27.11.2015 | 22:20
Trúmál að hætti Ásthildar.
Einkennilegt að þessir fáu múslimar í okkar samfélagi geti ekki setið á sátt manns höfði. Saka hvorn annan um ósannsögli og ósamvinnubrögð. Hvernig verður það þegar þessu fólki fjölgar, eigum við þá von á allskonar múslimskum trúfélögum, rétt eins og kristilegum samfélögum? Þar sem allir ásaka alla um eitthvað trúarkennt?
Við hin viljum bara lifa í friði fyrir þessum trúarbrögðum og tilreunum þeirra til að reyna að þvinga "sannleikanum" upp á okkur.
Ég er farin að hafa miklar efasemdir um heiðarleika þessa Salmanns Tamini, sérstaklega eftir að hann gerði sína "hákarla"yfirtöku á félagi Múslima hér fyrir nokkru. Það var að mínu mati bæði ljótt og óheiðarlegt. Og sagði sína sögu um hvernig trúarleiðtogar geta misnotað aðstöðu sína.
Það færi reyndar best á því að öll trúarbrögð væru bönnuð og við fengjum að lifa okkar lífi algjörlega sjálf án þess að einhverjir siðapostular væru að reyna að móta okkur inn í einhverjar eldgamlar sögur og fullyrðingar sem standast enginn rök né sannanir.
Hættum þessu fjandans trúarrugli og helgun á einhverjum ævintýrum sem aldrei hafa verið staðfestar, en halda fullt af fólki af öllum trúarbrögum á tánum af hræðslu yfir að fá ekki að eignast stað í himnaríki ef það gerir ekki þetta né hitt. Og að það sé einhver refsiglaður guð sem hótar og framkvæmir allt það illa sem getur komið yfir fólk, ef það fer ekki eftir biblíum þessa heims, eða kóraninum eða guð veit hvað öll þessi trúarrit heita.
Ég elska ævintýri, en þau fjalla um álfa, huldufólk, dreka, prinsessur, nornir og galdrakarla og what not. En þessi ævintýri í biblíunni hef ég reyndar frekar litla þolinmæði fyrir.
Verum bara við sjálf, og munum að guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, ekkert flóknara en það. Við getum ekki lagt okkar byrðar á herðar einhverra annara og halda að þar með sé okkur borgið, vegna þess að fyrst og femst þurfum við alltaf að standa sjálf skil á því sem við gerðum rangt, og fá umbun fyrir það sem við gerðum rétt. Það er ekkert í lögmálinu sem segir að við getum komist undan því með því að láta einhverja aðra um málin. Hvorki presta né sálusorgara. Þegar kemur að hinsta degi stöndum við sjálf nakinn frammi fyrir allsherja dómnum og fáum útskúfun eða umbun fyrir því sem við gerðum í okkar lífi. Það er bara þannig mín elskuleg.
Salmann sópaði af borðum með ofsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Og maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Hann lifir alls ekki af brauði. Hann lifir af ævintýrunum." (Sigurður Nordal.) Krafa þín um að banna trúarbrögð er skiljanleg. Sérstaklega í ljósi þess að þú ert ekki guðlaus.
Sigurbjörn Sveinsson, 28.11.2015 kl. 00:44
Hef tekið svolítið aðra afstöðu Ásthildur. Ég er alls ekki sinntur trúarbrögðunum þó ég útiloki ekki framhaldslíf eða einhvern æðri mátt. Vísindin svara þessu að nokkru þar sem orka er fasti sem eyðist ekki og verður alltaf til staðar þó hún geti breytt um mynd. Er sjálfið ekki bara einhvers konar orka? En varðandi trúarhópana þá er þetta samt allt saman fólk sem hefur fæðst inn í ákveðin trúarbrögð rétt eins og hér á íslandi og alist upp við þau. Tengsl hafa myndast sem erfitt er að rjúfa. Þessvegna eigum við að bera virðingu fyrir trúarlífi annarra rétt eins og tilfinningum því því þetta tvennt er oft einn og sami hluturinn. Ég var að lesa pistilinn hjá Guðrúnu Bergmann þar sem hún talar um að safna saman jákvæðum hugsunum og svo ég vísi aftur í vísindin þá var þáttur um skammtafræðina ekki alls fyrir löngu þar sem kom fram að hugsanir okkar hefðu áhrif á umheiminn. Kannski þetta með að senda út í "kosmósinn" og fá aftur til baka sé alls ekkert svo vitlaust. En reynum bara að vera góð við hvort annað og hugsa hugsa hlýlega og sérstaklega þegar kemur að flóttamönnunum í Desember. Þetta er fólk eins og við og hefur bara fæðst inn í aðra veröld með ólíka siði.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 10:53
Takk fyrir þín orð Sigurbjörn.
Jósef held að þú sért aðeins að misskilja pistilinn minn. Hann var ekki um Múslima per se, heldur að benda á að múslimar hér eru ekki margir, en eru samt klofnir niður í allskonar félög sem rífast, rétt eins og hér eru kristnir trúarhópar sem gera það sama. Ég hef fulla trú á ljósi og kærleika, og að slíkt kemur til baka þegar maður sendir slíkt út. Það er reyndar alveg stórkostlega sterk upplifun þegar maður hjálpar öðrum, eða hugsar fallega og hlýlega. En það hefur ekkert með trúmál að gera að mínu mati, heldur hvernig við erum sjálf sem manneskjur og hvernig við högum lífi okkar og hugsunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2015 kl. 11:41
Já , ætli ég sé ekki að misskilja. Ætlum við séum ekki í raun sammála.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 12:39
Veistu Jósef minn, ég held það bara :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2015 kl. 16:21
Einhverra hluta vegna eru illindi, hallarbyltingar, hnífstungur í bakið og klofningur áberandi í trúfélögum sem boða frið, kærleika, ást og umburðarlyndi. Svo ég vísi aðeins í kirkju sem ég hef stundum heimsótt, Krossinn (sem nú heitir Smárakirkja). Ég er í Ásatrúarfélaginu en þykir gaman að kíkja á samkomur hjá öðrum félögum þar sem boðið er upp á áhugaverða músík og fjör.
Krossinn hefur klofnað oftar en einu sinni. Með tilheyrandi illindum. Stjórnarmenn hafa sent hver öðrum og enn öðrum pósta með hótunum og heitingum. Forstöðumanninum, Gunnari, var steypt. Dóttir hans er sökuð um að hafa stolið söfnuðinum. Annað eftir því. Þetta er fámennari söfnuður en fjöldi múslima á Íslandi.
Kristin trúfélög á Íslandi eru sennilega 10 - 20. Fulltrúar sumra þeirra saka önnur um villimennsku. Einkum eru Vottar Jehova og Mormónar gagnýndir óvægið.
Iðulega logar ríkiskirkjan stafna á milli í illindum. Prestar hatast, takast á og kæra hvern annan. Það er fjör.
Jens Guð, 28.11.2015 kl. 18:07
Já þetta er eitthvað allt annað en þetta fólk er að boða ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2015 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.