25.4.2007 | 18:38
Til hamingju Guðrún.
Var að sjá á BB að Guðrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin Nýr stöðvarstjóri Rúv. Ég var einmitt að vona að svo yrði. Ég vil reyndar nota þetta tækifæri til að þakka Finnboga Hermannssyni fyrir að standa vaktina á RUV-Vest um langa hríð. Hann er mjög fróður maður og kom oft með góða sýn á hin ýmsu mál. Nú getur hann slakað á og farið í að dunda sér við að setja niður kartöflur og grænmeti, gert upp gamla bíla og allt það sem varð að sitja á hakanum í fréttastarfinu.
Guðrún finnst mér alveg frábær manneskja og vel að þessu starfi komin. Ég er viss um að útvarp vestfirðir eru þar í góðum höndum. Hún er jákvæð og hugmyndarík, vakandi í því sem hún er að gera.
Það sem mér finnst flottast í þessu öllu er að það var ráðin í þetta starf okkar kona, ísfirðingur sem er inn í sálinni hér á Vestfjörðum og veit hvar hjartað slær. Velkominn til starfa Guðrún mín og farnist þér vel í starfi.
Sóli skín í dag, og það var líka hellirigning, svo nú finnst manni vorið vera komið. Ég var líka að gera starfslokasamning við Ísafjarðarbæ, þar sem verið er að leggja starfið mitt niður. Ólíkt Guðrúnu sem er að taka við nýju starfi, þá er ég að leggja lokahönd á mitt. Ég mun þó ekki hverfa af vettvangi, því ég mun áfram hugsa um grænu svæðin hér bara á annan hátt. Ásel hefur gert verktakasamning við bæinn um umsjón með svæðunum. Og ég mun gera mitt til að halda þeim í viðunandi horfi.
Mér er þetta mjög kært, því ég hef byggt þau flest upp af eigin rammleik. Oft með átaki og svokallaðri "frekju" sérstaklega fyrst í stað. Með bilað bak eftir mikið puð fyrstu árin. Svona er þetta bara. Nýjir menn taka við með ný sjónarmið. En ég mun halda áfram að reyna að passa upp á svæðin eins og ég get. Sérstaklega mun ég reyna að verja Austurvöll, þann merkilega garð, sem er systurgarður Hallargarðsins í Reykjavík. Við erum svo rík að eiga fjóra skipulagða skrúðgarða í bæjarfélaginu, Skrúð, Jónsgarð, Simsonsgarð og Austurvöll. Sá yngsti hálfrar aldar gamall, þetta er mjög sérstakt í einu bæjarfélagi. Og ómæld forréttindi fyrir okkur hér. Þetta ber að vernda með öllum hætti.
Ég mun örugglega ræða meira um störf mín í bæjarfélaginu. En ég byrjaði sem umsjónarmaður opinna svæða 1978, og hef unnið með smá hléum fram á þennan dag. Byrjaði reyndar að vinna hjá bænum á skrifstofunni 1966, þannig að ég er sennilega elsti starfsmaðurinn þar. Fór í Garðyrkjuskóla ríkisins árin 1987 -8 og var gerð að garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar upp frá því. Núna frá og með 1. maí hins vegar ætla ráðamenn að leggja starfið mitt niður. En gera verktakasamning við Ásel eins og áður sagði. Það voru ekki mörg græn svæði þegar ég tók við. Og Skrúðgarðar bæjarins í algörri niðurníðslu. Ég þurfti að leita að þeim beðum sem voru til staðar í görðunum tveimur Jónsgarði og Austurvelli. En ég hef alltaf haldið þeim í sem upprunalegustu mynd. Sá sem teknaði upp Austurvöll var Jón H. Björnsson sá mæti landslagsarkitekt, og ég veit að hann er mjög ánægður með hve viðhaldi garðsins hefur verið haldið sem upprunalegustu, og þeim gróðri sem þar var.
En nú þarf ég að þjóta ég skrifa ef til vill meira um þessi mál síðar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2023416
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnbogi Hermannson er eini fréttaritarinn sem ég þekki með nafni, en ég á í erfiðleikum með að muna nöfn fréttamanna, það segir eitthvað um mig en meira um Hermann.
Benedikt Halldórsson, 25.4.2007 kl. 19:38
Já ég held að ég hafi sagt það áður að þú ert með græna fingur Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.4.2007 kl. 19:38
Vegalengdir er afstætt hugtak Arna mín
Já Finnbogi var mjög sérstakur maður og góður fréttamaður, vel að sér í velflestum málum.
Jamm Kristín mín ég man það vel
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 19:55
úff ekki er ég með græna fingur... en það verður gaman að sjá garðana næst þegar við komum til Ísafjarðar... er á sumarplaninu þar sem tengdó er frá Ísó og hennar móðir og fleiri ættingjar búa þar enn
Saumakonan, 25.4.2007 kl. 20:29
Til hamingju með ráðningu Guðrúnar. Þessi mynd þarna af Húsunum og gróðrinum gæti verið tekin vestur á melum við mínar æskuslóðir. Ég sver það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2007 kl. 20:37
Nú verður maður bara forvitinn Saumakona mín. Jenný þetta hús er Austurvegur 7 gistiheimili Áslaugar. En hún er ein af áhugamanneskjum um verndun garðsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 20:38
:D kveðjur frá Selfossi
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 21:18
tengdamóðir mín er dóttir Júlíusar heitins í Neista (minnir mig að það hafi heitið) og Katrínar Arndal (sem býr enn á Ísó)
Saumakonan, 25.4.2007 kl. 22:25
Ég þekkti þau hjón mæta vel, sá Katrínu bara fyrir stuttu á götum bæjarins.
Kveðja til þín líka Ásdís mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 00:38
Guðrún er vel að þessu komin. Mér finnst hún hafa vaxið mjög í starfi.
Takk fyrir kæra mín kæra að faragrænumf ingrum um bæinn minn. 
IGG , 26.4.2007 kl. 01:49
Ja hérna, ein að flýta sér? Þetta átti auðvitað að vera: Takk fyrir mín kæra að fara þínum grænu fingrum um bæinn okkar.
IGG , 26.4.2007 kl. 01:51
Takk fyrir hrjósið Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.