Nú er það svart... allt orðið hvítt.

Í gær var ég á stuttermabol við að klippa og laga til runna.  Þegar ég leit út í morgun þá var heldur betur annað að sjá.

IMG_2013 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ótrúlegt hreinlega smile

IMG_2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem betur fer var ég búin að taka upp og ganga frá þeim blómum sem ég ætlaði að vinna að í haust. 

 

IMG_2015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sem betur fer á að hlýna aftur.  Og ég verð að segja sem garðyrkjukona að svona snjór er mörgum sinnum betri en þurra næðingur á nakinni jörð. 

IMG_2006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona var þetta í gær.  

En á síðasta föstudag, fyrir viku fór ég í mjög skemmtilegt afmæli. 

IMG_1989

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komin upp úr moldinni og búin að klæða mig upp.  

12072672_957947614244573_2535627995707519741_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisbarnið Björn Helgason varð áttræður þann 24 sept.  Það er ekki að sjá að hann sé orðin þetta gamall, hann er eins og unglamb.  Enda hefur hann stundað íþróttir alla tíð og var á sínum tíma íþróttafulltrúi bæjarins, við erums em sagt gamlir vinnufélagar.  

12088447_957947594244575_2659962296786723129_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Börnin hans, sungu fyrir hann afmælisbrag, sem var virkilega skemmtilegur.  Sonur Helga Björns spilar undir, og síðan fengum við nokkur frábær lög frá meistaranum sjálfum.  Myndarlegur hópur börnin þeirra Björns og Maríu.  

ég skemmti mér alveg konunglega enda var komin tími til að líta aðeins upp úr moldinni eina kvöldstund.

12088561_957947597577908_4757640971830336733_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var tekinn fyrir dóttur mína, hana Báru, Auður er besta vinkona hennar.  

IMG_8158

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er karlinn sjötugur, svo þið sjáið að hann hefur ekki elst neitt þennan tíma. 

1378438_10200876167889789_301597663_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kát systkin, Auður, Harpa, Helgi og Ólöf.  

Fjör og aftur fjör.  En ég vil þakka innilega fyrir mig elskurnar, fyrir yndislega stund í góðra manna hópi.  Þarna voru mörg skemmtiatriði, bæði frá ungum barnabörnum og fleirum.  

Helgi átti samt salinn eins og alltaf.  

En nú ætla ég að fara að hreiðra um mig og kveikja á kerti, ekkert annað að gera í snjókomunni. Eigið góðan dag. kiss

 

Fór út í dag aftur og tók fleiri myndir. 

IMG_2022

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hætt er að fenna og veðrið er bara fínt.

IMG_2020

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stjúpurnar brosa upp úr snjónum. 

IMG_2017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur þetta út. 

IMG_2016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

smile

 

...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það var ekki laust við að það færi hrollur um mann í morgun.  Reyndar var nú enginn snjór en það hafði kólnað all verulega.

Jóhann Elíasson, 3.10.2015 kl. 12:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér fennir ennþá, en það er svona hundslappadrífa, og það er ekki frost sem betur fer. Svo á að hlýna aftur á morgun. smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2015 kl. 14:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er úrkoman hætt og sólin að gæjast fram, vona að það þýði ekki frost í nótt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2015 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband