Að gefnu tilefni.

Ég var að frétta að einhver nafnlaus manneskja væri að senda sms um mig.  Þess vegna ætla ég að tala út um það mál hér.

Faðir minn átti útgerð ásamt tveimur öðrum, bróður sínum og skipstjóra sem hafði unni með þeim í mörg ár.  Faðir minn og bróðir hans voru sveitastrákar norðan frá Fljótavík, fluttu hingað í bæinn og byrjuðu í útgerð með tvær hendur tómar.  Þeir fóru í skreiðar framleiðslu og keyptu báta, fyrst litla róðrarbáta en síðan stækkuðu þeir við sig. Þegar kvótakerfið var sett á áttu Þeir Júlíus Geirmundsson, man ekki hvort þeir áttu ennþá Guðrúnu Jónsdóttur en þessi skip voru skírð eftir ömmu minni og afa. Þeir fengu kvóta með þessum skipum, með þeim var í útgerð eins og áður sagði skipstjórinn þeirra til margra ára.  Síðan fóru þeir líka í frystihúsarekstur og hét það fyrirtæki Gunnvör h.f.  Það voru þessir þrír aðilar sem fóru með eignarhlut í frystihúsinu og togaranum.  Fyrir nokkrum árum , þegar ættingjar föðurbróður míns og skipstjórans höfðu tekið við rekstrinum en faðir minn var ennþá með sinn hluta varð brestur á samstarfi milli föður míns og þeirra um reksturinn, sá ágreiningur endaði með því að faðir minn sá sér ekki annað fært en að selja sinn hluta.  Fyrirtækinu var því skipt niður og seldi faðir minn sinn hluta.  Honum var ekki kunnugt um hverjir keyptu, því þeir vildu ekki að það væri honum ljóst af einhverjum ástæðum.  Nema að þarna fékk faðir minn dágóðan arð.  Við erum 7 systkinin og þegar móðir okkar dó, fengum við í okkar hlut helming á móti föður okkar eins og vera ber. 

Hvað þessi saga kemur við þeim áherslum sem ég hef í sjávarútvegsmálum er mér ekki alveg ljós.  Það vita allir sem vilja vita það, að verslun með kvóta er lögleg miðað við reglur í dag.  Enginn af þessum þremur aðilum hefur farið með fé sitt burtu úr bæjarfélaginu. 

Mér finnst þetta bara ekki skipta neinu máli varðandi mína afstöðu til þess að eign kvóta og brask með hann á að stoppa.  Þar ber ég fyrir brjósti eins og allir sem vinna með Frjálslynda flokknum, og réttur manna til að nýta auðlindir sjávar í dreyfðum byggðum landsins.  Ég tel það vera hagsmunamál landsbyggðarinnar.  Og ég tel að sú eyðibyggðastefna sem nú ríkir sé slæm fyrir alla þjóðina.  Ekki bara fyrir landsbyggðina heldur líka fyrir fólkið á höfuðborgarsvæðinu. Því brottkastið og rýrnun fisksins í sjónum sem er ekki veiddur, kostar okkur milljarða árlega, sem koma ekki inn í hagkerfið.  Það vita allir sem vilja vita að það er ekki hægt að geyma fisk í sjónum.  Hann syndir burtu, étur hvor annan og koðnar niður ef hann fær ekki æti.  Eða eins og nú er fullt af þorski um allann sjó, en ekki hægt að veiða hann ef menn eiga ekki líka steinbítskvóta, því steinbíturinn sem er mikið af syndir ofan á þorskinum, svo sjómenn geta ekki náð til þorsksins, og mega ekki koma að landi með steinbítinn.  Þetta kerfi er hlægilegt og að nokkur einasti maður skuli geta varið það, hvað þá hreykt sér af því er út úr korti. 

En það breytir ekki því að meðan lögin eru eins og þau eru, þá spila menn í því kerfi.  Það þarf því Frjálslynda flokkinn í stjórn til að breyta þessu og koma á meira réttlæti.  Við það stend ég og því vil ég vinna að. 

Ómerkilegir slúðurberar breyta því ekki.  Það er miklu heiðarlegra að koma hér fram undir nafni og spyrja mig hreint út, heldur en að vera að senda fólki sms með slíku nagi. En þá gæti verið að ég gæti svarað fyrir mig og útskýrt mín mál.  Það er illa hægt við baknag í skjóli nafnleyndar.  Ég vil að lokum segja að ég er enginn puntudúkka ég get alveg sagt mína meiningu og rifist við hvern sem er á málefnalegum nótum.  Rógi og illmælgi á bakið á manni er hins vegar ekki hægt að svara.  Því vil ég eiginlega beina þeim orðum til þess fólks sem hefur fengið svona skilaboð að láta mig vita.  Ég vil frekar fá hlutina beint í andlitið en á bakið á mér.  Þannig er ég sjálf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Þær eru merkilegar þessar nafnlausu manneskjur og finnast ótrúlega víða. Ég satt að segja skil ekki hvað viðkomandi telur sig vera að gera annað en að sverta sjálfan sig.  Og upp kemst um strákinn Tuma að lokum

Katrín, 19.4.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þú átt þetta svo sannarlega ekki skilið Ásthildur mín, ert afar heil og falleg manneskja!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona slefberar dæma sig sjálfir Ía mín. Það er enginn heiðvirður maður sem tekur svona alvarlega. Ef þetta á að vera eitthvað pólitískt herbragð, þá segir það meira um þá pólitík, sem viðkomandi styður. Þ.e. kafbátapólitík.  Hvaða flokkar skyldu það vera?  Viðkomandi mun uppskera eins og hann sáir....skömm.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 19:36

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Dettur þú í hug er ég var að horfa á fréttina af Knúti ísbirni, nú er hann orðin svo vinsæll að hann er farinn að fá nafnlausar hótanir!  Slíkt fylgir vinsældum og frægð!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 19:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar.  Ég á erfitt með að setja mig í spor fólks sem gerir svona.  Ég myndi aldrei í lífinu gera svona hluti sjálf.  En því miður þá eru alltaf til einstaklingar sem eiga bágt og gera hluti sem þeir ættu ekki að gera.  Ég vil í rauninni bara senda svona einstaklingum smá knús og frið í sálina sína.  Ef við erum ánægð og hamingjusöm þá gerum við ekki svona hluti.  Vegna þess að þegar við erum ánægð með okkar, þá viljum við frekar gefa jákvæðni og hlýju til samferðamanna okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 19:59

6 Smámynd: Rannveig H

'Eg skil ekki alveg hvað um er að vera,áttir þú að afsala þér arfi,eða á þetta að breyta þínum skoðunum var þetta kerfi búið til af Þórði Júl.'Ia taktu þetta ekki nærri þér þetta er bara rugl og á eftir að skila þeim sem sendir svona.

Rannveig H, 19.4.2007 kl. 20:35

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskuleg.  Ég veit ekki alveg hvað hér býr að baki.  En faðir minn Þórður Júlíusson var einn af þessum hversdagshetjum sem vann sig upp úr fátækt til álna.  Við systkinin vorum alin upp á því að berjast fyrir okkar málum.  Það var aldrei mulið undir okkur.  En Pabbi minn er viðurkenndur heiðursmaður hér í okkar bæjarfélagi og virktur og dáður af öllum sem höfðu saman við hann að sælda og þeim sem til þekktu.  Þannig að það er bara til minnkunnar þeim sem ræðst að honum með svo ósmekklegum hætti.  Ég sjálf er bara ég og verð aldrei önnur, og neita að afsala mér þeim réttindum að hafa skoðanir vegna þess að pabbi minn vann sig upp í ríkidæmi.   Það kemur þessu máli einfaldlega ekkert við.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2007 kl. 20:39

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

SMS byggir á örtækni og örtæknin er hýsill örsmárra sálna. Sumir viðurkenna ekki eða skilja rétlætiskennd sem byggist á öðru en því sem brennur á eigin skinni.

Samfélagið okkar er nú ekki stærra í sínum innviðum en þetta. 

Árni Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 21:13

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Ásthildur ég bið þig að taka þessu ekki inná þig þetta er vond manneskja sem gerir svona, það er til hellingur á af svona fólki.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2007 kl. 21:55

10 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

bestu kveðjur frá mér, þú lætur þetta ekki á þig fá, sé að þú ert með svipaðar skoðanir á kvótakerfinu og ég, og vonandi fá frjálslyndir stuðning frá okkur vestfirðingum, það er ekkert til sem ekki er hægt, var orðatiltæki hjá föður mínum heitnum, er honum fannst strákur kvarta of mikið yfir einhverju sem var erfitt en ekki óyfirstíganlegt.

Hallgrímur Óli Helgason, 19.4.2007 kl. 22:45

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir stuðningin mín kæru.  Ég var svolítið undrandi á því að einhver nennti að leggja það á sig að reyna að sverta mannorð mitt með þessum hætti.  Ég elska föður minn.  Hann er einn af þeim mönnum sem byggði upp þau tækifæri sem þessi þjóð byggir á í dag. Ég vil vekja athygli á því að ef þetta fjárans kvótakerfi hefði verið komið á, þegar þeir bræður byrjuðu sinn feril hér.  Þá hefði allt verið þeim lokað.  Þeim hefði ekki dugað að vera harðduglegir og útsjónasamir ungi menn.  Þeir voru ekki með háskólapróf, ekki með verkfræðimenntun, ekker nema bjartsýni og þor.  Þeir höfðu ekkert nema hendurnar á sér og von um betri framtíð.  Í dag er þetta öllum ungum athafnasömum mönnum lokað.

Ef við hugsum um hvað þessir menn hafa skilað þjóð sinni gegnum öll sín ár með það sem þeir byrjuðu á, þá er það ekki lítið.  Í dag koma engir slíkir menn að því að afla auðæfa fyrir landið.  Þeim er bannað að bjarga sér og öðrum.  Það eru aðrir sem eiga réttinn til að veiða fiskinn.  Þeir selja þann rétt dýrum dómum til að græða sem mest.  Og þjóðin blæðir því sá auður hefur verið frá henni tekinn, gefinn fáum útvöldum sem nú með frekju og yfirgangi í krafti þeirra auðæfa sem þeir hafa aflað á okkar kostnað krefjast þess að fá auðlindina til eignar óafturkræft.  Og ef þeir sem nú ráða för í landinu fá til þess meirihluta í vor þá mun sú gjörð verða formlega gerð.  Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa sýnt það gegnum núna 12 ára feril, að þeir eru verndarar sjávarútvegsstefnunnar eins og hún er.  Og það sem meira er, og takið eftir enginn annar flokkur hefur lýst því yfir jafn ákveðið og Frjálslyndi flokkurinn að þessari óheillaþróun verði snúið við.  Þannig að ef menn vilja breyta um kúrs, þá er bara eitt val. 

En við getum það ekki ein, og þess vegna vil ég prívat og persónulega að stjórnarandstaðan hafi kjark og þor til þess að lýsa því yfir að fái hún til þess meirihluta, muni hún mynda nýja velferðarstjórn, sem hafi það að markmiði að vinna þjóðinni að ná til baka þeim auðlindum sem af henni hafa verið teknir ófrjálsri hendi. Svo mörg voru þau orð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 00:30

12 Smámynd: IGG

Það er sannarlega leitt til þess að vita hvað fólk getur lagst lágt í skjóli nafnleyndar. Tek heils hugar undir með Jóni Steinari hér að ofan. 

IGG , 20.4.2007 kl. 00:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ingibjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 00:58

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þórðu Júlíusson og félagar eru einir af þessum gömlu heiðursmönnum sem unnu sig upp úr fátækt með dugnaði og vinnusemi og lögðu grunninn að þeirri miklu velgengni sem við búum við í dag og lögðu allt sitt undir, er því ekkert athugavert að slíkir menn beri loks eitthvað úr býtum þegar þeir hætta sinni starfsemi.  Og slíkir menn eiga heiður skilið fyrir að fara ekki með fé sitt burt úr bæjarfélaginu.  Frá þessum mönnum er orðið til stæðsta sjávarútvegsfyrirtæki Vestfjarða Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf.  En því miður geta menn þetta ekki í dag vegna kvótakerfisins.  Ég er hræddur um að mikið af háskólaliðinu sem vill kenna sig við einkaframtakið og sér ekkert nema eitt þ,e. að komast á ríkisjötuna muni aldrei þora að taka jafn mikla áhættu og þessir menn gerðu.  En að leggjast svo lágt að ráðast að fólki undir nafnleynd er kjarkleysi og aumingjaskapur.

Jakob Falur Kristinsson, 20.4.2007 kl. 07:22

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi orð Jakob minn.   Þetta er algjör sannleikur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 09:06

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Iss Cesil..settu bara áruna þína utan um þetta pakk og þau munu sjá villu síns vegar undireins!!!!

En svona í alvöru talað...það eru mjög fáir sem í alvöru taka mark á svona lágreistum skilaboðum. Fólk þekkir þig og veit hver þú ert og fyrir hva þú stendur. Og það besta er að þú veist það sjálf. Samt alltaf vont að verjast höggum aftanfrá og sem læðast um allt  ósýnileg. En nú ert þú búin að setja þau upp á borðið óhrædd við að mæta andstæðingnum..og vertu viss. Hann gufar upp og missir máttinn.

til þín!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 09:11

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð svo bálreið þegar ég heyri um svona rógbera og óþverahátt.  Arg.... Tek undir með Katrínu.  Ég get ekki ímyndað mér Ásthildur mín að þú stæðir í einhverju eiginhagmunapoti sjálfri þér til handa eða af öðrum annarlegum ástæðum.  Ert heil og sönn manneskja og HANANÚ!!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 11:42

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ég er svo ánægð að heyra að þið standið með mér í þessu.  Það er mjög slæmt að vita að einhver er að reita svona í bakið á minn.  Jafnvel þó ég viti vel að þetta er eitthvað sem ég á bara að hlæja að.  En það  er líka gott að koma þessu á framfæri.  Það hefur aldrei hvarflað að mér að það skipti máli í sambandi við minn málflutning hvers dóttir ég væri.  Enda alin upp í því að standa fyrir sjálfri mér í því sem ég tek mér fyrir hendur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2023434

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband