Kaffi, tvífætlingar og margfætlingar.

Kosningabaráttan er að fara í gang, og ekki seinna vænna.  Fólk er að koma og spyrjast fyrir um málefnin og gott mál.  Það kom til mín ung stúlka áðan og sagðist vera mjög óákveðin, hún væri að velta fyrir sér þremur flokkum, sem sagt stjórnaranstöðunni.  Ég lét hana hafa bæklinga og sagði henni að kynna sér vel stefnumál flokkanna. Þau væru mikið til sameiginleg, svo sem eins og velferðarmálin.  Tvennt væri samt sem við leggðum áherslu á og kvæðum fastar að en aðrir, og það væru fyrst og fremst sjávarútvegsmálin og svo innflytjendamálin.  Frjálslyndi flokkurinn hefur skýra stefnu í sjávarútvegsmálum og hvernig hann hyggst vefja ofan af kerfinu á mjúkan hátt, án þess að rústa neinu. 

Síðan að leggja áherslu á að innflytjendur sitji við sama borð og íslendingar.  Að við tökum ekki á móti fleirum en svo að við getum haft eftirlit með því að þeir njóti sömu mannréttinda og aðrir.

Ég hlustaði á sunnudagsviðtal hjá Rúv í dag, þar var einn spekingurinn sem sagði að Frjálslyndi flokkurinn hefði farið kolvitlaust af stað með málið "bara Ísland fyrir íslendinga " og búið sagði hann. Þetta er svo rangt að það er meiðandi.  Í maí í fyrra þegar umræðan byrjaði um að uppfylla EES samningin um sameiginlegan vinnumarkað, þá vöruðu þingmenn frjálslyndar eindregið við því að opna landamærin óheft.  Þá sögðu þeir að þetta myndi skapa ávissu og erfitt væri að fylgjast með því að menn væru meðhöndlaðir af virðingu. 
Þessi ágæti maður sagði að auðvitað yrði að ræða þessi mál en bara ekki eins og Frjálslyndi flokkurinn hefði gert. Og þarna var auðvitað enginn úr flokknum til að leiðrétta bullið.  Því bull var þetta og ósvífin tilraun til að gera lítið úr málfluttningi okkar án þess að við fengju rönd við reist. 

Við höfum alla tíð talað á sömu nótum.  Málflutningurinn hefur bara verið rangfærður af sjálfskipuðum sérfræðingum.  Og ég held að það séu allflestir búnir að sjá þetta, og að forystumenn hinna flokkanna sjái eftir að hafa alfarið höggvið á umræðuna.  Og núna á að reyna að koma því að við við höfum bara talað vitlaust um málið, en það yrði að ræða það.  Sú umræða hefði aldrei farið fram ef við hefðum ekki byrjað hana.

Um sjávarútvegsmálið gegnir sama máli, frjálslyndir er eini flokkurinn sem vill halda þessu á lofti og gera eitthvað ákveðið í málinu.  En ég er viss um að það mun ekki reynast erfitt fyrir kaffibandalagið að standa að baki okkar hvað það varðar. 

Því það greinir ekkert á milli í flestum öðrum málum.  Og eins og fram kom í stjórmálaumræðu í þætti á Útvarpi Sögu í dag, þá töluðu Ásta Ragnheiður og Jón Magnússon mjög svo einum rómi, og þar kom fram að stjórnarandstaðan hefur flutt mörg góð mál um velferð bæði aldraðra og öryrkja sem þessi ríkisstjórn hafnaði.  Svo þessi bleika blæja sem þeir eru að breiða yfir sig núna er nú ekki mjög trúverðug.  Fyrir utan frekjuganginn í Ástu Möller, ég á orðið núna, ég er að tala, ekki grípa fram í fyrir mér, ekki tala meðan ég er að tala..................... galaði hún sífellt og gjammaði svo manna mest.  Þvílík frekjudós.

En sum sé ég er bjartsýn á, að í vor verði mynduð velferðarstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra.  Og það verður góð stjórn og hún  mun þurfa að vinna vel að því sem þessi ríkisstjórn hefur trassað.  En það er alveg ljóst að við þurfum að vera þar innanborðs til að okkar áherslur verði með. 

IMG_4538 Fólk kíkti við á skrifstofunni við sátum fyrir utan í góða veðrinu.

IMG_4539 ekki voru allir á tveimur jafnfljótum, þessi leit við, en þáði ekki kaffi.

IMG_4547 Þessi aftur á móti var í garðskálanum mínum, ég taldi 17 stykki, flykki og sumar vilja detta í tjörnina, og það gerði þessi elska en ég bjargaði henni upp úr, þið sjáið að vængirnir eru fastir saman, en hún er nú samt farin af stað aftur eins og allar hinar.  ég bjargaði alls þremur svona hlussum upp úr tjörninni áðan.  Þær fljúga eins og bjánar yfir tjörninga þó þær viti .... nei þær vita það sennilega ekki að þær eiga ekki að geta flogið samkvæmt þyngdarlögmálinu.  En þetta eru drottningarnar sem byrja og búa sér til bú með öllum sínum þegnum.  Það verða örugglega mörg bú í sumar og það er gott.  Þær eru nytjadýr og vinkonur mínar.  Ég hef bannað börnunum að veiða þær eða meiða á nokkurn hátt.  Þetta eru vinkonur hennar ömmu segir stubburinn, það er bannað að meiða þær.

IMG_4549 Það er svo mikið um að vera í garðskálanum og blómin mörg.

IMG_4542 Skýin falleg eins og venjulega.

IMG_4543 Málverk himinsins.

IMG_4546

Ég vil óska ykkur gleðiríkrar nætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég lenti í sömu spurningu í dag.  Hún var að velta fyrir sér FF, SF, VG...en var greinilega veik fyrir FF.  Ég sagði henni bara að ákveða sig á kjörstað, FF væru fínir og færu örugglega ekki í eina sæng með ríkisstjórnarflokkunum??

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.4.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við vorum með sérstakan fund með ungu fólki á kosningaskrifstofunni á föstudagskvöld með ungu fólki sem var frekar óákveðið, nema að það vildi ekki Framsókn eða Sjálfstðisflokkinn.  Þegar við vorum búnir að ræða við þetta ágæta fólk og útskýra stefnu flokksins í þeim málum sem fólkið spurði um fór nær allt þetta fólk út með XF merki í barminum og stefnuskrá flokksins í hendinni og gaf okkur í skyn að þetta væri sennilega besti kosturinn og sumir lýstu því strax yfir að það ætlaði að kjósa XF svona spjallfundur í rólegu umhverfi og fólkið fékk að koma með sýnar skoðanir mun skila miklu.

Jakob Falur Kristinsson, 29.4.2007 kl. 21:45

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég veit að ykkur mun ganga vel í kosningabaráttunni.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við vorum með sérstakan fund með ungu fólki á kosningaskrifstofunni í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið með ungu fólki sem var frekar óákveðið, nema að það vildi ekki Framsókn eða Sjálfstðisflokkinn.  Þegar við vorum búnir að ræða við þetta ágæta fólk og útskýra stefnu flokksins í þeim málum sem fólkið spurði um fór nær allt þetta fólk út með XF merki í barminum og stefnuskrá flokksins í hendinni og gaf okkur í skyn að þetta væri sennilega besti kosturinn og sumir lýstu því strax yfir að það ætlaði að kjósa XF svona spjallfundur í rólegu umhverfi og fólkið fékk að koma með sýnar skoðanir mun skila miklu.

Jakob Falur Kristinsson, 29.4.2007 kl. 21:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna mín! það er alveg rétt okkar fyrsti kostur er Samfylking og Vinstri grænir.  Og við höfum raunhæfa möguleika, ef við stöndum saman.  Svo vil ég benda mönnum á að hlusta á Silfur Egils í dag viðtalið við Guðjón Arnar, frábært viðtal, þar sem Guðjón útskýrið á frábæran hátt hvað um er að ræða í okkar hópi. http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=VEFMIDLAR&Template=VefTV&ChannelID=10&ProgID=32047&ProgType=2001&ItemID=29103&progCItems=1

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 21:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við fellum stjórnina ofkors.  En ertu að segja mér að þessi kvikindi séu innan dyra hjá þér líka þessi gullna?  Ertuekkiaðdjókaímér?

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nee hún var fyrir utan kosningaskrifstofuna þessi elska.   Ef hún hefði verið inni hjá mér, hefði ég látið greina hana hvort hér væri um að ræða aðskotadýr eða sjálfstæðan íslending, ég er rasisti manstu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022945

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband