Blóm fjöll og gott veður.

Góður dagur í gróðrinum.

IMG_4901 eins og þið sjáið þá er gróðurinn orðin bara ansi stór.  þessar elskur vaxa vel og eru farnar að blómstra.

IMG_4902 Það gægist eitt og eitt blóm upp, og er að verða tilbúið til að eiga sér líf utan við garðplöntusöluna, eða eins og þeir segja þjóðverjarnir Baumschule heitir þetta ekki líka nursery á engilsaxnesku.

IMG_4903 Stækkar dag frá degi.

IMG_4904 Svona er þetta bara. Heart

IMG_4906 Og blómstrar vel.

IMG_4907 Eins og sjá má. 

Jamm mín elskuleg allt þetta upp af litlu fræi eða græðling.  Og það er ekkert smá góð tilfinning að skapa svona upp úr nánast engu.  En það er ef til vill ekki alveg rétt.  Því ef ég hefði ekki fræ eða móðurplöntu þá væru þessar dásemdir ekki núna tilbúnar til að fara til nýrra eigenda. Grin

IMG_4908 Og svo eru stubbarnir á leið í sund, þessi litli og sá stóri. 

En eins og þið getið ímyndað ykkur þá spila fjöllin stóra rullu í mínu lífi.  Ég var tvo vetur í Garðyrkjuskóla ríkisins og þar í flatneskjunni var ég nánast lömuð.  Ég fann ekki orkuna sem ég þurfti úr landslaginu, og fannst allt svo endalaust og takmarkalaust án fjallanna.  Svona er maður háður því sem er næst manni.  Við þurfum að læra að taka mið af því, og virða það sem í kring um okkur er.  Gera það besta úr því sem þar er.  Og fyrst og fremst læra á okkur sjálf.  Læra að þekkja okkur sjálf og ekki síður að bera virðingu fyrir sjálfinu og elska það.  Því hvernig getum við elskað einhvern annan ef við elskum ekki okkur sjálf ? Það er einfaldlega ekki hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega ertu mikil kraftaverkakona Ásthildur!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 20:11

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

eins og mælt fá mínum munni, frábærar myndir og æðisleg blóm !!!!

þú er í tengslum við elsku blómálfana, það er svo greinilegt að þið vinnið saman.

Ljós til þín mín kæra , og fjalla sem ég sakna í flata landinu

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Ég hef nú ötulan hjálparmann þar sem eiginmaður mitt er.  Við erum saman í þessu sem betur fer. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 20:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir  vildi ég væri komin í vorverkin til þín, við gætum þá kannski myndað ríkisstjórn saman 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já en akkúrat um þettta eru stjórnmál..að finna vaxtarsprotana og leyfa þeim að lifna við...hlú að því sem hefur möguleikana á að blómstra. Mannlífinu og náttúrunni. Vökva og veita skjól þar til plönturnar styrkjast og vaxa og gefa öllu gleði í kringum sig. Við viljum fjölæra ríkisstjórn!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gaman að þessu, sjá árangur erfiðis síns

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 22:10

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt stelpur, þetta er lífið.  Við ættum að hafa töglin og haldirnar ekki satt.  Við myndum gera það sem þyrfti og ekkert múður.  Engin titlatog og engar spurningar um upphefðir.  Bara það sem þarf til að gera það sem þarf fyrir þjóðina okkar.  Hlú að þeim veiku og ýta þeim út í lífið.  Vernda þá þangað til þeir eru færir um að bjarga sér sjálfir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2007 kl. 22:14

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er frábært að hafa fyrir augunum konkret áranagur af verkum sínum, sem vex og dafnar og geriri öðrum lífið betra.  Og manni sjálfum.  Þú talar svo oft hug minn Celcil, t.d. þetta ekket múður, ekkert tiflatog og fari upphefðir fjandans til. Ég held ég skelli mér bara vestur til þín og fái ráð og dáð varðandi ræktun krykkjurta sem er sérlegt áhugamál mitt þessa daga. Ertu ekki með bændagistingu eða eitthvað svoleiðis? 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.5.2007 kl. 23:05

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna mín. ´

Já Jóna það er eins og það vanti eitthvað þegar fjöllin vantar.  Og svo segja aðrir sem vanir eru flatneskjunni að fjöllin þrengi að.  En ísfirðingar koma heim til að ná sér í orku úr fjöllunum.  Það er skemmtilegt.

Þú ert velkomin hingað Guðný Anna mín.  Þar sem hjartað er þrem númerum og stór er alltaf pláss. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 10:06

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndisleg myndir  það er satt  með fjöllin   ég elska fjöll  það er allt það sem þú segir  er fallegt

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 10:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín Katla mín.  Þið eruð nú líka öll svo yndæl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 11:43

12 Smámynd: Saumakonan

kvittikvitt á löngu tímabærum bloggrúnti... alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín og skoða myndirnar... ærir upp í manni "vesturhug".. hvur veit nema ég kíki í kaffi í sumar bara

Saumakonan, 15.5.2007 kl. 14:38

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Saumakona mín. Já auðvitað kíkir þú í kaffi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband