Þá er það komið í ljós.

Að Framtíðarlandið er í pólitíkinni.  Ég var að rekast á auglýsingu frá þeim.  Þar sem flokkum er skipt í grænt og grátt.

Það sem truflar mig í þessu er að þar er Frjálslyndi flokkurinn skilgreindur með ríkisstjórninni sem grár flokkur.  Ómar fullyrti þetta fyrir nokkrum dögum.  Það sanna er að Frjálslyndi flokkurinn vill fara sér hægt í virkjunarmálum.  Það hefur marg komið fram, þeir hafa sagt að þeir muni ekki setja sig upp á móti virkjum við Húsavík, vegna atvinnuástandsins þar.  En eru að öðru leyti alls ekki samþykkir fleiri virkjunum í bili.  Þar ganga þeir í takt við Samfylkinguna.

Grænt og grátt 

Ég gekk í samtökin og var virkilega ánægð með þau.  En þegar Ómar fór í framboð þá runnu á mig tvær grímur.  Og ég sendi Framtíðarlandinu póst þar sem ég spurði út í skörun milli Framtíðarlandsins og Íslandshreyfingarinnar.  Ég hef ekki fengið neitt svar.

Það sem mér finnst ógeðfellt þarna er að Frjálsyndi flokkurinn er skilgreindur sem stóriðjuflokkur, sú hugsun er kominn frá Ómari Ragnarssyni og Margréti Sverrisdóttur.  Og sýnir mér að þau beina kröftum sínum að því að komast að í okkar stað. 

Ég set hér inn samskipti mín af Framtíðarlandinu.  Mér er eiginlega orðavant.  Allt í lagi að vera grasrótarhreyfing, en það er ekki í lagi að taka einhverja út úr og snúa út úr málfluttningi þeirra.  Hér er til dæmis kafli okkar um umhverfismál:

Umhverfismál.

 

Óbyggðir.

Óbyggðir Íslands þar með talið miðhálendið, eru sameign íslensku þjóðarinnar. Virðing fyrir þeirri eign er grundvöllur umhverfisstefnu Frjálslyndaflokksins.

 

Viðhorf þjóðarinnar til óbyggðanna hafa breyst mjög á liðnum árum.  Það sem áður var álitið ónýtanlegt land og óarðbært er nú talið til helstu eigna þjóðarinnar.

 

Framkvæmdir á hálendinu.

Framkvæmdum á hálendinu ber að halda í lágmarki, því öll röskun dregur úr gildi þess. Vanhugsaðar framkvæmdir nú geta reynst óbætanlegur skaði síðar. 

Leggja ber aukna áherslu á virkjun háhitasvæða í framtíðinni.

 

Friðlýsa skal fleiri svæði og stærri á hálendinu.

Ástæða er til að móta hugmyndir um friðlýsingu fleiri og stærri náttúruverndar- og útivistarsvæði á hálendinu.  Íslendingar gætu eignast stærsta friðlýsta þjóðgarð Evrópu með slíkri friðun.

 

Endurskoða skal áætlanir og hugmyndir um virkjanr fallvatna.

Endurskoða þarf hugmyndir um virkjanir fallvatna í samræmi við breytt sjónarmið í umhverfismálum.  Ekki er lengur sjálfgefið að raforkuframleiðsla með slíkum virkjunum sé hagkvæmast kosturinn til lengri tíma litið, enda mælir þjóðin hagkvæmni slíkra framkvæmda ekki lengur í krónum einum.  Náttúran verður að fá að njóta vafans.

 

Virkjanaleyfi skulu háð umhverfismati.

Geri áætlanir um vatnsaflsvirkjanir ráð fyrir að stór landsvæði fari undir uppistsöðulón, fossar hverfi o.s.v.f. skal ekki veita leyfi fyrir framkvæmdum nema að undangengfu lögformlegu umhverfismati

 

Sjónarmið umhverfisnefndar höfð að leiðar ljósi.

Sjónarmið umhverfisverndar skulu höfð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuvega sem tengjast nýtingu óbyggðanna.   Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein sem sækir sífellt meira í ósnortna náttúru landsins. 

 

Vistvæn umhverfisstefna.

Móta þarf stefnu um umhverfisvernd í þéttbýli.

Taka þarf á sorpmálum, útblæstri og hávaðamengun.  Flokkurinn leggur áherslu á að umbuna fólki fyrir það sem það leggur af mörkum og gera því auðvelt fyrir að breyta í samræmi við nýtt hugarfar umhverfisverndar.

 

Hafið.

Fátt er íslendingum mikilvægara í umhverfismálum en verndun hafsins

Umgengni um hafsvæði hefur breyst til batnaðar á liðnum árum, en brottkast afla í hafið felur í sér umhverfisspjöll og öllum mislíkar slík umgengni við fiskistofna.  Einnig er nauðsynlegt að koma í veg fyrir skemmdir á hafsbotni og botngróðri af völdum veiðarfæra og vísast þar til stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum, sem felur í sér stuðning við vistvænar veiðar. Þá er nauðsynlegt að fylgst verði grannt með förgun spilliefna í skipum bæði hér við land og á alþjóðavettvangi.

 

Flokkurinn mótmælir kjarnorkuendurvinnslustöðvum vegna mengunaráhrifa þeirra í heimshöfum.

 

Breyting veðurkerfa, hafstrauma og sjávarhita við landið og ísbráðnun á Norðurhvelinu eru allt hættumerki vegna breytinga á verðurkerfum veraldar.

 

Lofthjúpurinn.

Ísland verði öðrum þjóðum gott fordæmi.

I kjölfar breyttra viðhorfa þjóðarinnar til umhverfisverndar fylgir samstarf hennar við aðrar þjóðir, sem bera hag náttúru jarðar og mannkyns fyrir brjósti. 
Liðin er sú tíð að þjóðin einblíni á stóriðju, hvað sem það kostar.  Íslensk stjórnvöld virði alþjóðasamninga um varnir gegn loftmengun. Í umhverfismálum eru Íslendingar huti af heiminum öllum.

 

Ísland styðji eindregið aðgerðir ti að draga úr loftlagsbreytingum.

Enginn ástæða er til að íslensk stjórnvöld veigri sér við að gangast undir sömu skilyrði og aðrar þjóðir hvað varðar aðgerðir til að draga úr loftlagsbreytingum.

 

Landvernd.

Frjálslyndi flokkurinn vill hafa sjálfbæra landnýtingu, landvernd og landgræðslu að leiðarljósi.

Sjálfbær landnýting felur það í sér að við nýtum landið þannir að það mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum í framtíðinni.  Íslendingar eiga enn langt í land hvað varðar sjálfbæra landnýtingu og það er sérlega mikilvæt að tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta.

 

Landeyðing er eitt mesta umhverfisvandamál okkar í dag.  Mikilsverður árangur hefurnáðst í landgræðslu, en betur má ef duga skal.

 

Leggja ber áherslu á verndun birkiskóga landsins.  Taka ber sérstakt tillit til birkiskóga varðandi beitarálag, því 60% birkiskóga í landinu eru beittir, en þeir þekja nú einungis um 1% landsins.

 

Menningarlandslag nær til þeirra svæða sem bera með sérstökum hætti vott um athafnir mannsins á ýmsum tímabilum við mismunandi aðstæður.  Menningarlandslag hefur því menningarsögulegt gildi, í því felst sögulegt umhverfi okkar og ber okkur því að gera áætlanir varðandi verndun þess.

 

Ferðaþjónusta,

Ferðajónusta er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og hefur ferðamönnum fjölgað um tugi þúsunda árlega síðastliðin ár.  Ásókn í ósnortna náttúru eykst stöðugt og sífellt fleiri ferðamenn hafa efni á ferðum til framandi staða.  Mikilvægt er að varðveita óspillta náttúru lalndsins því náttúran er fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu.

 

Frjálslyndi flokkurinn vill efla ferðajónustu með verndun og varðveislu menningarminja.  Vinna þarf að ferðamannaleiðum, vegagerð, bryggjugerð, stígagerð og fleiru sem lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu geeta ekki sinnt.  Auk þess þarf að styðja sérstaklega veið ferðaþljónustufyrirtæki vegna þess að stuttur ferðamannatími hér á landi skapar erfið rekstrarskilyrði.  Mikil nauðsyn er á að dreifa auknum fjölda ferðamanna sem víðast um landið.

 

Gefa þarf ferðamönnum kost á auknum ferðum í náttúruskoun við strendur Íslands oglífríki sjávarspendýra, sjófugla, fiska og annarra lífvera á grunnsvæðinu.

 

Ø      Óbyggðir Íslands eru sameign íslensku þjóðarinnar.

Ø      Ráðstsöfunarréttur óbyggðanna verði ekki tekinn af þjóðinn.

Ø      Stærri náttúruverndar – og útivistarsvæði.

Sjálfbær landnýting

Þið viljið ef til vill svara því, hvort þetta flokkast undir stjóriðjuflokk ?

Ég hef sent Framtíðarlandinu tvo tölvupósta. Hér eru þeir.

Ég kemst því miður ekki.  Og ég vil vekja athygli á því að ef Framtíðarlandið ákveður að fara í pólitík og framboð, mun ég verða að segja mig úr því, vegna þess að ég er nú þegar félagi í öðrum stjórnmálaflokki, og samkvæmt reglum þar má ég ekki vera í öðrum flokki. Ég vona því að þið haldið áfram að vera grasrótarhreyfing og vinnið ykkar góða starf þannig.  Þá er ég til í að leggja hönd á plóg. Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

-----Original Message-----
From:
Framtidarlandid [mailto:fr.land.postlisti@internet.is] On Behalf Of Framtidarlandid
Sent: 5. febrúar 2007
11:31
To:
Framtidarlandid
Subject: {Spam?} 4. tbl 2007

 

Kæru meðlimir á póstlista Framtíðarlandsins.

 

Út er komið 4. tölublað www.framtidarlandid.is 2007. Smellið hér til að sjá efnisyfirlit tölublaðsins:

http://framtidarlandid.is/t-lubl-/19

 

Vakin er sérstök athygli á fundarboði miðvikudagskvöldið 7. febrúar, klukkan 20:00 á Hótel Loftleiðum, en þar verður lögð fyrir fundinn tillaga um framboð til Alþingis. Samþykkt tillögunnar krefst aukins meirihluta. Bogomil font leikur jafnframt létta tóna. Lesið meira um málið hér:

http://framtidarlandid.is/dagskra-fundarins-7-feb

 

Framtíðarlandið vonast til að sjá sem allra flesta félagsmenn á öflugum og fjölmennum fundi.

 

Með góðum kveðjum,

Framtíðarlandið

 

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Framtíðarlandið - skrifstofaÓðinsgötu 7 | 101 Reykjavíks. 517 4012framtidarlandid@framtidarlandid.iswww.framtidarlandid.is 

28. 3. 07

Ágætu félagar í framtíðarlandinu, ég gekk í samtökin vegna þess að ég heillaðist af þeim krafti og góðu málefnum sem þau börðust fyrir.  Þegar svo var farið að tala um framboð leist mér ekki alveg á blikuna, vegna þess að þó ég sé alveg á því að vernda náttúru landsins og mér hafi algjörlega ofboðið framganga stjórnvalda í Kárahnjúkavirkunarmálunum og öðrum stórvirkjunum og álversæðis, þá er ég í stjórnmálaflokki sem ég hef valið mér út af öðrum góðum málefnum.  Ég sá því fram á að þurfa að segja mig úr samtökunum.  Sem betur fer varð ekkert úr því.  En síðan hafa verið að heyrast raddir um skörun milli ykkar og Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands. Meðal annars hef ég séð að félagar í þeirri pólitísku hreyfingu  segja að sá flokkur byggi á kenningum Andra Snæs. 

Þetta hefur sett bakslag í mig.  Ég vil spyrja ykkur í einlægni hvernig þessum málum sé háttað.

Hvar skarast Íslandshreyfingin og Framtíðarlandið ? 

Eru félagar í Framtíðarlandinu að vinna sem félagar í hreyfingunni fyrir Íslandshreyfinguna ?

Er Framtíðarlandið nokkurskonar óformleg bakland Íslandshreyfingarinnar ?

Er það tilviljun að Framtíðarlandið fór af stað með sína undirskriftaherferð um leið og Ómar kynnti sitt framboð ?

Úr þessu þarf ég að fá skorið svo ekki verði um villst. Ég er pólitískur andstæðingur Íslandshreyfingarinnar, og þau hafa opinberlega sagt að þau vilji ekkert með minn flokk hafa,  svo þetta þarf þetta að vera á hreinu fyrir mér.Það þarf auðvitað líka að vera alveg á hreinu gagnvart öðrum landsmönnum sem eru í hreyfingunni, en eru í öðrum stjórnmálaflokkum.   Til þess að eyða allri svona óvissu verðið þið að gefa út yfirlýsingu um að Framtíðarlandið sé ekki á nokkurn hátt tengt Íslandshreyfingunni.  Ef það er ekki gert, mun ég líta svo á að hér sé á ferðinni laumuspil sem ég get ekki sætt mig við.   Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil Þórðardóttir.  • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Framtíðarlandið - skrifstofa Óðinsgötu 7 | 101 Reykjavík s. 517 4012 framtidarlandid@framtidarlandid.iswww.framtidarlandid.is

Tek það fram að það kom ekkert svar.  En ég tel þessu svarað með auglýsingunni.  Þar sannast að samtökin eru pólitískt bakland Íslandhreyfingarinnar.  Og skoðast því af minni hálfu sem slík héðan í frá.  Því miður, því það var virkilega þörf á grasrótarhreyfingu til varnar náttúrunni.  Það fer einfaldlega ekki saman pólitík og grasrótarsamtök. 

Þetta kalla ég EKKI að koma hreint fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá Stubb í sjónkanum í gær að syngja með formanninum fyrir utan kosningaskrifstofuna.  Vill líka segja að mér fanst þátturinn hjá þeim flottur.

Segðu þig úr Íslandshreyfingunni.  Þeir vilja eiga kökuna og éta hana líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá var hann að syngja í sjónvartinu og amma sá það ekki ???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 14:43

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

það sem stendur okkur næst er að fella þessa ríkisstjórn sem hefur rústað velferðarkerfinu og gert þá ríkari á kostnað hinna fátæku.

Magnús Paul Korntop, 9.5.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg rétt.  En ekki með því að dreyfa kröftum okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022151

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband