16.12.2015 | 22:55
Söngdívurnar mínar.
Árin 1965 -6 dvaldi ég í Glasgow. Á þessum árum voru aðallega fjórar-fimm söngkonur sem kvað mest að þau ár. Fór að rifja þetta upp af því að ég var að horfa á þættina um Cillu Black. Mjör skemmtilega þætti í sjónvarpinu.
Cilla var ein af þeim. Blessuð sé minning hennar.
https://www.youtube.com/watch?v=ykd7172CUeA
Önnur sem mér þótti flott var Dusty Springfield.Hét víst fullu nafni
Mary Isobel Catherine Bernadette O'Brien OBE. Hún dó 1999. Man vel eftir laginu Son of að priecherman.
http://www.last.fm/music/Dusty+Springfield/_/Son+of+a+Preacher+Man
Svo var Sandy Show ég fór á konsert með henni í Skoska sjónvarpshúsinu, þar sem oft voru haldnir tónleikar með frægu fólki. Ég átti sem sé góðan vin, leikara sem heitir Poul Young, ekki sönvarinn samt. Hann bauð mér á nokkra svona tónleika, við vorum í útsendingu og áttum að klappa og stappa þegar við átti. Niðri á gólfi stóð maður með spjald sem á stóð"klappa" "æpa" og svo framvegis. Ég fór meira að segja í hléinu og fékk að ræða við hana. Hún sagði mér þá að vinir hennar The Hollies hefðu einmitt verið á Íslandi til að halda tónleika. Sandy söng alltaf berfætt, og ég man vel eftir laginu hennar Poppet on a string.
https://www.youtube.com/watch?v=qhLlXvkm65Y
Petula Clark var ein af frægum söngkonum á þessum tíma. Hún giftist fransmanni minnir mig.
Down town söng hún af fullum styrk.
https://www.youtube.com/watch?v=fllN8bUJ77c Nostalgía á fullu
Lúlú var ein fræg sem mér var boðið á tónleika af vini mínum. Lúlú var skosk og skemmtileg söngkona, hún söng lagði To sir with love og lék í myndinni.
https://www.youtube.com/watch?v=yTapoA5RQyo Ennþá meiri nostalgía.
Ein sem skar sig úr var Marianne Faitful, hún var bæði leikkona og trúbadúr, hún var kölluð stúlkan með englaröddina, því hún hafði svo fallega rödd. En Marianne varð heróíni að bráð í samkrulli við Migg Jagger, því miður og hvarf í mörg ár af sjónarsviðinu, en komst svo á lappirnar aftur og gaf út plötu. Og vann til verðlauna. Ég man eftir This little bird, þegar hún var ung. Og síðan The ballade of Lucy Jordan. Reynslunni ríkari.
THis little bird, með sína englarödd.
https://www.youtube.com/watch?v=YyfPiKoypxQ
https://www.youtube.com/watch?v=YyfPiKoypxQ Ballade of lucy Jordan.
Seinna Kynntist ég tveim söngdívum í viðbót, það er Cleo Lane, sem ég var svo heppin að komast á tónleika hjá í Reykjavík, glæsileg og flott kona.
https://www.youtube.com/watch?v=XYbAmUsFFDI Þvílík rödd, og hvernig hún lék sér með manni sínum sir John Dankworth. Hér Turkish Delight.
Þegar ég var í "bransanum" og kom heim eftir böllinn dauðþreytt og tóm í hausnum, þá setti ég Cleo á fóninn og naut þetta að hlusta á hana. Eða Moody Blues.
Og síðar Dianne Warvick, dóttir mín Bára bauð mér á tónleika hjá henni í Hörpu, sem afmælisgjöf, og þvílík dýrð.
https://www.youtube.com/watch?v=jqCrrxUdSSY That´s what friends are for. Þar kom fram barnabarn hennar og söng með henni, þessi sem varð til þess að lagið Isn´t she lovely.
Jæja þessar elskur eru allar frábærar og hafi gefið mér mikla gleði og ánægju gegnum tíðina.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvikmyndin "To Sir, with love" with Sydney Poitier í aðalhlutverkinu var mjög góð kvikmynd og Lulu söng titillagið.
Sá kvikmyndina þegar ég var í Kennaraskóla Íslands og kvimyndin var áhrifamikil.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 16.12.2015 kl. 23:22
Já ég sá hana líka Lúlú lék líka í myndinni minnir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2015 kl. 16:48
Já Lulu var ein af leikendunu og lék einn nemandan.
Ég sé þessa kvikmynd í huga mér eins og ég hafi séð kvikmyndina í gær, en það eru næstum 40 ár síðan að ég sá kvikmyndina, svo áhrifamikil var kvikmyndin og þegar Lulu söng titillagið í enda kvikmyndarinar þá var það eins og við segjum stundum "rúsínan í pylsuendanum."
Með jólakveðju frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 17.12.2015 kl. 17:20
Já einmitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2015 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.