Veganúar.

Já hvað er nú það spyrja einhverjir  smile Það er nýjasta æðið á Íslandi.  Um þetta áhugamál eða lífstíl hefur verið stofnaður félagsskapur.  

http://kvennabladid.is/?s=Vegan

Það má ekki borða neitt sem kemur frá dýrum.  Og fólk heldur því fram að með því sé það að minnka mengun í heiminum.  Má vera rétt.  En ég held að fólk hafi ekki hugsað þetta alveg til enda.

Segjum svo að fólk hætti almennt að borða dýraafurðir.  Þá hætta bændur væntanlega að ala upp húsdýr eins og kindur, kýr, svín og hænur.  Þá fá þessir vesalingar aldrei tækifæri á að fæðast, vera frjáls á fjöllum eða narta í grænt gras.  

Væri ekki nær að einbeita sér að því að bændur færu betur með skepnurnar sínar, þ.e. þeir sem slugsa.  Að leggja af verksmiðjubúskap og svipta menn leyfi til að halda dýr ef þeir meðhöndla dýrin sín illa.  

Ég hef líka heyrt að fólk fyllist af lofti við að éta baunir.  Mun þá Veganfólkið ekki menga meira en áður?

 

Sjá hér frá Doktor.is

"Vindgangur Vindgangur (prump) er mjög algengt umkvörtunarefni. Vindgangur hefur ekkert með sveppi að gera eða loft sem fólk gleypir. Magn lofts sem kemur frá endaþarmi er mjög mismunandi mikið, allt frá 500 ml til 1500 ml á sólarhring (meðaltal 700 ml). Að meðaltali prumpar einstaklingur um 14 sinnum á dag (+/- 6). Loft frá endaþarmi er samsett að 99% af 5 lofttegundum (nítrat, koltvíoxíð, methan, vetni og súrefnissambandi). Loftið myndast í ristlinum fyrir tilstuðlan baktería við niðurbrot á fæðuleifum og gerjun. Magn vindgangs fer mikið eftir því hvað fólk borðar og valda sumar fæðutegundir (ávextir, grænmeti, baunir) meiri vindgangi en aðrar vegna þess að hvatar í smáþörmunum ná ekki að melta þær þannig að bakteríurnar í ristlinum hafa meira úr að moða og mynda loft".

 

Hvað með að grænmeti er líka lifandi, þó tjáning þeirra sé á öðru plani en okkar í Fána.  

Annað sem er athugavert er að mannskepnan hefur verið kjötætur frá aldaöðli, við erum til og með með vígtennur ætlaðar til að sökkva í safaríkt kjöt ekki satt?

Held líka að það sé ekki gott að fá allt prótein úr grænmeti á ávöxtum.  

Nei kæru vinir hér gildir það sama og áður hefur verið sagt ótal sinnum, allt er best í hófi.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=FgRv7XWJnZs

 

Eigið góðan dag, það verða kjötbollur heimagerðar í kvöldmatinn hjá mér.  Borðaði silung í gær og mun örugglega borða eitthvað dýrslegt á morgun.  kiss En meðlætið verða kartöflur og grænmeti bæði snöggsoðið og hrátt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það eru ýmsir kostir við að flytja neysluna fremst í lífkeðjuna, til dæmis mun minni áraun á náttúruna.

Ef við hugsum okkur að í líkömum manna og dýra séu sálirnar að læra að einbeita sér frá miðju en vera ekki flögrandi allstaðar og hvergi, þá finnst mér að það sé eftirsóknar verðara að fá að lifa í mannslíkama, frekar en í líkama hinna ýmsu lífvera.

Það er að ég vil fá sálirnar til baka í mannslíkama.

Ekki vantar plássið, út um alla heima og geima.

Ef við hugsum borgirnar, húsin, skipin og allt sem við gerðum árið 1900 og reynum að hugsa okkur hvernig við viljum skapa veröldina næstu 100 árin, þá sýnist líklegt að borgirnar og farartækin verði í og á hafinu, loftinu, og í geimnum og verði umtalsvert stærri en við eigum að venjast. smile

Það má lesa um samfélögin í geimnum á blogginu hans Jóns Þórhallssonar.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1339683/

Ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa mikið þar.

Ég ætla ekki að fara langt út í þessa umræðu nú.

Gangi þér allt í haginn Ásthildur Cesildóttir.

Egilsstaðir, 05.01.2016  Jónas Gunnlaugsson

http://www.vegsource.com/news/2009/09/how-to-win-an-argument-with-a-meat-eater.html

 

How to Win An Argument With a Meat-Eater

The Hunger Argument The Environmental Argument The Cancer Argument The Cholesterol Argument The Natural Resources Argument The Antibiotic Argument...

Jónas Gunnlaugsson, 5.1.2016 kl. 17:31

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En jurtirnar eru líka lifandi. Eigum við ekki frekar að sleppa því að myrða grænmetið og ávextina og eingöngu borða dýr? Eða sleppa því bara alveg að borða ? 

Jósef Smári Ásmundsson, 5.1.2016 kl. 19:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið og þínar pælingar Jónas.  

Jósef, auðvitað eigum við bara að sleppa því að borða ekki spurning, þá drepum við ekkert nema okkur sjálf kiss

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2016 kl. 23:52

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ætli veganar megi klæðast skinnfatnaði, eins og skóm, beltum og öðru slíku? Dæmigert rugl, sem mestmegnis poppar upp í dimmasta skammdeginu og eftir áramótin. Störmerkilegt hve margis stökkva til á svona og aðrar svipaðar dellur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 6.1.2016 kl. 17:40

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir mega örugglega ekki ganga í neinu sem er af einhverjum dýrum. Ekki einu sinni ullarpeysum og sokkum sennilega.smile En mest er þetta sennilega fólk úr höfuðborginni, sem hefur aldre séð dýr í raun og veru nema ketti og hunda og slík.  

Ég var einu sinni á ferð yfir Tröllatunguheiði með manninum mínum og við tókum unga stúlku upp í sem var að ferðast á puttanum.  Þegar við vorum búin að fara nokkurn spöl og vorum að hefja spjall, sagði stúlkan skyndilega: Vitiði hvaðan mjólkin kemur?  Við litum hvort á annað og jú við töldum okkur vita það.

Þá sagði hún: hún kemur sko ekki úr fernum, hún kemur úr kúm.  

Við vissum ekki alveg hvernig við ættum að taka þessum upplýsingum og héldum fyrst að hún væri að vera fyndin, en henni var fúlasta alvara, hún hafði verið í sveit nokkurn tíma í fyrsta skipti á ævinni og uppgötvaði þar þennan merkilega sannleika.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2016 kl. 21:16

6 Smámynd: Jens Guð

  Í fyrra afþakkaði ung kona humar sem boðið var upp á með þessum orðum:  "Ég borða ekki dýr sem eru drepin lifandi."

  Önnur dama var í viðtali.  Það snérist um vegan lífsstíl hennar:  Engar dýraafurðir,  hvorki í fæði né klæði.  Í lokin var spurt um uppáhaldsmatinn.  Hún svaraði:  "Ég elska kjúklingasalatið í Júníornum í Kópavogi."

Jens Guð, 8.1.2016 kl. 04:13

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha það er ekki í lagi með sumt fólk smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2016 kl. 11:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrirgefið hér að ofan, fyrir mér eru það engar dillur að borða ekki kjöt,
ég er með sjúkdóm sem er kallaður konungur sjúkdómanna ( Þvagsýrugigt) ég má ekki borða rautt kjöt ekki dökkgrænt grænmeði  eins og spínat og grænkál nú náttskuggagrænmeti er heldur ekki talið gott fyrir gigtarsjúklínga yfirhöfuð en maður getur tekið það allt út í svolítinn tíma og sett svo eitt og eitt inn aftur, eigi mátti ég borða fisk ekkert súkkulaði helst engan sykur og ég gæti lengi talið ég er búin að hafa þessa tegund af gigt í 2 ár og fyrir hálfu ári kom blóðrannsókn það vel út að ég mátti fara að borða smá fisk.
Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um þetta geta googlað á þvagsýrugigt og lesið um mataræðið sem má og ekki má, held að sumir verði hissa.

Ég er ekki vegan en ég er grænmetis með smá fiskívafi og svo mátti ég fara að borða smá kjúkling og kalkún en hef gert lítið af því.

Það er fullt af fólki sem er með fæðuóþol fyrir hinum ýmsu fæðitegundum og þeir sem ekki vilja láta lyf drepa sig lifandi gerast Vegan, grænmetis eða það sem passar þeim
Takk fyrir að lesa elskur og knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2016 kl. 23:27

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sæl Milla mín og takk fyrir þitt innlegg og góðar óskir.  Hér er ekki verið að tala um að borða ekki kjöt, heldur þá lífsstefnu að útiloka allar dýravörur: Það má ekki borða eða nýta afurðir af neinu með andlit, eins og þeir segja.  Það eru margir sem kjósa að vera grænmetisætur og allt í lagi með það.  En eins og þú segir má þetta fólk oftast borða hvítt kjöt eins og fisk, hænsn og slíkt. 

Þetta er aftur á móti exstreme, og ég er bara að benda á að ef þessum hópi yxi mnú mikill fiskur um hrygg.... þannig séð, þá myndi allur dýrabúskapur detta út, enginn lömb engar rollur, ekki kýr né kálfar, ekki mjólk og enginn egg.  Engar ullarpeysur né leðurskó. smile 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2016 kl. 12:21

10 Smámynd: Jens Guð

Guðrún Emilía,  fyrir nokkrum árum fékk ég ítrekað sársaukafulla bólgu í stórutá.  Þurfti alltaf fúkkalyf til að ráða niðurlögum bólgunnar.  Fyrir fjórum árum uppgötvaðist að um þvagsýrugigt væri að ræða.  Ráðið sem ég fékk var að taka daglega inn litla sæta töflu.  Þá skiptir mataræði engu máli.  Síðan hef ég ekki orðið gigtarinnar var.  Fyrir ári síðan prófaði ég að minnka skammtinn niður í 1 töflu annan hvern dag.  Það virðist duga.  

Jens Guð, 9.1.2016 kl. 13:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi þvagsýrugigt er andstyggileg að því mér er sagt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2016 kl. 14:32

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskuleg ég er ekki að setja út á skrifin þín bara að segja hvað ég þurfti og þarf til að halda þessu í skefjun, ég borða fisk og hvítt kjöt en í afar litlu mæli því kannski segir næsta eða þarnæsta blóðrannsókn að ég verði að hætta því en ég tekst á við það að sjálfsögðu

Knús í Kúlu <3

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2016 kl. 20:51

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verð nú að segja Jens Guð að þú ert heppin að þurfa bara að taka eina alipurinol annan hvern dag sumir þurfa að taka 10 en ég ætla mér ekki að taka neina læt ekki segja mér að ég þurfi þessi lyf ef ég tek á matarræðinu.

Skelfing hafa þeir verið grænir læknarnir sem þú fórst til að gefa þér ítrekað penisilín við einhverju sem þeir vissu ekki hvað var, pensilín er aldrei gefið við þvagsýrugigt og það sést strax hvað er í gangi
Gangi þér vel

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2016 kl. 20:57

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskan þú ert greinilega ekki Vegan, heldur grænmetisæta sem er allt annað en þessi hópur. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2016 kl. 23:07

15 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

smile Er það rugl eða skinsemi að nýta 40% af kornuppskeru Bandaríkjana til að búa til etanól/metanól, og fá síðan minni orku út úr etanól/metanólinu en var notuð til að búa það til

Það kemur meiri mengun af þessari etanól/metanól framleiðslu en að sleppa orkubreytingunni.

Ég tala nú ekki um að hundruð þúsunda manna er að vinna við þessa framleiðslu.

Vinnuaflið, orkan og landsvæðið, sem við notum við þessa framleiðslu, getur skilað okkur mun meiri gæðum ef við nýtum það af skinsemi.

000

Við framleiðum mikið af alskonar matvælum, eyðum svo miklu erfiði í að láta dýrin éta matælin.

Ég kalla það að afframleiða, framleiða öfugt, við fáum 10, 20, 30 sinnum minni mat við þessa umbreytingu. 

Við þurfum að fá ungafólkið til að kenna okkur á þessa umbreyting.

Aðal málið er að kenna okkur að velja rétta samsetningu af þessu nýja mataræði.

Þegar við borðum kindakjöt, þá er það kindin sem valdi jurtirnar af þekkingu.

Það kemur einhver og skýrir þetta betur fyrir okkur.

Að sjálfsögðu viljum við læra.

Egilsstaðir, 14.01.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.1.2016 kl. 14:38

16 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Að sjálfsögðu eru jurtirnar lifandi líka.

Áður átm við hver annann, síðan náungan úr næsta þorpi og nú spenndýrin nánustu frændur okkar í dýraríkinu.

Við færum okkur fjær "okkur skyldum," yfir í fjarskyldara jurtaríki.

Ef við viljum hafa búskap með einhverju öðru en úr jurtaríkinu, þá færum við okkur yfir í gerlana, sem tvöfalda þyngd sína á tveim klukkustundum. 

Lagt í um hádegið og borðað um kvöldið.

Mér líst almennt betur á jurtaríkið.

Best er að semja við jurtaríkið um hvernig þessu verður háttað.

Egilsstaðir, 14.01.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.1.2016 kl. 15:19

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur af þessu, verð löngu dauð þegar menn hafa eytt öllum húsdýrum og villidýrum af jörðinni og eru farnir að éta bara gras og örverur.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2016 kl. 16:38

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég kann vel við þín orð Jónas Gunnlaugsson, auðvitað viljum við læra.
Vegan fæði er eingöngu unnið úr grænmeti, ávöxtum, og baunum þannig að grænmetisætur eru eigi svo frábrugnir þeir borða grænmeti, ávexti og baunir, borða síðan egg, mjöl og korn.
Ég borða hráfæði sem er bara ferskt, frosið og þurgað grænmeti og ávextir einnig borða ég gufusoðið grænmeti, allan fisk nema ýsu, smá kjúkling og Kalkún, hrísgrjónamjólk í Chiagrautinn minn á morgnanna.
Ég er búin að vera að læra þetta í 2 ár.

Elsku vina það verður aldrei þannig að allir hætti að borða kjöt, en þeir sem verða veikir af því eins og ég verða að sleppa því alfarið.

Knús í Kúlu <3

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2016 kl. 20:30

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vegan stefna að því Milla mín.  Og hugsa ekki út í afleiðingarnar.  Það er bara það sem ég er að benda á.  Knús á þig líka ljúfan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2016 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband