildur Cesil, og:: þegar upp var staðið, var þá drengskapur og vinátta af þinni hálfu í minn garð ekki að rista dýpra, eftir tæplega áratugs samskiptin, hér á vef.

Ég skal þá ekkert frekar - vera að ónáða þína síðu framar, sé sannleikanum um hlutina, svo erfitt að kyngja - þegar ekki hentar þér og þínum vinum / raunverulegum: sem ímynduðum.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 20:59

5 identicon

,,,, og - á meðan ég man og að endingu, vil ég þakka fyrir: áður skemmtileg og uppbyggileg samskiptin hér fyrr meir, á síðu.

Vildi bara koma því að: jafnframt.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 21:11

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óskar kallarðu þetta hreinskilni?  Þetta er fjarstæðukenndur rógburður og illmælgi af verstu gráðu. Við höfum hingað til virt hvort annað í samtölum, en það sem þú setur hér fram um fólkið sem ég vinn með, þekki vel og hef góða reynslu af er svo mikið bull og vitleysa að það nær engu tali.  Þarna lætur þú þína fordóma aldeilis grassera.  Ef þú vilt áfram halda vinskap við mig, þá vinsamlegast reyndur að kynna þér málefnin áður en þú ræðst svona fram með tómu rugli minn ágæti.  Þú getur sagt hvað sem þú vilt um mig, en ég þoli ekki þegar vinir mínir og samstarfsmenn eru bornir svo röngum sökum.  Fólk sem hefur lagt nótt við dag til að koma saman kjarnastefnu og leitað sérfræðiaðstoðar og fengið allskonar fólk til liðs við sig til að gera allt rétt.  Meira að segja fengið gesti erlendis frá til að vera alveg viss um að vera að gera rétt.  Nei takk Óskar minn, það einfaldlega þoli ég ekki.  Og í Guðsbænum ekki kalla þeitta hreinskilni, þetta er argaasta illkvittni og rógburður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2016 kl. 21:24

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Þegar ég fór á stofnfund Dögunar fyrir nokkrum árum síðan, þá fréttist það að þér hefði verið hótað ef þú (sem varst fjarverandi), styddir þína eigin meiningu á þeim fundi.

Þá vissi ég að Dögun var ekkert skárra en allt hitt samsuðubraskið, og hætti þar með við að styðja þann flokk. Þú veist að ég er að segja satt, Áshildur mín.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2016 kl. 22:57

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna Sigríður mín, þetta hef ég aldrei frétt.  En svo er það að sumt fólk segir ýmislegt sem það ekki meinar.  En ef þú ert að tala um mig, þá hefur mér aldrei verið hótað.  Miklu fremur hef ég fundið fyrir miklum stuðningi þess fólk sem þarna er enn og þetta fólk er eins og fjölskylda fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2016 kl. 23:17

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Þú manst þetta ábyggilega, og líklega á ég útprentaða viðurkenningu þína á blogginu um þetta. En þú sjálf verður nú alltaf virðingarverð persóna en ekki flokkur, í mínum huga Áshildur mín :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.9.2016 kl. 23:35

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú mátt alveg senda mér þetta Anna mín, en ég bara man ekkert eftir þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2016 kl. 00:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En í raun og veru hefur þetta ekkert að geram með það sem ég er að tala um, þ.e. fáránlega afstöðu Rúv í máli formanna þessara stjórnmálaflokka á fundi fólksins.  Og það verður vonandi kært. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2016 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband