Ísrael versus Palestína.

Vegna harðra viðbragða bloggheima, stjórnmálamanna þá aðallega Sjálfstæðismanna og Framsóknar, langar mig að setja hér inn skrif frá vísindavefnum.  Og mig langar til að fólk lesi þetta fordómalaust og skilji hvað er hér á seiði Þetta er langt en þess virði að lesa vel. Þeir hatursfullu fordómar sem hafa komið hér fram, bæði hjá biblíuelskandi fólki og síðan fólki sem af einhverjum ástæðum fer hér með rakalausar staðhæfingar um hina vondu Palestínumenn og hina "góðu" Ísraelsmenn er ágætt að lesa þetta.  Auðvitað eru alltaf til innanum vont fólk, en líka gott fólk, bæði í Ísrael og meðal araba, það er bara svo sorglegt þegar fólk er dregið í dilka eins og rollur eftir merkingum.  Það er bara sorglegt að fólk skuli virkilega geta dregið svona ályktanir og það er ekki svoleiðis oftast að það hafi nokkuð fyrir sér í því, nema í einhverri ævintýrabók, afsakið mig þið biblíuunnendur, en ég get ekki annað en litið á þá bók sem ævintýri. 

Fyrir utan að ég hef tekið eftir því af myndum af flóttafólkinu sem nú steymir til vesturlanda að það eru sárafáir sem eru með slæður og því færri með búrkur, svo þetta er bara fólk sem sættir sig ekki við ástandið eins og það er í heimalandinu, fólk eins og ég og þú, sem eiga fjölskyldu börn, móður og föður sem það elskar meira en þær aðstæður sem það hefur búið við.  

Og hver erum við að setja okkur á háan hest, af því að við erum svo frábær og svo góð og svo menningarleg að við verðum að halda þessu fólki frá.  Segi og skrifa, ég fyrirverð mig fyrir sumt að því fólki sem hefur tjáð sig um málin, og allt í krafti ævintýrarits, sem þau telja sig geta notað til að hefja sjálfa sig upp til skýjanna.  En sagði ekki Kristur, Það sem þér gjörið mínum minnsta bróður það gerið þið mér?  Ég bara spyr?

 

Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu?

 

hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?

Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu.

Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann.

 Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínum árið 1967. Þótt Ísraelsmenn hafi verið árásaraðilar í því stríði er rétt að hafa í huga að nágrannaríki Ísraels höfðu haft í alvarlegum hótunum gegn ríkinu um langt skeið.

svipmyndir_israel_palestina_1_200402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Herseta Ísraelsmanna á herteknu svæðunum brýtur hins vegar greinilega í bága við alþjóðalög. Hersetan er einnig í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Fyrst er hins vegar rétt að líta enn lengra aftur í tímann.

Ísraelsríki varð til eftir að Sameinuðu þjóðirnar undir forustu Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Breta skiptu Palestínu, sem áður var undir stjórn Breta, milli Gyðinga og Palestínumanna árið 1947.

Hvor aðilinn um sig fékk um helming landsins. Palestínumenn sættu sig ekki við þessa niðurstöðu enda voru þeir í miklum meirihluta í landinu og voru afkomendur fólks sem hafði búið þar um aldir og árþúsundir.

Fáum áratugum áður höfðu Gyðingar líka verið aðeins örlítill minnihluti í landinu en með ofsóknum og fjöldamorðum nasista á Gyðingum í Evrópu fluttu stórir hópar þeirra frá Evrópu, einkum til Bandaríkjanna og Ísraels.

Land í eigu Gyðinga í Palestínu var á þessum tíma um það bil 7% alls lands.

Ríki Palestínumanna var ekki stofnað á sama tíma og Ísraelsríki þar sem Palestínumen sættu sig ekki við þau málalok að halda aðeins helmingi lands síns.

 

Í stríði sem braust út náðu Gyðingar hins vegar undir sig helmingi þess lands sem Palestínumönnum hafði verið úthlutað og réðu eftir það 78% af Palestínu.

Það sem á vantaði var Vesturbakki Jórdanárinnar og Gazaströndin. Þau svæði lögðu Ísraelsmenn síðan undir sig árið 1967 og réðu þá allri Palestínu.

Það eru einungis þessi síðast herteknu 22% af Palestínu sem nú eru nefnd herteknu svæðin, þótt stór hluti Ísraelsríkis standi í reynd á herteknum svæðum frá 1948.

Vandi flóttamanna sem er einn erfiðasti hluti þessarar deilu snýr hins vegar beint að þessari fyrri stækkun Ísraels.

Nær ein milljón manna flúði af heimilum sínum við fæðingu og stækkun Ísraelsríkis 1947-1948.

Fólkið var ýmist flutt burt með nauðungarflutningum á vegum ísraelskra hersveita, eða þá hrakið af heimilum sínum með ógnunum.

Þar áttu ekki síst í hlut hryðjuverkasamtök Gyðinga undir stjórn Begins, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, sem frömdu fjöldamorð í byggðum Palestínumanna og hótuðu fólki í þorpum og bæjum landsins áframhaldandi fjöldamorðum ef fólkið kæmi sér ekki á brott.

Þetta fólk og afkomendur þess búa nú í flóttamannabúðum.

Annars vegar er þar um að ræða flóttamannabúðir á herteknu svæðunum, sem komust mjög í fréttir á vordögum 2002, og hins vegar búðir flóttamanna í löndunum í kring.

svipmyndir_israel_palestina_3_200402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alls eru um það bil 5 milljónir Palestínumanna flóttamenn en Palestínumenn eru alls tæplega 8 milljónir talsins.

Samkvæmt alþjóðalögum og samþykktum hafa flóttamenn fullan rétt til þess að snúa aftur til heimkynna sinna.

Ákvæði þessa efnis er meðal annars að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, í alþjóðasáttmálanum um borgaraleg og pólitísk réttindi, í Genfarsáttmálanum og í ítrekuðum ályktunum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Einnig halda sumir því fram að sú stefna Ísraelsmanna að banna arabískum flóttamönnum að snúa til heimila sinna á sama tíma og Gyðingar frá öðrum heimsálfum eru hvattir til að flytja til landsins og setjast að á herteknum svæðum sé brot á alþjóðasáttmála um bann við kynþáttamisrétti.

Fyrsta ályktun öryggisráðsins um að Ísraelsmenn skuli hverfa af öllum herteknu svæðunum frá 1967, ályktun 242, var gerð árið 1967, en ályktanir öryggisráðsins eiga að vera bindandi fyrir ríki heims.

Að auki brýtur stefna og framferði Ísraelsmanna á herteknum svæðunum í bága við fjölda alþjóðalaga og alþjóðlegra samþykkta.

Þar má nefna Genfarsáttmálann en í 49. grein hans er bannað með skýrum hætti að þegnar hernámsveldis setjist að á herteknum svæðum. Um það bil 400 þúsund Ísraelsmenn hafa sest að í svokölluðum landnemabyggðum á herteknu svæðunum, um helmingur þeirra í kringum Jerúsalem en þá borg hafa Ísraelsmenn þanið út yfir hertekin landsvæði í trássi við ákvæði Genfarsáttmálans.

svipmyndir_israel_palestina_4_200402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flestar þessara ólöglegu byggða eru á Vesturbakkanum en þær eru þó einnig á Gazaströndinni þar sem 360 ferkílómetrum lands er skipt þannig að á einum þriðja búa fimm þúsund Ísraelsmenn en á tveimur þriðju ein milljón Palestínumanna.

Í 46. grein Haag-sáttmálans er eignaupptaka hernámsveldis á landi og öðru í einkaeign á hernumdum svæðum með öllu bönnuð.

Landnemabyggðirnar, eða byggðir landtökumanna eins og þær eru líka stundum kallaðar, eru þó margar reistar á landi sem Ísraelsmenn hafa beitt valdi til að gera upptækt.

Á hernámssvæðunum á Vesturbakkanum hafa Ísraelsmenn einnig lagt vegi á milli landnemabyggða á landi sem Ísraelsmenn hafa gert upptækt úr einkaeign Palestínumanna.

Vegirnir kljúfa byggðir Palestínumanna í sundur en Palestínumönnum er bannað að nota þá. Vegirnir eru beinlínis lagðir með það í huga að skipta landi Palestínumanna niður í tugi eða jafnvel hundruð einangraða skika eins og augljóst verður af athugunum á kortum að þessum svæðum, en bæði byggðirnar og framkvæmdir við vegina eru augljós brot á alþjóðasamþykktum.

Í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 465 segir líka að flutningur Ísraelsmanna á eigin þegnum til hernámssvæðanna sé “alvarleg hindrun” í vegi friðar og í ályktuninni er þess krafist að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á herteknu svæðunum.

Vatn er af skornum skammti í Palestínu og notkun Ísraelsmanna á vatni af svæðum Palestínumanna brýtur einnig í bága við alþjóðasamþykktir, enda er þarna um að ræða eignaupptöku á langmikilvægustu auðlind landsins.

Landtökumönnum mun vera úthlutaðar 1450 kúbikmetrum af vatni á mann á ári en Palestínumenn hafa einungis 83 kúbikmetra á mann til sinna umráða á ári hverju.

Allt athafnalíf og daglegt líf á svæðum Palestínumanna líður mjög fyrir vatnsskort.

Alþjóðasamfélagið hefur tjáð sig um þessi mál með ýmsum hætti. Það er annars auðvitað ekki eitt samstætt fyrirbæri og skoðanir innan þess eru skiptar á þessum málum sem og öllum öðrum.

Allar þær ályktanir sem nefndar eru hér á undan og þau alþjóðalög og alþjóðasamþykktir sem vitnað er til má þó líta á sem skýlausar yfirlýsingar umheimsins enda eru nær öll ríki heims aðilar að þeim.

Í tilviki öryggisráðsins hefur ekkert stórveldanna beitt neitunarvaldi gegn samþykktunum.

Mikilvægasti klofningurinn í afstöðu alþjóðasamfélagsins felst í sérstöðu Bandaríkjanna sem hafa oft verið nánast eina ríkið sem stendur við hlið Ísraels.

Meðal annars af þeirri ástæðu hafa Bandaríkin verið nánast ein um að hafa nokkur umtalsverð áhrif á stefnu Ísraelsríkis.

Bandaríkin hafa á síðustu áratugum veitt Ísraelsríki meiri efnhags- og hernaðaraðstoð en þau hafa samanlagt veitt til ríkja Afríku sunnan Sahara og til Suður-Ameríku, en þær heimsálfur eru byggðar milljarði fátækra manna.

Með þessum gífurlega stuðningi hafa Bandaríkin styrkt stórlega efnahags- og hernaðarstöðu Ísraelsríkis.

Ríki Evrópusambandsins hafa til þessa nánast engin áhrif haft á stefnu Ísraelsríkis sem hefur meðal annars falist í því að koma í veg fyrir að alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar og öll önnur ríki en Bandaríkin hafi veruleg afskipti af málinu.

Ríki Evrópusambandsins gætu hins vegar sennilega haft veruleg áhrif stefnu Ísraels, en þó líklega einungis með þeim hætti að beita eða hóta viðskiptaþvingunum, en um helmingur alls útflutnings Ísraels fer til Evrópusambandsins. Hugmyndir um slíkar viðskiptaþvinganir hafa nýlega komið fram innan ESB en mjög óljóst hvað úr þeim verður.

Mikill hluti ríkja heims hefur einnig með einum eða öðrum hætti mótmælt stefnu Ísraelsmanna og brotum þeirra á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.

IMG_0578-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þannig er nú það. Þess vegna er að í raun aumkvunarvert þegar fólk sem telur sig kristið og trúa á biblíuna og allt sem henni fylgir er dómharðasta fólkið fyrir utan pólitíkusuna sem sjá tækifæri til að koma höggi á andstæðinga sína.  Fólkið sem ætti að vera umburðalyndasta fólkið saman ber miskunsama samverjan. En er í raun þeir sem fordæma og eru alveg tilbúnir til að kasta fyrsta steininum.  Skömm er að því. 

En svona erum við, frekar ófullkomin og ég er svo sem ekkert betri, en ég á samvisku og réttlætiskennd, sem oft hafa komið mér illa, en ég er samt stolt af því að vera þannig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í gegnum árin hefur það verið einna vinsælast af gyðingahöturum að ljúga til um ályktun 242, sem hefur undirheitið Land fyrir frið.
Ályktunin felur EKKI í sér að Ísrael hverfi af hernumdum svæðum skilyrðislaust. Þvert á móti, því fylgja skilyrði, að þær þjóðir sem eru á hernumda svæðinu fái land til baka viðurkenni tilvist Ísrael, og skrifi undir friðarsamninga. Egyptar gerðu það 1979, og fengu Sinai skagann til baka. Jórdanía skrifaði undir 1994.

Vesturbakkinn og Gaza falla ekki undir skilgreiningu sem sjálfstætt ríki, og því ekki hægt að skila landinu til baka, nema að stofnað verði ríki Palestínu, og að Palestínumenn viðurkenni Ísrael og skrifi undir friðarsamkomulag. Hamas viðurkennir ekki Ísrael, hefur reyndar markmið um eyðingu landsins í 6. grein stofnsáttmála samtakanna.
Arafat labbaði frá samningaborðinu í Camp David árið 2000. Ástæðan er líklega sú, að hann gat ekki sannfært öfgasinnaðri Palestínumenn um samninga.
Palestína hefur aldrei verið til, og Vesturbakkinn og Gaza hafa aldrei tilheyrt Jórdaníu eða Egyptalandi, þó svo að Jórdanía hafi hertekið Vesturbakkann og Egyptaland Gaza, árið 1948.

Eina ríkið sem ekki hefur uppfyllt ályktun 242, er Sýrland. Það neitar að viðurkenna Ísrael, og neitar að ganga frá friðarsamkomulagi.
Ísrael hefur uppfyllt þau skilyrði sem sett voru.

Gyðingar hafa frá upphafi búið á Vesturbakkanum. Þeir voru hinsvegar reknir á brott af Jórdönum árið 1948. Það er því enn ein lygin, að Vesturbakkinn hafi tilheyrt aröbum einum.
Það er því auðvitað meðvituð lygi frá gyðingahöturum, að gyðingar séu að "ræna" landi frá Palestínuaröbum. Tvöfeldnin er náttúrulega hrikaleg, að arabar eigi skilyrðislaust að fá "sitt" land til baka, en gyðingar ekki.

Þá má náttúrulega bæta við, að arabaríki flæmdu allt að eina miljón gyðinga frá löndum sínum frá árinu 1948. Hvert átti þetta fólk að fara, og hvar átti það að búa?
Landið sem arabar stálu frá þeim nemur um fjórfaldri stærð Ísrael. Þá er ótalið allt fémætt sem arabar stálu af þeim, reiðufé, skartgriðir, hús og húsbúnaður, bifreiðar o.sv.frv.

Restin af þessu fábjánalega bloggi þínu er lygi og samsuða af svipuðu tagi.
Ástæðan er bara ein, hún getur ekki verið annað en hreint og klárt gyðingahatur.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 23:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú átt verulega bágt elsku karlinn.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 00:02

3 identicon

Vá, það fór um mig, en bara í smástund.
Ég hélt að ég ætti bágt, en svo mundi ég, að þú átt vanda til að ljúga.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 00:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það Hilmar minn? Ég sem hélt að ég væri svo sannleiksfús kiss  Reyndar vil ég ráðleggja þér að fá tíma hjá sálfræðingi til að læra að skoða þinn innri mann elskulegur minn.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 00:25

5 identicon

Jamm, þeir hvöttu líka til þess í Sovét, hérna í gamla daga, þegar fólk meðtók ekki boðskapinn.
Reyndar gengu þeir svolítið lengra, og hreinlega lokuðu fólk inni á geðveikrarhælum, eða sendu það bara í heilsusamlegar þrælkunarbúðir í Síberíu.
Af einhverjum ástæðum reyndu Sovétmenn hinsvegar aldrei að segja bara satt.

Ekki að þú sért svo slæm.
En þú ert örugglega á leiðinni.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 00:35

6 identicon

Sæl Ásthildur, mig langaði að lesa þessa grein á Vísindavefnum enn fann hana ekki, gætir þú sett inn slóðina svo ég geti fundið hana?

kv. Árni

Árni Böðvarsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 06:30

7 identicon

Þú tekur stórt upp í þig Hilmar (eða hvað sem þú heitir) en bakkar lítið upp af staðhæfingunum.

Hér kemur ein staðhæfing úr greininni sem Ásthildur vísar til:

"Landtökumönnum mun vera úthlutaðar 1450 kúbikmetrum af vatni á mann á ári en Palestínumenn hafa einungis 83 kúbikmetra á mann til sinna umráða á ári hverju."

Nú hefur þetta víða komið fram að mjög sé mismunað þarna í vatnsnotkun m.a. í fyrirlestri Miko Peled (zionista sem snéri við blaðinu þegar hann áttaði sig á kúguninni sem Palestínumenn voru beittir), á netinu.

Geturðu sýnt mér fram á að þetta sé í meginatriðum rangt að vatninu sé svo mjög misskift? 

Ef ekki telurðu þetta réttláta mismunun og hvernig rökstyðurðu það?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 08:45

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það verður að segjast eins og er kæra Ásthildur Cesil,þrátt fyrir nafnið vísindavefur H.Í., þá er ekki allt nákvæmt og rétt sem fram kemur á þeim ágæta vef. Hann ber í öllu tilliti að taka með varúð almennt séð. Þessi pistill er órækt æmi um það. Frjálslega er farið með staðreyndir og ljóst hver hugur höfunda er í málinu í stað hinnar akademísku nálgunar sem ætti að gera að kröfu á þessum vef - sem því miður er ekki.

Góð og sönn er tilvitnun þín í Jesú, en hana ættu allir að tileinka sér, ekki hvað síst liðsmenn Hamaz og ISIS. En það er víst borin von til að það verði nokkurn tímann í ljósi sögunnar - því miður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2015 kl. 10:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið, og mikið rétt Bjarni það er sorglegt að sjá að rökþrota fólk kallar allt lygi sem ekki fittar inn hjá þeim. 

Árni Böðvarsson hér er linkurinn. :http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2295

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 10:15

10 identicon

skv. wikipedíu var sex daga stríðið upphaflega milli Egypta og Ísraelsmanna sem Ísrael hóf eftir að Egyptar lokuðu sjóleiðinni að Ísrael sunnanvert.  Sýrlendingar og Jórdanir ákváðu sjálfir að blanda sér í átökin (eftir m.a. blekkingar Egypta) með þeim afleiðingum að þeir misstu Gólanhæðir og vesturbakkann.

Ég segi bara fyrir sjálfan mig, því meir sem ég kynni mér þessi mál, því minni tilhneygingu hef ég til að kenna einum aðila um stöðuna.

ls (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 10:29

11 identicon

Ég er að velta fyrir mér ef rétt er að vatninu sé svona misskift hvort það sé réttlætt eins og fleira út frá sjálfsvarnarsjónarmiður Ísraela.

Ætli palestínumenn noti vatnsbyssur! ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 10:31

12 identicon

Sæl Ásthildur og takk fyrir bloggið. Ég er margoft búinn að lesa þessar staðreyndir áður og veit að þetta er sannleikur. Hins vegar er ekki hægt að rökræða við fólk(Eins og Hilmar)  sem er fast í sama farinu. þ.e. Ísraelsmenn eru góðu karlarnir (alveg sama hvað þeir gera) og Palestínuarabar eru vondu karlarnir. Það er því miður ekki hægt að rökræða við öfgamenn. Ég hef margoft reynt og það er eins og að reyna sannfæra reiðan einstakling um eittvað sem er honum á móti skapi. Það hefur marg oft komið fram í málflutningi Ísraelsmanna að þeir hafa fullan hug á að koma öllum Palestínumönnum burtu frá Vestur bakkanum og Gaza. Hvert eiga Palestínuarabar þá að fara??. Ísraelsmenn segja "Það er ekki okkar vandamál" Það er hins vegar svolítil feimni hjá Ísraelsmönnum að viðurkenna þessa skoðun og sumir þeirra eru reyndar algerlega á móti henni og ekkert skítið. Aðrir hreinlega skammast sín fyrir það en gera lítið. Mér finnst reyndar að við eigum að vera svolítið harðari í þessu og hreinlega þefa upp allar vörur sem fluttar eru frá Ísrael og ég veit að flestir Íslendingar munu varast að kaupa þær vörur. Ég geri alla vega allt sem ég get til að forðast að kaupa vörur frá þessu landi.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 10:31

13 identicon

Eitt enn. Það er svo broslegt að sjá þetta aftur og aftur. Í hvert skipti sem eitthvað er gert á hlut Ísraelsmanna eða þeir gagnrýndir á einhvern hátt þá er það kallað GYÐINGAHATUR.  Þetta er að sjálfsögðu tilraun til að fá smá vorkunn eftir seinna stríðið þar sem margir Gyðingar (og reyndar slavar og Róma fólk) misstu líf sitt í útrýminigabúðum. Ég segir er þá ekki meðferð Ísraelsmanna á Palestínumönnum Arabahatur? Er eitthvað verra eða betra að vera með Gyðingahatur en Arabahatur???

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 10:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning Bjarni.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 11:23

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þitt góða innlegg Þorvaldur.  Já ég veit að það þýðir lítið að reyna að ræða við fólk sem er gjörsamlega fast í sínu hjólfari.  Þessi mál virðast vera eitthvað tilfinningaleg frekar en skynsamleg.  

Auðvitað svíður Ísraelum umfjallanir sem sýna fram á glæpi þeirra gegn mannkyni, þess vegna eru þessi hörðu viðbrögð.  Ég hefði viljað sjá að borgarstjórnarmeirihlutinn hefði haldið fast við málið, en lyppast ekki niður eins og hræddir kettlingar, það hefði verið meiri mannsbragur að því, enda voru það mistök númer þrjú og sennilega þau verstu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 12:27

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Prédikari, sem sagt öll umfjöllun í hvaða nafni sem þau nefnast eru ósannar ef þær falla ekki að þínum kenningum ?  smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 12:28

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar predikarinn er ósammála staðreyndum - skulu staðreyndirnar víkja. Gott ef hér er ekki kominn Messías endurborinn, slíkur er heilagleikinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2015 kl. 12:29

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann gæti svo sem vel verið messías. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 12:30

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel hefur ekki rétt fyrir sér í þessum málum frekar en fyrri daginn.

Hann er kannski gyðingur ? Þeir viðurkenna ekki að Messías sé þegar kominn eins og við gerum hinir kristnu.

Ég hvet Axel til að fletta upp á alþjóðlega virtum fjölmiðlum á netinu og fréttum allar götur síðan 1948, eða að minnsta kosti 1967. Lesa atburðarrásina og sjá hvað mikið af villum eru í þessum pistli sem síðuhafinn góði setti inn. 

En ég á ekki von á að Axel geri það - hann lætur ekki staðreyndir og sannleik trufla góð skrtif hjá sér eins og hann hefur marg sannað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2015 kl. 12:49

20 identicon

Axel Predikarinn er það heilagur að hann þorir ekki að segja til nafns. En grínlaust þá er hann ekkert annað en það sem við köllum á góðri íslensku, bókstafstrúarmaður sem er fallegt orð yfir öfgamann. Það er skrítið hvað við Íslendingar erum allir að vija gerðir að halda uppi einhverjum staðreyndum  og prinsippum eins og í Ísraelsmálinu og Úkraínu málinu en ef það kemur að einhverju leiti niður á okkur þá hoppa allir upp og öskra og fara undan í flæmingi í stað þess að standa við orðin og standa af sér óveðrið. Þessi ofsafegnu viðbrögð Ísraelsmanna og gyðinga um allan heim eru alveg skiljanleg í ljósi þess að þeir vita svo sannarlega upp á sig sökina og ætla að reyna neyða okkur til að skipta um skoðun. Ef bandaríkjamenn hefði ekki stoppað þessar rúmlega 40 samþykktir í Öryggisráðinu þá væri búið að segja alheims viðskiptabann á Ísrael fyrir löngu eins og gert var á Suður Afríkumenn á sínum tíma. Ég segi það og hef sagt lengi að Ísrael eru nasistar nútímans því margar af þeim aðferðum sem þeir hafa beitt á Gaza og Vestur bakkanum eru mjög líkar aðferðum Nasista gegn Gyðingum á sínum tíma og við erum öll (jafnvel predikarinn) sammála um að slík meðferð var algerlega ómanneskuleg.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 12:55

21 identicon

Ég velti því fyrir mér hvað varð af eignum u.þ.b. 700 þús. Gyðinga sem urðu að yfirgefa Arabaríkin og settust að í Ísraelsríki slyppir og snauðir eftir stofnun þess.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 13:24

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þorvaldur fer villur vegar í flestu greinilega í þessu sem hann nefnir. Ég hvet hann til þess sama og ég gerði við Axel, fletta upp á atburðunum í alþjóðlega viðurkenndum fjölmiðlum - þá sér hann hvað hann er á rangri leið.

Enginn er, síst af öllu ég, að biðja ykkur eða neyða til að skipta um skoðun - það er eitt moldryykið sem þið þyrlið upp til að afvegaleiða - ég hvatti ykkur til að sækja ykkur fræðslu, ekki hjá lituðum fjölmiðlum til að þið gætuð lagfært það sem þið kunnið að finna að hjá ykkur í málflutningi hingað til.Ég hef sagt að margt það sem hér hefur verið sagt er litað sleggjudómum og uppghrópunum slagorðameistara og spunadoktora á götuhornum.

En þið ætlið ekki að fræðast þið teljið ykkur handhafa sannleikans eins og Einsmálslandsölufylking hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna telja sig hafa einkaleyfi á.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2015 kl. 13:57

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hörður - þú mátt geta einu sinni !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2015 kl. 13:57

24 identicon

Hörður
Fáðu þér hérna bókina "Ben -Gurion's Scandals, How the Haganah and Mossad Eliminated Jews" eftir Naeim Giladi. 
Því að í bókinni Ben -Gurion's Scandals How The Haganah and The Mossad Eliminated Jews", er sagt frá hryðjuvekum er Zíonistar (eða Mossad og Haganah) stóð fyrir til þess eins þá, að reka Gyðinga í burtu frá Írak og Arabaríkjum yfir til Zíonista Rasista Terrorista Ísraels, en þetta var svona fals flag Zíonista hryðjuverkstarfsemi.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 15:26

25 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Ásthildur. Þessi tilvitnun þín í vísindavefinn er ágæt og alveg í þeim anda sem okkur hefur verið kennt gegnum tíðina. Sjálfur hef ég verið einlægur stuðningsmaður Palestínu, allt undir það síðasta.

Það eru nefnilega tvær hliðar á hverju máli. Eftir að hafa kynmmt mér málið á víðari grundvelli en þeim sem okkur hér á landi hefur verið kennt, hef ég komist að þeirri staðreynd að kannski sé sú saga ekki eins einföld og klippt, eins og fram kemur í tilvitnun þinni á vísindavefnum. Því hafa verulegar efasemdir vaknað hjá mér.

Það má vissulega gagnrýna þau áform Sameinuðuþjóðanna og vestrænna ríkja að stofna ríki Gyðinga, skömmu eftir seinna stríð. En þeir sem þekkjkja þá sögu vita hins vegar að slíkt ríki þurfti að stofna, einhverstaðar í heiminum. Meðferð þessa landlausa fólks í stríðinu var með þeim ósköpum að annað eins hefur vart þekkst og kom getan til slíkra óhæfuverka ekki síst til vegna landleysis þessa fólks.

Hugsanlega hefði verið hægt að finna þessu ríki annan stað, en hvar? Öll afkipti stjórnmálamanna af þjóðríkjum annarra eru af hinu slæma. Á Yaltaráðstefnunni, sem haldin var við lok síðari heimstyrjaldar var Evrópu skipt upp. Þá var meðal annars stofnuð Tékkaslóvakía og Júgóslavía. Hvorugt þessara landa hafði nokkurntímann verið til. Júgóslavía liðaðist sundur með hörmungum, eins og við munum og varð að þeim ríkjum sem voru til fyrir síðari heimstyrjöld. Skipti Tékkólóvakíu í Tékkland og Slóvakíu fór fram með friðsamlegri hætti, sem betur fer. Þarna er búið að leiðrétta mistök sem misvitrir stjórnmálamenn gerðu, í krafti síns afls. Enn eru þó væringar um landamæri ýmissa ríkja Evrópu, þó lágt fari um þau.

Það sem mestu máli skiptir í samskiptum Israel og Palestínu í dag er þó ekki stofnun Israel og val staðsetningu þess, um það er ekki lengur deilt. Það sem mestu máli skliptir er að á hverju máli eru tvær hliðar. Einhliða túlkun annars aðilans getur aldrei verið sú sanna.

Vel getur verið að þær upplýsingar sem ég hef lesið af netinu um þessa deilu séu ekki réttar og að sök Israel sé öll. Því á ég þó erfitt með að trúa.

Kveðja vestur

Gunnar Heiðarsson, 24.9.2015 kl. 17:42

26 identicon

Predikari hvað kallar þú Alþjóðlega viðurkenndar heimildir????? Fox News eða Biblíuna??? Má maður taka heimildir í Skýrslur á vegum Sameinuðu Þjóðana eða eru þær allt of litaðar af guðleysi og allt of andsnúnar Ísrael. Hvað með heimildir eins og Vísindasíðu Háskóla Íslands?? Ætlaðir þú ekki að segja að ég ætti bara að lesa heimildir sem eru hliðhollar Ísrael??? Ertu sem sagt að segja að allar skýrslur á vegum Sameinuðu þjóðanna séu bara mjög sennilega smám saman reka frá Vestur Bakkanum og Gaza á næstu 20 - 30 árum?? Þar sem þú ert svona gríðarlega fróður um Alþjóðlega viðurkenndar heimildir gæti þú kannski bennt mér á svona einar tvær heimildir sem ég gæti lesið?

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 17:43

27 identicon

Predikari hvað kallar þú Alþjóðlega viðurkenndar heimildir????? Fox News eða Biblíuna??? Má maður taka heimildir í Skýrslur á vegum Sameinuðu Þjóðana eða eru þær allt of litaðar af guðleysi og allt of andsnúnar Ísrael. Hvað með heimildir eins og Vísindasíðu Háskóla Íslands?? Ætlaðir þú kannski að segja að ég ætti bara að lesa heimildir sem eru hliðhollar Ísrael??? Ertu sem sagt að segja að allar skýrslur á vegum Sameinuðu þjóðanna séu bara alger della og skrifaðar sem Gyðingahatur? Ísraelsmenn eru mjög sennilega smám saman reka alla Palestínu Araba frá Vestur Bakkanum og Gaza á næstu 20 - 30 árum?? Þar sem þú ert svona gríðarlega fróður um Alþjóðlega viðurkenndar heimildir gæti þú kannski bennt mér á svona einar tvær heimildir sem ég gæti lesið?

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 17:48

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar ég er alveg viss um að Ísraelar eiga ekki einir sök á því hvernig málið er, en það er óvéfengjanlegt að þeir hafa framið stríðsglæpi gegn Palestínskri þjóð, það er bæði vottfest og vitað.  Það er örugglega erfitt að leysa þessi mál, sennilega óleysanlegt héðan af.  En það verður ekki búið við það mikið lengur að Ísraelar  hafi hertekna þjóð í gíslingu og komi fram við hana eins og sýnt hefur verið fram á.  Hvort sem Vísindavefurinn, víkibetía eða aðrir miðlar eru 100% réttar eða ekki.  Enda sýna viðbrögð Ísraela við sniðgöngunni að þeir vita alveg hvað þeir eru að gera og vilja ekki að heimurinn sé að hrófla við því.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 18:32

29 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hér talar maður sem hefur kynnt sér báðar hliðar málsins rækilega:

https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ

Ef einhver hefur einhvern raunverulegan áhua á að vita hvað er að gerast þarna í Ísrale, þá ættu þeir að hlusta á þessan mann.

Hilmar. Ert þú sami Hilmar og bloggar stundum í veðurblogg? Þeir sem telja að það að vilja koma á réttlátu þjóðfélagi í Ísrael sé gyðingahatur eiga virkilega bágt. Ert þú að segja að allir þeir gyðingar sem taka afstöðu gegn zíonisma hati sjálfan sig?

"We seek to disassociate Jews and traditional Judaism from the Zionist ideology by:

1. Providing historical and supporting documentation that Zionism is totally contrary to the teachings of traditional Judaism through the words of our Rabbis, Sages, and Holy Scriptures which oppose the creation of a state called Israel.

2. Providing historical documentation on the ideology and creation of Zionism, the supporters of Zionism and the negative impact of their actions on the Jewish people in the past hundred years, including their involvement in the Holocaust and their activities up to the present day.

3. Publicizing the efforts of traditional Jews to demonstrate their opposition to Zionism, efforts which are often ignored by the mainstream media.

4. Convincing the news media, politicians and the public to cease referring to the State of Israel as the "Jewish State" but to call it what it is: the "Zionist State"."

http://www.truetorahjews.org/our_mission

Hörður Þórðarson, 24.9.2015 kl. 18:45

30 identicon

Það ætlar að verða einhver bið á því að maður sjá einhverjar sannanir hjá Hilmari eða öðrum, fyrir því að rangt sé að Palestínumnönnum sé mismunað í vatnsnotkun eins og fram kemur í svari vísindavefsins og eins og fram kemur hjá Miko Peled.

Hér er enn ein tilvitnunin sem bendir til sama:

 “A study of students at Bethlehem University reported by the Coordinating Committee of International NGOs in Jerusalem showed that many families frequently go five days a week without running water...The study goes further to report that, ‘water quotas restrict usage by Palestinians living in the West Bank and Gaza, while Israeli settlers have almost unlimited amounts.’

“A summer trip to a Jewish settlement on the edge of the Judean desert less than five miles from Bethlehem confirmed this water inequity for us. While Bethlehemites were buying water from tank trucks at highly inflated rates, the lawns were green in the settlement. Sprinklers were going at mid day in the hot August sunshine. Sounds of children swimming in the outdoor pool added to the unreality.”Betty Jane Bailey, in “The Link”, December 1996."

 Heimild: http://www.ifamericansknew.org/history/origin.html  ( Afskaplega fróðleg heimild um málefni Ísraels)

Af hverju er ég að leggja áherslu á þetta vatnsmál?  

Jú, þetta ætti að vera fremur einfalt atrið til að rökræða um. Annað hvort er rétt að Ísraelar mismuni eftir kynþætti/trúflokki varðandi vatnsnotkun eða að þeir gera það ekki.

Staðreyndin virðist því miður vera sú að þeir gera það.

Ekkert réttlætir slíkt út frá hernaðar eða sjálfsvarnar sjónarmiðum. 

Fyrir utan að þetta er andstyggilegt form kúgunar á fólki að neita því um nægilegt vatn þá er þetta líka upplýsandi um hið rasíska eðli zionismans. 

Nú er spurning hvort einhverjir snillingarnir fái ekki út úr þessu þá niðurstöðu að Palestínumenn hafi vatn af gyðingum í Ísrael.

Ekki kæmi það mér á óvart miðað við annað í málflutningnum. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 20:20

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hörður, nei það er eitthvað lítið um svör, þ.e. svör af einhverju viti.  

Bjarni já svo sannarlega er vatnið góð viðmiðun um málið, einfalt og skýrt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2015 kl. 21:24

32 identicon

Allt fylgir þetta fyrirfram þekktri uppskrift.
Í þetta sinn byrjar ballið með bloggi, þar sem "velviljuð og áhyggjufull frú" lýsir angist sinni yfir þessari hræðilegu meðferð á aumingja Palestínuaröbum.
Og auðvitað byrjar það með hefðbundnum rasískum lygum um ályktun 242.

Fyrir þá sem hafa áhuga, og skilja ensku, þá er ályktunin hér:

Security Council resolution 242 (1967) of 22 November 1967 (also known as. "land for peace" resolution)

The Security Council,

Expressing its continuing concern with the grave situation in the Middle East,
Emphasizing the inadmissibility of the acquisition of territory by war and the need to work for a just and lasting peace in which every State in the area can live in security,
Emphasizing further that all Member States in their acceptance of the Charter of the United Nations have undertaken a commitment to act in accordance with Article 2 of the Charter,

1. Affirms that the fulfilment of Charter principles requires the establishment of a just and lasting peace in the Middle East which should include the application of both the following principles:
(i) Withdrawal of Israel armed forces from territories occupied in the recent conflict;
(ii) Termination of all claims or states of belligerency and respect for and acknowledgment of the sovereignty, territorial integrity and political independence of every State in the area and their right to live in peace within secure and recognized boundaries free from threats or acts of force;

2. Affirms further the necessity
(a)    For guaranteeing freedom of navigation through international waterways in the area;
(b)    For achieving a just settlement of the refugee problem;
(c)    For guaranteeing the territorial inviolability and political independence of every State in the area, through measures including the establishment of demilitarized zones;

3. Requests the Secretary-General to designate a Special Representative to proceed to the Middle East to establish and maintain contacts with the States concerned in order to promote agreement and assist efforts to achieve a peaceful and accepted settlement in accordance with the provisions and principles in this resolution;

4. Requests the Secretary-General to report to the Security Council on the progress of the efforts of the Special Representative as soon as possible.

http://unispal.un.org/UNISPAL.NSF/0/7D35E1F729DF491C85256EE700686136

Fyrsta grein er með tveim málgreinum, sem ekki verða skildar í sundur. Hugsanlega er enskukunnáttu gyðingahatara ábótavant, og þeir geti ekki lesið sér til gagns. Það stemmir vel við þá skoðun að rasistar séu almennt heimskari en gengur og gerist. Hinn möguleikinn er náttúrulega til staðar, að þeir skilji þetta mæta vel, en einbeittur hatursvilji komi í veg fyrir að þeir viðurkenni það.
En í sinni einföldustu mynd þýðir grein 1., að landi sé skipt fyrir frið, og viðurkenningu landamæra, fullveldis og tilvist ríkja á svæðinu.
Með friðarsamningum við Egypta og Jórdaníu, þar ssem landi er skipt fyrir frið og viðurkenningu, uppfyllir Ísrael ályktun 242.
Ísrael getur ekki uppfyllt skilyrðin gagnvart Sýrlandi, þar sem Sýrlendingar neita samningum við Ísrael.

Og þá eru upptalin löndin sem ályktun 242 tekur til.
Palestína er ekki land. Palestína er ekki hluti af ályktun 242, einfaldlega vegna þess, að það er ekki viðurkennt fullvalda ríki.
Samningar um stofnun sérstaks ríkis Palestínumanna er svo sjálfstætt mál, og kemur ályktun 242 ekki baun við.

Mikið vildi ég að áhyggjufulla frúin, og hinir gyðingahatararnir myndu nú svara efnislega um ályktun 242, og beina athygli sinni frá þeirri skoðun sinni, að ég þarfnist sálfræðings.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 21:48

33 identicon

Og þá að parti tvö.

Gyðingar voru reknir frá austur Jerúsalem og öðrum byggðum á Vesturbakkanum árið 1948, þegar Jórdanía innlimaði Vesturbakkann ólöglega, og Egyptar Gaza.
Gyðingar höfðu keypt upp 30 ferkílómetra lands á Vesturbakkanum og Gaza, auk þess að eiga húsnæði og fyrirtæki, m.a. í austur Jerúsalem.

Engin formleg viðurkennd landamæri eru á milli Ísrael og heimastjórnarsvæða Palestínu. Hinsvegar eru óformleg landamæri, og óformlegur skilningur á því, hvað telst til Palestínu og hvað telst til Ísrael.
Landnemabyggðir á Vesturbakkanum eru á svæði sem nemur um 1.7% heildarstærðar Vesturbakkans, eða um 90 ferkílómetrar.
Lítill hluti af þessu landi eru s.k. ólöglegar byggðir, þ.e., byggðar á einkalandi Palestínumanna.
Þetta er í sjálfu sér ekki vandamál, þar sem Ísraelar hafa boðið Palestínumönnum land í staðinn.

Og árið 2000 ákvað Yasser Arafat enn einu sinni að missa ekki tækifærið til að missa af tækifæri.
Orðalaust sleit hann viðræðum í Camp David, þar sem Ísrael hafði gefið umtalsvert eftir.
Á borðinu lá tillaga frá Bill Clinton:

At the outset, it is critical to note that Clinton’s offer was never written down.
Nonetheless, Ambassador Dennis Ross, the chief US negotiator, detailed the proposal in his book, THE MISSING PEACE.
According to his account, Clinton offered a plan that would primarily have given the Palestinians:
1) over 90% of the West Bank, and complete control over the Gaza Strip with a landlink connecting the two,
2) Palestinian control over the Muslim holy sites on Jerusalem’s Temple Mount, and
3) significant financial compensation to Palestinian refugees.

Variations to this skeletal offer were also on the table. For example, Clinton allegedly offered Arafat 96% of the West Bank and 1% of Israel proper, or94% of the West Bank and 3% of Israel proper.

http://www.hnlr.org/wp-content/uploads/2012/03/Rosenberg-Negotiation-Final-Paper-1.pdf

Það er því algerlega augljóst, að hagsmunir Palestínumanna virðast ekki liggja í friðarsamningum, eða stofnun sjálfstæðs ríkis.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 23:07

34 identicon

Þrjú. Vatnið.

“I think it is a shame that our Arab neighbors do not have enough water. Every person should have enough to live. But as far as I know they do not pay and so do not get water,” said Mayor Perl.

Indeed, business mismanagement and poor bill collection by Palestinian authorities is acknowledged by several international studies as one of the reasons behind the current water crisis in the West Bank and Gaza.

According to Israel, this is the main, if not the only, reason for the crisis.

“We sit on the same aquifer and we do not want to see it being ruined as it has happened in Gaza because of thousands of illegal drillings. Instead of blaming Israel for everything, the Palestinian authority should treat sewage to obtain 40 mcm per year to use for agriculture. Most importantly, they should fix their water pipes in the urban areas, which have a leaking rate of 33 percent,” said Colonel Grisha Yakubovich, head of the Civil Coordination Department at the Coordination of Government Activities in the Territories (COGAT).

“Many things could be done and should be done, including desalinating seawater, the best resource of all. But come on, Palestinians should take responsibility, that’s all. We can do more, but they can do much more,” Yakubovich said.

http://www.ibtimes.com/world-water-wars-west-bank-water-just-another-conflict-issue-israelis-palestinians-1340783

Að hætti palestínska hússins, þá er sökin Ísrael. Palestínumenn taka aldrei ábyrgð á eigin vangetu.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 23:17

35 identicon

Fjögur. Hvað gerist næst?

Og þá meina ég á þessari bloggsíðu.

Jú, blogghöfundur hvetur mig aftur til að leita sálfræðings, en hefur ekkert um efnið að segja.
Aðrir gyðingahatarar koma sér hjá því að svara efnislega, heldur:
1. Snúa útúr
2. Ásaka mig um mannvosku
3. Gera nafnið Hilmar tortryggilegt
4. Koma með aðrar lygar, og ætla mér að afsanna hvaða rugl sem þeim dettur til hugar að kasta fram.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2015 kl. 23:20

36 identicon

Enn af vatni. 

Hilmar þú vitnar í eitthvert bull. 

Ísraelsk yfirvöld og ólöglegir landnemar á herteknum svæðum Palestínumanna eyðileggja í stórum stíl vatnsmannvirki þeirra og síðan er þeim neitað um að byggja upp.  

Bændur fá ekki einu sinni að reisa þrær til að safna regnvatni. http://www.al-monitor.com/pulse/originals/2013/04/westbank-water-restrictions-israel.html#

Ísraelsmenn hafa sölsað undir sig 80 % af vatni á Vesturbakkanum. 

Listi yfirgangs og ómennsku Ísraelsmanna bara varðandi vatnsnotkun er næstum endalaus.

Sendinefnd frá sameinuðu þjóðunum eins konar sannleiksnefnd,  ætlaði að fara í vetvangsrannsókn í Ísrael og á hernumdu svæðunum árið 2012. Fimm sinnum óskuðu þeir eftir samvinnu við Ísraelsk yfirvöld en var neitað.  

Samviskan var greinilega ekki hrein hjá yfirvöldunum.

Nefndin fór til Jórdaníu og talaði við fjölda aðila.

Ekki var það fallegt sem fram kom við rannsóknina. 

Ólöglegt hernám, mismunun gagnvart lögum, mismunun varðandi aðgang að vatni og fl. og fl. http://www.ohchr.org/Documents/HRBodies/HRCouncil/RegularSession/Session19/FFM/FFMSettlements.pdf

Það er með ólíkindum hvað menn ganga langt í því að ljúga einhverju öðru upp en þarna er á seiði.

Án þess að blygðast sín hið minnsta halda áróðursmeistarar Ísraela því fram að hvítt sé svart og svart sé hvítt.

Trúlegast í þerri trú að lygin á aðra hliðina geri sannleikann tortryggilegann á hina. 

Hér er t.d. það sem rannsóknarnefndin hafði að segja varðandi vatnið (öllu áreiðanlegri heimild en lygabullið sem Hilmar vitnar í sem ómögulegt er að sjá hvaðan er komið)

Afsakið þéttan texta, mæli með að skoða heimildina í vísun hér að ofan. 

selem, “Human Rights on Occupied Territories Annual Report”, 2011,

page 50. 17 7.

Restrictions on the Right to Water

80. Information and testimonies corroborate the impact of settlement expansion on the right to water of Palestinians, including as pointed out inter alia by the Committee on Economic, Social and Cultural Rights, the high discrepancy between water allocation for Palestinians and settlers, and inequitable access.

81. The capacity of the Palestinian Water Authority (PWA) to develop new water resources is hampered by the water management arrangements governed by the Interim Agreement and the Joint Water Commission (JWC) that it established, in which “fundamental asymmetries – of power, of capacity, of information” give Israel predominance in the allocation of West Bank water resources, of which it withdraws 90 per cent.55 The Mission learnt that a large number of Palestinian projects are rejected by the JWC. In Area C, approval is further required from the Israeli Civil Administration, even for small-scale projects such as a well or rainwater collection cistern.

82. The PWA’s ability to transfer water to areas facing water shortages is severely inhibited by the territorial fragmentation, since almost every project implies movement through Area C. The Mission heard testimony about water resources damaged or destroyed by the construction of the Wall or lost to the seam zone, cutting off villages from their wells, springs and cisterns. In the Jordan Valley, deep water drillings by the Israeli national water company Mekorot and the agro-industrial company Mehadrin have caused Palestinian wells and springs to dry up. Eighty per cent of the total water resources drilled in the area is consumed by Israel and the settlements.

83. The lack of availability of Palestinian water resources has led to chronic shortages among Palestinian communities in Area C and a dependence on Mekorot, to whom authority over the West Bank water resources was transferred from the military in 1982.

84. Mekorot supplies almost half the water consumed by Palestinian communities. The Mission heard that Palestinians do not have access to Israeli recycled water available to settlements, and have to use water from the more expensive drinking water supply for irrigation purposes. In the event of a water shortage, valves supplying Palestinian communities are turned off; this does not happen for settlements.

85. The Mission heard of situations where villagers must travel several kilometres to get water when closer water resources serve neighbouring settlements. Settlements benefit from enough water to run farms and orchards, and for swimming pools and spas, while Palestinians often struggle to access the minimum water requirements. The Mission heard that some settlements consume around 400 l/c/d56, whereas Palestinian consumption is 73 l/c/d, and as little as 10-20 l/c/d57 for Bedouin communities which depend on expensive and low quality tanker water. In East Jerusalem houses built without a permit cannot connect to the water network.

86. Water shortages are further exacerbated by restrictions on movement, destruction of infrastructure, expropriations, forced evictions and settler violence, which also largely contributes to diminishing access to water for Palestinians.

87. Forcible takeovers and vandalism by settlers increasingly impair access to water. In March 2012, according to OCHA, 30 springs in the vicinity of settlements had been 55 World Bank, “West Bank and Gaza Assessment of Restrictions on Palestinian Water Sector Development”, April 2009, para. 130. 56 Litres per capita per day. Minimum recommended by WHO, 100 l/c/d. 57 OCHA Factsheet - The Humanitarian Impact of Israeli-declared “Firing Zones” in the West Bank, (August 2012). 18 completely taken over by settlers and 26 were at risk, with settlers fencing them off and threatening villagers. Some of the seized springs are turned into “tourist attractions” or recreational sites, which receive Israeli government support.

88. Destruction of water infrastructure, including rainwater cisterns, by Israeli authorities has increased since the beginning of 2010; double in 2012 compared to 201158 . The denial of water is used to trigger displacement, particularly in areas slated for settlement expansion, especially since these communities are mostly farmers and herders who depend on water for their livelihoods. A number of testimonies highlighted that the cutting off from water resources often precedes dispossession of lands for new settlement projects.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 01:28

37 identicon

Sumar áróðurslygarnar eru litlar aðrar stórar.

Ein af þeim stóru er sú að í sex daga stríðinu árið 1967 hafi Ísrael verið að verjast vondu aröbunum sem ætluðu að eyða því.

Raunveruleikinn var sá að stríðshaukar Ísraela sáu tækifæri á að ná meira landi og nýta sér að her Egifta var ekki í neinum árásarham og heldur vanbúinn til stórátaka.

Gallinn við þessa lygi er að hún heldur áfram sem réttlæting fyrir kúgun Palestínuaraba. Það megi bara ekkiert gefa eftir gagnvart þessu liði þá ráðist það á mann. 

Hér er ein heimild um þetta en í henni segir m.a.: "A large part of the reason why today rational debate about making peace is impossible with the vast majority of Jews everywhere is that they still believe Egypt and the frontline Arab states were intending to annihilate Israel in 1967, and were only prevented from doing so by Israel’s pre-emptive strike."   http://thecreatetrust.org/the-lies-about-the-1967-war-are-still-more-powerful-than-the-truth-by-alan-hart/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 02:12

38 identicon

Bjarni, þetta framlag þitt er hlægilegt.

Í fyrsta lagi, þá vitnar þú í Al-Monitor sem heimild, og blaðamann sem er kynntur sem "Jihan Abdalla is a Palestinian freelance journalist and television producer based in Jerusalem.", en tekur ekki mark á IBtimes sem er systurfyrirtæki Newsweek.

Í öðru lagi, þá vitnar þú í skýrslu mannréttindaráðs SÞ, sem hefur það eitt markmið að álykta um Ísrael. Ráðið ályktar aldrei um mannréttindabrot ríkja íslam.
Vissir þú t.d. að skýrslugerð UN HRC, er kostuð af samtökum íslamskra ríkja?  https://en.wikipedia.org/wiki/United_Nations_Human_Rights_Council
Veist þú hver afrek samtaka íslamskra ríkja er í mannréttindum?  https://en.wikipedia.org/wiki/Cairo_Declaration_on_Human_Rights_in_Islam
Veist þú hvers konar trúðar hafa stjórnað nefndum ráðsins? https://en.wikipedia.org/wiki/John_Dugard  -  https://en.wikipedia.org/wiki/Richard_A._Falk

Vissir þú að ráðið hefur einungis fordæmt eitt ríki fyrir mannréttindabrot, Ísrael?
Og vissir þú að ráðið hefur fordæmt Ísrael 11 sinnum?
Vissir þú að ráðið hefur ekki fordæmt ríki eins og Súdan, Kína, Norður Kóreu, Myanmar, Pakistan, Egyptaland, Sýrland, Lýbíu, Alsír, Eritreu, Saudi Arabíu, Sómalíu, Jemen, Afganistan og Kóngó?
Vissir þú að ráðið hefur ályktað og gagnrýnt Ísrael oftar en öll önnur ríki heims sameiginlega?
Kemur það þér á óvart, að Ísrael vilji ekkert samneyti eiga við þessa rasistanefnd?

Eitt er það sem ég veit, það er örugglega enginn gyðingahatari þarna úti, sem þú myndir ekki vitna í, en þú myndir aldrei vitna í eitthvað, sem ekki fer saman við þitt eigið gyðingahatur.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 02:30

39 identicon

Bjarni, ég hef komist að því, að þú ert fábjáni sem ert ekki verður míns tíma.
Þú ert í alvörunni að vitna í síðu hjá einhverri "góðgerðarstofnun" sem enginn þekkir, og einhvern "graham" sem sendir inn komment, vitnað í rugludall að nafni Hart, sem telur að Mossad hafi staðið að 9/11.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 02:47

40 identicon

Nú þegar komið er leikhlé, virðist staðan vera 4-1 fyrir Hilmar.
Við bíðum spennt eftir seinni hálfleik.
Munu aðdáendur Palestínu ná að jafna eða ætlar Hilmar að vinna leikinn.
Á meðan látum við poppið poppa og komum okkar vel fyrir í stólnum!

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 08:59

41 identicon

 Jæja Ásthildur, undarlegt hvað heldur einfaldar ábendingar geta farið fyrir brjóstið á mönnum.

 

Þar sem ég er ekki lengur verður tíma þessa nafnlausa fyrirbæris sem kallar sig Hilmar þá beini ég máli mínu til þín. Því ef eitthvað er gagnslausara en að beina máli sínu og spurningum til fyrirbæris sem er hugsanlega ekki til þá er það að fá ekki einu sinni svar.

(Miðað við svörin frá þessu Hilmari er það nú þó jafnvel bara kostur)

 

Þetta leiðir mann út í þær heimspekilegu hugleiðingar að líklega lítur Hilmar  og fleiri slíkir á sig sem Guð gamla testamentisins.  Ef þú hefur ekki hina einu sönnu trú og gerir ekki eins og boðorðin segja þá ertu bannfærður, grýttur, verður að salti og líklega það versta af öllu ert FÁBJÁNI.

 

En hver ætli séu þá boðorðin?

 

Líklega eru þau einhvern vegin svona:

 

1.     Palestínumenn í Ísrael og á herteknusvæðunum (sem eru ekki hertekin) eru ekki ofsóttir af gyðingum eða beittir misrétti af neinu tagi.

2.     Auk þess má beita þá þessu sem ekki er misrétti t.d. láta þá fá minna vatn en aðra,láta þá búa við minni dómsvernd en aðra vegna þess að slíkt er gert í sjálfsvörn.

3.     Þeir sem gagnrýna framferðið gagnvart Palestínumönnum ,sem eru í raun ekki til og því ekkert að gagnrýna, eru þar með sjálfkrafa skilgreindir sem gyðingahatarar og þar sem þeir eru gyðingahatarar þá er ekki að marka gagnrýnina.

4.     Af því að víða annarsstaðar eru mannréttindabrot og kúgun hverskonar í gangi þá á ekki að vera að böggast í Ísrael fyrir slíkt þannig að þeir meiga alveg halda áfram að gera það sem þeir eru þó ekki að gera.

5.     Meint fórnarlömb Palestínumenn, eru þegar þeir kvarta undan ofbeldi Ísraels, orðnir hlutdrægir vegna þess að þeir eru aðilar máls og þar með er ekkert að marka kvartanirnar og allar heimasíður á netinu sem upplýsa um ofbeldið eru þar með sjálfkrafa skilgreindar sem haturssíður.

 

Þetta er svona það sem kemur fyrst upp í hugan en sjálfsagt eru boðorðin fleiri.

Svo er það þetta með vatnið, það er eitthvað svo upplýsandi um ástandið.

Úr skýrslu nefndar sameinuðu þjóðanna:

 Vatnsveitufyrirtæki undir stjórn Ísraela grafa  brunna í Jórdan dalnum sem eru dýpri en brunnar Palestínumanna sem veldur því að þeirra brunnar þorna upp.

Vegna skorts á vatnslindum búa Palestísk samfélög á svæði C, við viðvarandi vatnsskort og eru  háð ríkisvatnsveitu Ísraels Mekorot um vatn en Ísraelski herinn veitti Mekorot yfirráð yfir vatndlinum á Vesturbakkanum árið 1982.

Í Austur Jerúsalem fá þau hús sem eru byggð í leyfisleysi ekki að tengjast vatnsveitu.

Eyðilegging Ísraelskra yfirvalda á innviðum vatnsveitukerfis Palestínumanna hefur aukist síðan 2010 og er tvöföld árið 2012 miðað við 2011 (skrifað 2012). Það að neita fólki um vatn er notað til að koma af stað brottflutningi, sérstaklega á svæðum nærri landtökubyggðum en á þessum svæðum eru aðalega bændur og hjarðmenn sem viðkvæmir fyrir vatnsskorti.

 

Fjölda margar heimildir frá Palestínumönnum bera þessu sama vitni, einnig heimildir frá gyðingum sem ofbýður kúgunin.

Æi já, þetta ber allt að sama brunni.

Sama tóma brunninum hjá Hilmari og fleirum slíkum sem einhverra hluta vegna langar svo óskaplega að vera í liði með „vonda kallinum“! ;-) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 10:01

42 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvert er aðal vandamál palestínumanna að mati eins helsta mannréttindafrömuða þeirra sjálfra ? Lítið á þetta :

https://youtu.be/da9UkEYlTw0

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2015 kl. 10:05

43 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Langflestir íbúar palestínu eru egypskir að uppruna. Hvað segja frændur þeirra egyptarnir, sem eru með landamæri sín að Palestínu harðlæst ? 

Hér sjáið þið upptökur úr egypsku sjónvarpi :

.

https://www.youtube.com/watch?v=7VtENBF_yjo

.

.

Líttu á þetta :

https://www.youtube.com/watch?v=6DCuRzzsKnk

.

iVðurkenna að Hamas hafi gert göng til þess að ræna ísraelskum hermönnum

https://www.youtube.com/watch?v=s58aGaQ2OXU

 

ummæli araba sjálfra um að þeir beiti börmnum fyrir sig sem skildi :

https://www.youtube.com/watch?v=htRpQ4kUX2A

.

https://www.youtube.com/watch?v=SoYmuH3NOv8

.

https://www.youtube.com/watch?v=SoYmuH3NOv8

.

.

Var ekki einhver að tala um vatnsskort og fleira ? Á þessum myndböndum má sjá lýsandi dæmi um það hversu skítt "Palestínumenn" á Gaza hafa það.  Á fyrra myndbandinu bregður fyrir kunnuglegum andlitum.

.

http://www.youtube.com/watch?v=yM7_R8Oih-k 

.

http://www.youtube.com/watch?v=6f21_mj8fz0

.

.

 

Tíu goðsagnir og staðreyndir um Gaza stríðið

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.9.2015 kl. 10:11

44 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessaður Þórður, vona að þú njótir poppsins og annara trakteringa smile Málið er að magn er ekki sama og gæði.  Það er hægt að bulla út í eitt, og segja að öll rök sem maður færir fram sé bull, lygi og vitleysa.  En ég hef það fyrir sið að ef ekki er hægt að ræða öðru vísi saman en með upphrópunum og hávaða, þá er best að sleppa því bara.  Enda held ég bara að ég setjist niður í hægindið með þér og njóti skemmtunarinnar.

Þakka Þér Bjarni fyrir þín svör.

Prédikarinn og Hilmar takk líka fyrir fróðleg innlegg.  Munið bara að það sem maður lætur út úr sér á netinu, segir eiginlega mest um mann sjálfan.  

Hafið allir bestu þakkir fyrir.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2015 kl. 10:48

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér þyrfti að koma með ýmsar athugasemdir, Ásthildur. 

Predikarinn reyndi að vísu eitthvað, en iðulega sleppa menn því að fara inn á svona vefslóðir, hafa ekki tíma o.s.frv.

En var ekki Jasser Arafat einmitt að hluta egypzkur: fæddur í Kaíró 1929 og ólst þar upp, faðir hans að vísu frá Gaza (móðir hans þó egypzk), en móðir Arafats frá Jerúsalem. Faðir hans lék hinn unga Jasser illa í barsmíðum, eftir að sá síðarnefndi sótti guðsþjónustur Gyðinga í Kaíró "to study Jewish mentality". Jasser sótti ekki jarðarför föður síns 1952 né vitjaði leiðis hans í Gaza. Faðirinn hafði barizt árangurslaust í aldarfjórðung fyrir erfðarétti sínum í egypzkum dómstól. Spurning hvaða áhrif þessi vonbrigði höfðu á soninn.

En ég sá beina villu í Vísindavefs-greininni og annað sem var mjög villandi. Kem að því í öðru innleggi.

PS. Mohammed Attah, foringi flugvélaræningjanna 11.9. 2001, var egypzkur.

Jón Valur Jensson, 25.9.2015 kl. 11:16

46 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þitt innlegg Jón Valur, málið er að ég hef hvergi haldið því fram að Palestínumenn séu flekklausir, það sem verið er að tala um eru mannréttindabrot Ísraelsmanna á Gaza og vesturströndinni.   Þetta hefur marg komið fram bæði í ræðu og riti, og þjóðir heims virðast bara vilja horfa fram hjá þessu, af ástæðum sem við þekkjum öll, og kallast Samviskubit gagnvart útrýmingarherferð Hitlers á gyðingum og reyndar fleira fólki, rómarfólk lenti líka á skurðborðinu hjá honum, svo og vangefnir.  Það átti bara að ala upp hinn hreina hvíta stofn Aría. 

En við verðum að hlusta og skoða þessi mál vel.  Ekki hver gerði hvar og hvenær heldur á heildina og ef sniðganga er eina leiðinn til að koma Ísraelum til að láta af þessari hegðun, þá skal það vera svo, virkaði í Suður Afríku.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2015 kl. 12:04

47 identicon

 Hvað í ósköpunum ertu að reyna að segja með þessum myndböndum Predikari? (enn einn nafnleysinginn ).

Að elítan, fína fólkið í hvaða kreðsum sem er vill gera vel við sig óháð aðstæðum múgsins? Er einhver frétt í því? Íslenska vinstri stjórnin hækkaði aftur við sig laun en gleymdi eldri borgurumm og öryrkjum þrátt fyrir áminningar framsóknar og sjálfstæðis sem gleymdu svo sjálfir því sama. 

Að öfgasamtök komast á legg þar sem fólk er endalaust kúgað og pínt? 

Að Ísraelsmenn hringi í fólk og segir því að drífa sig út úr húsum því þau verði sprengd innan 5 mínútna? Jú það er smá frétt í því þar sem venjan er að afneita slíkri lögleysu hjá Ísraelum.

Manni dettur stundum í hug að engir séu fegnari eða áhugasamari að hafa öfgasamtök við völd á Gaza en Ísraelsmenn sjálfir. Þannig geta þeir endalaust réttlætt kúgunina, þessa sömu kúgun og kemur öfgasamtökunum til valda.

Hér kemur einn af betri forsetum Bandaríkjanna og talar tæpitungulaust um ástandið í Ísrael og hverjir beri þar mesta sök. (Að vísu segir hann að zionisminn byggi ekki á rasisma sem áhugavert væri að skoða betur því ýmislegt bendir til þess) 

https://www.youtube.com/watch?v=uvtC_qzHVM4

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 13:17

48 Smámynd: Mofi

Ég trúi að þetta sé rétt lýsing á sögu þessara hernumdu svæða: https://www.youtube.com/watch?v=XGYxLWUKwWo

Ég tel að þetta sé rétt lýsing á af hverju margir Palestínumenn eru flokkaðir sem flóttamenn, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=g_3A6_qSBBQ

 

Mofi, 25.9.2015 kl. 19:17

49 identicon

Sæll Mofi

Þú ert alltaf með þennan Zíonista lygaáróður, og sömu lygarnar aftur og aftuir, og það þegar að þú veist að hryðjuverk Zíonista byrjuðu löngu fyrir stofnun Zíonista Rasista Terrorista ríkið Ísraels 1948, eða þar sem að þetta Zíonista Ísrael fæddist í gegn Zíonista hryðjuverk og djöfulskap Zíonista hryðjuverkahópanna Stern, Irgun og Hangan er voru í því að drepa og sprengja Palestínumenn upp (A Summary of Zionist Terrorism in the Near East — 1944-1948). 

En hvenær ætlar þú að hætta að koma með þennan zíonista lygaáróður með Zíonistanum
DannyAyalon

Þetta Zíonista -Rasista -Terrorist ríki þitt Ísrael er sennilega eina ríkið sem fæddist svona með hryðjuverkum og djöfulskap. Nú og Zíonistar hófu Sexdaga stríðið með djöfulgangi og látum með ráðast á Egypska flugvelli og svo á aðra nágranna sína (Six-Day War began on June 5, 1967, when Israel launched surprise bombing raids against Egyptian air-fields.), og ekki reyna að segja eitthvað annað hérna MOFI?

Zíonistar hafa verið tregir til þess gefa landsvæði eftir er þeir hafa hernumið gegn öllum alþjóðalögum, svo og öllum í samningaviðræðum. Að reyna núna að segja að þetta Zíonista Ísrael séu einhverjir friðarsinnar er algjör lygi, þar sem að þetta Zíonista lið þarna eru og hafa verið ekkert annað en ófriðarsinnar.

Zíonista -Rasista -Terrorista rikið Ísrael hóf stríð gegn Líbanon 1982 og
Zíonista -Rasista -Terrorista rikið Ísrael hóf svo aftur stríð gegn Líbanon 2006, og fyrir utan það hefur ekkert ríki í heiminum brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna en Zíonista Ísrael.

Þegar að Jesús Kristur sagði "Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa." þá átti hann örugglega ekki við þetta Zíonista Rasista Terrorista lið þarna í Zíonista Ísrael.

Þetta Zíonista Rasista Terrorista ríki Ísrael hefur verið í því að gera fólk í Palestínu að flóttamönnum,m og það löngu fyrir stofnum árið 1948 (
A Summary of Zionist Terrorism in the Near East — 1944-1948). 

En hvað þér er nákvæmlega sama það þó að Zíonistar rífa niður hús, íbúðir, kirkjur, kirkjugarða, barnaleikvelli Kristanna Palestínumanna og Palestínu Múslima, því að hjá þér þá er það bara Zíonista-Rasista Ísrael sem að skiptir máli og annað ekki.
Þar sem að þið Stuðningsmenn Ísraels og Kristnir -Zíonistar styðjið Zíonista Ísrael jafnvel gegn ykkar eigin kristnartrúnarbræðrum og gegn allri kristinni trú þarna og allt fyrir þetta Zíonista Rasista Ísrael.

Demolitions of Israeli and Palestinian Homes
1967 - Present

 

0 Israeli homes have been demolished by Palestinians and at least 28,000 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967. (View Sources & More Information)

Chart showing that more than 28,000 Palestinian homes have been demolished, compared to no Israeli homes.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 20:31

50 identicon

 Ég hef verið að skoða þessa síðu sem Þorsteinn vitnar þarna í og get ekki betur séð en þetta sé engin haturssíða, öðru nær.  Þarna er á gagnrýnin og vandaðan hátt verið að reyna að horfa í gegnum allan áróðurinn varðandi Ísrael og Palestínu. 

Our Story

Alison Weir speaking at Stanford University.
Alison Weir speaking at Stanford University
Photo by Christopher Pedregal

If Americans Knew was originally founded by an American freelance journalist, Alison Weir* (read her full bio and articles), who traveled independently throughout the West Bank and Gaza Strip in February and March of 2001. Ms. Weir found a situation largely the reverse of what was being reported by the American media. Upon further examination of this issue – she read dozens of books on the topic – she found that the U.S. press portrayal was significantly at odds with information being reported by media throughout the rest of the world.

“Ms. Weir presents a powerful, well documented view of the Middle East today. She is intelligent, careful, and critical. American policy makers would benefit greatly from hearing her first-hand observations and attempting to answer the questions she poses.”

Tom Campbell,
Former Congressman and Dean of Haas School of Business

Disturbed that American citizens were being misinformed and uninformed on one of the most significant issues affecting them today, and discovering the problem to be systemic, she founded an organization to be directed by Americans without personal or family ties to the region who would research and actively disseminate accurate information to the American public.

Since that time, If Americans Knew has begun producing informational materials, assisted in organizing public forums, produced media studies, and provided speakers and written materials to hundreds of venues across the United States, among them Harvard Law School, Stanford, Columbia, The Fletcher School of Law and Diplomacy, The University of California at Berkeley, Northwestern University, The Center for Policy Analysis on Palestine, The National Press Club, The Naval Postgraduate School, and numerous other university campuses, churches, libraries, and civic organizations in every region of the United States.

In March of 2004, Ms. Weir was inducted into honorary membership of Phi Alpha Literary Society, founded in 1845 at Illinois College. The award cited her as a: “Courageous journalist-lecturer on behalf of human rights. The first woman to receive an honorary membership in Phi Alpha history.”

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.9.2015 kl. 22:07

51 identicon

Sæll Bjarni

Já þetta er mjög góð vefsíða með mjög mikið af upplýsingum, en þetta stuðningslið hér fyrir Zíonista Rasista Israel er hins vegar svo mikið fyrir að horfa á litlu, litlu, nice, nice Kristnu -Zíonista áróðursstöðina Ómega, er sjónvarpar bara einhliða áróðurslygum beint frá Zíonista Ísrael og þessum gervi kristnu Zíonistum í Bandaríkjunum. Þannig að nú vilja stuðningsmenn Zíonista Ísrael bara fá að sjá Zíonista Ísrael, og að jarðýtur Zíonista eyðileggi nú öll hús, íbúðir, kirkjur, kirkjugarða og barnaleikvelli Kristna Palestínumanna og Palestínu múslima, svo að spádómarnir rætist nú algjörlega.

"...Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim sem segja sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans."(Op 2:9)

"Ég skal láta nokkra af samkundu Satans, er segja sjálfan sig vera Gyðinga, en eru það ekki heldur ljúga,-ég skal láta þá koma og kasta þér fyrir fætur þér, að ég elska þig.."(Op 3:9)


Þrátt fyrir að allar kristnar kirkjur þarna hafi reynt að mótmæla kristnum- Zíonisma og stuðningsmönnum Ísrael með að gefa út yfirlýsingu gegn Zíonistum og Zíonisma, svo og gegn þessum kristnum -zíonisma  eins og td. sjá hérna: " KAIROS PALESTINE " ," THE JERUSALEM DECLARATION ON CHRISTIAN ZIONISM , Churches for Middle East Peace (CMEP) Þá vilja stuðningsmenn Ísraels og Kristnir- Zíonistar áframhaldandi her- og landnám gegn alþjóðalögum, og að hús, íbúðir, kirkjur, kirkjugarðar Kristinna Palestínumann og Palestínu Múslima séu rifin niður á Vesturbakkanum og í Austurhluta Ísraels fyrir þetta Zíonista Rasista Ísrael.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2015 kl. 00:26

52 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þarf samt ekkert að vera verra fólk þó það sé með slæður.  Slæður eða höfuðbúnaður er aðallega tíska.  Þetta getur alveg verið þægilegur  eða hentugur höfuðbúnaður.  Það er líka svo stutt síðan að slæður voru við líði á Íslandi.  Örstutt.  

Sjáið bara þessa mynd frá fiskverkun á Eskifirði um 1900.  Konurnar allar með slæður!

Taka ber eftir vinnuaðstöðunni.  Konurnar voru látnar verka fiskinn á hnjánum!

Sjallar hafa lítið breyst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2015 kl. 01:07

53 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

http://lemurinn.is/wp-content/uploads/4558930052_b1bb2abafb_b-670x505.jpg

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2015 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband