Brexit, lýðræði og lúpína.

Afstaða ESB sýnir í hnotskurn hvernig þetta apparat bregst við þegar lýðræðislegar kosningar fólks eins og í Englandi segjast vilja ganga út.  Þetta bákn er eins ólýðræðislegt og hægt er að vera.  Það er bara burt, út, ekkert með ykkur að gera.  Þó það sé alveg ljóst að slíkt hafi umtalsverð áhrif ekki bara í Bretlandi heldur á öllu ESB svæðinu og jafnvel víðar.

Styrmir Gunnarsson sagði hér um árið að Ísland væri ógeðslegt samfélag, en Vá hvað er það í sambandi við þetta bákn, sem raunar enginn hefur kosið og lifir sjálfstæðu lífi, hefur ekki skilað inn ársskýrslum í tuttugu ár og er bæði uppspretta spillingar og austri á fjármundum sem enginn veit eiginlega í hvaða magni, því eins og það er, þá virðist þetta samband ekki geta haldið utan um útstreymi, né innstreymi fjármagns.  

Svo er skondið að þeir sem telja sig jafnaðarmenn hér á landi eru þvílíkt húkt á þetta ESB, sem er ekkert annað en að hygla sérhagsmunum og stórfyrirtækjum, sérstaklega í þýskalandi.  Og þó Samfylkingin sé í tómu tjóni, eiginlega að mínu mati fyrst og fremst vegna staðfestu sinnar um að vilja sameinast í Esb þá skal ennþá höggið í þann sama knérunn aftur og aftur.  Minnir mig frekar á hrúta sem endalaust stanga í sama tréð, þangað til úr blæðir. 

Mín skoðun er líka sú að Viðreysn eigi sér ekki viðreysnar von, því þó þeir reyni að klæðast sauðargæru og vilji ekki tala um ESB í sínum áróðri, þá veit fólk að það eina sem skilur þá frá Sjálfstæðisflokknum, svona fyrir utan Bjarna Ben með sitt ískalda mat er einmitt að vilja inn í ESB.

Fyndið var líka að hlusta á Eirík nokkurn Bergmann, "Kórea norðursins", lýsa því yfir að bara um leið og úrslitinn voru ráðin í Bretlandi um úrgöngu úr ESB, þá fór allt í rasisma og nasisma og ég veit ekki hvað.  En hvers vegna er eiginlega verið að fá þennan snilling til að ræða þessi mál, því hann er svo fastur í sínu ESBferli að það er fyndið að tala um sérfræðing.  Sérfræðingar eru nefnilega hlutlausir í sinni afstöðu ef þeir vilja njóta trausts, þessi maður einfaldlega gerir það ekki.  Ekki frekar en Hannes í umfjöllun um Davíð.  

Að sumu leyti get ég tekið undir það að RUV er ekki hlutlaus miðill, mér þykir það leitt, en það virðist vera svo.  Þar ber margt til sem ég nenni ekki að tíunda hér.  

Til dæmir afstaða Hallgríms Thorsteinssonar, sem greinilega er hliðhollur ESB, klár maður á alla lund en einhvernveginn er ekki hlutlaus.  Til dæmis veit ég að formaður Dögunar hefur farið fram á að fá svipað viðtal við hann í Sunnudagsþætti hans og formaður Viðreysnar fékk, en var ekki svarað.  Ekki svarað takið eftir því.  

Við virðumst vera í einhverju andskotans PR stríði við að koma skilaboðum á framfæri, rétt eins og Bretar.  En náum engu taki, það eru bara þeir sem hafa peninga og völd sem virðast ná í gegn.  Og það er ekki þóknanlegt lýðræðinu, hvorki hér né í öðrum löndum.

Eins og þið lesið, þá er ég afskaplega pirruð, sérstaklega út af lýðræðishalla, en ekki síður af því að koma akandi frá Reykja vík og horfa upp á helvítis lúpínuna allstaðar, takandi yfir allan fallega lággróður landsins, svo hrikalega að sumstaðar er allt blátt af lúpðinu og eftir nokkur ár, verða enginn berjalyng, ekker lambagras, enginn fallegur lággróður til á landinu okkar, það verður lúpina og aftur lúpína, en sem betur fer verð ég dauð þá og mun ekki upplifa það, en barnabörnin mín munu ekki fara í bláan berjamó og týna týna ber.  Er ekki allt í lagi með fólk?

Og ef þið haldið að ég sé að fara út um víðan völl, þá bendi ég á að ESB er eins og lúpínan, étur allt, yfirgnæfir allt og ef við gætum okkar ekki, þá glötum við öllu því fagra og því sem gerir okkur einstök.   


mbl.is Engar viðræður við Breta strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er í flestu sammála að öðru leyti en því að flokkurinn heitir Viðreisn, ekki Viðreysn!

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 19:36

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur algjört meistaraverk þessi grein og 100% sammála bæði með ESB og Lúpínuna og auðvita vel skrifuð eins og allt hjá þér.

Valdimar Samúelsson, 1.7.2016 kl. 20:40

3 identicon

Það er ekkert óeðlilegt né ólýðræðislegt við það að ESB hvetji bresk stjórnvöld til að drífa í því að fara eftir niðurstöðu lýðræðislegra kosninga. ESB stendur þar vörð um lýðræðið þegar einstaka stjórnvöld freistast til að vilja hundsa það og draga lappirnar. Fyrsta sem Boris Brexit sagði eftir að niðurstaða lýðræðislegra kosninga lá fyrir var að ekkert lægi á að fara eftir niðurstöðunni. Lýðræðisást Brexit hópsins virðist því vera töluvert minni en ESB.

Um leið og úrslitinn voru ráðin í Bretlandi um úrgöngu úr ESB fjölgaði hatursglæpum (rasisma og nasisma) um 400%. Að segja frá því er ekki afstaða og hefur ekkert með skoðanir að gera. Sérfræðingar eru aldrei hlutlausir í sinni afstöðu ef þeir vilja njóta trausts. Krabbameinssérfræðingar eru til dæmis á móti krabbameini vilji þeir vera teknir alvarlega og þeir eru ekki að segja þér frá því af illmennsku.

Ekki er ætlast til þess að RÚV sé hlutlaust samkvæmt lögum um RÚV. RÚV á ekki að vera hlutlaus miðill. RÚV hefur til dæmis tekið afstöðu gegn Isis og var mikið á móti Osama Bin Laden. Ert þú eitthvað ósátt við það? Ef ekki, þá ert þú bara ósátt þegar RÚV er ekki sammála þér.

Dögun er samansafn fólks með mikinn áhuga á málum þem það veit ekkert um, saumaklúbbur en ekki pólitísk samtök. Enginn fjölmiðlamaður hefur áhuga á að fá þannig fólk í viðtöl, það er lélegt útvarpsefni.

Og lúpínan hefur gert landi og þjóð meira gagn en þú.

Jós.T. (IP-tala skráð) 1.7.2016 kl. 21:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrirgefðu Hörður viðreisn skal hann heita smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2016 kl. 21:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Valdimar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2016 kl. 21:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jós.T. ekki sammála þér í þvi, margir málsmetandi menn eins og Khol hafa varað við þvi að taka hraðskreiðina á þetta.  Vegna þess að það getur skaðað ESB jafnmikið og Bretland.  Sígandi lukka er alltaf best.  Og alltaf þarf að telja upp að tíu áður en menn grípa til hatursathæfingar eins og hér virðist vera. 

Þetta með að tala um Ósama Bib Laden og Ísis er barnalegt svo ekki sé meira sagt.  Glæpamenn sem eru ógn við samfélag manna eru eitthvað sem lýðræðið vill ekki láta óáreitt.  Og ekkert við það að athuga.  

Hvað varðar Dögun sýnir þetta bara að þú hefur hvorki kynnt þér kjarnastefnu flokksins né sýnist mér þú þarna fullyrðia um eitthvað sem þú hefur ekki hundsvit á.

Hvað varðar lúpínuna segi ég nú bara, hvað veist þú um það gagn sem ég hef gert í mínu nærumhverfi?  Að þú leyfir þér að fullyrða svona?  Þér er reyndar vorkunn því þarna ertu á svæði sem þú þekkir ekki og ert að reyna eins og rjúpa við staurinn að klína einhverju á manneskju sem þú hvorki þekktir né hefur minnsta hugmynd um hvernig er.  

Reyndar verð ég að segja að hvað býr í huga svona manneskju sem ryðst hér fram á vettvang til að koma með leiðinda komment til að reyna að særa sem mest.  Það segir mér bara eitt, þér hlýtur að líða illa í sálinni.  Svo hér færðu ekkert annað en vorkunn semi.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2016 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband