Saman í 45 ár. Ég og hann Elli minn.

Ég ætla að deila með ykkur yndislegri sögu sem gerðist fyrir 45 árum síðan.  

þannig var að ég var það sem kallað var "opin" það er að ég fékk skilaboð frá öðrum heimi, bæði fyrir sjálfa mig og aðra.  Á þessum tímapunkti gat ég ekki dílað við þetta og ákvað að fara suður til miðils og láta "loka" mér.  Loka þessu þriðja auga eða skynjun sem sum okkar hafa en aðrir ekki. Á þessum tíma var ég tveggja barna móðir og bjó meira og minna inn á heimili foreldra minna.  Sem reyndar var notalegt, en ekki mikið spennandi fyrir unga konu sem átti lífið framundan.

Áður en ég fór sendi ég bæn upp í ljósið sem ég trúí á og bað: gefðu mér mann sem ég get elskað, virt og hjálpað.  Ég vissi ekkert af hverju ég setti þetta fram svona, en það gerði ég nú samt.

Vinkona mín ein ók mér út á flugvöll, hún sagði við mig; Ásthildur ég finn á mér að þessi ferð verður þér til gæfu og þú verður bænheyrð.  Ég hafði ekki sagt henni frá minni eigingjörnu bón, en svo var nú það.

Ég gisti svo hjá annari góðri vinkonu minni, og fór til miðilsins, sem gerði það sem hún gat til að losa mig við þetta áreiti frá öðrum heimi. 

Um kvöldið langaði mig svo á ball, ég og vinkona mín ákváðum að fara saman út, en vildum bjóða annari vinkonu með okkur.  

Sú sagði strax að hún færi ekki með nema við færum í Klúbbinn.  Hin vinkona mín vildi ekki fara þangað, Klúbburinn hafði svo sem ekkert gott orð á sér þá, það var talað um flugfreyjubekkinn og svo framvegis. 

Nema að við vinkonurnar förum þá bara tvær, hún var ekki lengur en hálftíma og vildi svo fara heim.  Ég var ekki alveg á því og varð eftir.

Þarna var ungur maður sem virtist hafa áhuga á mér, var að bjóða mér upp í dans og svoleiðis. 

Svo vildi hann að ég kæmi með honum í partý eftir ballið, ég var nú ekki alveg á því, því ég hafði svo sem ekki áhuga á honum þannig.

Þegar við komum að borðinu mínu eftir lokadansinn kom í ljós að veskinu mínu hafði verið stolið, dreyfbýlistúttan sem ég var, hafði skilið veski eftir á borðinu.

Málið var að ég hafði keypt tvo miða í leikhús, sem ég ætlaði að bjóða enn einni vinkonu minni í.  Og nú voru bæði miðarnir og peningarnir mínir horfnir.  

Veskið fannst svo í ruslatunnu við Klúbbinn daginn eftir, en hvorki peningarnir né leikhúsmiðarnir.

En þessi ágæti drengur bauð mér að ef ég kæmi með honum í partý, skyldi hann kaupa handa mér tvo leikhúsmiða, svo ég lét tilleiðast.

Þetta var rosalegt partý fullt hús af fólki og hávarð og læti, vertinn var vinur þessa stráks, og hann bjó í kjallaranum hjá mútter, konan hans lá á sjúkrahúsi og var að ala þeirra fyrsta barn.  Nema hvað að undir morgunn kom mútta niður og rak allt hyskið út.

Kavalerinn minn hafði ekki drukkið, því hann var á bíl, og við fórum að rúnta, tveir gæjar komu með okkur, annar sem mér leist eiginlega betur á, við fórum í sund í Sundhöll Reykjavíkur, nema annar gaurinn var of drukkin til að vera hleypt inn, við hin héldum svo áfram að rúnta, komum við í konuríkinu sem mig minnir að hafi verið á Laugarásveginum.  Eftir því sem við ræddum meira saman leist mér alltaf betur og betur á stráksa.  Og svo vorum við bara eftir tvö, hann fór og heimsótti vinafólk sitt og þá var komið um hádegi.    

Að lokum fór hann með mig heim til systur sinnar og mágs og það sofnuðum við.

Daginn eftir fórum við aftur á rúntinn og fórum í heimsókn til vinarins sem hafði haldið partýið kvöldið áður.  Þar bað hann mín. 

Ég varð hálf klumsa og sagði að við gætum svo sem skrifast á og kynnst betur.  Við eyddum svo þessum degi saman, og um kvöldið fórum við heim til vinkonu minnar þar sem ég gisti.  

Eins og ég sit hér og skrifa, þá vaknaði ég um miðja nóttina við að það var eins og birti upp í herberginu og ég heyrði rödd sem sagði; Hvað varstu að biðja um.

Og þá skildi ég að þetta var náunginn sem ég ætti að eyða ævinni með.

Ég vakti hann, og sagði, varstu að meina það þegar þú baðst mín í gær?

Já sagði hann.

Svarið er já sagði ég.  Og þannig byrjaði samband sem hefur nú enst í 45 ár.  Í giftingarhringjunum okkar stendur í mínum Elli minn október 1970, og hans Íja mín október 1970

Síðan höfum við dúllað okkur saman, hann er besti vinur minn og félagi í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.  

Strákarnir mínir sem voru þriggja og eins árs, áttu hann frá fyrstu mínútu, ég mátti ekki einu sinni reima skóna þeirra, pabbi átti að gera það.

Saman í 45 ár 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við giftum okkur ekki fyrr en árið 1973.

Saman8 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við höfum notið hvors annars og barnanna.

Saman2 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfum verið samhent og kærleiksrík fjölskylda.

Saman3 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ferðast um heiminn hér á Kúpu, en fyrsta ferðin var farin á kostnað hurðanna í húsinu sem við vorum að byggja, til Benidorm.

Saman9 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Danmörk var líka inn í myndinni.

Saman7 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

New York og margir fleiri staðir.

Saman6 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ítalía. 

Saman5 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tívolíið í Köben er afar rómantískt. 

 Saman4 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guadalajarabar í Masatlan Mexico. 

saman1 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gifting í El Salvador.

img_1987

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gifting í Belgrad.

Saman11 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smá brot af fjölskyldunni. 

Saman10 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yndislegast er samt bara heima í kúlunni í eldhúsinu með kertaljós, bjór og rauðvín, og spjalla um alla heima og geima.

Fólk hefur verið að spekulera í því hvernig á að halda lífi í hjónabandi.  Það er einfaldlega ekki erfitt.  Þegar hjón eru bestu vinir og leyfa hvort öðru að vera til, geta glaðst með hvort öðru, þar sem tryggð er algjör og væntumþykja, að taka sameiginlega á málum, en fyrst og fremst gefa hvort öðru það svigrúm sem manneskja þarf til að líða vel.  Og svo kom í ljós að hann átti við ákveðin vandamál að stríða sem ég gat hjálpað honum með.  Þannig að bænin var svo sannarlega heyrð og mér leiðbeint algjörlega á réttan veg. Við þurfum nefnilega ekki að trúa á einhvern Guð hverju nafni sem hann nefnist, við þurfum að trúa því að það sé til ljós og kærleikur sem getur allt eins verið innra með okkur sjálfum.  

Elli minn elskar að róa á kajak, hann er í kór og lúðrasveit, allt þetta skiptir hann miklu máli og svo að hlaupa af sér hornin í útlöndum.

Ég elska að vera heima og grufla í moldinni, ég gat líka alltaf tekið þátt í listalífinu, verið í hljómsveitum, Litla leikklúbbnum og bara það sem hugurinn stóð til. 

Við verðum að virða hvort annað sem einstaklinga þó við deilum heimili og börnum.  

Þessi litla saga mín er sönn, og það skipti mig engu hvort fólk trúir henni eða ekki, en mig langaði bara til að deila henni nú þegar við höfum verið saman í 45 ár og þykir jafnvel meira vænt um hvort annað en þegar við byrjuðum saman, samband þroskast með því að við þroskumst sjálf og þroskinn er hluti af góðu sambandi.  Það er líka ómetanlegt að eiga börnin sín sem vini, og ekki síður barnabörnin. 

Ég hef nú lokið við áttundu söguna fyrir börnin í kúlunni, þau hafa nú fengið sögu í jólagjöf frá ömmu í átta ár.  Þetta árið heitir sagan Nornaleikur.

unnamed (2)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið svo góða nótt elskurnar.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Knús á kjellu.....

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2015 kl. 03:58

2 identicon

Yndislestur :)

Til hamingju með hvort annað og ástina <3

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 08:10

3 Smámynd: Laufey B Waage

Til hamingju með hvort annað elsku Íja mín og Elli smile. Knúsið hvort annað frá mér kiss

Laufey B Waage, 7.10.2015 kl. 08:47

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Falleg sagan  ykkar

Innilega  til hamingju með 45 árinn ykkar.

         Kveðja

Valdís Skúladóttir, 7.10.2015 kl. 09:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.kiss

Halldór takk fyrir knúsið. 

Takk Jóhanna mín. 

Takk Laufey mín, já ég skal knúsa hann í bak og fyrir. 

Takk Valdís mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2015 kl. 09:37

6 identicon

Íja mín, ég man ennþá þegar þú sagðir mér söguna af því hvernig þið Elli þinn kynntust því þetta er mjög sérstök og skemmtileg saga. Og ekki síst vegna þess að tengdafaðir þinn hafði sem ungur maður unnið um tíma hjá pabba mínum.
Þú komst í heimsókn heim til mín, kasólétt af ykkar fyrsta sameiginlega barni. Við höfðum þá nýverið kynnst í gegnum Garðyrkjufélag Íslands.  Kærleiksknús til ykkar Ella, "Guðrún á skrifstofunni"

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 10:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðrún mín, já við kynntumst gegnum garðyrkjufélagið og sú vinátta heldur enn.  Mér hefur alltaf fundist sagan mín svo merkileg smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2015 kl. 11:16

8 Smámynd: Faktor

Innilegar hamingjuóskir með tímamótin og hvort/hvert annað :)

Faktor, 7.10.2015 kl. 14:12

9 Smámynd: Jens Guð

Hjartanlega til hamingju,  bæði tvö.  Og virkilega gaman að myndunum.

Jens Guð, 7.10.2015 kl. 15:05

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Faktor minn. smile

Takk Jens minn smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2015 kl. 17:22

11 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég og mín erum búin að vera saman í 43 ár og "still going strong"! Til hamingju með þinn og við getum væntanlega sannað að grasið er grænna hérna megin!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.10.2015 kl. 19:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður minn, já svo sannarlega getum við það smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2015 kl. 21:19

13 identicon

Þú ert æði

Ella (IP-tala skráð) 7.10.2015 kl. 22:27

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir að deila lífs-sögunni Áshildur mín.

Innilegar hamingjuóskir til ykkar afmælis-skötuhjúanna smile

En ég tel það þó nokkuð greinilegt og víst að almættinu hafi ekki þóknast að loka þriðja auganu þínu, því þú sérð það sem sannleiksboðberanum almáttuga þóknast að opinbera :). Og það getum við samtíðafólkið þitt þakkað fyrir :).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.10.2015 kl. 00:23

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærar þakkir Ella mín smile

Anna Sigríður takk fyrir góðar óskir.  Já almættinu tókst ekki að loka alveg fyrir enda er ég þroskaðri í dag og veit að maður á að hlusta á bæði eigin líkama og sálina líka, því þaðan koma oft skilaboð sem við verðum að taka mark á.  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2015 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband