Svolítið um RUV, frá mínu brjósti.

Ríkisútvarpið, "okkar allra" hefur verið talsvert í umræðunni nýlega. Bæði vegna fjárhagsörðugleika og úttekar sérstakrar nefndar á starfsemi RUV, athygli vekur hatur Vigdísar á stofnunninni, en líka er gott að upplifa svo hringferð stjórans og fleiri kring um landið.

Ég vil hafa RÚV, og ég er bara nokkuð ánægð með það sem þar er að gerast.  

Þess vegna ætla ég að fara í smá úttekt frá mínu hjarta.

Ég er svona sérlunduð manneskja, af því að ég er komin á eftirlaun, og þarf bara að sinna sjálfri mér og plöntunum mínum, get ég haft hlutina eins og ég vil.

Ég byrja daginn á því að gera smá æfingar í rúminu, til að liðka mig og styrkja, svo fer ég framúr, fer niður í eldhús, byrja á því að taka lýsi og kveiki á útvarpinu.  Fer síðan í tölvuna, og legg nokkra kapla og fer yfir netheima meðan ég hlusta.

Af því að ég er morgunsvæf missi ég alltaf af morgunútvarpinu með Sigmari og crew.  En þegar ég er komin framúr er í loftinu Virkir morgnar.  Þau Gunna Dís og Andri eru sem sagt orðin mínir daglegu gestir, og yfirleitt hef ég afskaplega gaman að þeim, frekar minna ef Gunna Dís er ekki, því það verður að segjast eins og er að Andri og Sóli þegar þeir eru bara tveir, þá vantar alla jarðtengingu, því þá vantar Gunnu Dís sem er ein af nokkrum perlum í mínum RÚV hópi.  En þá má alltaf skipta yfir á rás1, sem er líka afar skemmtileg, með mannlega þáttinn og svo margt.  K.K. með sína skemmtilegu þætti og ekki má gleyma Svanhildi Jakobsdóttur með Óskalagaþáttinn sinn, hún er líka perla.

Svo tekur við Poppland eða einhver slíkur lagaþáttur og síðdegisútvarpið sem ég vil ekki missa af, fer eftir dögum. 

Það er yndælt að hlusta á þessa heimilisvini þegar ég er upp í gróðurhúsi að hlú að plöntum, þá er ég aldei ein.  Þarna er fólk sem er með þætti eins og að geta upp á frétt dagsins, og allskonar slíku sem er lífgandi og skemmtilegt. 

Sigga og Lolla eru stundum alveg óborganlegar, og stundum elska ég að hata þær.  En þannig er það bara.  

Hanastélið hefur aðeins dalað við að missa Sölku.  En þetta er samt skemmtilegur þáttur, þó ég hafi ekki haft gaman að Gnarrinum hjá þeim, enda hef ég sjaldan gaman að þeim ágæta manni. 

Þátturinn eftir Kvöldfréttir hvort sem um er að ræða Heiðu eða Eldhúsverkin er afskaplega yndælir þættir, Doddi litli er þarna sérlega skemmtilegur með sín eldhúsverk.  

Þar sem ég er forfallinn í pólitíkinni hlusta ég á Hallgrím Torst á sunnudagsmorgnum, hann er afskaplega fróður þessi maður og fjölhæfur útvarpsmaður.  Þó stundum finnist mér örla á ESB ást hjá honum, og finnist hann of velja þannig í pólitíska hlutann að fá tækifæri til að hnykkja á því að leiða þangað fólk sem hefur mikinn áhuga á að fara inn í ESB.  

Þegar elsulegur maðurinn minn er heima, sem hann er reyndar ekki núna, þá elskum við að sitja með kertaljós og rauðvín eða bjór við eldhúsborðið rabba saman og hlusta á kvöldútvarpið um helgar.  Og þá er komið að því sem mér finnst yndælast af þessu öllu, en það er kvöldútvarpið með Guðna Má.  Í gær var Guðni Már upptekinn var í einhverri matarveislu hjá vini sínum, og annar maður kom í hans stað,  Jón Þór minnir mig að hann heiti. 

Og ég get svo svarið það, að bara að hlusta í gær var hrein unun.  Oft höfum við hlustað á þáttinn og fastagesti, en Þessi ágæti maður, var svo frábær og skemmti bæði sjálfum sér og öðrum.  Þessi þáttur er þjóðarsálin okkar algjörlega í dag.  Hann er eitthvað algjörlega einstakt fyrir bæri sem finnst hvergi annarstaðar í heiminum.  Og þarna hefur skapast ákveðin vinátta og yndislegheit sem erfitt er að lýsa.  Fólk þarf að upplifa það sjálft.  Þarna eru bæði stjórnendur og innhringjendur svo einlæg og vinsamleg að maður verður ósjálfrátt bara glaður í hjartanu.  

Ég man vel að það átti að leggja þennan þátt niður, en okkar fastagestir mómæltu og höfðu sitt fram að hann fékk að halda áfram sem betur fer.  

Guðni Már á heiður skilinn fyrir að koma honum á koppinn og laða þetta elskulega fólk til sín.  Það hefur ekki verið gerður svona þáttur síðan Stefán Jón var með Þjóðarsálina sína.  

Þessi þáttur er hrein perla í þjóðarútvarpi og á að fá að lifa og dafna, því hann er algjörlega sérstakur og allir þeir sem þar hringja inn og taka þátt. 

Sen sagt Vigdís mín, ég vil ekki breyta neinu þarna.  Þó þú hafir fundið þarna blótaböggul og finnist þú á einhvern hátt ekki njót sannmælis, þá finnst mér þú einfaldleg bara séð algjörlega um það sjálf að koma hlutunum þannig fyrir að þú verðir fyrir einhverskonar .... "aðkasti" sem er í raun ekki.  Fyrir utan að kona í þínu ábyrgðarhlutverki getur ekki leyft þér að ráðast svona opinberlega og ljóst og leynt að stofnun sem heyrir undir þig og ríkisstjórnina.  Þú verður bara minni manneskja með þessu.  Segi og skrifa.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ekki spurning um hægri eða vinstri eins og mönnum er svo tamt að tala um.   Þetta er bara mín upplifun á því sem vel er gert, svo má örugglega finna eitthvað arfaslakt og það er nokkuð öruggt. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2015 kl. 00:00

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég hef stundum verið að spyrja mig :hver hlustar eiginlega á RÚV 

i dag? Nú er svarið komið. Ásthildur Cesil Þórðardóttir. wink Ég myndi nú í þínum sporum gera nokkrar upphitunaræfingar æða síðan á fartinu, annað hvort á tveim jafnfljótum eða gönguskíðunum upp í Seljalandsdal ( heitir hann það ekki annars?) , Ganga þar 10, 15 eða 30 km, allt eftir upplagi og síðan til baka. Þá værir þú orðin nógu hress til að taka létt hjal við bæjarbúa á einhverri samkundunni áður en þú færir að sofa í koddann þinn.smile

Jósef Smári Ásmundsson, 2.11.2015 kl. 09:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Jósef.  Ég vil heldur gera nokkrar góðar teygjuæfingar í rúminu, fara svo niður í eldhús, taka lýsi leggja nokkra kapla og fara á netið meðan ég hlusta á úrvarpið, fá mér svo kaffisopa. Eftir hádegið æði ég svo upp á lóð, þar sem gróðrarstöðkn mín er og vinn þar í svona þrjá tíma, og fer svo niður aftur.  Þetta heldur mér alveg ágætlega í formi.  En ég þakka góð ráð.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2015 kl. 10:07

4 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er góð samantekt hjá þér um dagskrá Rásar 2.  Ég vil bæta við að það er ekki sjálfgefið hvað Rás 2 sinnir vel íslenskri nýskapandi tónlist.  Þökk sé dagskrárgerðarmönnum á borð við Óla Palla,  Andreu Jóns,  Guðna Má,  Eyþóri Ásgeirssyni og öllum hinum.  Hvar sem eitthvað er í gangi eru fulltrúar Rásar 2 mættir til leiks:  Músíktilraunir,  Airwaves og svo framvegis.

  Í áranna rás hef ég komið að ýmsu hjómleikahaldi.  Þegar bankað er á dyr hjá tónlistarútvarpsstöðvum mæta manni jafnan lokaðar dyr.  Músíkstíllinn sem ég er að kynna er annaðhort of mikið þungarokk fyrir viðkomandi útvarpsstöðvar eða einhver annar músíkstíll sem má ekki spila á þessum útvarpsstöðvum.

  Hinsvegar hefur mér alltaf verið tekið opnum örmum á Rás 2.  Oft betur en ég átti von á.  Þar mæti ég einungis áhuga og vilja til að taka þátt í dæminu óháð því hvaða músíkstíll er í boði.  

  Þetta var ekki svona á upphafsárum Rásar 2.  En í dag starfar á Rás 2 einstaklega góður hópur áhugasamra tónlistaráhugamann.  Þannig er það ekki hjá öðrum tónlistarútvarpsstöðvum  

Jens Guð, 2.11.2015 kl. 21:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála því.  Svo gleymdi ég að nefna svart og sykurlaust hjá honum Sóla Hólm.  Og afskaplega fræðandi spurningaþætti naglbítsins.  Útvarpið er vissulega þess virði að berjast fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2015 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband