7.7.2016 | 23:26
Fornaldarflokkur par exellence.
Það er auðvitað enginn spurning um að þetta félag Mjólkursamsalan er að misnota aðstöðu sína að því er virðist með aðstoð Framsóknarflokksins og kaupfélagsstjórans í Skagafirði, sem ætti auðvitað að vera fyrir löngu búið að koma frá ef miðað er við bæði opinberar tölur og það sem kvisast út. Þess vegna þarf svo sannarlega að lostna við Framsóknarflokkinn af flokksjötunni og það verður ekki gert nema að koma þeim niður fyrir þolmörg þess að komast að kjötkötlunum. Enda virðist allt benda til þess að svo sé í farvatninu. Og eitthvað er að, þegar bæði Vigdís og Frosti kjósa að bakka út. Þetta er bara flokkur sem á ekki heima í nútímasamfélagi, ekkert frekar en SÍS á sínum tíma. Lýðræðið þolir ekki að svona forneskjulegt fyrirbæri hafi einhver völd til að ráðskast og stjórna. Þannig er það bara.
Ólafur hyggst leita réttar síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn er eins og langt gengið krabbamein.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2016 kl. 23:49
Jamm og spurningin er, þarf að skera það burt eða er lyfjameðferð möguleiki?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2016 kl. 23:52
Framsóknarflokknum verður illa ef nokkuð bjargað með lyfjum, eða öðrum þekktum aðferðum, sem vinna eiga á meinum. Frosti benti á ýmsar skynsamlegar leiðir til úrbóta, auk þess að mæla fyrir aðhaldi og ráðdeild í ríkisfjármálum, á frekar einfaldann hátt. Kveðinn í kútinn af flokkseigendum.
Vigdís Hauksdóttir hefur átt þónokkra góða spretti og talar mannamál. Umdeild og full framgangshörð talin, af mörgum. Kveðin í kútinn af flokkseigendum. Hefur kynnt sér leyniskjöl, sem henni er óheimilt, sem þingmanni að upplýsa, en getur gert sem almennur borgari. Hún er ekki hætt í pólitík.
Ekki mun dlokkseigendum líka það.
Eftir situr flokkur, litlaus og leiðitamur, sem bíður eftir einhverskonar frelsara. Hver hann verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.7.2016 kl. 01:15
Já Halldór það er alveg makalaust að þessir menn skyldu ýta Frosta út í kuldann. Vigdís sagði margt skynsamlegt, en sumt líka alveg út úr kú. Held samt að hún sé hreinlind ef hægt er að tala um slíkt, því hún segir það sem hún meinar, öfugt við flesta þá sem sitja þarna á þingi. Það verður ekki af henni skafið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.7.2016 kl. 09:49
Það var farið skammarlega að Sigmundi og er líklegt að óvinir hans hafi kunnað honum litlar þakkir fyrir ætlun hans að afnema verðtrygginguna. Honum var greinilega full alvara.
Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2016 kl. 04:39
mikið er framsóknaflokkurinn heppin að hafa svona aðdáendur.hvernig er máltakið seigja ekki beint heldur láta í veðri vaka að hann hafi unnið til saka þannig virðist áthildur hugsa. gott og vel. hvernig hefur öðrum flokkum geingiðað stjórna án framsóknar. kannski að frúin upplýsi það, það vantar alla jarðteingínu.
Kristinn Geir Briem, 10.7.2016 kl. 08:53
L´laata í veðri vaka? Maðurinn laug í beinni útsendingu, það sá allur heimurinn. Já ég er heppinn að vera ekki jafn steinblind og heilaþvegin eins og sumir sem hamra endalaust á því að það hafi verið farið illa menn Sigmund Davíð, þegar það var aðeins verið að opna á hans eigin lygi. Þið viljið greinilega ekki taka á spillingu og klíkuskap landsins. Þið ættuð að eins að líta í eigin barm og skoða hvort það sé allt í lagi með ykkar hugsanagang áður en þið æpið um hatursmenn, skammarlega framkomu og að RUV hafi framið brot, þegar það eina sem þeir gerðu var að leiða í ljós sannleikann. Ráðamenn verða að þola að þeir séu spurðir óþægilegra spurninga, og þeir verða líka að hafa svörin sannleikanum samkvæmt. Það er einmitt það sem ætlast til af þeim, ekkert meira né minna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2016 kl. 09:11
no.7. sé nú ekki hvernig þessi lygi komi mjólkursamsölunni við. kanski ekki steinblind en þarft gleraugu serð meira með því vinstra. en vera er að vera blind á þvi hægra. er ekki aðdáandi sigmundar hef aldrei verið. þarf ég að vera aðdáand sigmundar þó ég sé framsóknarmaður. vill nokkur taka á spillíngu hér á landi þettað eru hagsmunir þeir eru bæði vinstrameiginn og hægrameiginn. er ekki merkilegt hvað bónus fékk allar bestu lóðirnar í reykjavík á timum ingibjrgar. eflaust tilviljun. minn hugsanagangur er ekki galllaus en ég álít mig ekki fullkominn enda jarðbundinn maður en svíf ekki um í fullkomnum heimi. hvaða spurníngu varstu að spyrja her að ofan ég sé bara fullirðíngar. með fulltri vinsemd.skoðaðu nú bjákann í auga þér hann hlítur að vera hægrameiginn því þú sér altof vel með því vinstra.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 11:27
ég er reyndar ekki að spyrja að neinu, fullyrðingar já það eru þær, og að gefnu tilefni. Ertu ef til vill að neita því að Sigmundurhafi logið í beinni útsendingu? Það sáu það allir sem vildu sjá, það er ákveðin blinda, sama hvort þú er aðdáandi hans eða ekki.
Ég þekki ekki til hvað Ingibjörg Sólrún gerði á sínum borgarstjóratíma, og hef sannarlega engan áhuga á henni né Samfylkingunni. Og ég er ekki að fara langt aftur í tímann til að finna eitthvað. Nú á til dæmis að flýta landsfundi Framsóknar, ætli það sé nú ekki þannig að menn sjái að það gengur ekki að hafa Sigmund í forsvari fyrir flokkinn, þó hann sjái það ekki sjálfur. Þetta verður nú meiri kaupmennskan, rétt eins og á síðasta landsfundi, þegar hann og pabbi hans eru sagðir hafa keypt Framsóknarflokkinn með kaupfélagstjóranum í Skagafirði, þetta er ekki frá mér komið reyndar, en hefur svo sannarlega verið rætt af fullri alvöru.
Ef ég er með bjálka í augum þá er hann hvorki til hægri né vinstri, því ég tel mig hvorki vera hægri eða vinstri, finnst það vera úrelt rétt eins og annað hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2016 kl. 19:52
þessi hugtök hægri-vinstri er komin svo langt frá upphaflegu skilgreininguni, að það hálfa er nóg. Það eru ekki til meiri kommúnisk kerfi en sjávarútvegur og landbúnaður á Íslandi, sem eru studd og kyrfilega varin af þeim sem kenna sig við hægri. Þegar fólk, hvar í flokki sem er vill breitingar í frjálsræðisátt, þá er það upphrópað sem kommúnistar.
Mæli með að fólk lesi grein eftir Þorstein Pálsson á vef Hringbrautar, þar sem hann ber saman aðild að ESB og nýja búvörusamninginn. Þar bendir hann m.a. á það, að Alþingi er einungis bundið í 2 ár vegna ESB, en 10 ár gagnvart búvörusamninginum.
Jónas Ómar Snorrason, 17.7.2016 kl. 10:02
Já það er alveg ótrúlegt að árið 2016 skuli vera einokun á mjólkursölu. Þetta kerfi á að leggja niður og leyfa bændum að vinna sjálfir meira að sínum sölumálum. Auka heimildir til heimaslátrunar og koma þessum kerfissogblöðkum út úr kerfinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2016 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.