4.2.2016 | 13:03
Smá gönguferð í gær.
Í dag er skýjað og spáð rigningu, við fórum á markaðin í morgun og keyptum okkur fimmlítra rauðvínskút fyrir 7 evrur. Fengum okkur svo rif og fórum með heim og átum.
Elli á Lamarínabar. Þar hittast íslendingar oft á sunnudögum, Helena veitingakonan er íslensk. Þarna hittist fólk gjarnan í hádegismat á sunnudögum. Síðast voru að vísu bara við Elli og Aðunn Karlsson og Fríður.
Ég er að spá í hvaða tré þetta er likist helst furur, er samt ekki viss.
Hér erum við svo komin á "heimilisbarinn. En þangað fórum við oft með Kristínu og Sturla síðast.
Umhverfið hér er svolítið upp og niður alveg frá mjög fallegu og vil hirtu og niður í algjört drasl. En þeir hlaða allstaðar svona gróti kring um plöntur.
Hér býr örugglega mikil blómakona.
Mikið um allskonar þykkblöðunga og kaktusa.
Stofublómin okkar bara svona úti á götu.
Ekki amalegt að hafa svona flott sítrónutré við höndina, þegar þarf að blanda út í drykkina.
Greinilegt að enginn hefur komið hér í nokkur ár þar sem gróðurinn er búin að yfirtaka innganginn.
Hvert hús hefur tvö númer, hátt og lágt. Hér er til dæmis 1064 og 126. Annað númerið tilheyrir sveitarfélaginu en hitt er húsnúmerið, veit ekki af hverju þetta er svona.
Hér sést betur hvernig gróðurinn hefur alveg yfirtekið þetta hús.
Flott götutré.
Byrjað að rökkva og sólin að lækka.
Búin með nokkrar svona ástarþvælur, en það er nóg til af þeim, verst að þær eru allar næstum eins, svo þegar búið er að lesa eina er maður búin með þær allar. En ég er enn birg af krossgátum.
Það er frekar mikið mistur á morgnana, mengun held ég, mér er sagt aðbændurnir séu að brenna akrana sína.
En þeir eru nú ekkert sérstaklega penir,
Þessi mynd var tekin um hádegið í gær, og þar sést að hitinn var nú ekki meiri en 11°
Fórum inn á kaffihús og fengum okkur hádegismat. Það sést ekki á myndinni en þarna fyrir ofan vínflöskurnar er auglýsing fyrir Valentínusardaginn, og þar stendur öðru megin "fyrir hann" og svo hinu megin, þar sem var svona léttara vín "fyrir hana" Mér datt svona í hug orðið feministi
Minn bæði saddur og sæll.
Hér er leikvöllur og skrúðgarður, en hér vex ekki gras, sem er eðlilegt þar sem sjaldan rignir.
Hér sést vel hvernig þeir raða steinum í kringum beðin og trén.
Þetta var í gær, í dag iðaði þetta svæði af allskonar vörum og þjónustu, hér er markaður á fimmtudögum og sunnudögum.
Hér er aftur þessi "fura"
Úbbs! ég sagði ykkur að hér væri mismundandi hreint.
Hér eru svo íbúðir fyrir aldraða og elliheimili, allt tilbúið með lóð og öllu, en svo ekki söguna meir, það er nefnilega minnsta málið að byggja svo þarf að reka heimilin ekki satt?
Lirfur í sjálfsmorðshugleiðingum, þetta var svona 3ja metra löng strolla allar á leið frá gróðrinum út á götu. Þetta er víst frekar leiðinlegt kvikindi, brennir bæði menn og dýr ef þau komast í kast við slíka.
Við Elli í sólbaði hehehe..
Hér eru flest götutrén appelsínutré.
Og líkt og í Mexico er þríburablómið aðal skrautið, enda afskaplega falleg og blómsæl jurt. Bounginvillea.
Þessi eru falleg líka.
Hér hefur einhver plantað niður kryddplöntum.
Appelsínurnar beinlínis flæða niður í garðinn.
Komum svo við hjá Fríði og fengum góðgerðir hjá henni.
Svo var bara ósköp notalegt að koma heim eftir langan göngutúr.
Ljósið í myrkrinu. Eigið góðan dag elskurnar, það má svo sem orna sér við þessar myndir í vetrarhörkunum heima.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábærlega skemmtilegar og fróðlegar myndir og texti. Bestu þakkir.
Jens Guð, 4.2.2016 kl. 13:38
Flottar myndir. Gaman að heyra frá ykkur. Engin smá öfundsýki í gangi hér. Annars er að hlýna og er orðið ansi rigningarlegt hérna. Bið að heilsa Ella. ta ibþ
Inga Bara Thordardottir (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 14:35
Mín er ánægjan Jens minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2016 kl. 15:03
Þessi ábatasama ferð á markaðinn sýnir eflaust að þú sért fylgjandi frumvarpi Vilhjálms Árnasonar um að frelsa áfengissölu úr klóm ríkisins.
Ragnhildur Kolka, 4.2.2016 kl. 16:30
Nei ég er það reyndar ekki Ragnhildur mín. Ég bý nefnilega á Ísafirði og ég er ósköp hrædd um að vöruúrvalið verði ekki gott á smærri stöðum úti á landi þar sem lítil samkeppni er. Það verður bara bjórinn sem flestir drekka og vínið sem er vinsælast. Ég vil geta valið hvað ég drekk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2016 kl. 19:20
Það vantar eitthvað upp á samkvæmni ná hjá þér Ásthildur mín, því fólk sem kaupir 5 lítra rauðvínskúta er ekki beinlínis að Hafa áhyggjur af því að vanda valið.
Ragnhildur Kolka, 4.2.2016 kl. 19:58
Ragnhildur mín, það er smökkun í gangi, þarna eru nokkrar tegundir og maður fær að smakka áður en kaupin eru gerð. Og svo má segja að það er nú aðeins hægt að slaka á kröfunum þegar keypt er á útsölu. En málið er að það sem ég valdi er bara alveg ágætt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2016 kl. 22:32
Elsku litla sys, skal skila kveðjunni, vonandi fer þessi lægð yfir sem fyrst. En þetta er bara ágætis líf
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2016 kl. 22:33
Flottar myndir að vanda og gaman að fá að vera með kveðjur til ykkar Ella <3
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2016 kl. 19:48
Knús á móti Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2016 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.