Landsfundur Dögunar. Vertu breytingin sem þú vilt sjá.

9.11.2015 | 13:45 VERTU BREYTINGIN SEM ÞÚ VILT SJÁ OG TAKTU ÞÁTT. Það fór víst ekki fram hjá neinum að Dögun stjórmálaafl um réttlæti, sanngirni og lýðræði hélt landsfund sinn á helginni. Nei reyndar fór það ekki mjög hátt, því fjölmiðlar voru uppteknir af allt öðrum málum. Þó hefði ég haldið að þessi skilaboð ættu erindi til flestra.

Eða þannig..... smile 

RÚV er auðvitað afsakað með því að þau voru svo upptekin af Airwaves, Loftbylgjum sínum, að þau máttu ekki vera að sinna svona smáskiteríi.

Það var rætt um þessa tónlistahátíð á morgnana, eftir hádegi, síðdegis og á kvöldin. Gott ef ekki í sjónvarpinu okkar allra líka. Svo mikið fyrir Rúv okkar allra. Það virðist stundum vera fyrir suma en ekki alla. Ekki það að þessi hátíð var svo sannarlega glæsileg og mikið um að vera. En fyrr má nú rota en dauðrota, svona barnslegt grobb starfsmanna þar á bænum yfir allri athyglinni sérstaklega erlendis frá. Ég vil samt óska öllum tónlistamönnunum og þeirra sem stóðu að þessu til hamingju með velheppnaða hátíð.

En aftur að Dögun. Það voru auðvitað sendar tilkynningar til allra fjölmiðla, þeir einu sem sinntu þessu kalli var Mogginn, Útvarp Saga og Harmageddon. Þökk sé þeim.

"Helga Þórðardóttir. þetta er afraksturinn eftir að hafa sent fréttatilkynningu með ályktun landsfundar á 80 netföng hjá fjölmiðlum. kannski vaknar einhver á morgun smile www.mbl.is MBL.IS"

Hér er viðtalið á Sögu: http://www.utvarpsaga.is/frettir/3357-„óréttlætið-æpir-á-mann“.html#.VkCbRtklorg

Hér er svo viðtalið við Harmageddon. http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP40760 12233432_10207327119163778_1841104995_n

12233432_10207327119163778_1841104995_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýji formaðurinn okkar, hörkudugleg og glæsilegur fulltrúi Dögunar. Eins og svo margir fleiri innan okkar raða. Og reyndar er flokkurinn öllum opin, og allir geta mætt á fundi og samkomur innan hans.

Það var margt gert á fundinum, m.a.var endurbætt kjarnastefna okkar samþykkt. Kjarnastefnan hefur verið mörg ár í mótun, en alltaf hafa aðalatriðin haldist inni, bara slípuð til.

 

Hér er hún, ég ráðlegg fólki að lesa hana. Hún er virkilega þess virði. http://www.xdogun.is/2015/11/08/stjornmalaalyktun/

 

12195886_1067387096626053_8101793011674892293_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Bráðnauðsynlegt fyrir landsbyggðina að fá frjálsar handfæraveiðar.

12189724_10207286469707567_5285195687902014295_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húsnæðismálin þarf að taka föstun tökum.

12108832_10153759078454489_487146776751113920_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf að tryggja lámarks framfærslu.

11921601_10153759078699489_1405446166573218472_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er ekki komið nóg af banksterum í okkar samfélagi, græðgi og ásókn í fé landsmanna?

11220934_10153759078444489_6088210812254674175_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir unga fólkið okkar.

11219675_10153759078639489_2899091224101398387_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ójá.

12191949_10153759078819489_1338921524665790660_n (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitt af aðalstefnumálum frá Frjálslyndaflokknum og Dögun.  

Það er svo hægt að sjá þetta allt á dögun.is Ég er afskaplega ánægð með Dögun, ég hef unnið með þeim frá upphafi og átt marga vinnufundi með kjarnanum í flokknum við að vinna að málefnum flokksins, og það er virkilega gott að sjá að kjarninn í samþykktum flokksins hafa lítið breyst frá upphafi, aðeins slípast aðein til. Ráðlegg þeim sem vilja leita einhvers annars í pólitíkinni að lesa það sem við höfum fram að færa. http://www.xdogun.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hafið þið ágætu bloggara orðið vör við síðan í morgun að það sé ekki hægt að deila bloggi inn á feisbook?  Ég get það nefnilega ekki. 

Og eru fleiri en ég sem geta ekki séð svör, né svarað á Eyjunni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2015 kl. 17:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur mín. ekkert hef ég á móti góðu fólki í Dögun. Ekki frekar en góðu fólki í öðrum flokkum.

Ég mætti á stofnfund Dögunar fyrir einhverjum misserum síðan, og hélt að þarna væri kominn grundvöllur að betrumbótum.

Þegar ég áttaði mig á að allar góðar dyggðugar skoðanir og góðar konur eins og til dæmis þú, hefðu verið settar á vogarskálar útskúfunar-ESB-stjórnarskrárinnar, þá vissi ég að þetta var ekki endurbætingin sem ég vildi svo virkilega sjá. Sorglegt en satt.

Ég man ekki betur en að sumir Píratar (fyrrverandi Hreyfing og Borgaraflokkur), hafi verið um borð í Dögunar-ESB-skútunni, og á vafasömum og kannski ESB-svikalauna-forsendum?

Þegar er logið að mér þá segir mitt hjarta að ekki sé lygaranum treystandi.

Traust er eitthvað sem fólk, fyrirtæki og flokkar verða að vinna fyrir. Á því grundvallar-siðferðis-lögmáli er engin undantekning til.

Sorglegt að sumum finnist lýðræðistillögu-afsalsstjórnarskrá mikilvægust í samfélagi Íslands og umheimsins ólýðræðislega?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.11.2015 kl. 22:45

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...og svar til viðbótar við þinni spurningu, þá er ég ekki á fésabókinni.

En hef þó orðið vör við að það er ýmislegt ó-útskýrt við skilaboðaskjóðu-GSM-skilaboðin þessa nýliðnu helgi.

Það þarf raunverulega rannsókn á öllum samfélagsins opinberu sviðum, ef þetta land ætlar að gera út á siðferðislega, mennska, og trausta ferðaþjónustu...

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.11.2015 kl. 23:00

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

góð bloggfærsla og ég gat deilt henni núna á FB. Takk fyrir.

kk

GSA

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.11.2015 kl. 01:50

5 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Takk elsku Ásthildur fyrir falleg orð í minn garð. Ég trúi enn á drauminn um réttlæti og þess vegna er ég að þessu brölti. Ég get ekki og vil ekki missa vonina. Við eigum báðar ungt og dugmikið fólk sem er okkur kærkomið. Ég vil að þau  finni löngun til að búa á Íslandi af því að hér sé gott samfélag. Vonandi rætist sá draumur. Ég vil allavega geta sagt við afkomendur mína  þegar ég verð eldri en ég er í dag "ég reyndi að gera mitt besta" en hvort það tekst er önnur saga.

kv,Helga

Helga Þórðardóttir, 10.11.2015 kl. 02:22

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Anna Sigríður.  Ég deili fullkomlega með þér áhyggjum af því að reynt verði að þvinga okkur inn í ESB.  En þarna er svolítill misskilningur því það fólk í Dögun sem ég þekki best til vill ekki þar inn, það er verið að tala um að leyfa fólki að kjósa um þetta, en það verður ekki gert fyrr en búið er að skoða allar hliðar sannleikanum samkvæmt, en ekki á fölskum forsendum eins og að við fáum undanþágur og það sé ekki rétt að við missum sjávarútvegsmálin til Brussel, sem er bara það sem er í þessu farvatni.  Þegar fólk fær sannleikann beint í æð, hef ég ekki nokkrar áhyggjur af því að fólk kjósi að fara þarna inn.  Enda eru málin þannig í ESB að mér sýnist að þetta sé að mestu að lognast út af.  En til að fá frið með málið þarf einhvernveginn að enda það með aðkomu almennings. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2015 kl. 11:39

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir Gunnar Skúli, þetta er nú meira málið með deilingu.  Vona að þetta sé aðeins tímabundið. :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2015 kl. 11:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín hér er hvergi ofsagt.  Þú og Guðjón Arnar eigið langstærstan hlut í að halda Dögun gangandi frá síðustu kosningum og gera flokkin að því öfluga tæki sem hann er í dag og á eftir að aukast.  Ég hef kynnst fullt af fólki í pólitík, en sá kjarni sem samanstendur af þeim sem mest leggja til við uppbyggingu Dögunar eru traust og málefnaleg og það er gott að finna slíkt og reyndar frekar ólíklegt í þeirri tík sem Pólitíkin er.  Þess vegna þurfum við bara að halda áfram að kynna málefni okkar.  Og standa fyrst og fremst með þjóðinni almenningi í þessu landi, sem hefur hingað til alltaf þurft að standa hjá þegar "brauðmolunum" hefur verið úthlutað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2015 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband