Stóriðja og stóriðja, loforð og svikin loforð.

Af því að Framtíðar/Íslandshreyfingin er búin að stimpla okkur stóriðjuflokk.  Þá er ágætt að bera saman stefnu okkar í Umhverfismálum. 

Hér er stefna hreyfingarinnar:

1. Ábyrg umhverfisstefna

Nóg komið af álbræðslu
Hætta skal við fyrirhugaða uppbyggingu álvera í Helguvík, Húsavík, Straumsvík og Þorlákshöfn. Sú stóriðja sem nú er stefnt að krefst nær allrar virkjanlegrar orku landsins, mikilla náttúrufórna, veldur gríðarlegri mengun og efnahagslegum óstöðugleika, þrengir að annarri atvinnustarfsemi, skerðir möguleika okkar í hátækni og nýsköpun og ýtir undir einhæfni. Þessi stefna er óskynsamleg og mun skaða ímynd lands og þjóðar.

Friðun miðhálendisins
Íslendingar geta lagt mikilvægan skerf til umhverfismála á alþjóðavettvangi með því að vernda landslag sem er einstakt á heimsvísu.
Hvergi í heiminum er jafn stórt safn ólíkra náttúrufyrirbæra á jafn litlu svæði og hér á Íslandi. Miðhálendi Íslands er stærsta óbyggða víðerni Evrópu. Verndun þess varðar ekki bara okkur heldur heiminn allan. Miðhálendið er best nýtt fyrir okkar kynslóð og komandi kynslóðir með útivist, náttúruskoðun og rannsóknum.

Sjálfbær nýting hafsins
Lífríkið í sjónum umhverfis landið er auðlind sem okkur Íslendingum hefur verið trúað fyrir. Fiskimiðin ber að nýta með sjálfbærum hætti án þess að skaða lífríkið. Veiðistjórnun þarf að taka mið af veiðiþoli fiskistofna og ástandi sjávar og sjávarbotns á hverjum tíma. Stórefla þarf rannsóknir í sjávarlíffræði, einnig rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á fiskistofna og aðrar sjávarlífverur.

Umhverfisstefna sem virkar
Íslendingar vilja eiga hreinasta og heilnæmasta land í heimi. Fyrsta skrefið í þá átt er að standa við allþjóðlegar skuldbindingar í umhverfismálum. Jafnframt þarf að móta umhverfisstefnu sem er sjálfbær og nær til allra þátta samfélagsins; samgangna, orkunotkunar, skipulagningar sveitarfélaga og borgar, losunar úrgangsefna og landnýtingar.  Stórauka þarf uppgræðslu og stefna að nýtingu afrétta í samræmi við beitarþol þeirra. Gera þarf heildarskipulag yfir skógrækt þannig að hún falli sem best að landslagi og gróðurfari á hverjum stað.

 

Okkar er svo hér fyrir neðan.  Þar er ekki mikill munur á.  Nema okkar er víðtækari.  Smile

Umhverfismál.

 

Óbyggðir.

Óbyggðir Íslands þar með talið miðhálendið, eru sameign íslensku þjóðarinnar. Virðing fyrir þeirri eign er grundvöllur umhverfisstefnu Frjálslyndaflokksins.

 

Viðhorf þjóðarinnar til óbyggðanna hafa breyst mjög á liðnum árum.  Það sem áður var álitið ónýtanlegt land og óarðbært er nú talið til helstu eigna þjóðarinnar.

 

Framkvæmdir á hálendinu.

Framkvæmdum á hálendinu ber að halda í lágmarki, því öll röskun dregur úr gildi þess. Vanhugsaðar framkvæmdir nú geta reynst óbætanlegur skaði síðar. 

Leggja ber aukna áherslu á virkjun háhitasvæða í framtíðinni.

 

Friðlýsa skal fleiri svæði og stærri á hálendinu.

Ástæða er til að móta hugmyndir um friðlýsingu fleiri og stærri náttúruverndar- og útivistarsvæði á hálendinu.  Íslendingar gætu eignast stærsta friðlýsta þjóðgarð Evrópu með slíkri friðun.

 

Endurskoða skal áætlanir og hugmyndir um virkjanir fallvatna.

Endurskoða þarf hugmyndir um virkjanir fallvatna í samræmi við breytt sjónarmið í umhverfismálum.  Ekki er lengur sjálfgefið að raforkuframleiðsla með slíkum virkjunum sé hagkvæmast kosturinn til lengri tíma litið, enda mælir þjóðin hagkvæmni slíkra framkvæmda ekki lengur í krónum einum.  Náttúran verður að fá að njóta vafans.

 

Virkjanaleyfi skulu háð umhverfismati.

Geri áætlanir um vatnsaflsvirkjanir ráð fyrir að stór landsvæði fari undir uppistsöðulón, fossar hverfi o.s.v.f. skal ekki veita leyfi fyrir framkvæmdum nema að undangengfu lögformlegu umhverfismati

 

Sjónarmið umhverfisnefndar höfð að leiðar ljósi.

Sjónarmið umhverfisverndar skulu höfð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuvega sem tengjast nýtingu óbyggðanna.   Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem sækir sífellt meira í ósnortna náttúru landsins. 

 

Vistvæn umhverfisstefna.

Móta þarf stefnu um umhverfisvernd í þéttbýli.

Taka þarf á sorpmálum, útblæstri og hávaðamengun.  Flokkurinn leggur áherslu á að umbuna fólki fyrir það sem það leggur af mörkum og gera því auðvelt fyrir að breyta í samræmi við nýtt hugarfar umhverfisverndar.

 

Hafið.

Fátt er íslendingum mikilvægara í umhverfismálum en verndun hafsins

Umgengni um hafsvæði hefur breyst til batnaðar á liðnum árum, en brottkast afla í hafið felur í sér umhverfisspjöll og öllum mislíkar slík umgengni við fiskistofna.  Einnig er nauðsynlegt að koma í veg fyrir skemmdir á hafsbotni og botngróðri af völdum veiðarfæra og vísast þar til stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum, sem felur í sér stuðning við vistvænar veiðar. Þá er nauðsynlegt að fylgst verði grannt með förgun spilliefna í skipum bæði hér við land og á alþjóðavettvangi.

 

Flokkurinn mótmælir kjarnorkuendurvinnslustöðvum vegna mengunaráhrifa þeirra í heimshöfum.

 

Breyting veðurkerfa, hafstrauma og sjávarhita við landið og ísbráðnun á Norðurhvelinu eru allt hættumerki vegna breytinga á verðurkerfum veraldar.

 

Lofthjúpurinn.

Ísland verði öðrum þjóðum gott fordæmi.

I kjölfar breyttra viðhorfa þjóðarinnar til umhverfisverndar fylgir samstarf hennar við aðrar þjóðir, sem bera hag náttúru jarðar og mannkyns fyrir brjósti. 
Liðin er sú tíð að þjóðin einblíni á stóriðju, hvað sem það kostar.  Íslensk stjórnvöld virði alþjóðasamninga um varnir gegn loftmengun. Í umhverfismálum eru Íslendingar huti af heiminum öllum.

 

Ísland styðji eindregið aðgerðir ti að draga úr loftlagsbreytingum.

Enginn ástæða er til að íslensk stjórnvöld veigri sér við að gangast undir sömu skilyrði og aðrar þjóðir hvað varðar aðgerðir til að draga úr loftlagsbreytingum.

 

Landvernd.

Frjálslyndi flokkurinn vill hafa sjálfbæra landnýtingu, landvernd og landgræðslu að leiðarljósi.

Sjálfbær landnýting felur það í sér að við nýtum landið þannir að það mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum í framtíðinni.  Íslendingar eiga enn langt í land hvað varðar sjálfbæra landnýtingu og það er sérlega mikilvæt að tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta.

 

Landeyðing er eitt mesta umhverfisvandamál okkar í dag.  Mikilsverður árangur hefurnáðst í landgræðslu, en betur má ef duga skal.

 

Leggja ber áherslu á verndun birkiskóga landsins.  Taka ber sérstakt tillit til birkiskóga varðandi beitarálag, því 60% birkiskóga í landinu eru beittir, en þeir þekja nú einungis um 1% landsins.

 

Menningarlandslag nær til þeirra svæða sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ýmsum tímabilum við mismunandi aðstæður.  Menningarlandslag hefur því menningarsögulegt gildi, í því felst sögulegt umhverfi okkar og ber okkur því að gera áætlanir varðandi verndun þess.

 

Ferðaþjónusta.

Ferðajónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur ferðamönnum fjölgað um tugi þúsunda árlega síðastliðin ár.  Ásókn í ósnortna náttúru eykst stöðugt og sífellt fleiri ferðamenn hafa efni á ferðum til framandi staða.  Mikilvægt er að varðveita óspillta náttúru lalndsins því náttúran er fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu.

 

Frjálslyndi flokkurinn vill efla ferðaþjónustu með verndun og varðveislu menningarminja.  Vinna þarf að ferðamannaleiðum, vegagerð, bryggjugerð, stígagerð og fleiru sem lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu geeta ekki sinnt.  Auk þess þarf að styðja sérstaklega við ferðaþjónustufyrirtæki vegna þess að stuttur ferðamannatími hér á landi skapar erfið rekstrarskilyrði.  Mikil nauðsyn er á að dreifa auknum fjölda ferðamanna sem víðast um landið.

 

Gefa þarf ferðamönnum kost á auknum ferðum í náttúruskoðun við strendur Íslands og lífríki sjávarspendýra, sjófugla, fiska og annarra lífvera á grunnsvæðinu.

 

Ø      Óbyggðir Íslands eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Ø      Ráðstsöfunarréttur óbyggðanna verði ekki tekinn af þjóðinn.

Ø      Stærri náttúruverndar – og útivistarsvæði.

Ø      Sjálfbær landnýting.  

En ég vil segja það hér að mér þykir margt skrýtið í kýhausnum. 

Í haust var Margréti Sverrisdóttur falið sem framkvæmdastjóra flokksins að fá húsnæði undir kosningavöku flokksins, menn vildu vera stórtækir og biðja um Hótel Borg.  Mínir menn vissu svo ekki annað en að þetta stæði.  En svo í fyrradag, þegar ganga átti frá lausum endum, kom í ljós að frúin hafði pantað húsnæðið í eigin nafni, og í ár verður það Íslandshreyfingin sem skemmtir sér þar á vöku.  Ég segi nú ekki margt.  Kemur svo sem ekki á óvart reyndar.  En skondið samt.  Frjálslyndir fengu þó sem betur fer húsnæði fyrir kosningavöku sína, þó stuttur væri fresturinn, og munu eiga góða góðar stundir í Rúgbrauðsgerðinni.  Sem er reyndar ansi huggulegt og flott hús.

 

En ég veit bara að ég myndi aldrei gera svona lagað.  Það er örugglega mörgum sem finnst þessi vinnubrögð vera allt í lagi.  En hefði nú ekki verið hreinlegra Margrét mín að tilkynna fyrrverandi félögum þínum að þú hefðir sjálf tekið húsið á leigu og ætlaðir þeim ekki að fá þar inni?

Ég tel hreinskipti og heiðarleika vera helstu dyggðir hverrar manneskju.  Fyrir utan kærleika og væntum þykju.  Þessvegna þykir mér leitt að sjá að þú er ennþá full af heift.  Eða svo lítur út fyrir.  Mér hefur alltaf þótt vænt um þig.  En vinnubrögðin líkar mér ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hæ kæra, ég er bara ekkert inn í þessu, það er eins og ég sé að lesa útlensku, þannig að ég sendi bara ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú varst að lesa stefnu Íslandshreyfingarinnar Jón Kristófer.  Lesa og draga ályktanir.  Ég setti stefnu Framtíðar/Íslandshreyfingarinnar inn fyrst og svo okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eina sem ég veit að það lítur ekki út fyrir að Íslandshreyfingin komi að manni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 20:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei og ég vona bara að okkur takist að fella þessa ríkisstjórn þrátt fyrir það Jenný mín.  Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 22:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steinunn mín ljósi þín eru mér mikilsvirði.  Góðar hugsanir eru eitt af því besta sem til er.  Og ég sendi þér kærleika til baka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband