8.10.2015 | 18:51
Detti mér nú allar lýs úr höfði.
Það er náttúrulega ekki í lagi með stjórnvöld í þessu máli. Mér sýnist þetta vera neyðarúrræði starfsfólks sem hefur verið hunsað af því það hefur ekki verkfallsrétt. En í ofanálag að hóta þeim lögsókn er eitthvað svo brjálæðislegt að annað eins hefur ekki heyrst. Og hvað svo, hvað ef allir lögregluþjónar segja upp og hætta?
Hvað ætla stjórnvöld að gera þá? Kalla inn sérsveitina? Eða eru þeir á sama horfæði og lögreglan almennt? Ekki erum við með her, Birni Bjarna tókst ekki að koma á her hér. En ef til vill er eitthvað eftir af hulduher Alberts Guðmundssonar.
Ef eitthvað sýnis vera málefnaþrot þá er þetta slíkt. Hvað með að SEMJA VIÐ LÖGREGLUNA, í stað þess að bera salt í sárin? Ég er svo sem ekkert sérlega hrifin af sumum lögreglumönnum, en hér er um heilt stéttarfélag að ræða sem hefur lengi þurft að berjast fyrir því að fá samninga.
Og svona í lokið: Hvað eru viðeigandid réttarúrræði? Lögbann á verkfall sem er ekki verkfall? Lögbann á veikindi sem ekki eru veikindi? Kalla inn Natoher? Eða hvað?
Ráðuneytið hótar lögreglu lögsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta "litla löggumál" verður að bíða um sinn, því þingið er upptekið við alvöru mál sem enga bið þolir. Það má ekki dragast lengur að græðgisvæða áfengiseinkasölu ríkisins. Samkvæmt útreikningum íhaldsmafíunnar þá hefur ríkið ekkert nema tap og kostnað af sölu áfengis. Af tómri þjóðhollustu er mafían tilbúin að létta taprekstrinum og kostnaðinum af ríkinu og axla þær byrðar fyrir þjóðina, ein og óstudd. Fallegra verður það ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2015 kl. 19:43
Fyrirgefðu mér Axel ég varð að tvílesa þetta, því augun mín voru full af tárum. Auðvitað skil ég og virði þessa ákvörðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2015 kl. 19:48
Þú gerir þér grein fyrir því að lögreglan hefur ekki verkfallsrétt? Eiga lögin í landinu bara allt í einu ekki að gilda lengur að því að sumir eru í fýlu? Sjálfur get ég alveg sýnt löggunum samúð með það að hún er ekki með betri laun en ég missi virðingu fyrir fólki sem að heldur að það skipti það miklu að geti bara hunsað lög landsins.
gaur (IP-tala skráð) 8.10.2015 kl. 20:35
Er ekki alveg að skilja innleggið þitt Gaur. ;"Mér sýnist þetta vera neyðarúrræði starfsfólks sem hefur verið hunsað af því það hefur ekki verkfallsrétt". Er þetta ekki nógu skýrt? Ég er að spá í hvað stjórnvöld ætla að gera, hvernig þau ætla að tækla málin, með allt lögregluliðið upp á móti sér?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2015 kl. 22:17
Gaur - lögreglumenn hafa ekki enn fengið þær kjarabætur sem þeim var lofað gegn afsali verkfallsréttar. Eru ekki komin 30 ár? Hvaða virðingu eiga þeir skilið sem ekki standa við samninga, en bera þess í stað fyrir sig lögum, settum af þeim sjálfum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2015 kl. 05:44
Ættu lögreglumenn sem brjóta lög ekki að finna sér aðra vinnu? Kannski betur borgaða? Hefur einhver rétt á að brjóta lög ef honum finnst þau ósanngjörn?
ls (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 09:39
Það hefur hvergi komið fram að lögreglumenn séu að brjóta lög. Veikindi gera stundum vart við sig óforvarendis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2015 kl. 10:44
Séu þetta ekki veikindi heldur "neyðarúrræði starfsfólks sem hefur verið hunsað af því það hefur ekki verkfallsrétt" er það lögbrot. Ég veit náttúrlega ekkert um heilsufar einstakra lögreglumanna en það eru vísbendingar um að um ólöglegar verkfallsaðgerðir sé að ræða. Og mér finnst það verulega rangt ef lögreglumenn brjóta lög hvort sem það eru lög um verkföll eða mistbeitingu valds, ofbeldi eða hvað sem er.
Það er svo annað mál að launin þeirra eru lág. Þeir hafa verið í samfloti með SFR sem er búið að boða verkfall (löglegt), þeir fá vonandi eitthvað út úr því samfloti. En svo fer þetta hvort sem er allt í verðbólgu og vitleysu aðallega af því að starfsmenn hins opinbera vildu ekki gera eins og þeir á almenna markaðnum; að hækka mest laun þeirra sem hafa minnst.
ls (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 11:04
Jæja Is, það er þá orðið lögbrot að meta sig of veikan til vinnu!
Hefur þú ráð að gefa lögreglumönnum, sem engin vopn hafa til að þrýsta á um kjarabætur, sem dygðu í vonlausri stöðu þeirra gegn viðsemjanda sínum, fjármálaráðherra, sem svarar þeim einungis með fingrinum?
Það er ekki alsstaðar korið við nögl í launamálum hjá ríkinu, í frétt á vísi segir m.a:
"Skrifa á undir samning við Hörð Þórhallsson, framkvæmdastjóra Stjórnstöðvar ferðamála, á næstu dögum samkvæmt svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kostnaður ríkisins vegna launa Harðar verður rétt tæpar tvær milljónir króna fyrstu sex mánuðina en ráðgert er að skrifa undir tímabundinn ráðningarsamning meðan verið er að móta endanlega starfsemi Stjórnstöðvarinnar."
http://www.visir.is/tvaer-milljonir--krona-a-manudi/article/2015151008734
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2015 kl. 12:55
Það er nú málið það er ekki horft í peninginn hjá sumum sem eru þóknanlegri stjórnvöldum en aðrir. Það sem mér finnst verst eru beinar og óbeinar hótanir ráðamanna, bæði innanríkisráðherrans og fjármálaráðherrans, halda þeir virkilega að svona vinnubrögð liðki fyrir samningum? Þau eru eins og fíll í postulínsbúð. Hvað er eiginlega að þessu fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2015 kl. 13:18
Svo mæli ég með ef góðkunningjar lögreglunnar hugsi sér gott til glóðarinnar í þessu ástandi að þeir beini áhuga sínum að því fólki sem á mestan þátt í ástandinu, svona sem stuðning við vini sína lögregluna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2015 kl. 13:20
Meira að segja formaður Landssambands lögreglumanna efast um að öll veikindin séu raunveruleg. Og ólöglegt verkfall er lögbrot.
Hvenær má brjóta lög og hvenær má það ekki? Ef útigangsmaður er svangur hvenær má hann stela og af hverjum?
Það að finnast rangt að lögreglumenn brjóti lög er ekki það sama og finnast þeir ekki eiga að fá betri laun eða telja framgöngu stjórnvalda hvort sem er núna eða sl. áratugi skynsamlega.
ls (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 13:42
ps. svo virðist sem báðir aðilar séu frekar uppteknir af því núna að herða deiluna frekar en leysa hana, en svo veit maður náttúrlega ekki af öllu sem gerist bakvið tjöldin. Stundum eru fjölmiðlastríðin frekar leiksýningar en raunveruleiki þó það sé ekki endilega (og kannski ekki líklegt) í þessu tilviki.
ls (IP-tala skráð) 9.10.2015 kl. 13:51
Auðvitað gæti svo sem vel verið að það sé verið að semja bak við tjöldin, þó það sé ósennilegt. Og svo sannarlega vilj fjölmiðlar frekar æsing en málamiðlun. En hótanir innanríkis- og fjármálaráðherra geta ekki bætt stöðuna, það er alveg ljóst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2015 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.