7.5.2007 | 19:54
Aldraðir eiga betri réttindi skilin.
Ég ætla að leyfa mér að birta hér grein eftir Guðmund Hagalínsson sem er í 6 sæti á lista Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi.
Aldraðir eiga betri réttindi skilin.
Nú í aðdraganda kosninga er ekki úr vegi að stinga niður penna og ræða nokkur mál er varða málefni eldri borgara og lífeyrisþega almennt. Á liðnu sumri 2006 voru formenn aðildarfélaga innan landssambands eldri borgara boðaðir á fund, það var þriðjudaginn 11. júlí 2006, að Stangarhyl 4. Reykjavík. Var þessi fundur til þess að kynna tillögur frá svokallaðri Ásmundarnefnd. Því hefur verið haldið mjög á lofti af ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að náðst hafi víðtæk sátt um þær tillögur, sem lagðar voru fyrir fundinn. Eftir skýringar og umræður um tillögurnar, steig fulltrúi ríkisstjórnarinnar úr Ásmundarnefndinni í pontu og tilkynnti okkur fundarmönnum og formönnum aðildarfélaganna að ef við vildum ekki samþykkja það er á borð væri borið fyrir okkur, gætum við farið heim og þá væri stjórn landsambandsins á byrjunarreit og öll sú vinna er lægi að baki þessara tillagna úr sögunni. Þetta eru staðreyndir sem ekki verða hraktar.
Í tillögunum er tekið fram hvað sá er býr einn hefur á mánuði og á engann lífeyrissjóð. Eftir skatt eru það samtals kr. 113.919.-, en sambýlisfólk eða hjón kr. 98.598.-. Ef gert er ráð fyrir því að sá sem býr einn hafi kr. 52.500.- úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur þá heldur hann kr. 17.649.- en ríkið í gegnum skatta og skerðingar kr. 34.851.-. Ef skoðað er hvað sambýlisfólk og þeir sem eru giftir hafi, og gerum ráð fyrir sömu upphæð eða kr. 52.500.- þá kemur í hlut þess gifta kr. 20.805.- en ríkið fær kr. 31.695.-.
Í útspili Geirs Haarde um bættan hag þeirra er engan lífeyrissjóð hafa og kvaðst myndu beita sér fyrir því að allir þeir er væru svo illa staddir fengju kr. 25.000.- gleymdi hann að geta þess að sá er fengi þessar 25.000.- kr. héldi innan við 7.500.- kr. eftir skatta og skerðingar. Það er dapurt til þess að vita að ráðamenn þjóðarininar skuli vera svo illa á vegi staddir að álíta það, að við sem búum við þær aðstæður að byggja afkomu okkar að mestu eða öllu leyti á þessum lúsarlaunum, séum öll upp til hópa flón.
Á liðnu kjörtímabili hef ég gert mér það til dundurs að reyna að komast til botns í þessum frumskógi sem málefni lífeyrisþegar eru í. Ætla ég þess vegna að nefna nokkur dæmi.
Umönnunarbætur til lífeyrisþega voru skattlagðar og skertar á liðnu ári, þar af fær tíkið til sín aftur 81 % til dæmis bensínstyrkur til hreyfihamlaðra sem hljóðaði samtals upp á sjöhundruð tuttugu og sex milljónir, fimmhundruð níutíu og þrjár milljónir, en hreyfihamlaðir fá aðeins í sinn hlut eitthundrað þrjátíu og tvær milljónir. Að meðaltali fær hver hreyfihamlaður því aðeins kr. 2.500.- af kr. 8.577.- sem hverjum er greiddur.
Þriðjudaginn í liðinni dimbilviku sátum við Pétur Blöndal og ræddum um málefni eldri borgara og öryrkja í einn og hálfan klukkutíma, og kom ýmislegt fram í umræðunni við Pétur. Hann reyndi að telja mér trú um að greiðslurnar til þessara hópa væri allt of háar.
Ég hef upplýsingar um einstakling er keypti hlut í ákveðnu fyrirtæki og hafði hug á því að selja til að létta á greiðslu hjá sér. Þessi aðili er komin yfir sjötugt. Viðkomandi fór að kanna hvað hann héldi eftir af þessari upphæð, sem var aðeins kr. 900.000.- Fjármagnstekjuskattur 10% 90.000.- kr. skerðing tryggingabóta 38.35% hljóða upp á 310.635.- kemur í hlut ríkisins. Hlutur eiganda fjárins verður því aðeins 499.365.- ef viðkomandi hefði verið undir lífeyrisaldri hefði hans hlutur verið kr. 810.000.- og þá spyr ég; hvers vegna hirðir ríkið með sköttum og skerðingum kr. 400.635.- af viðkomand, vegna þess að hann hefur náð lífeyrisaldri?
Hvaða rök eru fyrir því að ríkisjóður erfi stóran hlut eða nánast helming sparifjárs okkar eftir að við höfum náð 67 ára aldrei ? Þeir sem fóru út í það að nýta sér ákvæði um að safna í séreignalífeyrissjóði og unnu til sjötugs, þurfi að horfa upp á það að halda aðeins eftir 35% og þaðan af minna.
Hvaða lög eru það ? og hvenær voru þau samþykkt ? Hverjir fluttu þau ? Sem eru þess valdandi að ríkið hirði stóran hluta þess fjárs sem aldraðir hafa ætlað sér til viðbótarframfærslu á efri árum ?
Allar þessar tölur eru réttar upp á krónu og eru óhrekjanlegar.
Á sameiginlegum framboðsfundi 3. maí sl. sagði Einar Kristinn Guðfinnsson að það hefði verið lagað verulega fyrir okkur til að milda skerðingarákvæðin. Tökum dæmi; Einstaklingur sem hefur kr. 80.000.- úr lífeyrisstjóði hagnast um kr. 1.602.- við þessa mildingu, hreint ekki svo lítið. Sá er fær svona mikla kjarabót hlýtur að lyfta sér upp og gera sér dagamun. Ertu ekki sammála því Einar Kristinn ?
Hann gæti boðið þér einn kaffibolla með sér og átt þónokkurn afgang, ekki satt ? Ég hef rætt við formenn og varaformenn allra flokka. Fjóra ráðherra, formenn viðskiptanefndar og fjárlaganefndar alþingis, og fjölda þingmanna á liðnum tveim árum um málefni lífeyrisþega oftar en ekki hafa þessar viðræður mætt litlum skilningi, en með einni undantekningu og það eru þingmenn Frálslynda flokksins og þá sérstaklega formaðurinn Guðjón Arnar. Hann hefur hvað eftir annað flutt á alþingi þingsályktunartillögur án undirtekar. Það vafðist því ekki fyrir mér eftir að hafa skoðað þessi málefni hvaða flokkur fengi að nýta krafta mína í þessum kosningum.
Þessvegna beini ég því til eldri borgara í þessum kosningm að skoða hug sinn vel áður en þeir gefa ríkistjórnarflokkunum atkvæði sitt.
Guðmundur B. Hagalínsson kt. 020534 7969.
Formaður eldriborgara í Önundarfirði og 6. maður á lista Frjálslynda flokksins í NV. kjördæmi.
Aldraðir eiga betri réttindi skilin.
Nú í aðdraganda kosninga er ekki úr vegi að stinga niður penna og ræða nokkur mál er varða málefni eldri borgara og lífeyrisþega almennt. Á liðnu sumri 2006 voru formenn aðildarfélaga innan landssambands eldri borgara boðaðir á fund, það var þriðjudaginn 11. júlí 2006, að Stangarhyl 4. Reykjavík. Var þessi fundur til þess að kynna tillögur frá svokallaðri Ásmundarnefnd. Því hefur verið haldið mjög á lofti af ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að náðst hafi víðtæk sátt um þær tillögur, sem lagðar voru fyrir fundinn. Eftir skýringar og umræður um tillögurnar, steig fulltrúi ríkisstjórnarinnar úr Ásmundarnefndinni í pontu og tilkynnti okkur fundarmönnum og formönnum aðildarfélaganna að ef við vildum ekki samþykkja það er á borð væri borið fyrir okkur, gætum við farið heim og þá væri stjórn landsambandsins á byrjunarreit og öll sú vinna er lægi að baki þessara tillagna úr sögunni. Þetta eru staðreyndir sem ekki verða hraktar.
Í tillögunum er tekið fram hvað sá er býr einn hefur á mánuði og á engann lífeyrissjóð. Eftir skatt eru það samtals kr. 113.919.-, en sambýlisfólk eða hjón kr. 98.598.-. Ef gert er ráð fyrir því að sá sem býr einn hafi kr. 52.500.- úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur þá heldur hann kr. 17.649.- en ríkið í gegnum skatta og skerðingar kr. 34.851.-. Ef skoðað er hvað sambýlisfólk og þeir sem eru giftir hafi, og gerum ráð fyrir sömu upphæð eða kr. 52.500.- þá kemur í hlut þess gifta kr. 20.805.- en ríkið fær kr. 31.695.-.
Í útspili Geirs Haarde um bættan hag þeirra er engan lífeyrissjóð hafa og kvaðst myndu beita sér fyrir því að allir þeir er væru svo illa staddir fengju kr. 25.000.- gleymdi hann að geta þess að sá er fengi þessar 25.000.- kr. héldi innan við 7.500.- kr. eftir skatta og skerðingar. Það er dapurt til þess að vita að ráðamenn þjóðarininar skuli vera svo illa á vegi staddir að álíta það, að við sem búum við þær aðstæður að byggja afkomu okkar að mestu eða öllu leyti á þessum lúsarlaunum, séum öll upp til hópa flón.
Á liðnu kjörtímabili hef ég gert mér það til dundurs að reyna að komast til botns í þessum frumskógi sem málefni lífeyrisþegar eru í. Ætla ég þess vegna að nefna nokkur dæmi.
Umönnunarbætur til lífeyrisþega voru skattlagðar og skertar á liðnu ári, þar af fær tíkið til sín aftur 81 % til dæmis bensínstyrkur til hreyfihamlaðra sem hljóðaði samtals upp á sjöhundruð tuttugu og sex milljónir, fimmhundruð níutíu og þrjár milljónir, en hreyfihamlaðir fá aðeins í sinn hlut eitthundrað þrjátíu og tvær milljónir. Að meðaltali fær hver hreyfihamlaður því aðeins kr. 2.500.- af kr. 8.577.- sem hverjum er greiddur.
Þriðjudaginn í liðinni dimbilviku sátum við Pétur Blöndal og ræddum um málefni eldri borgara og öryrkja í einn og hálfan klukkutíma, og kom ýmislegt fram í umræðunni við Pétur. Hann reyndi að telja mér trú um að greiðslurnar til þessara hópa væri allt of háar.
Ég hef upplýsingar um einstakling er keypti hlut í ákveðnu fyrirtæki og hafði hug á því að selja til að létta á greiðslu hjá sér. Þessi aðili er komin yfir sjötugt. Viðkomandi fór að kanna hvað hann héldi eftir af þessari upphæð, sem var aðeins kr. 900.000.- Fjármagnstekjuskattur 10% 90.000.- kr. skerðing tryggingabóta 38.35% hljóða upp á 310.635.- kemur í hlut ríkisins. Hlutur eiganda fjárins verður því aðeins 499.365.- ef viðkomandi hefði verið undir lífeyrisaldri hefði hans hlutur verið kr. 810.000.- og þá spyr ég; hvers vegna hirðir ríkið með sköttum og skerðingum kr. 400.635.- af viðkomand, vegna þess að hann hefur náð lífeyrisaldri?
Hvaða rök eru fyrir því að ríkisjóður erfi stóran hlut eða nánast helming sparifjárs okkar eftir að við höfum náð 67 ára aldrei ? Þeir sem fóru út í það að nýta sér ákvæði um að safna í séreignalífeyrissjóði og unnu til sjötugs, þurfi að horfa upp á það að halda aðeins eftir 35% og þaðan af minna.
Hvaða lög eru það ? og hvenær voru þau samþykkt ? Hverjir fluttu þau ? Sem eru þess valdandi að ríkið hirði stóran hluta þess fjárs sem aldraðir hafa ætlað sér til viðbótarframfærslu á efri árum ?
Allar þessar tölur eru réttar upp á krónu og eru óhrekjanlegar.
Á sameiginlegum framboðsfundi 3. maí sl. sagði Einar Kristinn Guðfinnsson að það hefði verið lagað verulega fyrir okkur til að milda skerðingarákvæðin. Tökum dæmi; Einstaklingur sem hefur kr. 80.000.- úr lífeyrisstjóði hagnast um kr. 1.602.- við þessa mildingu, hreint ekki svo lítið. Sá er fær svona mikla kjarabót hlýtur að lyfta sér upp og gera sér dagamun. Ertu ekki sammála því Einar Kristinn ?
Hann gæti boðið þér einn kaffibolla með sér og átt þónokkurn afgang, ekki satt ? Ég hef rætt við formenn og varaformenn allra flokka. Fjóra ráðherra, formenn viðskiptanefndar og fjárlaganefndar alþingis, og fjölda þingmanna á liðnum tveim árum um málefni lífeyrisþega oftar en ekki hafa þessar viðræður mætt litlum skilningi, en með einni undantekningu og það eru þingmenn Frálslynda flokksins og þá sérstaklega formaðurinn Guðjón Arnar. Hann hefur hvað eftir annað flutt á alþingi þingsályktunartillögur án undirtekar. Það vafðist því ekki fyrir mér eftir að hafa skoðað þessi málefni hvaða flokkur fengi að nýta krafta mína í þessum kosningum.
Þessvegna beini ég því til eldri borgara í þessum kosningm að skoða hug sinn vel áður en þeir gefa ríkistjórnarflokkunum atkvæði sitt.
Guðmundur B. Hagalínsson kt. 020534 7969.
Formaður eldriborgara í Önundarfirði og 6. maður á lista Frjálslynda flokksins í NV. kjördæmi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022157
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðleg lesning takk fyrir þetta Hrafnkell. Já ég er alveg sannfærðum að það er til fólk sem vílar sér ekki fyrir að fara með rangt mál sjálfum sér til framdráttar. Má það til dæmis nefna sjávarútvegsráðherrann, þegar hann segir að brottkast sjávarfangs sé bara órökstuddar staðhæfingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:55
grrrrrr maður getur orðið virkilega reið þegar svona er lesið! Sama er með öryrkjana... hver króna sem hægt er er hirt af okkur! Held að þessir háu herrar ættu að prófa að lifa af undir 100.000kr á mánuði og sjá hvernig við höfum það! Og EKKERT hefur staðist sem okkur hefur verið lofað og lofað með fögrum orðum. URRDAN bara... *hvæs*
Knús frá saumakonu sem er búin að fá NÓG og veit alveg hvað hún ætlar að kjósa á laugardag!
Saumakonan, 7.5.2007 kl. 21:12
Gott að vita Saumakona mín. Við verðum að standa saman um að koma á réttlátara samfélagi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 22:05
Já Guðmundur er hörkuduglegur maður og hann kynnir sér málin ofan í kjölin. Hann lætur heldur engan vaða ofan í sig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.