væntanleg 5% mín og allra hinna í bankanum, erum við að dansa?

Ég er nú ekki peningafróð manneskja, enda kann ég ekki á peninga né að græða.  En ég staldra aðeins við þetta með 5% sem formaður Sjálfstæðisflokksins vill gefa mér og öllum hinum.  Svo ætlar ríkið að eiga 40% og einhverjir... fá að hafa eignarhald á hinum 55%

Ef hann hefði talað um að gefa landsmönnum 40% og ríkið ætti 10 % þá værum við að dansa eins og pósturinn auglýsir.  En hvernig dettur mönnum í hug að þó við þessir rúmlega 300.000 íslendingar ættum einhverja smáaura í bankanum að við myndum gera eitthvað til að stöðva spillinguna?

Ég held að þetta sé svona plott til að ganga í augum á væntanlegum kjósendum.  En ég er alveg viss um að fólk sér í gegnum þetta eins og fólk er reyndar farið að hugsa aðeins sjálfstætt og spyrja spurninga.  

Eitthvað segir mér að flokkurinn eigi eftir að dala meira, hvað svo tekur við er ekki ljóst.  En augljóslega hafa bæði Hanna Birna og Illugi skaðað flokkinn mjög mikið, og ekki síður þegar formaðurinn ver þau í bak og fyrir og þakkar vel unnin störf.  Hann vill örugglega vera góður og sanngjarn, en um leið sekkur hann sjálfur í fenið. 

Þegar plöntur byrja að rotna og fúna, er eina sáðið að klippa þær niður og skera burtu fúann.  Það gengur ekki að reyna að lífga við eitthvað sem er þegar byrjað að rotna og fölna.  Slíkar plöntur eiga ekkert annað eftir en að veslast upp og deyja. 

Þetta mættu reyndar fleiri formenn taka til sín, það virðist alltaf vera einhver samtrygging innan fjórflokksins að viðhalda sjálfum sér og sínum, sem er besta leiðin til glötunar og sem betur fer er meirihluti þjóðarinnar að vakna upp við vondan draum og skilja að svona geta málin ekki haldið áfram, þetta bara einfaldlega gengur ekki upp.  

Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis, og þá þarf að velja og hafna, vilja menn hlú að fólkinu í landinu sem heild, eða vilja menn halda jáfólkinu í kring um sig og verja það á öllum sviðum, þó fólki ofbjóði stjórnsýslan?  Ég bara spyr?


mbl.is Gefi landsmönnum 5% í bönkum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband