Gróður, móðir jörð og ungviðið sem mun erfa jörðina.

Þessar elskur komu í heimsókn í dag.  Flott og fín.  Ömmudúlla og skjaldsveinn.

IMG_4173 Prinsessa með stæl.

Svo var maður náttúrulega í gróðrinum, eins og þið sjáið þá grænkar allt meira og meira í gróðurhúsinu.

IMG_4175 Og svo má sjá blómin betur hérna.

IMG_4178

En svona leit veðrið út í morgun

IMG_4174

Allt hvítt. 

En það er vor í sálinni og mér líður mjög vel.  Héðan er sum sé allt gott að frétta.  Og allt í blóma, líka pólitíkin þessi skrýtna tík, því það er hreinlega ekkert að marka skoðanakannanirnar.  Það er allt annað hljóð sem við heyrum hér og í öllu kjördæminu.  En það má víst ekki segja svoleiðis. 

Við munum blíva þannig er það bara.  Og við munum marka spor.  Við erum.... einfaldlega. 

Og til hamingju móðir jörð með daginn þinn.  Ég elska þig og allar þínar vættir huldar sem sýnilegar, stórar sem smáar.  Allt frá hinum eldgamla Berg í hina smávöxnu og glöðu blómálfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott hjá þér blómin og gróðurhúsið allt

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Hengifúksía eða blóðdropar krists er að verða mjög vinsæl jurt sem sumarblóm á verönd eða á skjólgóðum stað í garðinum.  Eða bara í stofuglugganum.  Takk fyrir kveðjuna Jóna Ingibjörg mín og sama hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf svo fallegt hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var ég nokkuð búin að segja þér að ég er af gróðurhúsaætt??  Langafi minn Baldvin hóf ylhúsarækt á Hveravöllum í Reykjahverfi. Þar var pabbi minn lítill drengur að tína tómata ofl. með afa sínum og synda í sundlauginni sem var á staðnum (innilaug) ekkert smá gaman að koma í Hveravelli. Kíki alltaf við ef ég fer norður. Grænar kveðjur frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Krístín Katla mín  Nei þú varst ekki búin að segja mér það Ásdís mín.  Það hefur örugglega verið skemmtilegt fyrir pabba þinn.  Sérstakt á þeim tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru nú ættingjarnir þínir frænka mín.  Og risastórt knús til þín líka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 23:57

7 identicon

Skemmtilegar myndir   Ég hef verið að reyna að koma myndum í þessari stærð inn á bloggið mitt en þær skreppa alltaf saman á aðalsíðunni og það þarf að smella á þær til að sjá.  Ertu á einhverjum sérsamning hjá Moggablogginu eða eru þetta þemun sem ráða????  Ég varð dáldið spæld þegar ég setti flottustu mynd ever af kisunni minni og´hún varð rétt rúmlega frímerki þegar hún var komin inn

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar þú ert búin að velja myndina og hún kominn inn í gluggan, þá geturðu valið um stærð í glugga við hliðina Anna mín.  Þú getur valið um stóra og stærsta og meira að segja upprunalegu stærðina sem er ógnarstór.  Ég er nýbúin að uppgötva þennan fídus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 00:21

9 identicon

Þú ert ekkert minna en frábær! Takk! Búin að laga og fyrirsætan komin í full size

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 00:41

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

YES! þannig á það líka að vera

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 00:55

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Var í fermingarveislu með fullt af Vestfirðingum í dag sem einmitt voru að segja mér að það væri nú allt hvítt fyrir vestan og hér sé ég það og einnig gróandann.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2007 kl. 01:35

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

fallegar stúlkur

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.4.2007 kl. 04:54

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra það Gmaría mín. 

Hm.  Anna, ég er ekki viss um að hann Stefán vilji láta kalla sig stúlku, þó hann sé fallegur.  Hann er sá sem stendur við hliðina á hestinum.  Hann Stefán er alveg frábær strákur, ég hef séð hann dansa upp á sviði eins og engil og endaði á að kasta sér í split, nei spíkat heitir það þegar fæturnir fara beint út, er það ekki.  Hann er sko flottur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 08:52

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg börn Ásthildur.  Úff svolítið kuldalegt enn hjá ykkur en það er ekki eins og það sé beinlínis neitt baðstrandarveður hér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2007 kl. 09:29

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau eru yndisleg.  Ég var nú dálítið hræddur um að þið mynduð spyrja mig hvað við værum að gera hér, sagði Stefán  þegar þau duttu inn úr dyrunum.  Stubburinn segir að hann sé alltaf svo ábyrgðarfullur. 

Já það er að hlýna aftur, og sólin er að gera sig til við að bora gat á skýin.  Nú ætti maður að syngja Sól sól skín á mig, ský ský burt með þig, gott er í sólinni að verma sig, sól sól skín á mig.  Virkar vel sko !

Já Arna mín, nú má sjá dagamun í gróðurhúsinu, þegar allt er komið á fullan sving. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 2023418

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband