12.3.2016 | 12:54
Hvar á að taka peningana.
Þegar verið er að fara fram á að aukið fé sé sett í málefni sem eru til heilla fyrir almenning, kemur alltaf þessi setning, hvar á að taka peninga til þess, eða hvar á að skera niður.
Málið er að það eru til nægir peningar í þjóðfélaginu. Þeir liggja bara ekki á lausu, þeir eru ofan í skúffum þar sem enginn venjulegur maður getur notið þeirra.
Það sést vel núna undanfarið, það má minna á alla fjármunina sem runnu til frænda og vina ráðamanna úr Borgun, þar sem einstaka menn þáðu gull úr greipum ríkisins.
Það má líka tala um fjárnámið úr vörslu tryggingafélaganna, þar sem átti að veita sér ekki milljónir, heldur milljarða króna úr sjóðum þeirra til aðrgreiðslna til velvalinna auðmanna. Og meira að segja tekið lán hjá þeim sumum til að geta nú örugglega greitt út ARÐINN.
Það er löngu vitað að stórútgerðirnar maka krókinn vel á kostnað skattborgara þessa lands og það má ekki hrófla við þeim heilögu kúm, ekki hækka veiðigjöld né hækka krónuna, því þeir vesalingarnir þurfa að græða helst meira ef eittvað er.
Forstjórar OHF fyrirtækja og bankastjórar fá feitar launahækkanir og arðgreiðslur sem hver og einn almennur borgari gæti ekki halað inn allt sitt líf í puði og vesaldómi.
Það er eytt í allskonar bruðl og vitleysu eins og að færa gamlan grjótvegg, sem hafði að því sagt er ekkert sögulegt gildi.
Hvað ætl hafi verið eytt mörgum milljónum þegar Ingibjörgu Sólrúnu dreymdi um að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Það væri hægt að telja upp margt og margt, en það væri að æra óstöðugan.
En það þarf ekki að spyrja hvaðan á að taka peningana, eða hvar á að skera niður. Það liggur ljóst fyrir að einhversstaðar er til nóg af seðlum; plenty money eins og Megas sagði. Og þeir eru heldur ekki farnir til Money heaven, þeir liggja eins og ég sagði áður í skúffum og nammikrúsuml víðsvegar um þjóðfélagið bíðandi eftir að frænkurnar Græðgi og Öfund gómi þær í sína eigin vasa, án viðkomu í þjóðfélaginu.
Og það sem verra er stjórnvöld undanfarinna ára hafa ekki lyft litlafingri til að laga þetta ástand. Það þarf ekki að segja mér að það sé ekki hægt að koma böndum á þessa græðgi. Setja hömlur á arðgreiðslur sem eru komnar út fyrir allann þjófabálk, hækka gengið þó útvegsmenn gráti krókódílatárum, Setja rekstrarreglur á þessi OHF fyrirtæki sem eru oft ekkert annað en græðgin sjálf uppmáluð, þó stjórnunin sé fyrir neðan allar hellur eins og til dæmis hjá Strætó, Ísavía og Símanum.
Taka þarf til í öllu nefndarfarganinu þar sem komið hefur verið fyrir ættingjum vinum og vandamönnum sem varla þurfa að gera neitt nema hirða launin sín. Hvað eru til dæmis margir erindrekar á fullum launum hér á landi í biðstöðu eftir að komast eittvert í póst? Og hvað hafa margir fengið nefndarstarf af því að hann/hana vantaði vinnu og pabbi, mamma eða vinur var í réttu aðstöðunni?
Það er sagt að Ísland sé ríkt land og það er alveg hárrétt, en yfirbyggingin er svo stór að hún tekur til sín allt það fjármagn sem farið gæti í að allir gætu haft það gott.
Stjórnvöl eiga- þeim ber að skapa umhverfi fyrir fólkið í landinu, réttlátt samkeppnisumhverfi þar sem allir eiga jafnan aðgang, það er meira að segja í stjórnarskránni. Og þegar menn segja að ekki sé hægt að reka landið nema fá nýja stjórnarskrá, ganga meira að segja svo lang að vilja hafa stutt þing næst svo hægt sé að samþykkja nýja stjórnarskrá, þá er það til lítils ef ekki er farið eftir því sem þar stendur.
Að endingu má svo spekulera í því hvað varð eiginlega af rannsókninni úr skattaskjólum, það hefur farið ansi lítið fyrir henni, ætli henni hafi ekki verið stungið ofan í eina skúffuna, þar sem hún bíður uns allir hafa gleymt henni?
Af peningum eigum við nóg, það er bara vitlaust gefið eins og skáldið sagði.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel skrifað, Ásthildur.
Már Elíson, 12.3.2016 kl. 14:16
Þetta land á ærinn auð
Ef menn kunna að not'ann
Eins manns dauði er annars brauð
Ef manni tekst að rot'ann
Kveðja.
Skarfurinn.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 14:34
Takk báðir tveir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2016 kl. 15:49
Þeir tala mikið um réttlæti sem vilja komast í peninga annarra. Og allir hafa hugmynd um hvar má taka pening án þess að skaðast sjálfir. Hvernig væri að byrja á því að hætta að ausa milljörðum í gamlingja sem ekki vildu safna til elliáranna? Hvers vegna eigum við skattgreiðendur að halda uppi þessu óreiðufólki? Og heilbrigðiskerfið, hvers vegna ekki að láta þá borga sem nota? Hvers vegna ætti heilsuleysi þitt að kosta mig offjár? Er það eitthvað réttlæti?
Ufsi (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 17:01
Þú ert ekki svaraverður á neinn átt, og þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af að meint heilsuleysi mitt kosti þig eittvað. En ég hef miklar áhyggjur af því að aðrir þurfi að borga fyrir geðheilsu þína, því illgirni þín og ókurteisi virðast ekki hafa nein takmörk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2016 kl. 18:09
Ææ, er það nú takmarkalaus illgirni og dónaskapur þegar þú ert krafin um réttlæti? Ert þú ekki á framfæri almennings, fólks sem þekkir þig ekkert og aldrei hefur fengið nokkuð frá þér og aldrei mun fá nokkuð frá þér? Hvers vegna þykist þú eiga kröfu í eigur og afrakstur vinnu þessa fólks?
Ufsi (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 18:27
Ufsi, ég held að þér hljóti að líðs ansi illa.
Hvort Ásthildur, sem unnið hefur alla sína ævi og lagt í
sjóði, til þess að geta haft öryggi ef eitthvað bregður útaf,
eru þessi ummæli þin til háborinnar skammar og aumkunarverð í ljósi þess
að þú felur þig undir dulnefni, sem kallast heigull á Íslensku.
Þér til glöggvunar.
Því ekkert á þér mark takandi.
Vona bara að þú þurfir aldrei, að lenda í því að þurfa að þiggja
aðstoð vegna þess hversu heilbrigður þú ert. Greinilega.
Hins vegar, ef þú værir nú maður með meiru og kæmir fram undir
nafni, værir málefnalegur varðandi þennan pistil sem
Ásthildur fjallar um, væri hægt að svara þínum athugasemdum
á málefnalegan hátt.
En þar sem þú kýst að koma fram undir einhverju roði, fisklýki,
þá værir þú sá fiskur sem við sýst að öllum vildum fá
í veiðarfærin, Marhnútur.
Kveðja til þín Ásthildur og góður pistill.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 19:53
Það er mikið hve fólk verður reitt þegar það er rökþrota en getur ekki hjólað í manninn. Fólk er kallað öllum illum nöfnum gefi þð ekki kost á persónulegum árásum.
Ufsi (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 23:45
Takk Sigurður minn.
Ég tek ekki mark á þessu fisklíki. Vil ekki útiloka neinn frá að skrifa því ég trúi á málfrelsi, en ég les ekki lengur það sem hann skrifar. Það skiptir mig nefnilega engu máli hvað þessi vesalingur reynir að tjá sig um. Hvað mig varðar er ég í lífeyissjóði opinberra starfsmanna, þar sem ég var garðyrkjustjóri fyrir bæinn minn í 30 ár, og þess vegna þarf enginn að hafa áhyggjur af mínu framfæri nema ég sjálf.
Sammála þér reyndar að þessi maður er bæði dóni og lætur einhverra hluta vegna pirring sinn bitna á mér, sem ég veit ekki til að þekki mig nokkuð skapaðan hlut. Svoleiðis kújóna er best að leiða algjörlega hjá sér. Hann má því blása þangað til hann er blár í framan af "vandlætingu" en hann verður hvorki málefnalegur né marktækur, en það er hægt að vorkenna honum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2016 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.