31.5.2016 | 01:00
Svona ýmislegt á léttum nótum.
Þetta er bara ég. og ég get sagt ykkur að þegar ég er farin að vera með kjaft og skít, þá er eitthvað mikið að. Og það er einmitt nákvæmlega það sem er, og ég er ekki ein um að finnast það. Öll lygin, yfirdrepskapurinn kjaftæðið og bullið, ofan á rosalega sorglegar fréttir af flóttafólki sem er að farast, fólki sem er drepið saklaust af ribböldum og morðingjum sem hefur orsakað að ég slekk á fréttum, og reyndar ekki i fyrsta sinn, þá er komið nóg.
En ég ætla að vera skemmtileg núna
Hér fyrir nokkrum dögum komu hér tvær yndælar stúlkur á ferðalagi og litu við í kúlunni.
Þetta voru ungar stúlkur frá Bandaríkjunum, En ekki svona dæmigerðir bandaríkjamenn sem halda að naflinn sé í USU. Heldur stúlkur sem voru vel lesnar og áhugasamar um land og þjóð.
Þær höfðu ætlað að fara í sumarfrí til austurstrandar BNA, en þær eru í skóla í New York í fjármálageiranum, eru komnar með vinnu í Wallstreet í sumar. En sáu svo að það var ódýrara að fljúga með WOW arir til Íslanda og breyttu ferðinni og komu til Íslands.
Það var virkilega gaman að spjalla við þessar flottu stelpur, þær eru reyndar ættaðar frá Kína, foreldranir innflytjendur þaðan. En þær spurðu mikið. M.a. höfðu þær heyrt að allir Íslendingar væru bæði skrifandi og lesandi. Það þótti þeim merkilegt. Þær ræddu líka um fornsögurnar og höfðu lesið sér til m.a. hafði önnur þeirra lesið bækling um Íslanda þar sem sagt var að aðal frasi Íslendingar væri; þetta reddast. Og þeim fannst þetta frábært og jákvætt. Það er voðalega fallegt og gefandi að fá svona heimsóknir frá öllum stöðum á jörðinni, en svo sannarlega hafa slæðst hingað margir ferðamenn frá hinum ýmsu stöðum á jörðinni. Þær tóku myndir og ætla að senda mér þær svo þá get ég sett inn betri myndir af þessum frábæru stelpum.
Í fyrra dag útskrifaðist elsku Alejandra mín úr menntaskólanum á Ísafirði með láði. Hún fékk þrenn verðlaun fyrir besta árandur í Íslensku, Ensku og erlendu tungumáli.
Stelpan okkar, og hún fékk sem sagt þrenn verðlaun. Og hún saumaði búninginn sinn sjálf.
Það gekk ekki þrautarlaust að fá hana inn í samfélagið ég endaði á að skrifa dómsmálaréðherra bréf þegar hún var um 14 ára, þá var hún búin að fá endalaus hótunarbréf um að þurfa að yfirgefa landið. Ég skrifaði Rögnu Árnadóttur og sagði að þetta væri farið að hafa varanleg áhrif á barnið, því hún þekkti ekkert annað land sem heimaland en Ísland. Og Ragna greip til ráðstafana sem dugðu, þökk sé henni.
Og svo fékk hún íslenskan ríkirborgararétt sem betur fer. Því hér er glæsileg ung kona á ferð sem er jafnvel meiri Íslendingur en margir aðrir. Segi og skrifa.
Glæsilegur hópur, en því miður misstum við þetta unga og hæfileikaríka fólk frá okkur þau fara í háskólann og jafnvel erlendis, og geta svo ekki snúið heim, því hér vantar allt til að þau fái vinnu við hæfi. Og nú er þessi .... nei ég ætla ekki að vera orðljót en menntamálaráðherra búin að koma því svoleiðis fyrir að börnin okkar þurfa að fara ári fyrr að heiman. Því hann er fyrst og fremst að hugsa um A. kostnaðinn, B. að krakkarnir í elítunni geti sem fyrst farið út á vinnumarkaðinn þ.e. börnin sem tilheyra hans elítu.
Það er ekki bara Alejandra og foreldrar hennar sem komu hingað um árið, heldur líka móðurbróðir hennar sem á hér íslenska fjöldkyldu og hann Rolando Díaz er kvæntur íslenskri konu og á hér tvö börn þau Isobel og Ísaac, sem eru líka barnabörnin mín Flókið.. nei þar sem er hjartapláss þar er alltaf rúm fyrir fleiri.
Þessi mynd er algjörlega óborganlega fyrir þá sem þekkja manninn minn hahaha.. Þarna eru þeir grallaraspóarnir Pablo Díaz, Wlli, frændinn frá El Salvador og svo Rolando.
Hér eru tveir stoltir afar með fallegur stelpuna okkar, já þeir eru reyndar að rifna úr monti. Annar er að vísu titlaður pabbi og hinn afi.
Og mamma Ísobel þessi elska og duglega kona.
Og frændi sem ég því miður man ekki nafnið á, kom alla leið frá El Salvador til að vera viðstaddur þessa hátíð.
Já svo sannarlega gleðidagur fyrir okkur öll, fjölsylduna.
Hér býður hún gestina velkomna og að gjöra svo vel.
Samstúdínur, flottar ungar konur á leið út í lífið.
Já ég sagði það.. grallaraspóar, annar talar mest íslensku hinn bara spænsku, en það hefur aldrei háð þeim eða verið tungumálaerfiðleikar á þessum bænum. Tveir algjörlega toppnáungar sitt frá hvorri heimsálfunni, en ná algjörlega vel saman.
Já ég veit hálfétin kaka, en ég bara fattaði ekki fyrr að taka mynd af henni
Hér eru svo bræður mínir í góðum fíling Gunni og Daddi.
Og blessuð börnin létu sig ekki vanta.
Verð sennilega myrt fyrir þessa mynd, en hér erum við systur í góðum fíling og Sigga tendadóttir. Á góðri stund.
Talandi um hund og kött, glæsileg tilþrif hjá Lottu minni og París skilur ekki neitt í neinu hahahahah
Svo þarf ég endilega að grobba mig af fallegu blómunum mínum sem eru nú til sölu.
Ég er alveg viss um að þið sjáið ekki glæsilegri blóm.
Það er svo margt til hjá mér í ár elskurnar.
Bara að koma og skoða. Ef ég er ekki upp á lóð, er ég sennilega niður í kúlu, eða að þvælast, lofa að reyna að muna eftir að hafa símann við höndina. Bara fyrir ykkur.
Eigið annars góðan dag á morgun og alla hina. En hér er ég og get ekki annað, því ég er algjörlega húkkt á þessa blómasölu, og sér í lagi uppeldið og sáninguna og fjölgunina. Sumarið er nefnilega komið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.