Fallegur dagur og sól.

Ég er rosalega upptekinn þessa dagana.  Það er svo margt sem þarf að gera, til að geta opnað garðplöntusöluna.  Og svo þarf að huga að opnum svæðum í bænum.  Áður en gróðurinn fer á fulla ferð. 

Sonur minn ætlar að koma með barnabörnin og við ætlum að grilla saman, ég er búin að kveikja upp í grillinu.  Smánæðisstund áður en ljúflingsskriðan skellur á.  Heart

Hann er forsjárlaus faðir og fær að hitta börnin sín einu sinni í mánuði held ég, eða hálfsmánaðarlega.  Þetta er erfitt, því móðirinn flutti til Reykjavíkur, tímabundið vonandi.  Og þar af leiðandi ekki mikill samgangur.  Þau missa því heilmikið af pabba sínum sem vonlegt er.  En ég vona að það rætist úr.  Það er ótrúlegt hvað svona umgengnismál geta þvælst fyrir fólki.  Sorglegt bara.

En ég gróðursetti nokkur tré og runna í dag, sem ekki eru söluhæf, en ég veit að verða falleg tré, með tímanum.  Tíminn vinnur með þeim.  Það er eins og með fólkið, maður á ekki að spá í útlitið, það segir aldrei allt.  Heldur kraftinn og orkuna í viðkomandi.  Gefa öllum tækifæri til að vaxa og dafna.  Ekki dæma úr leik fyrirfram.  Það er mitt mottó. 

Fólk gleymir stundum að tré og plöntur eru lifandi verur rétt eins og aðrir.  Þau geta ekki fært sig úr stað, en þau geta samt hreyft sig.  Ef maður hefur stofuplöntur í glugga, getur maður séð það því blöðin snúa sér alltaf í áttina að ljósinu.  Það hafa líka verið gerðar rannsóknir á plöntum, og það er fullyrt að þær bregðist við tilfinningum.  Til dæmis las ég einhverntíma að stofuplöntur brugðust við ákveðnum manni í morðmáli, sem var álitinn morðinginn.  Í hvert sinn er þessi maður val látinn fara inn í herbergið var hægt að mæla viðbrögð plantnanna.  En þær voru ekki taldar trúverðugt vitni.  Einnig er sagt að grænmeti æpi þegar það er skorið niður.   Eitt er líka ljóst að ef upp kemur sjúkdómur í skógi, þá hafa trén sem standa lengra inn í skóginum unnið sér inn vörn gegn sjúkdómnum, þegar hann nær inn til þeirra.  Einnig er það svo að grenitré sem verða fyrir hernaði sitkalúsar koma sér upp vörn fyrir henni árin á eftir. 

Öll náttúran er auðvitað lifandi og tilfinninganæm.  Plöntur eru með græn korn í staðin fyrir rauðu blóðkornin okkar, þau hafa frumuupbyggingu á svipaðan hátt og við.  Og þær hafa æðar sem bera súrefnið niður frá krónunni til rótanna, og líka æðar sem bera steinefni og næringu frá rótinni og upp í krónuna.  Alveg eins og við höfum ósæðar og bláæðar.  Enda deyja tré ef börkur þeirra er skorin allan hringinn.  Þeim einfaldlega blæðir út.

Okkur hættir til að umgangast plöntur og dýr með vanvirðingu þess sem þykist vera herra jarðarinnar.  En við erum næstum sami grautur í sömu skál.  Við lifum ekki án þeirra, en þau geta lifað, og sennilega miklu betur án okkar.  Er það ekki skrýtið ?  Við hugsum ekki um það þegar við göngum yfir allt slíkt með skítugum skónum.  Og ekkert dýr eða planta er óþarfi.  Þó við látum okkur hafa það að eyða illgresi og sníkjudýrum.  Það er eiginlega sennilega vegna þess að það hefur orðið röskun í náttúrunni.  Til dæmis með of miklu eitri.  Þegar maður notar skordýraeitur, þá drepur maður líka æðri skordýrin sem lifa á sníkjudýrunum.  Eins og randaflugur, járnsmiði, maríubjöllur og slík.  En þau eru lengur að ná upp stofninum en sníkjudýrin svo þegar maður eitrar þá myndar maður meira svigrúm fyrir þær pöddur sem við viljum ekki hafa.  Þannig er í raun og veru er betra að nota ekki eitur.  Þá verður meira jafnvægi í garðinum hjá okkur.

En þetta er nú bara svona hugleiðing manneskju sem er mikið úti í náttúrunni innan um gróðurinn og dýrin, fuglarnir að byggja sér hreiður þeir dúlla sér í kring um mann, og eru fljótir að koma ef maður hróflar við moldinni, þar sem þeir eiga von á að maðkarnir komi upp á yfirborðið.  En þeir eiga sér líka óvin, því kattarskammirnar læðast um og sitja fyrir þeim á ólíklegustu stöðum.  Og sérstaklega ungunum þegar þeir reyna að fljúga í fyrsta sinn.   Svona eins og eiturlyfjabarónarnir liggja fyrir ungunum okkar á viðkvæmasta stigi til að fanga þau í fjötra.

Og lífið er ein hringrás.  Við erum partur af þeirri hringrás.  Og í staðin fyrir að trampa með ofbeldi og látum yfir það allt, eigum við að finna til auðmýktar yfir öllum þessum dásamlegu kraftaverkum allt í kring um okkur.  Bera virðingu fyrir öllu lífi, og elska og finna til með móður jörð.  

Það getur ekkert nema gert mann næmari og kærleiksríkari.  Og getur komið manni líka inn í heima náttúruvættanna, opnað manni leið og lyft tjaldinu dularfulla þar sem álfarnir og huldufólki býr, þar sem fjallatífarnir ríkja og Landdísirnar syngja sinn söng og dansa.  Glettnir fossbúar ygla sig og tröllinn sofa enn sem betur fer.  Aldrei að vita hvað gerist ef þau vakna.

Því skulum við ganga hægt um gleðinnar dyr.  Elska og virða okkur sjálf og allt í kring um okkur.  Það getur ekki gert neitt annað en að gera okkur hamingjusamari og glaðari.

Kærleiksríkar kveðjur sendi ég til ykkar, og rýk út til að athuga með grillið. HeartIMG_2296


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta var nú þörf lesning - fallegt þetta með útlitið og tímann, svo rétt líka....

þú ert djúp í dag, eigðu yndislega aftanstund með fjölskyldunni

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert  yndisleg   manneskja Ásthildur mín þú segir svo fallega frá

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar elskulegu.  Þegar ég er í moldinni, þá verð ég svona djúp.  Móðir jörð er svo gefandi og góð.   og reyndar allir þeir sem á henni eru, með örfáum undantekningum, sem hafa villst af sinni leið og rata ekki heim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær pistill hjá þér og vert umhugsunarefni þarna á ferð.  Ég kenndi sonum mínum mjög ungum að bera virðingu fyrir gróðri og dýrum ekkert síður en fólki.  Einu sinni bjuggum við í gamalli íbúð og það voru silfurskottur þar. Ég fékk mann til að koma og eitra fyrir þeim. Þegar eldri sonur minn þá 6 ára vissi hvað var í vændum og að silfurskottunum yrði eytt,  þá sagði hann: Æ, mamma eigum ekki bara að leyfa þeim að vera

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.5.2007 kl. 20:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg rökrétt spurning hjá syni þínum Margrét mín.  Þó svo að við viljum auðvitað ekki hafa þessi dýr inni hjá okkur.  Þá gera þau svo sem ekki neitt nema að vekja okkur viðbjóð.  Og það er dauðasök. 

Já ég vona það svo sannarlega Arna mín.  Þetta er samt erfitt.  En þau fara saman í hálfsmánaðafrí á sólarströnd í byrjun Júní pabbinn, börnin og litli bróðir og mamma/stjúpa, sem er reyndar alveg dásamleg stúlka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:20

6 identicon

Fyrst varðandi forsjármálin: Mér finnst mér alltaf svo sorglegt þegar fullorðið fólk getur ekki unnið þannig úr hlutum að börnin fái það sem þau hafa þörf fyrir frá báðum foreldrum. Svo vaknar þetta fólk upp við vondan draum þegar börnin eru orðin stór og fara að lýsa því hvað þau voru oft óhamingjusöm inni í þessar togstreitu. En ... Yndislegur pistill, svo fullur af fallegum hugsunum - takk  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:44

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er rétt.  Bara sorglegt.  Samúð mín liggur hjá pabbanum í þessu tilfelli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 22:10

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegur pistill Ásthildur mín Samúð mín liggur auðvitað hjá hinu forsjárlausa foreldri en fyrst og síðast hjá börnunum sem hafa ekkert að segja um þessi mál.  Það er vont mál þegar börn fá að gjalda þess að foreldrar séu ekki saman.  Þau gleymast.  Börn hafa þörf fyrir báða foreldra.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir Jenný mín.  Já það er rétt börnin líða mest.  Þau ættu að vera í fyrirrúmi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 23:11

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Væru ekki Vestfirðir eyðimörk án þín??  pabbar fá oft óverðskuldaðar skammir og er hengt af fyrrverandi með því að skammta þeim börnin naumt, þetta eru ljótar aðferðir reiðra kvenna sem hugsa ekki um hag barnanna, en það er það eina sem skiptir máli í skilnaði, að hugsa um börnin.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 00:13

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú hittir þarna naglan á höfuðið Ásdís mín.   

En þeir atburðir gerast nú með skömmu millibili hér að ég veit svei mér ekki hvort okkur verður bjargað.  Nema við tökum málin í okkar eigin hendur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 11:01

12 identicon

Sæl Ásthildur, ég var að lesa þennan pistil þinn um börnin mín og Skafta.  Ég vildi nú fá að leiðrétta þar sem þú ferð ekki með rétt mál og þar sem mér finnst ekki vera dregin upp rétt mynd af mér í þessum umræðum hér á netinu. Pabbinn samþykkti að ég færi ein með forsjá barnanna á sínum tíma, það er heldur ekki rétt að þau séu að missa tengslin við pabbann þar sem þau hitta hann reglulega og heyra í honum í síma og í gengum netið.  Honum hefur aldrei verið meinað að hafa börnin sín, hann hefur aftur á móti ekki gefið sér nægan tíma til þess en það er allt að lagast núna, sem betur fer fyrir börnin.  Eins hefur þú nú ekki verið dugleg að hafa samband við þau, hringir aldrei ekki einu sinni þegar þau áttu afmæli og ekki komu neinar afmælisgjafir!  Og þú ættir nú að vita hvenær þau eru fædd þar sem þú fékkst að vera viðstödd báðar fæðingarnar.  Það er nú bara þannig að ég og maðurinn minn fluttum til Reykjavíkur með öll börnin til að fara í nám þar sem að ekki er boðið upp á þetta nám í fjarnámi.  Þegar það eru samsettar fjölskyldur eru málin flóknari heldur en hjá kjarnafjöslkyldunni, nú eiga börnin mín móður, sjúpmóður, pabba, stjúppabba, stjúpbróður og hálfbróður og eiga von á hálfsystur.  Þau eiga tvö góð heimili sem er bara hið besta mál og þau bara mjög sátt og ánægð með allt.  En það er alveg rétt hjá þér að börnin skipta mestu máli enda hef ég alltaf haft þeirra hag númer eitt tvö og þrjú og höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til að þau hafi það sem best.  Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og mér finnst ekki rétt að þú ásamt vinum þínum séuð að ræða hér á netinu um málefni barnanna minna, sérstaklega þegar ekki er farið með rétt mál.  En endilega hafðu samband næst þegur þú kemur suður þú ert alltaf og hefur alltaf verið velkomin til okkar, börnin hefðu gaman af að heyra frá þér stöku sinnum og fá að sína þér skólann sinn í Reykjavík ofl.  Eins eru þau með síður inn á barnalandi sem þú getur kíkt á myndir af þeim.

Með kærri kveðju Guðný Kristín Bjarnadóttir og fjölskylda

Guðný Kristín (Móðirin) (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 17:33

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er auðvitað mjög flókin tengsl.  Og ég var á engan hátt að meina illt til þín.  Ég var bara að leggja áherslu á að þegar börnin eru í Reykjavík svo fjarri fjölskyldunni hér, þá eru tengslin ekki hin sömu.  Þetta með hringingar og afmælisgjafir er nú þannig að meðan þau voru hér fengu þau sínar gjafir á réttum dögum.  En núna þegar þau eru fyrir sunnan hafa þau fengið sínar gjafir þegar þau hafa komið næst á pabbahelgum.  Annars snýst þetta ekki um gjafir og hringingar heldur nærveru.  En það er svo sannarlega rétt að þetta er ekki vettvangur til að ræða mál eins og þessi.  Enda átti það aldrei að verða svo.  Aðeins hugleiðingar mínar um fjarveru þeirra frá mér og minni fjölskyldu, ég sakna þeirra heilmikið, alveg eins og ég veit að amma og afi hinu megin frá gera líka.  En ég mun örugglega hafa samband þegar ég kem suður,  það er bara svo að maður fer sjaldan og er þá á eilífri hraðferð.    En það sem mestu máli skiptir er að þau eiga sitt pláss í mínu hjarta og ég í þeirra.  Það skiptir máli.  Og það að fá ef til vill að hitta þau oftar en bara á pabbahelgum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 19:47

14 identicon

Ef ömmur sakna barnabarnanna sinna ætti að vera lítið mál að taka upp tólið og fá að heyra í þeim.  Hvernig þeim líður, hvað þau eru að gera o.s.frv.  Ég tala nú ekki um á afmælisdögum barnanna sem eru stórir dagar í þeirra lífi.  Þó að nærvera skipti auðvitað mestu máli, er símtal betra en ekki neitt, börnin þurfa að fá að vita að amma og afi hugsa til þeirra á slíkum tímamótum.  Er svo ekki bara málið að við þurfum að gefa okkur meiri tíma fyrir þá sem standa okkur næst?

Auður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og ég sagði Auður mín við hana systur þína, eða hún benti á sjálf, þá er þetta ekki vettvangur til að ræða svona viðkvæm mál.  Og það var aldrei ætlun mín að fara út í neina slíka sálma.  Ég mun því ekki ræða þetta hér.  Sendi ykkur systrunum bara góðar óskir og vonandi gengur ykkur báðum allt í haginn.  Það eru mín lokaorð hér um þessi mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband