4.4.2016 | 11:30
Kastljósþátturinn í gær.
Ég eins og margir fleiri beið spennt eftir Kastljósþætti gærdagsins. Ég var einmitt að hugsa hvað ég væri að fara að horfa á. Vissi ekki alveg hvernig þetta yrði gert.
En eftir þáttinn var ég bæði undrandi, sormædd og eiginlega hálf vonlaus. Þetta var svo yfirgengilegt að það var varla hægt að ná utan um allt sem þar kom fram. Allt skjalfest, unnið af fagmennsku og án æsings. Bara staðreyndir með framlögðum skjalfestum gögnum. Hafi Jóhannes Kr. Kristjánsson og hans teymi þökk fyrir.
Þó Sigmundur væri þarna í aðalhlutverki, þá kom mikið á óvart að bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal höfðu í besta falli hagrætt sannleikanum.
Það hefur legið fyrir frá því að eiginkona forsætisráðherrans opnaði sig um eign sína erlendis, þó hún segði ekki allan sannleikann en nauðbeygð,eftir að málið komst upp, að fólk var slegið yfir þessum fréttum.
Hvernig forsætisráðherra tókst að halda andlitinu allan þennan tíma, þó hann vissi mæta vel að upp kæmist einmitt í gær, skil ég ekki alveg. Annað hvort hefur maðurinn stáltaugar eða hann hefur einfaldlega ekki vitsmuni til að greina málin rétt.
Hallast frekar að því síðara, því hann virðist ekki hafa neinar stáltaugar, þegar hann þorir ekki út úr bíl sínum og kallar á lögreglu þegar norskir blaðamenn bíða hans og vilja viðtal, ef eitthvað er þá er það eiginlega skammarlegra en uppákoman í Kastljósinu.
Svo er annað mál sem ekki hefur verið mikið rætt ennþá, en það er sú staðreynd að faðir hans á miklar eignir í skattaskjólum, þá spyr ég þegar rætt er um nánustu ættingja er þá ekki verið að tala um alla nánustu ættingja? Væntanlega mun Sigmundur erfa mikla fjármuni af föður sínum, svo það má segja að þessir peningar tilheyra honum líka, þó hann hafi ekki gert eins og eiginkonan höfðað mál til að fá fyrirframgreiddan arf.
Ég hef lesið með furðu og undrun afsakanir og dylgjur framsóknarmanna honum til varnar. Dylgjur um að RÚV sé að plotta málið og af hatri til forsætisráðherrans skrifað leikrit honum til vansa. M.a. manneskjur sem ég leit upp til fyrir heiðarleika og vitrænu eins og Frosta Sigurjónssonar. Skil betur hina dýnosaurana í ríkisstjórninni, sem eru sjálf involveruð í allskonar gamlar syndir og plott.
Það sem er raunar fyndnast við þetta allt saman ef hægt er að tala um fyndni í þessu sambandi eru fylgismenn forsætisráðherrans sem ENNÞÁ eru að burðast við að reyna að koma því að að RÚV sé að plotta þetta allt saman. Aldeilis meiri ítök í fjölmiðlaheiminum en ég gerði mér grein fyrir.
Ég verð samt að koma því að að þrátt fyrir allt vorkenni ég Sigmundi Davíð. Ég vorkenni honum vegna þess að hann hefur sjálfur komið sér í þessa aðstöðu, sjálfsvítin eru nefnilega verst.
Hann hefur auk þess dregið vini og félaga ofan í vitleysuna með sér, af því að hann gat ekki komið hreint fram af auðmýkt og ósk um fyrirgefningu, heldur hefur forherst við hverja uppákomuna af annarri. Vitandi allan tímann að þessi dagur 3. apríl yrði dagurinn sem allt kæmi upp á yfirborðið.
Ég ætla mér að mæta á fund hér á Ísafirði í Skúrnum við veitingastaðinn Húsið, þar ætlar fólk að mæta til að taka undir með fólkinu sem mætir á Austurvöll.
Að mínu mati er krafan ekki bara að ríkisstjórnin fari frá, heldur að þessum spillingum linni og okkur auðnist að kjósa ríkisstjórn sem er bara venjulegur íslenskur almenningur, manneskjur eins og ég og þú, fólk sem lifir og hrærist í þeirri veröld sem við búum í. Fólk sem skilur hinn almenna borgara, en ekki eintómar silfurskeiðar og gamlir skúrkar og refir sem þekkja leikina alla til enda. Vegna þess að þeir sem voru á undan þessari stjórn voru alveg jafn mikið úti á túni gagnvar þörfum almennings og þeir sem nú stjórna.
Það þarf að byrja upp á nýtt, stokka upp spilinn og endurreisa traust, trúnað og mannorð íslensksu þjóðarinnar sem nú er gjörsamlega hrunið gagnvart öðrum löndum. Við erum ekki svona miklir bavíanar, við getum breytt þessu. Og við verðum að breyta þessu. Munum mótmælin kl. 17 í dag.
Áfram íslenska þjóð.
![]() |
Forsetinn flýtir heimför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022853
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott grein hjá þér Ásthildur, kærar þakkir.
Jónas Ómar Snorrason, 4.4.2016 kl. 12:35
Mín er ánægjan Jónas.
Það er með ólíkindum að lesa hér suma bloggara ennþá vera að tala um plott RÚV og allskonar dylgjur þó staðreyndirnar liggi á borðinu. Er hægt að taka marg á þessu fólki í öðrum málum? Eða gerir það sér ekki grein fyrir að með þessum skrifum er það að gera lítið úr sjálfum sér?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2016 kl. 13:11
Pólitískt RÚV og vanhæfir dómsstólar. Kosningar breyta engu, því miður. Benedikt Jóhannesson sem er að koma nýja flokknum Viðreisn að, er náskyldur Bjarna Benediktssyni og tengdur Sjálfstæðisflokks-klíkunni frímúruðu. Ef eitthvað á að breytast, þarf að byrja á hreinsun í bönkum, lífeyrissjóðum og ekki síst dómsstólum sýslumannsembættis-spillingar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2016 kl. 13:43
Takk fyrir þessa góðu samantekt. Ég undirstrika sérstaklega kröfuna um að spillingu linni.
Jens Guð, 4.4.2016 kl. 20:41
Anna já það sló mig dálítið að hann var á stöð2 að ræða málið. Varla getur hann talist óhlutdrægur.
Takk Jens, já við viljum burt með spillinguna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2016 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.