Dagurinn í dag.

Dagurinn í dag er svolítið úfin og æstur.  Ég held að hann spái líka meira roki seinna í dag. 

IMG_4164

IMG_4165 Veðrið hefur mikil áhrif á okkur allavega mig.   Þegar sólin skín verður maður einhvernveginn svo léttur í lund og bjartsýnn, en þegar dimmt er og drungi yfir öllu verður maður ósjálfrátt orkulaus.  Grenjandi rigning getur haft mjög góð áhrif á mann ef það er hlýtt.  Veðrið í dag er svo sem ágætis vorveður, ef maður er að hugsa um gróðurinn.  Það er alltaf betra fyrir hann ef smá úrkoma er með næðingnum.  Þurr vindur er það versta fyrir plöntur og tré, það þurrkar upp vatnsbúskapin í plöntunni og kallar fram kal. 

En þetta veður er svo sem allt í lagi, því ég ætla upp í gróðurhús að vinna.  Nú er ég að huga að kryddplöntunum.  Salvíu, Fáfnisgrasi rosmarin og slíku.  Ég er líka að hugsa um að sá blómkáli grænkáli og öðrum káltegundum.  Það er ennþá of snemmt að sá fyrir saladinu.  Þetta þarf allt að vera útspekulerað, svo það sé tilbúið á réttum tíma. 

En ég vona að þið eigi öll góðan laugardag og ennþá betri sunnudag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er nú eitt af þessu ómótstæðilega við Ísland veðrið okkar. Sömuleiðis góða helgi sem og aðra daga.

Ragnar Bjarnason, 21.4.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska kryddjurtir.  Kaupi hér garðablóðberg, rósmarín og steinselju í stórum stíl.  Fyrst ég er farin að baka hlýt ég að geta ræktað matjurtir líka.  Mig vantar garð!!!!

Ég elska rok og rigningu.  Hér er "ekkertveður".  Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ vonandi fer að vora Ásthildur mín og hafðu það gott í dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Þú getur ræktað úri á svölum Jenný mín, ef þú ert með svoleiðis.  Fáðu þér bara svalaker eða kassa.  Kryddjurtir þurfa ekki mikið pláss. 

Já vonandi kemur vorið og blíðan fljótlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 12:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóna Ingibjörg mín.  Nei ég skamma þig alls ekki.  Maður á að prófa og læra þannig.  Og ég hef það fyrir mottó að það sem manni er sagt að sé ómögulegt verður maður að prófa og helst afsanna kenninguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 13:20

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á Sigló er búin að vera norð-austan hríð og þræsingur.  Maður ætti kannski að hugsa um að færa sig um set.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á Sigló er búin að vera norð-austan hríð og þræsingur.  Maður ætti kannski að hugsa um að færa sig um set.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 13:28

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hérna er dásemdarveður, er á leið í tívolí.

gróðurhúsið mitt er fullt af einhverjum fræjum sem ég veit ekki hvað eru, minn heittelskaði stendur fyrir öllu svoleiðis

ljós og friður til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 15:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Steinunn mín.  Það kemur í ljós þegar fræin spíra. 

Komdu bara hingað Jón minn. Hér snjóar ekki allavega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 15:35

10 identicon

Og ég sem var að syngja - Það er komið sumar - þegar ég sá bloggið þitt.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 16:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÚBBS Anna mín, vona að ég hafi ekki skemmt góða skapið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 16:36

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jón Steinar ef þú ert að hugsa þér til hreyfings vegna veðurs kemurðu auðvitað hingað í dýrðina og blómstrið eina.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband