3.1.2016 | 01:03
Gleðilegt ár elskurnar, og megi ykkur öllum vegna vel í framtíðinni.
Nú er árið 2016 gengið í garð.
Þessi hátíð ljóss og lita hefur verið mér afskaplega ánægjuleg.
Hjá El Salvador fjölskyldunni okkar komu ein fjölskylda í heimsókn, dóttir Pablo með eiginmann, þrjár dætur og tengdason. Við buðum þeim í mat þann 27. janúar. Það var mikil ánægja með það, svo við ákváðum að þau myndu eyða gamlárskvöldinu með okkur líka í kúlunni.
Þetta er reyndar ágætis innlegg i innflytjendamálin, þó þetta fólk ætli sé ekki að flytjast hingað, eru bara að koma sem gestir, þá verð ég að segja að það væri fengur að þessu fólki við mannflóru okkar, yndælt hamingjusamt, elskulegt fólk.
Tengdadóttir mín to be or not to be, móðir Sigurjóns Dags Júlíussaonar var með okkur ásamt sínum börum. Og hér knúsat hún Alejöndru barnabarnið mitt.
Frá því að ég var krakki hafði ég svona ákveðin trega á gamlárskvöld. Ég man eftir sem barn að ég stóð í glugganum í svefnherbergin okkar ömmu og afa og horfði á rakettur skjótast í loftið, og fylltist trega, sem ég gerði mér enga grein fyrir af hverju stafaði. Samt gladdist ég yfir fallegum jólaljósum og rakettum.
Jólin voru tími eftirvæntingar, við fengum samt ekki í skóinn eða slíkt því það tíðkaðist ekki. En jólasveinarnir áttu samt sem áður sinn sess, en ennþá meira jólakötturinn og Grýla. Þess vegna þurftu allir að fá nýjar flíkur fyrir jólin, til að enda ekki í jólakettinum. Man sérstaklega eftir einni jólagjör þegar ég var svona átta ára, það var dúkka frá frænku minni sem var gift offiser í Ameríska hernum og bjó í Keflavík, Nonni bróðir fékk sjálfskríðandi skriðdreka með tilheyrandi hávaða og skotlátum, en dúkkuna mína kallaði ég Erlu og ég á hana enn, hún gat sagt pabbi og mamma, ´núna þegir hún þessi elska en er í heiðurssessi hjá mér
Áður átti ég dúkku sem ég kallaði Göggu, hún var með keramik höfuð og það brotnaði og það var mikil sorg segi og skrifa.
En sem sagt nú um áramótin var öll þessi yndislega fjölskyld hér í mat, El Salvardorarnir elduðu sinn mat Kalkún og komu svo með hann, ég og Sigga mín tengdadóttirinn vorum með lambahrygg. Og allt gegg þetta bara rosalega vel.
Nú langar mig að segja við ykkur sem hræðist útlendinga, við erum bara öll eins og það er bara svo frábært að upplifa annan kúltúr og menningarhefðir, og þrátt fyrir allt, þá erum við bara alveg eins.
Þannig að við getum alveg knúsast upp á það. <3
Lotta elskar athygli og vináttu og henni er sko alveg sama hvað tungumál viðkomandi talar, það eru strokurnar sem gilda.
Þessar tvær elskur eru sprottnar upp úr sömu mold, en himin og haf skilja þær af í menningu, þvðí Alejandra er íslendingur í húð og hár búin að vera hér frá því að hún var smábarn hin alin upp í El Salador, yndæl en bara úr öðru upplagi.
Hér var brugðið á leik með senjor Pablos De Díaz yndælli mann er ekki að finna
Vitið nú bara hvað, hér er fólk samankomið sitt frá hvorri álfunni að borða saman, ræða saman og þykja vænt um hvort annað. Við hvað er fólk hrætt?
Hvað er svona óttalegt við að hleypa fólki inn í líf sitt?+
Þegar allt kemur til alls erum við bara öll mennskjur með sömu væntingar til lífsgæða og vonar um frið og kærleika?
.
Fjölskylda heimsins. Hér er beðið eftir skaupinu, og svo verður farið á árlega brennu.
Getum við ekki bara skilið að við erum fyrst og fremst manneskjur og það er alveg óþarfi að óttast annað fólk.
Og skaupið búið og Sigga mín með sínar tvær rakettur, aðra sem táknar 2015 og hina sem táknar 2016.
Stubburinn minn Sigurjón Dagur fékk einn pakka og gat eiginlega ekki beðið eftir að fá að skjóta sem flestu á loft.
Og brúmm brúmm....
Glaðir ættingjar með skotfæri. Allt í friðsamlegum tilgangi til að gleðja sjálfa sig og aðra.
Og Ísfirðingar létu ekki sitt eftir liggja.
Þarna kveikir Sigríður á rakettu ársins 2015, og lýkur þar með því ári, sem er þar með komið í loftið.
Þetta er tími uppgjörs og eftirsjár sérstaklega ef maður hefur gert eitthvað sem ber að skammast sín fyrir. En málið er að það er aldrei of seint að iðrast og bæta fyrir.
Lítill föðurlaus stubbur, en ég er alveg viss um að pabbi hans vakir yfir honum alla tíð, því hann elskaði hann og bróður hans mjög mikil. Hann vakir yfir sonum sínum, þó honum hafi ekki enst tími til að fylgja þeim alla leið. Þá munum við gera það hér í þessu lífi.
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýss árs og vil þakka ykkur öllum fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári og reyndar mörum liðnum árum.
Munum bara að okkur steðjar engin ógn af fólki sem hingað kemur erlendis frá hvort sem er til að heimsækja ættinga eða vilja setjast hér að og verða íslendingar. Við erum alveg í stakk búin til að taka á móti miklu fleira fólki en nú er, og ég verð að segja að lokum að ég hef skömm á innflytjendalöggjöf okkar sem er að það þurfi sem mest að halda fólki frá landinu, þegar þver á móti er okkur á alla lund í hag að fjölga íbúum og hleypa fleira fólki inn, með kærleika og umburðarlyndi að leiðarljósi. Innflytjendur eru nefnilega ekki vandamál, heldur ákveðin laust á fámenni, og ég er alveg viss um að þetta fólk getur orðið okkur blessun í framtíðinni.
......
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022151
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elska þetta fólk og er stolt af því að eiga þau að sem fjölskyldu. Er alveg tilbúin til að opna hjarta mitt fyrir fleira fólki sem vantar skjól.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2016 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.