Vel raunhæft að vinna minna, en það krefst ögunar.

Jú það er raunhæft að minnka vinnustundir, en það ætti þá að vera meiri ögun á framleiðni og vinnutíma.

Ég hef verið verkstjóri í yfir 30 ár, bæði með fullorðið fólk og ungmenni.  Og ég veit alveg hvernig kaupin gerast á eyrinni.  

Það fer nefnilega mikill tími hjá fólki að koma sér að starfi, til dæmis er fólk stundum að mæta fimm til tíu mínútur yfir áætlaðan byrjunartíma, svo er kaffitími og menn fara fimm mínútum fyrir í kaffi og mæta fimmmínútum yfir áætlaðan tíma, það sama gerist í matartíma, og svo er gjarnan rabbað meira þegar mætt er, svo er síðdegiskaffi með sömu formerkjum og jafnvel hætt svolítið fyrr.

Með mannfjölda til dæmis 20 manna hóp eða fleiri, þá er enginn smátími sem fer í þessar fimmmínútur hér og þar. 

Þess vegna var ég til dæmis löngu farin að láta mitt fólk mæta kl. 7 að morgni, og mætti sjálf ekki seinna en 10 mín. fyrr, til að þau vissu að ég væri á staðnum, það skiptir miklu máli. Svo var unnið og pása kl. 9.  í ca tíu mínútur, þannig að fólki hafði með sér nesti.  Kl. ellefu var svo hálftími í mat, og síðan var unnið til fjögur í tvo daga í viku, til kl. þrjú þrjá daga og svo var vinnan búinn kl 2 á föstudögum.  Þetta mæltist vel fyrir hjá mínu fólki, og þau voru ánægð með að vera búin svona snemma. Ég sparaði bæjarfélaginu þessar endalausu fimm til tíumínútum í hvert mál.  

Einnig getur verkstjóri áætlað hve langan tíma verk tekur, það er þegar hann er orðin vanur vinnubrögðum og getur sett fólkinu fyrir að þegar það sé búið með ákveðið verk megi það fara heim.  Ég varð vör við það hjá vinnuskólanum að þó þau fengu ekki nema tíu mínútur í bónus, voru þau ánægð með velkárað verk.  

Ég hef bæði unnið erlendis, og fylgst með vinnu, og ég verð að segja að það er miklu meira slugs hér en þar sem ég hef verið, til dæmis í Danmörku.  

Ef meira væri lagt upp úr því að fólk skilaði af sér góðu dagsverki, væri hægt að greiða hærra kaup fyrir sömu vinnu, eða stytta vinnudaginn. 

Þetta gengur út á það að fólk haldi sér að vinnu, meðan vinnutíminn er, og skili því sem þarf að skila á ákveðnum tíma, og þá getum við rætt um bæði styttingu vinnutíma og hærri laun. 

Ef þessu einfalda máli er kippt í lag, er hægt að fækka vinnustundum og greiða hærri laun.  Það er algjörlega á hreinu.  


mbl.is Vel raunhæft að vinna minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Já Ásthildur, sjálfsagt er hægt að skipuleggja betur starfs vettvang og bæta vekjara klukkur sem gerðu það mögulegt að pressa meira úr safanum.

Ég var einu sinni verkamaður og síðan lærlingur og svo lærlingur með manna forráð og svo  sveinn með mannaforráð og svo verkstjóri með mannaforráð og svo framkvæmdastjóri og verkstjóri  með mannaforráð en þá var ráðin yfir mig framkvæmdastjóri af æðstu stjórn.

Framkvæmdarstjóranum nýja þótti ekki við sitt hæfi og þar með ekki verkstjórans að leggjast á sveif með starfsmönnum sínum þegar mikið lá við, en verkstjórinn möglaði.

Rak framkvæmdarstjórinn nýi því verkstjórann, sem allt vissi um með aðstoð manna sinna, hvernig skipunnum skyldi haldið í lagi svo þau mætu til veiða þá ætlað var.

Nokkrum árum síðar þá veslaðist fyrirtælið upp og dó.   

Hrólfur Þ Hraundal, 21.10.2015 kl. 23:43

2 Smámynd: Jón Arnar

kanski væri dagsverkið meira ef þið væruð meira uptekin af að hlýja að aflinu en ýta því áfram - annars er reyndin hér í DK  sú að því meira frelsi fólk fær sjálft að ráða sæinum vinnutíma (flexa í mætingu)/vinnukrafti(taka pásu er það þarf og þá er 100% sama hvort það kemur fimm min fyrr úr pasu eða þarf að nota fimm extra) Fólk þarf ekki að halda ser að vinnu allan vinnutímann það sem er aðalmálið er afrakstur dagsins!

Jón Arnar, 22.10.2015 kl. 00:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið báðir tveir. 

Hrólfur þarna ertu að tala um lélega stjórnendur.  Það þýðir ekki að etja starfsfólkinu upp á móti sér.  Það þarf lægni til að laða það besta úr hverjum og einum.  Með góðri stjórnun og eins og Jón Arnar segir leyfa fólki meira að ráða sjálft, en hafa markmiðið skýrt.

Og það er alveg rétt Jón Arnar, góður verkstjóri veit hvað verkið tekur langan tíma, og Þá er hægt að setja fólki fyrir ákveðið verk og það má svo fara heim þegar því er lokið.  Þessi aðferð gagnast bæði stjórnanda og þeim sem er að vinna, því báðir mega vel við una.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2015 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband