Markaðurinn í La Marína og heimsókn til Péturs frænda.

Ég er löt við að skrifa hér núna.  Ekki það að ég hafi ekki nógan tíma, sennilega of mikinn tíma, þá slugsar maður. smile

Það er ágætt að vera hér í La Marína, þetta er sagt vera stærsta öldrunarheimili i Evrópu.  Hér er mest megnis fólk sem komið er yfir fimmtugt, margir Íslendingar sem eiga hér hús og dvelja hér yfir vetrarmánuðina en fara svo heim yfir sumarið.  Hér er líka yngra fólk, en miklu fleiri í eldri kantinum. 

Hér er mikið um breta, þeir halda hópinn og spila saman eitthvað sem líkist póló á svæði við La Marínabar.  Svo borða þeir sunnudagsmatinn hjá Helenu, sem matreiðir enskan heimilismat fyrir þau við góðan orðstír.  

Hér má einnig sjá skandinava.  Það er ljúft að vera hér og fólk opið og vingjarnlegt.

Á þriðjudögum hittast íslendingarnir á La Marínabar og fá sér bjór og rauðvín og spjalla, spyrja frétta að heiman og gleðjast.  

 

IMG_2860

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fimmtudögum og sunnudögum er markaður hér rétt hjá, þar er gaman að rölta um og skoða allt sem þar er á boðstólum.

IMG_2861

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar kennir ýmissa grasa, og hér er um að gera að prútta við þessa gaura. 

IMG_2863

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo eru hér útsala, og konurnar róta og róta í fata haugunum, sem oft kosta bara eina evru. 

IMG_2864

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna hittum við oftast Auðunn Karlsson og Fríði.  

IMG_2867

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi er líka ísfirðingur, Guðmundur Richter og konan hans Jóhanna minnir mig.  

IMG_2870

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má líka sjá ferfætlinga, þessir voru nýkomnir úr hundahlýðniskóla, urðu að sitja alveg kyrrir meðan "foreldrarnir" fengu sér bjór og rauðvín.

IMG_2871

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já hér má finna ýmislegt. 

IMG_2873

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2876

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litið yfir svæðið.

IMG_2878

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er að vísu ekki kafbylur hér og allt í snjó, en hann getur orðið ansi þungbúin himininn.

IMG_2879

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það þarf að búa vel um bílana sína, áður en haldið er heim á leið, svo sólin skemmi ekki lakkið og dekkin.

IMG_2880

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En oftast er veðrið gott og hægt að fá sér í gogginn úti á balkoni.  

IMG_2881

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru Elín og Nonni komin í heimsókn, þau ætla að aka okkur til Péturs frænda niður í Torriviega.  Hér er auðvitað verið að skoða múrverk sem þarf að laga. 

IMG_2883

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við svo komin til frænda.  

IMG_2884

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er fjölbýlishúsið sem hann býr í á veturna.  

IMG_2886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru þessar flottu svalir með útsýni yfir Miðjarðarhafið.  

IMG_2887

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Minn kall nýkomin frá Ástralíu.  Flottur hann elsku frændi minn. 

IMG_2888

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo íbúðin.

IMG_2890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Séð ofan frá svölunum, þarna er verið að byggja nýja verslunarmiðstöð Lidl sem verður opnuð í sumar.

IMG_2893

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég segi oft að Pétur sé stóri bróðir minn, hann var 16. ára þegar ég fæddist, og ekki farin að heimar, og ver mesti stríðnipúki sem ég hef kynnst og hann er það ennþá. laughing

IMG_2897

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og ekki er tölvan að rugla hann í ríminu, ótrúlegur þessi töffari.

IMG_2899

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við skruppum út í búð og Elli keypti sér nýja sko, hér er hann að henda þeim gömlu i ruslið. Hér er ruslið sorterað, pappír, plast og flöskur og svo almennt rusl.

IMG_2901

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mikið um kaktusa af öllum stærðum og gerðum, en líka önnur blóm sem við þekkjum heiman að.

IMG_2902

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það er gaman að skoða blómin hér.

IMG_2903

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert smá flottir þessir.

IMG_2904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo bara þessi venjulegu sumarblóm eins og hjá okkur. 

IMG_2905

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flottustu og bestu stríðipúkarnir mínir smile

IMG_2910

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áður en haldið var aftur heim til La Marína, fengum við okkur í svanginn.

IMG_2912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var yndislegur tími fyrir okkur þrjú og þökk sé Jóni og Ellu að gera það mögulegt.

IMG_2914

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var auðvitað úr mörgu að velja á matseðlinum.  Allur matur er góður hér á Spáni.

IMG_2915

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær dagur.  Eigið góðan dag líka í vetrarríkinu Íslandi kiss

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband