Mannúðarsjónarmið eigi ætíð að vera í hávegum höfð???

„Til viðbót­ar við það er það mín skoðun að mannúðarsjón­ar­mið eigi ætíð í há­veg­um höfð þegar við vinn­um og þróum þessi mál áfram,“ sagði Ólöf. Mál al­bönsku fjöl­skyldn­anna sem flutt­ar hefðu verið úr landi eft­ir að um­sókn þeirra um hæli var hafnað hafi haft mik­il áhrif á marga og hún væri þar ekki und­an­skil­in né nokk­ur ann­ar sem starfaði að mál­efn­um út­lend­inga. Það væri þó auka­atriði í mál­inu. Það sem mestu skipti væru börn­in, rétt­indi þeirra og hag­ur. Mál fjöl­skyldn­anna hefði því miður ekki farið til úr­sk­urðar­nefnd­ar út­lend­inga­mála".

Hverslags blaður er þetta Ólöf?  Þú gast auðveldlega gert eitthvað í þessu  máli, og miðað við þessi orð þín á ég auðvita von á því að þú einbeitir þér nú fyrir jólin að láta sækja þetta fólk og veita því dvalarleyfi, annars ertu ómerkingur orða þinna. 

Þið þú og útlendingastofnun hafi gerið gerð afturreka með allann ykkar málflutning og hver réði því að fólkinu var ráðlagt að draga kæru sína til baka?

Ég hef megnan viðbjóð á fólki sem segir eitt og meinar annað.  Þegar þú og þínir líkar sáu viðbrögðin þá var byrjað að væla um árásir, í stað þess að gera eitthvað rótækt í málinu.  

Ég skora því á þig að láta sækja þetta fólk og leyfa því að dvelja hér af þessum mannúðarðástæðum sem þú gumar svo mikið af. Mannúarsjónarmið eigi ætíð að vera í hávegum höfð?  

Satt að segja hélt ég í fávisku minni að þú myndir ræða um miskunsama samverjan, eða vitna í postulana eða jesú; leyfið börnunum að koma til mín, eða jafnvel lesa upp úr Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.  En nei, þú fórst að gera sjálfa þig að fórnarlambi. Svei

Ég vona að þú eigir góð og hamingjusöm jól, slíkur verður ekki að fagna hja þessum fjölskyldum í Albaníu, þó þau haldi ef til vill ekki jól, þá verða komandi tímar þeim erfiðir.  Nema þú ákveðir að gefa þeim gjöf í anda samúðar, mannúðar og kærleika.  Ég og reyndar margir fleiri bíðum eftir því.  

aNi7ovUBU1du_992x620_fHORAODo

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum þetta. :http://stundin.is/frett/fjolskyldan-komin-til-albaniu-allslaus-i-hripleku-/

Ertu ekki bara ánægð og sæl?


mbl.is „Ég stend ekki þegjandi hjá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bara svo reið að ég næ ekki upp í nefið á mér, svei mér þá.  Þið getið einfaldlega ekki komist undan ábyrgðinni, og ekki REYNA AÐ VERA FÓRNARLÖMBIN Í ÞESSU MÁLI. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2015 kl. 23:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega svona er þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2015 kl. 00:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þvílíkur óþverragangur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2015 kl. 02:05

4 Smámynd: Aztec

Þessi Ólöf Nordal er víst ennþá meiri hræsnari en Bjarni Ben, ef það er mögulegt. Ég hef aldrei lesið aðra eins helvítis tvískinnungsslepju og það sem haft er eftir þessum innanríkisráðherra. Það var einmitt það sem hún gerði: Hún stóð hjá og lokaði augunum. Mér verður óglatt.

Frekar vildi ég vera barinn með gaddakylfum en að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, enda hef ég aldrei gert það og mun ekki gera það í framtíðinni. Fyrst Ólöf var ekki starfi sínu vaxin, þá hefði hún átt að hafa vit á því að halda kjafti.

Aztec, 14.12.2015 kl. 09:44

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þegar þetta fóllk áttaði sig á viðbrögðum fólksins í landinu var farið að skríða í skjól og væla. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2015 kl. 11:31

6 identicon

Gvöð... ertu voða voða reið?
Af hverju?
Er eitthvað sem bannar ykkur góða fólkinu að senda út til Albaníu 40 miljónir fyrir lyfjameðferð?
Af hverju er verið að seilast í vasann hjá okkur vonda fólkinu, sem telur að okkar ábyrgð sé fyrst og fremst við eigin landsmenn?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 11:55

7 Smámynd: Hörður Þormar

Fram hefur komið að lögfræðingur albönsku fjölskyldunnar mótmælir fullyrðingum föðurins í viðtali í gær um að hann hefði ráðlagt að kæra ekki til úrskurðarnefndarinnar heldur þvert á móti.

Hvers vegna vildi fjölskyldan ekki kæra og hvers vegna var faðirinn að ljúga upp á lögfræðing sinn eða var lögfræðingurinn að ljúga?

Hörður Þormar, 14.12.2015 kl. 14:55

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það kannski ljótt að segja þetta en staðan er svona.

Þetta virkar þannig að fyrir hvern þann sem sendur er í burtu er hægt að taka við einhverjum öðurm í staðin. Það er því hægt að bjarga mörgum börnum með þessum tugum milljóna lyf handa þessu eina barni mundu kosta á ári.  Það má þvi eins segja að með þvi að taka við einstaklíngum sem þurfa svona mikið kapital, þá er verið að fórna jafnvel mörgum öðrum. Og hvort er maður þá góður eða vondur? eða er maður kannski bara heikmskur ?

Guðmundur Jónsson, 14.12.2015 kl. 15:06

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er slæmt að vera góður Hilmar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.12.2015 kl. 15:13

10 identicon

Þeir eru nú aðallega aumingjar, Axel, þeir sem þurfa að sýna manngæsku sína með því að seilast í annarra manna fé.
Ef menn hafa manndóm í sér, til þess að eyða sínu eigin fé, þá er það hið besta mál.
Nú hefur þú, og Ásthildur, tækifæri til að sýna gæsku ykkar, með því að gefa ykkar fé til aumingja fátæka fólksins í Albaníu.
En ég reikna ekki með að það gerist.
Ég reikna frekar með því, að þú viljir taka mitt fé, til að sýna og sanna að þú sért góðmenni.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 16:10

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer hefur bylgja hneykslunar haft þau áhrif að ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að veita þessu fólki íslenskan ríkisborgararétt.  

Ég bendi á að þessar tugmilljónir sem sumir sjá svo mikið eftir, eru að mínu mati svolítið orðum auknar, því það eru nokkrir aðilar hér sem verða að hafa þessi lyf.   Fjölskyldan var komin í vinnu og börnin í skóla, þau verða væntanlega nýtir borgarar með tímanum.  

ÉG er hætt að vera svona reið.  Og ætla að gleðjast yfir þessum góðu tíðindum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2015 kl. 16:12

12 Smámynd: Elle_

Mér datt líka strax í hug, Ásthildur, af hverju þú værir reið.  Vegna þess að þú teljir þig geta valið hvaða börnum og hvaða fólki ríkissjóður skuli hjálpa?  Það er bara ranglátt að viss hópur fólks getið valið úr útlendinga sem þeir vilja að ríkissjóður hjálpi og á kostnað fólks, útlendinga og innlendra, sem eiga lagalegan rétt á læknishjálp úr ríkissjóði.  

Elle_, 14.12.2015 kl. 17:26

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er skrýtin umræða Elle, mér dettur ekki í huga að ég geti valið hvaða börnum er hjálpað á Íslandi.  Ég er einungis reið vegna þess að það var grimmilegt að senda þessar fjölskyldur úr landi með langveik börn.  Þú þarft ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að ég geti ráðið því hvaða börn fái læknishjálp.  Þetta er í rauninni hlægilegt, en ég þakka samt traustið og trúnaðinn á mig.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2015 kl. 18:11

14 identicon

Það er óhollt að vera svona reiður Ásthildur. 

En varst þú búin að sjá þetta?

http://utl.is/index.php/um-utlendingastofnun/frettir/732-heilbrigdhiskerfidh-i-albaniu

Merkilegt hvað fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á þessu. - En þá myndu þeir náttúrulega skemma fyrir okkur góða hneykslunarbylgju. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2015 kl. 18:58

15 Smámynd: Elle_

Nei, Ásthildur, þetta er ekki skrýtin umræða, en það er það sem þið gerðuð.  Þið völduð hvaða fólki ætti að hjálpa á kostnað Landspítalans (og ríkissjóðs) sem fær ekki nóg fjármagn til að hjálpa sjúklingum spítalans. 

Elle_, 14.12.2015 kl. 19:26

16 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Mig langar að vita- hversvegna borgar ekki þetta guðsblessaða fólk fyrir læknisþjónustu fyrir .þetta barn - heima hjá því ?

 Hversvegna ráðleggur lögmaður fólkinu eð fara ekki í mál ?

 Ef opnað er fyri veik börn á Islandi fáum við miljónir þeirra hingað- nóg er til.

  HVERSVEGNA SEGIR ENGUINN NEITT ÞEGAR ÍSLENSK BÖRN FÁ EKKI LIFFÆRI EN ERU DREPIN Á LÍKNANDI MEÐFERÐ !

 svarið því guðsmenn  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 14.12.2015 kl. 20:01

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvurslags rugl er þetta í þér kona?  Ég hlýt að mega hafa mína skoðun á þessu máli og láta hana í ljósi.  Og já ég er innilega ánægð með niðurstöðuna.  Þetta var reyndar ekki spurning um að velja eða hafna einum eða neinum, heldur að hlú að litlum börnum sem eiga allt sitt undir því að fá þá aðhlynningu sem þau hljóta að eiga skilið. 

Erla mín það er alltaf hræðilegt þegar lítil börn eiga bágt.  'Eg hef til dæmis stutt við Langveik börn á hverju ári, það gerði faðir minn líka.  Það er út af því að við misstum 7 mánaða gamlan dreng úr krabbameini árið 1968, sorg sem er ennþá sár.  Móðir mín dó tilfinningalega þann dag, sem litli drengurinn hennar dó.  Það er sennilega þess vegna sem ég má ekkert aumt sjá.  Sérstaklega ekki lítil börn sem eru mikið veik, en hægt er að bjarga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2015 kl. 23:13

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín, nei ég var ekki búin að sjá þetta.  Og reyndar hef lesið að heilbrigðiskerfið i Albaníu er hræðilega gallað og illa rekið.  Því til að komast að þar, þarf að borga "mútur" til starfsfólks sem er svo illa launað að það grípur til allra leiða til að hafa í sig og á. 

Ég er reyndar ekki reið lengur, því sem betur fer á að taka á þessu máli farsællega, þess vegna get ég átt gleðileg jól, með góðri samvisku.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2015 kl. 23:17

19 Smámynd: Elle_

Rugl?  Vanalega rugla ég ekki og mundi frekar kalla þinn málflutning rugl og þvætting "kona" og verð oftar og oftar ósammála öllu sem þú segir eftir því sem ég les oftar hvað þú skrifar.  

Elle_, 15.12.2015 kl. 00:01

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis smile Ég er nefnilega ekki með flokkspólitísk gleraugu og tala samkvæmt því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2015 kl. 11:30

21 Smámynd: Elle_

Ekki viltu meina að ég sé flokkspólitísk?  Og hvaða flokkur ætti það að vera?  Og ætlarðu að nota það sem skýringu fyrir skoðun minni?  En þú ert ekki flokkspólitískt, manneskjan sem varst með í að stofna pólitískan flokk?

Elle_, 15.12.2015 kl. 15:55

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki þig ekki neitt, en ég hef tekið eftir í skrifum þínum meðvirkni með ákveðnum stjórnmálaflokkum, sem ekki virðist mega hrófla við svo þú rjúkir ekki upp til handa og fóta.  Já ég tilheyri stjórnmálaflokki sem ég hef átt ríkan þátt í að vinna að málefnum.  En ég myndi örugglega mótmæla þeim flokki líka ef málefnin væru látinn róa.  Ég yrði fyrsta manneskjan til að taka það illa upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2015 kl. 17:20

23 Smámynd: Elle_

Nei það er bara rangt með meðvirknina og hljómar eins og æsisaga.  Í alvöru ættirðu að vera nákvæmari ef þú ætlar að saka fólk um meðvirkni og flokkspólitík en ekki bara fullyrða út í loftið.  Fjöldinn allur af fólki hefur verið sakaður ranglega í Moggablogginu um að vera flokkspólitískur. 

Elle_, 15.12.2015 kl. 18:22

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður les það sem fólk skrifar og dregur ályktanir af því. Það gerir þú líka sýnist mér Elle mín.  Annars er þetta orðið þras um ekkert.  Eigðu bara góða daga.  Þó ég hafi gaman af svona karpi þá hef ég bara alveg nóg að gera, við skulum bara ákveða að vera ósammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2015 kl. 18:55

25 Smámynd: Elle_

 Við erum alveg ósammála en búðu ekki til neitt um mann. 

Elle_, 15.12.2015 kl. 19:03

26 identicon

Ásthildur mín. Ég trúi því að þú sért nú búin að lesa upplýsingarnar frá Útlendingastofnun á linkum sem ég sendi þér. 
Þú hefur heyrt að þarna sé spilling og það er eflaust rétt en samkvæmt þessum upplýsingum er séð við því:

..."Líkt og að framan greinir er öllum albönskum borgurum tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi. Undanfarin tvö ár hefur albanska ríkið í samvinnu við alþjóðlega endurreisnar- og þróunarbankann (e. World Bank) unnið að endurskipulagningu heilbrigðiskerfisins í Albaníu og hefur alþjóðlegi endurreisnar- og þróunarbankinn lagt til 32,1 milljón evra til verkefnisins til móts við þær 4 milljónir evra sem albanska ríkið leggur til. Ætlunin með hinu aukna fjármagni er að draga úr greiðslum af hendi albanskra borgara fyrir heilbrigðisþjónustu og mun hin skyldubundna sjúkratrygging greiða í það minnsta 65% af hlut sjúklings að lokinni endurskipulagningu auk þess sem lyfjakostnaður mun í heild sinni lækka.[3]

Í Albaníu er starfrækt stofnun sem sérhæfir sig í aðstoð til handa albönskum börnum sem vegna einhverra ástæðna geta ekki sótt aðstoð til yfirvalda vegna veikinda sinna. Í yfirlýstum markmiðum sínum segir m.a. að stofnunin aðstoði fjölskyldur veikra barna í Albaníu fjárhagslega til að nálgast nauðsynleg lyf og greiði jafnvel nauðsynlegan ferðakostnað fjölskyldumeðlima til útlanda svo viðkomandi barn geti átt kost á viðunandi heilbrigðisaðstoð utan Albaníu.[4]"

Ég hef einnig heyrt frá áreiðanlegum heimildum að í tilfelli barnsins með slímsegjusjúkdóminn að sá sjúkdómur sé landlægur í Albaníu og eina landið sem rétt lyf fást sé Albanía. Ekki hér, ekki einu sinni í Þýskalandi. Erum við að leggja barnið í hættu að þvæla því hingað aftur. - Og jafnvel hjartveika drengnum líka?


Og erum við ekki þá aðeins að fara fram úr okkur í samúðar- og hneykslunarbylgjunni, Til að friðþægja eitthvað í okkur sjálfum.
Ég er t.d. ekkert viss um að eiga gleðileg jól vitandi af öllum börnunum sem eiga það bágt víða um heim, m.a. í Afríku - þó myndum af þeim sé ekki skellt framan í okkur.
Góðar stundir.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 20:29

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heldurðu að umboðsmaður Alþingis og innanríkisráðherra hafi ekki haft ástæðu til að fara ofan í saumana á ákvörðun útlendingastofnunnar?  Það er hægt að setja fram allskonar "sannleika" og það sem maður les í blöðunum.  En Kristín viðurkenndi sjálf að hún hafi ekki skoðað aðstæður í Albaníu, og þegar lesnar eru forsendur fyrir dvalarleyfi þá eiga þessar tvær fjölskyldur rétt á því.

Við skulum svo ekkert vera að blanda öllum heiminum í þetta mál sem er einskonar aflausnarmál fyrir fólk sem Vill halda andlitinu gagnvart þessum litlu börnum og fjölskyldum þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2015 kl. 20:37

28 identicon

Nú,nú - ertu aftur orðin reið Ásthildur mín?
Ég kem hér inn því ég hrökk illa við þegar ég las pistlinn þinn fyrst. Af heiftinni út í landa þína og að svona góð og að því er virðist velviljuð kona trúi blint öllu illu upp á fólk af yfirborðskenndum fréttum úr blöðunum.
Og ert þú að vitna í símtalið sem Helgi Seljan átti við Kristínu daginn sem fólkið fór heim? Heldur þú að það sé fræðilegur möguleiki að yfirmaður sé inni í öllum hliðum allra mála sem koma inn á borð þessara stofnana? Ég treysti starfsfólki Útlendingastofnunar - saumaskoðun umboðsmanns Alþingis og innanríkisráðerra á þó eftir að leiða sannleikann í ljós, dæmum eftir það. 

Í dag dæmi ég ekki síður foreldra þessara barna sem leggja þetta óvissuferðalag á börnin með þó það sem þau hafa heima. Héðan fóru vel klædd börn í fylgd foreldra sinna til sinna heimahaga þar sem "..öllum albönskum borgurur er tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu og nauðsynlegum lyfjum þar í landi". 

 
Foreldrarnir fóru alveg með það í mínum huga þegar þeir lugu því upp á réttargæslumann sinn hjá Rauða krossinum að hafa ráðlagt þeim frá því að kæra. Fyrirgefðu, en þetta er mín skoðun.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 22:56

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín, nei ég er ekki reið.  Kristínu bar samkvæmt lögum að kanna stöðu barnanna í Albaníu. Og eftir því sem fram hefur komið er aðstaðan þar algjörlega óviðunandi.  'Eg myndi reyndar ekki vilja vera í hennar sporum í dag, að þurfa að horfast í augu við gjörðir sínar, og ekki bara í þessu máli heldur aftur til ákveðinna ára. 

Sigrún hefur þú gert þér grein fyrir örvæntingu foreldra sem standa í þessum sporum?  Hefur þú hugsað út í þá örvæntingu sem þau gengu í gegnum við að hjálpa börnumum sínum? Hvað myndir þú gera sjálf? Vona að þú treystir þér til að svara því. 

Og enn og aftur lendir þú í að taka upp það sem fjölmiðlar slá upp.   Veistu eitthvað betur um samskipti réttargæslumannsins og foreldrana?

Þar er orð gegn orði. 

Og ég vil ítreka að störf útlendingastofnunar hafa í mörgum tilvikum virkað ótrúverðug því miður.  Og það hefur verið talað um að þessi stofnun sé full af rasisma, þó ég vilji ekki taka svo djúpt í árinni, þá vil ég fylgjast með þessum málum uns sannleikurinn kemur í ljós. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2015 kl. 00:09

30 Smámynd: Elle_

Alveg sammála Sigrúnu og vísa sérstaklega í fyrstu 2 setningarnar í no. 28.  Það sló mig líka.  Við skulum jú, Ásthildur, einmitt blanda heiminum í þetta, eins og ég gerði fyrr, og mótmæli síðustu setningu þinni í no. 27 þar sem þú býrð aftur til skýringar um hvata fólks vegna skoðana þess.

Elle_, 16.12.2015 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband