1. maí kveðja frá verkakonu.

Það kom til mín kona í hádeginu, Ásthildur viltu birta þessa grein fyrir mig, sagði hún.  Ég lá andvaka í nótt og var svo reið, að ég ákvað að skrifa hana frá mér (reiðina). Ég á ekki auðvelt með þetta, því er er svo stolt.  En mig langar til að koma þessu á framfæri.

Það er ekkert mál sagði ég.  Ég skal setja þetta inn á bloggið mitt. Og svona hljómar þetta bréf.

c_users_arna_pictures_bloggmyndir_iceland

 

Í dag er 1. maí!  Dagur verkalýðsins.  Dagurinn minn !

 

Og aðaláhyggjuefni mitt um þessi mánaðarmót semog önnur, eru hvort ég eigi fyrir mat út mánuðinn, það skyggir á gleði dagsins.

En mitt áhyggjuefni hlýtur að teljast léttvægt miðað við þann draug sem okkar háu herrar þurfa að slást við.  Samviskuna, eða hafið þið glatað henni í fögnuði ykkar yfir góðærinu, sem við megum ekki vera með í.

Ekki biðja mig að kjósa ykkur, ég treysti ekki svikurum !

Þið hafið svift mig sjálfsögðum rétti mínum til að lifa mannsæmandi lífi, svei ykkur!

Og þetta ætlið þið skammlaust að bjóða útlendingum uppá.  Ja, ekki er gertrisninni fyrir að fara, eða á að bjóða þeim upp á betri bítti?

Ég er ekki svo viss um að þeir kjósi mitt hlutskipti, hvorki fyrr né nú.

Mín laun í dag eru, sem 75% öryrki 128.467.ö 1.4. 2007, áður í 100% vinnu sem afgreiðslumaður í matvöruverslun 127.166.- 31.4.2006, í dag komin upp í 130.027.- samkvæmt kauptaxta 1. janúar 2007.  Ég fékk greitt samkvæmt honum og ekki aur meir, svo hiklaust getur þetta kallast láglaunasvæði.

Og ekki er auðvelt að flýja þetta ástand, því umleið og þið verðfellduð okkur, verðfellduð þið eigur okkar.

Þið hljótið að skulda okkur skýring eftir 12 (16) ára stjórnarsetu, eki satt.

Svo nú er nóg komið af voli, upp með baráttuandann.

Til hamingju með daginn.  Lifið heil!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Konan á alla mína samúð og ég tek ofan fyrir henni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Saumakonan

úffff mikið skil ég vel þessa konu...  er sjálf 75%öryrki og mínir aurar ná ekki uppí þessa tölu  

Til hamingju með daginn sjálf ljúfan

Saumakonan, 1.5.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir kommentin stúlkur mínar ég ætla að sýna henni þetta á eftir. Hún verður glöð að sjá viðbrögðin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2007 kl. 14:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, og ég stal fánanum af blogginu þínu mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2007 kl. 14:25

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Svona er Ísland í dag! Skyldi kjaradómur hækka laun alþingismanna strax daginn eftir kosningarnar eins og síðast?

Vilborg Eggertsdóttir, 1.5.2007 kl. 17:13

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til  hamingju með daginn  það eiga allir að láta í sér heyra það var gott hjá konuni að láta heyra í sér.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2007 kl. 18:24

7 identicon

Þessi kona er sko ekki ein á báti, það er fullt af fólki sem er ekki að ná endum saman.  Samt heyrir maður á hverju horni "svona er Ísland í dag", og "það breytist aldrei neitt" og svo framvegis.  Eftir að hafa haft sömu stjórn svo lengi að yngstu kjósendurnir hafa ekki einu sinni lifað annað er almennt verkafólk farið að svíða í boruna, en samt virðist meginþorri landsmanna vera skíthræddur við breytingar.  Hef meir að segja heyrt fólk slá því fram að landið verði rjúkandi rústir haldi sjálfstæðismenn ekki völdum.  Ég verð nú að segja að það verður að hrista aðeins upp í landanum, og kanski eru rjúkandi rústir betri en ríkjandi ástand.  Það gleymist stundum að ef maður gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt.

Til hamingju með daginn! 

Bergvin (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 18:26

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Fín grein og ég sem er 75% öryrki kannast vel við svona aðstæður.  En það er nánast óskiljanlegt hvað margir virðast vera hræddir við breytingar, ætli skýringin á því sé ekki sú að núverandi ríkisstjórn hafur staðið fyrir svo mikilli misskiptingu tekna í þjóðfélaginu að við eru að slá Bandaríkjunum við á því sviði en mikill vill alltaf meira.  Hitt er svo grátlegt að framboð aldrara og öryrkja mun þjóna þeim tilgangi einum að taka atkvæði frá þeim sem vilja breyta þessu og sama á einnig við framboð Margrétar Sverrisdóttur og hennar félaga. Nei nú er komið nóg og þessi stjórn verður að falla í kosningunum n.k. svo aðrir getið komist að til að laga þessa hluti.

Berðu þessar ágætu konu kveðju mína.

Jakob Falur Kristinsson, 1.5.2007 kl. 20:05

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með daginn.    BTW þá er ég líka 75% öryrki og hef verið síðan 1991 er ekki enn komin í 130.þús (bæði TRS og LSJ) en tóri, var að hugsa um það kvöld þegar ég heyrði fréttina um starfslokasamning Bjarna Ármanns, hvað maður er nú bara heppin að vera svona lítillátur, fátt verður oft til að gleðja mann þegar allt er til, en samt öllum má nú ofborga.  Kær kveðja til vinkonu þinnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 22:19

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég bið að heilsa þessari konu Cesil og segðu henni frá mér að hún sé hetja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2007 kl. 23:31

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, ég sýndi henni svörin sem voru komin í gær, og hún varð rosalega glöð. Átti ekki von á svona frábærum stuðningi.  Hún verður ennþá ánægðari þegar ég sýni henni þetta í dag.   ég veit að það var átak fyrir hana að láta þetta fara frá sér.  Hún sagði við mig.  Ég var ekki einu sinni búin að leiðrétta starfsetningarvillurna, ég er viss um að ef ég hefði gefið mér meiri tíma, þá hefði ég ekki látið þetta fara.  Og ég sagði bara "Gott mál".

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband