Góður dagur framundan.

Ef ég segi að ég hefði ekki fengið áfall við að heyra síðustu skoðanakönnun þá væri ég að ljúga.  En svo hef ég verið að hugsa málið.  Það eru um 40% manns sem ekki gefa upp afstöðu sína, og auðvitað eigum við einhverja þar.  Þetta er líka allta annað en það sem við heyrum í kring um okkur.  Ef það er borið saman við könnunina þá er hún úti á túni.

Svo ég ætla bara að vera bjartsýn þangað til ég sé hvað kemur upp úr kössunum 12. maí næst komandi.

En við áttum yndislega stund í gær fjölskyldan grilluðum og skemmtum okkur vel.

Litla Evíta Cesil fékk sér sopa svona til að byrja með.

IMG_4412 Nammi namm.

IMG_4416 Sumir vildu frekar leika sér í vatninu, og ef einhver heldur að þetta sé snjóþota, þá er hinn sami í villu og svíma, því þetta er auðvitað skip.

IMG_4422 Þessi stubbur átti afmæli í gær og fékk þetta líka fína hjól í afmælisgjöf.

IMG_4438 Sumir höfðu meiri áhuga á tölvuleikjum eins og gengur.

IMG_4442 Sumir voru svo orðnir ansi syfjaðir í gærkvöldi, og þá var gott að lúlla í fanginu á afa sem söng svo fallega fyrir hann.

IMG_4435 Svona skartaði himininn sínu fegursta. 

IMG_4439 Og máninn fór síðastur að sofa.

 IMG_4450 Þessar komu svo hressar og kátar í morgun.

Það var gott að fá sér morgunverð. 

 IMG_4446

 En nú er sól og blíða á Ísafirði, örugglega um 18° eða meira.  Sannarlega yndislegur dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi koma þær ekki hingað Arna mín.  Það er bara hreinasta dásemd veðrið hér núna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022943

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband