11.5.2007 | 19:34
Þetta er að hafast bræður og systur.
Í baráttunni. Á síðustu metrunum náum við þessu vona ég. Fyrir litla manninn Jón og litlu konuna Gunnu. Fyrir aldraða og sjúka, og fyrir fátæka og smáa. Fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. Fyrir iðnaðarmenn og verkafólk. En líka fyrir erlent fólk sem hér vill vera og setjast að. Og fyrir þá sem ekki geta fengið ættingja sína í heimsókn einu sinni, af því að þeir búa utan Evrópu.
Það er margt sem þarf að leiðrétta. Það er best tryggt með því að kjósa Frjálslynda flokkinn, Samfylkinguna eða Vinstri græna. En munum að sigurinn verður ekki fullkomin nema Frjálslyndi flokkurinn komi vel út í kosningunum.
Ég er orðin þreytt á ríkisstjórninni. Ég er orðin þreytt á valdasjúku fólki sem heldur í alvöru að það sé ekkert líf eftir langa stjórnarsetu. Þau verða að muna að þá gefst þeim næði til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Ef til vill neyðast þau til að fara að hlusta á fólkið í landinu. Alla ekki bara suma.
Í kjörklefanum erum við frjáls. Þar eigum við völina um að skipta út ráðamönnum. Á morgun er okkar dagur. Dagur litla Jóns og Litlu Gunnu. Einu sinni á fjögurra ára fresti verða þau mikilvæg og skipta máli. Ekki glata því tækifæri. Ekki láta plata sig eina ferðina enn. Ekki láta heldur hóta sér. Því á morgun erum við öll atvinnurekendur sem getum ráðið og rekið það fólk sem við höfum haft í vinnu núna í mörg herrans ár, en ætla núna allt í einu að gera allt fyrir okkur. Öll loforðin sem gefin hafa verið á að efna nákvæmlega núna. Af hverju ættum við að trúa því að í þetta sinn verði það að veruleika? Af hverju ættum við að trúa því að nákvæmlega núna ætli þau að hlusta ?
Nei vinir við skulum gefa nýju fólki tækifæri til að gera betur. Nýjir vendir sópa best. Og Það þarf engan kjark til að breyta. Það þarf bara að gera það sem samviskan segir manni. Og vera eigin herra þann 12. maí 2007.
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Ásthildur mín ég er að hugsa um að kjósa Frjálslynda flokkinn hann höfðar til mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2007 kl. 21:26
Já Ásthildur, nú stefnum við að sigri stjórnarandstöðunnar á morgun. Ég hef talað við þó nokkuð af fólk síðustu daga og bent því á að kjósa einhvern stjórnarandstöðuflokkana, nema Íslandshreyfinguna enda veit ég ekki hvorri blokkinni hún tilheyrir.
Það kæmi mér ekki á óvart þó Frjálslyndi flokkurinn eigi eftir að uppskera býsna vel í okkar kjördæmi þegar farið verður að telja upp úr kössunum annað kvöld.
Jóhannes Ragnarsson, 11.5.2007 kl. 21:40
Æ hvað það gleður mig Krisín Katla mín, vertu velkomin í hópinn
Já einmitt Jóhannes minn. Íslandshreyfinginn er dauðvona fædd. Því miður fyrir Ómar, því hann er öndvegismaður. En hann valdi sér því miður rangan samstarfsaðila. Og hann hefði verið betur settur bara í sinni grasrótarhreyfingu Framtíðarlandinu, þeir hafa beðið skaða af þessu brölti, því það hefur sýnt sig að þeir hafa vikið af braut grasrótarinnar og gert eins og ég óttaðist inn á þá braut að fara að hlusta á manneskju sem fer með hatri og illum hug þvi miður. Og er þarna svolítið á fölskum forsendum.
Sveinn Elías minn við stöndum saman. Og við SKULUM taka þetta á síðustu metrunum. Góð samlíking hjá þér GeirJón hehehehe....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 22:24
Íslandshreyfing Ómars dóorðin mögur lítið hróEins og lóan suður um sjó
sveif hún burt í nýjan mó
Vilhelmina af Ugglas, 11.5.2007 kl. 23:43
Sæl Ásthildur,ég er ekki sammála því að Íslandshreyfingin sé andvana fædd,þeir fóru 2-3 vikum of seint af stað með sitt framboð og munu líklega gjalda þess en verða sterkt afl eftir sem áður.
Ég vil líka moma því að hér að hvert atkvæði greitt stjórnarandstöðuflokkunum er vilji fólks um breytingar og á morgunn er stóra tækifærið að fella þessa stjórn.
Vil að endingu hvetja ykkur að skoða bloggfærslu mína á korntop.blog.is.
Gangi ykkur vel á morgunn Ásthildur.
Magnús Paul Korntop, 12.5.2007 kl. 03:29
gangi ykkur öllum vel, ég held að það sé mikið að gerast í stjórnmálum allsstaðar í dag, hérna í dk, var stofnaður nýr flokkur í síðustu viku með Nassar Kadar í forustu, og svo komu tveir aðilar með honum úr öðrum flokkum, fann alveg niður í maga að þetta væri gott fyrir þjóðina. kannski leið til að fá Dansk Folkeparti úr þeim áhrifum sem þeir því miður hafa.
gangi ykkur vel í kvöld og Ljós til ykkar allra
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 08:31
Já verði ljós í íslenskum stjórnmálum og íslenskri þjóðarsál!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 09:12
Já, það er tími til að breyta og að gefa peningahyggjunni langt nef. Allir þurfa peninga í þessum heimi, en engin þarf svo mikið að heimur hans sé BARA PENINGAR!
Mér eru orð Jesú ljósskýr fyrir hugskotssjónum, þegar hann benti lærisveinum sínum á ekkjuna sem gaf einn eyri í samskotsbaukinn og sagði hana hafa gefið mest. Hún gaf aleigu sína, meðan að aðrir gáfu af auðlegð sinni, svo ekki sást högg á vatni (er það ekki þannig orðatiltækið?).
Þannig er þetta í dag, menn gefa hundruði þúsunda eða miljónir til góðgerðastarfa, en buddan finnur ekki fyrir því hjá þeim. Birtar eru myndir og fréttir af þessar gjafmildi og góðvild, en af hverju er verið að taka? Mér finnst sem hinn almenni borgari sé hafður af fífli. Til hvers þurfa sumir svo mikinn auð, að allt þeirra líf fer í það eitt að reyna nú að gæta hans, að halda í hann.
En Jesús sagði; "það sem að þú geri þínum minnsta bróður, það hefurðu gert mér."
Orð sem gott er að hugleiða og ég mun kjósa meiri jöfnuð, ég þarf ekki að vera svo rík af peningum, að ég sé bundin af þeim, þeir verði minn Guð! Ég þarf bara nóg til að lifa og geta gefið frá mér til þeirra sem þess þurfa, því að alltaf má finna neyð einhvers staðar. Ef ekki hér á Íslandi, þá í heiminum.
G.Helga Ingadóttir, 12.5.2007 kl. 09:35
Takk öll sömul. Já við viljum breytingar. Og ég skal auðvitað lesa færsluna þína Korntop minn. Ég segi bara gangi okkur öllum vel. Og megi gerast það sem kemur sér best fyrir okkur öll. Það erum við sem þjóð sem skiptir mestu máli, en ekki hverjir sitja við völd. Ég hef bara þá trú að stjórnarandstaðan sé besta aflið til að breyta. Og ég tel raunhæfa möguleika á því að hún geti breytt þjóðlífin hér til hins betra fyrir þá sem hafa orðið útundan í góðærinu. Við skulum því krossa fingur og tær fyrir íslenska þjóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2007 kl. 10:06
Elsku Ásthildur takk fyrir pistilinn. Ég RAK stjórnina, utan kjörfundar í fyrradag. Vona að flestir geri slíkt hið sama.
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 10:20
Já ég ætla einmitt að gera það í dag. Og á þessum fallega degi er það vel við hæfi að byrja nýtt og betra þjóðarlíf. Sömuleiðis Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2007 kl. 10:41
Og svo ég vitni nú í guðspjöllin: ,, En Jesús sagði við lærisveina sína: Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki. Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara í gegnum en auðmanni að komast inn í Guðs ríki". (Matteus, 19. kafli, 23. vers.)
Jóhannes Ragnarsson, 12.5.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.