Skoðanakannanir.

Ég er farin að hafa þá ískyggilegu tilfinningu að við höfum fundið upp hjólið, fundið hina einu og sönnu aðferð til að ráða yfir þjóðinni.  Einhverjir, ekki endilega stjórnmálamennirnir heldur þeir sem gera skoðanakannanir eða kaupa þær. 

 

Það er farið að gera skoðanakannanir á öllu mögulegu og ómögulegu, það voru a.m.k. þrjár slíkar í hádegisfréttum.  Og þeim var meira að segja skipt niður í ekki bara karla og konur heldur líka flokka og karla og konur í viðkomandi flokkum.  Hvað á þetta skoðanakannanafargan eiginlega að ganga langt ?

Víst geta skoðanakannanir verið skoðanamyndandi, sérstaklega fyrir fáfrótt fólk sem bara fylgir næsta manni.  Og svona endalausar kannanir um allt mögulegt, lögregluher, matarverð, hvort grasið sé grænna hér eða þar, eða hvort manni líki við skattkerfið eru að mínu mati komnar algjörlega út fyrir öll velsæmismörk. 

Mér líður eins og við séum mötuð á upplýsingum sem eiga að koma okkur öllum á sömu skoðun á hinum ýmsu málum. Hvenær kemur könnun um hvenær við fötum í rúmið, hversu oft við höfum kynmök við makan, eða bara hversu oft við förum í bað ? Síðan er þessu safnað saman, til að fyrirtæki geti vita hvað þau eigi að framleiða mikið af sjampói eða getnaðarvörnum ?  Þjóðfélagið er hreint út sagt vaðandi í þessum endalausu könnunum.

Og hvað er lagt til grundvallar, við vitum að það er hægt að fá allskonar útkomur úr skoðanakönnunum, allt eftir því hvernig er spurt.  Eins og til dæmis þessi; hvaða flokk myndir þú kjósa ef þú kýst ekki Sjálfstæðisflokkinn? 

Við vitum að sumir stjórnmálaflokkar kaupa sér skoðanakannanir, og þá eru þær kannanir miðaðar við útkomu sem hugnast viðkomandi flokki. Þ.e. þeir sem á annað borð hafa efni á slíku.  Hvenær byrja kannanir um drykkjusiði okka, hvaða drykk myndir þú kaupa ef þú keyptir ekki Kók ?

Við búum í mötunarsamfélagi.  Við erum á hverjum degi mötuð á allskonar upplýsingum um hvernig við eigum að haga okkur og hvað við eigum að gera.  Þeir sem ekki vilja dansa með, eru taldir einstrenginslegir og afturhaldsseggir.  Það þurfa allir að dansa í takt, hvert svo sem dansinn dregur okkur.  Ekki hugsa of mikið sjálf/ur, það hentar ekki þeim sem vilja stjórna.  Dansandi stefnulaus þjóð er óskaþjóð neyslusamfélagsins, svo það sé hægt að draga okkur á asnaeyrunum endalaust telja okkur trú um að þetta sé það besta fyrir okkur.  Og það sé óþarfi að breyta neinu, því við séum hamingjusamasta þjóð heims, og hér sé allt í sem mestum blóma og sóma. 

Ef einhver mjóróma rödd bendir á að það sé nú einhver fátækt til, eða fólk sem ekki hefur það eins gott og aðrir, þá er það bara píp í afturhaldsseggjum.  Enginn hefur það eins gott og hinn íslenski almúgamaður.  Og allir græða.  Bankarnir, tryggingarfyrirtækin, verslanirnar, sægreifarnir stjórnmálamennirnir engar áhyggjur þarf að hafa þar.  Samt læðist að manni sá grunur að þegar einn græðir þá hlýtur einhver annar að tapa.  Það er ekki hægt til lengdar að allir hver og einn einasti græði.  Einhverjir hljóta að þurfa að borga fyrir herleg heitin. Það skyldi þó aldrei vera að breiðu bökin í okkar ríka góðærisþjóðfélagi væru einmitt þeir sem minnstan þátt eiga í þessu velferðarþjóðfélagi.  Og síðan og ekki síst reikningurinn sendur inn í framtíðina,  til barnanna okkar og barnabarnanna.  Þau munu fæðast sem þrælar neyslu og bruðls okkar sjálfra.

Þjóðólfur Greipsson, fæddur 3. apríl 2020, hann fær við fæðinguna, sendan reikning frá forfeðrum sínum upp á 50 milljónir, sem hann þarf að hafa greitt upp fyrir 40 ára aldur.  Hann fær númerið 1313 þræll númer 150630.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Skoðanakannanir eru aldrei 100% nákvæmar.  Það er galli.  Það eru alltaf skekkjumörk.  Til að mynda sýndu allar skoðanakannanir í Reykjavík 2002 að Frjálsyndi flokkurinn næði ekki inn manni.  Það voru allir búnir að gíra sig inn á að sú yrði raunin.  Einhverjir hættu við að kjósa flokkinn af ótta við að atkvæðið félli dautt.  En svo bara náði flokkurinn inn manni.

  Þegar manneskja er spurð:  "Heldur þú að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?"  er verið að búa til 50/50 líkur á að viðkomandi nefni Sjálfstæðisflokkinn.  Í kosningum fær íhaldið þó sjaldnast meir en 35 - 40%.  Enda er sú raunin að fylgi D er jafnan meira í skoðanakönnunum en kosningum. 

  Ein skekkjumörkin eru þau að hringt er í fólk samkvæmt símaskrá.  Yfirleitt er hringt í heimilissíma.  Þeir sem eru úti á sjó eru ekki með í skoðanakönnunum.  Né heldur ungt fólk með óskráða farsíma.    

Jens Guð, 21.4.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt það er gert út á skoðanir fólks með vitlausan grunn.  Þannig er þetta bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð grein hjá þér Ásthildur, ég tek undir þín  orð. Annars hef ég séð af mér varðandi Frjálslyndaflokkinn eftir að ég kynnti hann mér betur. Það má vel vera að ég kjósi hann bara í vor. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.4.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri bara mjög ánægjulegt Guðsteinn minn.  Okkar málefni eru mjög góð, ef menn kynna sér þau, en hlusta ekki bara á upphrópanir andstæðinga okkar. 

Og takk fyrir að kommentera á greinina mína.  Mér er sárt um það kæruleysi sem einkennir framtíðarsýn okkar almennt.   Bara ef ég hef það sæmilegt, þá er allt í sómanum og ég get leyft mér að kjósa bara alltaf það sama aftur og aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 11:14

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þessi setning:

Bara ef ég hef það sæmilegt, þá er allt í sómanum og ég get leyft mér að kjósa bara alltaf það sama aftur og aftur. 

Eru vísdómsorð sem fleiri mættu skoða og hugleiða. Guð blessi þig Ásthildur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.4.2007 kl. 11:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk minn kæri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 11:45

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Góð grein sem á fullt erindi í stjórnmálaumræðuna í dag.  Menn eru jafnvel farnir að mynda ríkisstjórnir út frá skoðanakönnunum sem margar hverjar eru langt frá því að vera vandaðar.  Guðmundur Jaki sagði eitt sinn um skoðanakannanir að ein merkileg hefði verið gerð á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum og hin furðulega niðurstaða kom í ljós að yfir 80% af íbúum á því svæði borðuðu kvöldmat milli kl. 7 og 8.

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2023419

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband