Kaffibandalagið.

Nú er farin af stað hræðsluáróður Sjálfstæðismanna um ömurlega vinstri stjórn.  Söngur sem oft hefur hljómað og gefist vel.  Hið ömurlega og illræmda Kaffibandalag skrifar Einar Kristinn.  Hann mætti líta sér nær og skoða sín eigin verk og áhrif þeirra á æskustað hans.  Vonandi verða áhrif hans þar "tímabundinn".

Það kom kunningi minn inn á skrifstofuna í gær.  Þetta er gamall eðalsjalli, var þar innstki koppur í búri í mörg mörg ár og öllum hnútum þar vel kunnugur.  Hann er fyrir nokkru genginn til liðs við Frjálslyndaflokkinn.

Ég skil ekkert í þessu hræðsluvæli manna um vinstri stjórn ef Kaffibandalagið kemst á koppinn, sagði hann.  Við erum engir vinstrimenn. 

Og það er einmitt málið.  Kaffibandalag sem yrði myndað  með Frjálslyndum, Vinstri grænum og Samfylkingu yrði einmitt blönduð stjórn.  Þar eru Vinstri græn til vinstri, Samfylkingin í miðju og við til hægri.  Þetta er góð blanda að mínu mati.  Og í fyrra þegar þessir þrír flokkar ákváðu að slá saman og mynda heild í kosningabaráttunni hér á Ísafirði, þá var þar sleginn tónn sem reyndist vera mjög hreinn og tær.  Samstarfið gekk vonum framar.  Og þar hefur aldrei borið skugga á.  Málefnin voru mjög lík í þessum þemur flokkum, og við stóðum saman sem einn maður í kosningabaráttunni.

Því miður tókst okkur ekki að ná að sigra, það munaði ekki nema um 80 atkvæðum.  Sem stjórnarflokkarnir náðu með allskonar óheiðarlegum vinnubrögðum.  Loforðum um allt frá byssu, til þess að fá leyfi til að vera í friði með kindurnar sínar.  Og hræðsluáróðri um að ef Í-listinn kæmist að yrði Langa Manga eina vínveitingakaffihúsinu í bænum lokað og svoleiðis.  Við erum hreinskiptið fólk og dettur ekki í hug að notaðir séu svona rassaleikir.  En sumum finnst allt leyfilegt í kosningum. 

Ég vona bara að núna gerist það sem átti að gerast þá.  Að þessir þrír flokkar nái þeim árangri að geta myndað starfhæfa ríkisstjórn.  Ég er alveg viss um að það yrði fyrsti kostur þessara þriggja flokka ef sú yrði niðurstaðan.  Samstarfið hér hefur sýnt að við getum starfað saman af heilindum.  Og unnið að þeim góðu málum sem er innbyggt í alla þessa flokka. 

Ég er líka sannfærð um það að með því að gefa fólki skýrt val á laugardaginn, þá mun fólk velja rétt.  Þ.e að gefa þessari þreyttu og óbilgjörnu spilltu ríkisstjórn frí frá völdum.  Koma inn nýrri hugsun og nýjum áherslum, nýrri forgangsröðun.  Það er komin tími til.

c_users_arna_pictures_bloggmyndir_iceland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Kostulegur þessi áróður íhaldsins ,og maður talar nú ekki um þegar Framsókn fer að taka undir, en hún leiddi nú oftast þessar s.k. vinstri stjórnir.

Þetta er ekki síst kostulegt í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mörg undanfarin misseri nánast komið fram sem hinn argvítugasti kommúnista flokkur á ýmsum sviðum!

Kristján H Theódórsson, 10.5.2007 kl. 14:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er afskaplega einkennilegt. Og svo þakkar Sjálfstæðisflokkurinn sér allt góðærið sem hefur ríkt um alla Evrópu síðastliðin ár, það er nú ekki lítið upp í sig tekið eða hvað ?

Jóna Ingibjörg mín, mér þykir það gott að vita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 15:02

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég kýs VG í ár, en vonast til að sjá freiri konur hjá Samfylkingunni eftir 4 ár svo ég geti aftur kosið í samræmi við mitt sósialdemokratiskt hjarta!

En...athugum eitt, Norðurlönd eru ríkustu lönd í heimi og með mestu velferðina og þar er hefð fyrir sósialdemokratí, alls ekki hægri stjórn! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.5.2007 kl. 17:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fæst orð bera minnsta ábyrgð svo ég segi ekkert, gangi okkur öllum vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2007 kl. 17:31

5 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 10.5.2007 kl. 18:48

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Heil og sæl. Kvitt fyrir mig, heilsist þér og þínum vel.

Ragnar Bjarnason, 10.5.2007 kl. 20:52

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb núna brettum við upp ermar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2007 kl. 00:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm er einmitt að bretta upp ermarnar, og alveg tilbúin að slá þann sem ræðst á eitthvert okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband