Frambjóðendur og nýr Forseti.

Í dag höfum við valið okkur forseta, Guðna Th. Jóhannesson.  Ég held að flestir séu sáttir við þá niðurstöðu.  En auðvitað er aldrei hægt að gera svo öllum líki.  

Þegar þessari kosningabaráttu er nú lokið og fólk farið að setjast í gamla farið, er samt margt sem kemur upp í hugann í sambandi við þessa baráttu.

Strax í upphafi var ljóst að þarna var kominn frambjóðandi sem höfðaði til breiðs hóps fólks.  í skoðanakönnunum fór hann strax með himinskautum og varð þess vegna fljótt skotmark meðframbjóðenda sinna.  Þar var fremstur í flokki Davíð Oddsson, sem reyndi að koma honum á kné með sögum um Icesave og ESB.  Þetta virkaði ekki, alveg sama hvað.  Það eina sem kom út úr því er að þetta fólk niðurlægði sig sjálft og varð ómarktækt í umræðunni og ekki bara í þessu máli.  Þarna er ég ekki að tala endilegal um Davíð sjálfan heldur hjörðina í kring um hann.  Þetta fólk virðist ekkert hafa þroskast áfram því miður.  En það var ekki að vinna sínum manni til framdráttar svo mikið er víst.  

 

317044_356275927813220_1509590006_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið hefur verið deild á fjölmiðla aðallega ríkisútvarpið um sérhygli við einstaka frambjóðendur.  Það kann að vera að einhverju leyti rétt, veit það ekki.  En það hefur ekki verið auðvelt að gera öllum góð skil, þegar svo margir buðu sig fram.  

 

Það er því spurning og hún frekar áleitin hvort þeir einstaklingar sem ekki hlutu brautargengi hafi liðið fyrir litla umfjöllun.  En það er svona spurning hvort kom á undan eggið eða hænan? 

Ástþór hefur margt til síns máls, en málið er að þegar hann fer að tala lokast eyru margra, held samt að stjórnmálamennirnir ættu að fela honum að skoða í alvöru með vernd þeirra, þá hugmynd að virkilega stofna hér friðarsetur.  Ég er viss um að það yrði bara af hinu góða.  

sdsdsd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fáum þennan eldhuga til að vinna að friðarsetri hér.  Hann myndi gera það með sóma.

Hildur Þórðardóttir var dálítið flumósa, en það var svo sem margt til í því sem hún var að tala um, eins og óhefðbundnar lækningar.  Ég er alveg á því að fólk eigi að líta til allra átta við sínum veikindum, hafa auðvitað læknana með í liði, en þeir þurfa líka að skilja að trú flytur fjöll og oft geta menn læknast af óhefðbundnum lækningum.  

Hildur hefur svo sem rifjað þetta upp. 

hqdefault

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við höfum öll okkar tilgang ekki satt.  

Guðrún Margrét var fulltrúi þeirra sem trúa á Guð og biblíuna, það þarf líka stundum að minna fólk á að margir finna styrk í þeirri trú en skynsemin þarf samt alltaf að vera leiðarljós.

874384

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elísabet Jökulsdóttir kom og sá og sigraði þó atkvæðin væru ekki mörg, það segir ekki alla söguna.  Hún var eins og ferskur vindur inn í baráttuna, með báðar fætur á jörðinni og vakti glens og gaman.  Einlæg og flott kona.

maxresdefault

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fjögur sýna svo að þó fólk skrifi undir stuðningsyfirlýsingar frambjóðenda, þá er alls ekki víst að það ætli sér að kjósa viðkomand.  Það má svo sem deila um það.  Veit ekki hvort nokkrum sé gerður greiði með því að undirrita eitthvað sem ekki á að standa við.  

Sturla kom líka sá og sigraði.  Hann hefur sýnt ótrúlegan dugnað og einbeittur fastur fyrir eins og hans er von og vísa.  Slíkur maður er fengur fyrir þjóðina alla. 

urlget

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann stendur fyrir kjarki og þori sem mafgir mættu taka sér til fyrirmyndar. Áfram Sturla.

Sama má segja um Andra Snæ.  Hann var málefnalegur og trúr sínum boðskap. 

Svona manneskjur eru bráðnauðsynlegar í okkar samfélagi upplausna og óreiðugangi.  

Um að gera að virkja þá meira í grasrótinni.

Andri-Snær-Magnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halla þessi flotta kona kom sér vel áfram á síðustu metrunum.  Hún hefði sennilega unnið meira á hefði hún haft meiri tíma.  Hún á örugglega eftir að gera margt gott í samfélaginu.  Ég til dæmis dæmdi hana ranglega, við verðum að vera manneskjur til að gefa fólki tækifæri, og sú uppryfjun að hún hafi verið klappstýra útrásarinnar, segir auðvitað ekkert um hennar innri mann.  Þó verður fólk að átta sig á því að netið gleymir engum og því best að hugsa fram í tímann.  Í upphafi skal endinn skoða.

Z2mPI-HR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Davíð er svo kapítuli út af fyrir sig.  Finnst samt flott hjá honum að hafa sýnt kjarkinn í að bjóða sig fram.  Þó augljóst sé að hann og stuðningsmenn hans misreiknuðu sig.  Eins og ég sagði áðan, netið gleymir engum.  En hann féll á þeim eðjuslag sem hans ráðgjafar og sjálfsagt hann sjálfur ýttu úr vör til að klekkja á Guðna Th.  En sýndi sig að slettast mest á hann sjálfan.  Hann er samt reynslunni ríkari, nú hefur hann líka upplifað að tapa kosningum.  Og hann tók því bara afskaplega vel. Þetta er eiginlega allt annar Davíð en við eigum að venjast. 

SH-1609-25-85229

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðtalið við þá fjóra efstu í kosningasjónvarpinu var dásamlegt.  Þau voru afslöppuð og vinaleg.  Þess vegna geta þau öll staðið með reisn hvernig svo sem allt æxlaðist í baráttunni sjálfri.  Það held ég að gleymist og fyrnist.  

Ég er fyrir mína parta afskaplega sátt við úrslitinn og vona að þau gangi öll ánægð frá sínum hluta öll níu.  Þó eflaust séu einhver sárindi í sálinni, þá stóðu þau sig öll níu með sóma ef allt er tekið til.  Og munu örugglega öll njóta virðingar fólksin í landinu.  

Það krefst kjarks að taka þetta skref að bjóða sig fram til forseta, miklu meiri kjark en ég mun nokkurntíma hafa.  Mín aðdáum á þeim svona í lokin er því óblendin.  Óska þeim alls hins besta í framtíðinni og vona að þau geti öll unnið með þjóðinni að því sem þau gera best.  Samstaða og virðing er mikils virði í lífinu.  

 

Til hamingju Guðni og fjölskylda.  Maður sem stendur  með báða fætur á jörðinni er það sem við þurfum á að halda.  

893583

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangi ykkur öllum vel í nýju umhverfi og nýjum áskorunum.  

0f69abb53ec1d65abaea6516b89b844f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Takk Ólafur og DOrrit fyrir ykkar farsælu ferð með okkur þjóðinni.  Glæsilegir fulltrúar og til sóma.  

 


mbl.is Guðni kjörinn forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi kosning snerist ekki um hvort Guðni TH næði settu marki framboðs síns heldur hvern "fólkið í Landinu" myndi velja sem Forseta Íslands. Kannski hefði verið nær að óska þjóðinni til hamingju með val sitt frekar en að óska Guðna Th til hamingju með að hafa borið sigur af hólmi í forsetakosningunni.

Mér sýndust flestir frambjóðendanna í forsetakosningunni reyna af ítrasta megni að kynna sína sýn á þeim málefnum sem þeim fyndust mikilvæg  fyrir þjóðina og ég vona innilega að málaflutningur þeirra hafi í öllu falli hvatt einhverja kjósendur til umhugsunar.

Agla (IP-tala skráð) 26.6.2016 kl. 16:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt hjá þér Agla.  Og ég ætla líka að vona að frambjóðendur hafi hver og einn vakið fólk til umhugsunar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2016 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband