Hvaða skyldur hefur höfuðborg lands, gagnvart landsbyggðinni?

Ætli þetta blessaða fólk hafi vit á flugi?  En Svona er þetta bara, ef flugið fer frá Reykjavík, verður hún ekki lengur höfuðborg landsins.  Það er bara svo einfalt.  Ef höfuðborgin getur ekki látið land af hendi undir flug til alls landsins, þá má hún bara eiga sig og við veljum aðra höfuðborg. 


mbl.is Hvassahraun kemur best út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er allt of mikið í lagt hjá þér Ásthildur. Eins og höfuðborgir snúist um innanlandsflug, sem er þvert á móti öllu eðlilegu. Hugsaðu aðeins þinn gang.

Kveðja,

Jónas

Jónas Ómar Snorrason, 25.6.2015 kl. 18:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jónas auðvitað snýst þetta ekki bara um að höfuðborgin snúist um innanlandsflug, svo miklu meira en það.  En það vill svo til að höfuðborg hvers lands hefur skyldur gagnvart öðrum landsbyggðum og sveitarfélögum.  Eitt af því er að samgöngur séu greiðar til og frá borginni.  Fyrir mér má innanlandsflugið vera gegnum Keflavík, en þá verður Keflavík líka höfuðborgin með öllum þeim opinberu stofnunum og afgreiðslu- og þjónustufyrirtækjum sem við landabyggðalýðurinn þarf að sækja.  Það gerist eiginlega að sjálfu sér, því þegar við þurfum að fara að fljúga beint á Keflavík, þá færast þjónustustöðvarnar þangað líka.  Því það vill svo til að margir nýta sér flug til að fara á fundi eða til læknis eða bara hvað sem er, fara að morgni og koma heim að kvöldi.  Þá er ekki inn í dæminu að eyða stórum hluta ferðalagsins til að fara til Keflavíkur, nema að öll aðstaðan sér einmitt þar.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2015 kl. 19:45

3 identicon

Það vill svo til að höfuðborg hvers lands hefur engar skyldur gagnvart öðrum landsbyggðum og sveitarfélögum. Höfuðborg er einskonar heiðurstitill sem borgin hefur engan sérstakan hag af. Það væri þess vegna hægt að gera Akureyri eða Kópasker að höfuðborg, það mundi engu breyta fyrir neinn. Staðsetning stofnana hefur ekkert með titilinn að gera. Og meðan landsbyggðin tekur ekki þátt í þeim kostnaði, tekjutapi og óhagræði sem flugvöllur skapar borginni og íbúum hennar þá hefur landsbyggðin ekkert með það skipta sér af hvað borgin gerir við flugvöllinn.

Ufsi (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert auðvitað að grínast eins og venjulega Ufsi.  Þetta er bara rugl hjá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2015 kl. 21:20

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo er endalaust erfitt að þurfa að svara fólki sem ekki kemur fram undir nafni, meðan sá hinn sami er með endalaus leiðindi og þras.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2015 kl. 21:21

6 identicon

Ég er ekki að grínast. Þó þú ímyndir þér einhverjar skyldur og skuldbindingar þá er það bara í kollinum á þér og er ekki til í raunheimum. Og þessi afskiptasemi og frekja utanbæjarmanna er argasti dónaskapur.

Ufsi (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 21:49

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æji góði besti skrifaðu undir nafni eða haltu þig frá minni heimasíðu, ég nenni þér hreinlega ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2015 kl. 22:04

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er ekki hugsanlegt að vera með reykjavíkurflugvöll í núverandi mynd í vatnsmýrinni sem local flugvöll reykjavíkur en jafnframt vera með inna- og utanlandsflug í keflavík?

Jósef Smári Ásmundsson, 25.6.2015 kl. 23:27

9 identicon

Ég er nokkuð sammála honum Ufsa, höfuðborgin hefur engar skyldur gagnvart landsbyggðini. Það er ekki eins og við græðum eithvað mikið á því að kallast höfuðborg nema afskipti og hótanir.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 23:40

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það eru ekki Reykvíkingar og heldur ekki Sauðkræklingar og heldur ekki Eskfirðingar og heldur ekki Vestmannaeyingar  sem eiga Ísland.  Það eru Íslendingar sem eiga ísland og höfuð borginna með.  

Gerist það að borgarstjórn ofmetist af hlutverki sínu og ætli að smíða sér borgríki við innanverðan suðurhluta Faxaflóa, þá er það svo að það eru Íslendingar sem eiga Faxaflóa og allt land þar um hring.

Ætli Dagur í stríð við okkur Íslendinga þá gæti verið að hann þyrfti að synda ansi lengi til að ná skjóli hjá vinum sínum í Evrópu.  

Ufsar hafa aldrei haft mikið vit á landi.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.6.2015 kl. 11:25

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Samkvæmti rannsókn Vífils Karlssonar hagfræðings og dósents við viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir að um 75% af öllum umsvifum hins opinbera sé í Reykjavík en ríkið fær aðeins rúm 40% skatttekna sinna frá höfuðborginni

http://www.hugi.is/deiglan/greinar/285797/landsbyggdin-blaedir-reykjavik-graedir/

http://www.dv.is/frettir/2011/7/5/reykjavik-spena-landsbyggdarinnar/. 

Hverjir eru á að borga hin 60%.

Benedikt V. Warén, 26.6.2015 kl. 13:09

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hér er grein Vífils beint í æð.

http://vifill.vesturland.is/Moggagrein-Reykjavikgraedirlandsbyggdinblaedirenn.pdf

Vandi fylgir vegsemd hverri.  Líka að vera höfuðborg, en það þarf vissulega þroskaða einstaklinga í yfirstjórnina.    

Hver segir svo að Reykjavík græði ekki á því að vera höfuðborg?

Benedikt V. Warén, 26.6.2015 kl. 13:16

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Höfuðborg er þar sem stjórnarsetur landsins er.  Reykjavík þarf ekki að vera höfuðborg þótt hún sé fjölmennust - en líklega er hún fjölmennust einmitt vegna þess að þar er stjórnarsetrið. 

Kolbrún Hilmars, 26.6.2015 kl. 13:25

14 identicon

Frekar einfölduð grein hjá Vífil.

Reykjavík inniheldur um 75% af umsvifum ríkisins já, en það jafngildir því alls ekki að RVK fái óeðlilega mikið að skatpeningum miðað við fjölda.

    • Stór hluti ríkisstarfsmanna stofnana í RVK búa ekki í borgini heldur í nágrannasveitarfélögum eins og Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði.

    • Enfremur þá sækir fólk frá Akranesi, Reykjanesbæ, Hveragerði og Selfossi vinnu til ríkisins í Reykjavík.

    • Fasteignagjöld sem RVK fær fyrir að hýsa mikið af ríkisbyggingum endar mest allt í jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða 2,2 miljarðar umfram það sem RVK fær til baka úr sjóðnum.

    Þannig að þótt bróðurparturinn að umsvifunum eru í RVK þá þýðir það ekki að allur skattpeningurinn verði eftir í RVK.

    Raunverulegri mynd af ástandinu er sú að Höfuðborgarsvæðið, sem er eitt atvinnusvæði, inniheldur um 85% af umsvifum ríkisins og á þeim tíma sem hann skrifar greinina sína greiðir þetta sama svæði um 73% af skatttekjum ríkisins. Á móti kemur síðan það að höfuðborgarsvæðið greiðir mun meira í jöfnunarsjóð sveitarfélaga en það fær úr honum og greiðir þannig landsbyggðini fyrir það að ríkisstofnanir eru staðsettar hjá þeim.

    Á höfuðborgarsvæðinu búa síðan í kringum 200.000 manns. Af þeim eru 17.850 ríkisstarfsmenn eða innan við 10% íbúa þannig að þetta er alls ekki jafn stórt um sig og margir virðast halda.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 14:23

    15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Ásthildur, ekki var höfuðborg Noregs flutt til Gardemoen, sem er í 50 kg. fjarlægð frá Oslo, þegar sá flutningur átti sér stað, ekki fyrir svo mörgum árum. Þetta er einungir óþarfa íhaldsemi, sem búið er að lita með allskynns hliðarsporum, eins og nálægðina við LSH vegna bráðamóttöku, sem er til staðar á HSS í Keflavík, ekki það að það mætti betrum bæta þá aðstöðu án verulegs kostnaðar.  

    Jónas Ómar Snorrason, 26.6.2015 kl. 21:02

    16 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Elfar Aðalsteinn.

    Þrátt fyrir allt, er greiningin hjá Vifli talsvert dýpri en þín.

    Benedikt V. Warén, 27.6.2015 kl. 07:36

    17 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Jónar Ómar.

    Hvað eru mörg sjúkrahús í Noregi, sem eru jöfn eða betri en Lansinn okkar?  

    Hvað eru margar borgir í Noregi sem eru með íbúfjölda Íslands innan bæjarmarkanna?

    Skiptir íbúafjöldinn eingu máli?

    Benedikt V. Warén, 27.6.2015 kl. 07:38

    18 identicon

    Bara vegna þess að staðreyndir falla ekki að þínum persónulegu skoðunum Benedikt þá þýðir það ekki að þær eru rangar.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 13:10

    19 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Líttu í spegil Elfar.  Passar þín færsla ekki við það sem þú sérð þar?

    Benedikt V. Warén, 27.6.2015 kl. 14:03

    20 identicon

    Langar þig ekki frekar að koma með rök fyrir því að afhverju það sem ég segi stenst ekki í staðin fyrir að standa í rifrildi um persónur Benedikt?

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 14:27

    21 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Benedikt, ég tók Gardemoen bara sem dæmi, þar sem flugvöllur var færður, án þess að færa þyrfti höfuðborg samtímis, eins og fram kom áður hjá síðuhafa. Það sem ég vil segja, er að þessi tilfinningasemi gagnvart RVK.flugvelli er eiginlega hlægileg. Fólk ber fyrir hann varnir, sem engan rétt hefur, nema til að frelsa sjálft sig fr+a tilfinningasemini. 

    Jónas Ómar Snorrason, 27.6.2015 kl. 22:18

    22 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Elfar.  Ég hef engan séð hrekja það sem Vifill sett fram í þessu máli, og ef þú nærð því ekki sem hann setur fram, þá verður bara svo að vera.   

    Benedikt V. Warén, 27.6.2015 kl. 22:43

    23 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Jónas.  Það er ekkert náttúrulögmál að sama höfuðborg beri ávallt þann titil og ekki er algilt að stærsta þorpið fái þann heiðurssess yfir höfuð.  Held jafnframt að það sé þroskamerki að skipta á c.a. 100 ára fresti út höfuðborgum.  

    Í beinu framhalsi legg ég til eftirfarandi:

    1. Leggja niður Reykjavíkurflugvöll.

    2. Taka höfuðborgartitilinn af Reykjavík og flytja til Egilsstaða

    3. Færa alla stjórnsýslu og helstu menntastofnanir með til Egilsstaða, sem nú eru heimilisfastar í Reykjavík

    4. Byggja hátæknisjúkrahús á Egilsstöðum í nágrenni flugvallarins þar

    Þá fá Reykvíkingar að upplifa þann munað að aka helsjúkir í öllum veðrum Reykjanesbrautina til Keflavíkur og fara í flugi á bráðamóttökuna á Egilsstöðum.  

    Verða þá ekki allir glaðir, - eða hvað?

    Benedikt V. Warén, 27.6.2015 kl. 22:54

    24 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

    Til Egilsstaða Benedikt? Til hvers, byggja bara nýja höfuðborg eins og brasilímenn gerðu, og nefndu hana Brasilíu. Íslendingar byggja ekkert á gömlum rústum, frekar en brasilíumenn. Byggjum nýja borg á mið hálendinu, þar er vítt til allra átta. Hvollsvöllur er með semi flugvöll, flaug þaðan einu sinni til Eyja og til baka. Styrkja þann flugvöll sem vara flugvöll, en að 99,99% innanlands flugsins sé frá Keflavík. Það eina sem þarf að passa er það, að hafa ekki fargjaldið milli Kef-RVK of dýrt með t.d. einskonar strætó. Málið er nefnilega það, að fyrir stóran hluta þeirra(almennings) sem nota innanlandsflugið, þá er Keflavíkurflugvöllur alls ekkert svo lengra frá, nefnum Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog, Breiðhollt, Árbæ, Mosfellsbæ. Síðast en ekki síst, byggja upp þá bráðaþjónustu sem fyrir er í HSS keflavík. Ekkert kjaftæði lengur Benedikt! 

    Jónas Ómar Snorrason, 28.6.2015 kl. 08:10

    25 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Jónas.  

    Það er ekki verið að tala um að byggja nýtt, styrkja það sem fyrir er.  Á Egilsstöðum er vítt til allra átta, landgæði næg, veðursæld með ágætum, gróðursæld, jarðvarmi, raforka, ofanflóðahætta ekki til staðar, jarðskjálftar varla mælanlegir og eldgos í ásættanlegri fjarlægð og ekki skemmir fyrir að staðurinn er talsvert nær Evrópu en Keflavík.

    Fyrir þá 22 milljarða í annann flugvöll og annað eins í hátæknisjúkrahús erum við að tala um umtalsverðar upphæðir sem má leggja í nokkrar heilsugæslustöðvar í Reykjavík þegar búið er að byggja hátæknisjúkrahúsið á Egilsstöðum.  Mundu það að það þarf ekki að byggja flugvöll á Egilsstöðum og góð sátt um það mannvirki hér.

    Hvvaða kjaftæði ert þú að tala um. 

    Benedikt V. Warén, 28.6.2015 kl. 10:22

    26 identicon

    Nema það að ég var að gera það Benedikt. Vífill, annaðhvort í þekkingarleysi eða út af óheiðarleika, ákveður að tala um höfuðborgarsvæðið í smærri einingum sínum til þess að Reykjavík líti út fyrir að fá óhóflega mikið af umfangi ríkisins hunsandi það að atvinnan dreyfist jafnt á öll höfuðborgarsveitafélögin. 

    Til dæmis á minni 30 manna deild á ríkisstofnun þá er um helmingurinn Reykvíkingar, 11 frá Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, 1 frá Selfoss, 1 frá Keflavík, 1 frá Vatnsleysuströnd og einn sem er með skráð lögheimili á Höfn í Hornafirði og greiðir því útsvar þar.

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 11:04

    27 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Elfar.

    Stundum hentar að tala um Reykjavík og stundum hentar að tala um Stór-Reykjavíkursvæðið, allt eftir því hvaða áróðri menn eru að beita.  Fyrst að því, að það er náttúrulega afravitlaust að vera með allar þessar stjórnir og ráð á jafn litlu og fámennu samfélagi eins og Stór-Reykjavíkursvæðið er á alþjóðavísu.  Allir á því svæði hugsa samt eins og þetta sé milljóna samfélag.  Stjórnun og allt skipulag verður endalaus málamiðlun milli þessara svæða, eins og raunin er.  Öll þorpin eru að byggja upp sitt miðbæjarskipulag og bítast um fyrirtækin og fólkið.

    Ef við tökum  t.d. Flugfélag Íslands sem dæmi.  Bróðurparturinn af tekjunum verður til vegna landsbyggðarinnar, en bróðurparturinn af tekjum af starfseminni endar í Reykjavík.  Yfirstjórnin, almennir starfsmen, flugmenn, flugvirkjar og aðstaða er í Reykjavík og þangð renna mest allar tekjurnar.  

    Sama má segja um alla skólana sem þjónar öllu landinu.  Nemar þurfa einhversstaðar að búa og greiða leigu, mat og ferðir innan borgarmarkanna.  

    Landsvirkjun  sogar alla peningana af landsbyggðinni inn til sín og topparnir greiða skatta til Reykjavíkur.  Orkan verður þó nær öll til á landareignum í eigu landsbyggðarinnar.  Greiðsla fyrir þau afnot eru smánarlega lág.

    Banka- og stjórnsýslan en nær eingöngu með heimilisfesti í Reykjavík og topparnir ekki beint láglauna menn.  Ekkert mál að leggja niður störf á landsbyggðinni og færa á höfuðborgasvæðið.  En ef það er svo mikið sem nefnt að færa í hina áttina, þarf starfsfólkið áfallahjálp, þó það komi svo í ljós að um tíu starfsmenn hætta í framhaldinu vegna þess að næga vinnu er að hafa á svæðinu. 

    Þetta er bara lítill hluti af þeim einingum sem soga til sín fé af landsbyggðinni.

    Það væri síðan náttúrulega bara galið, ef borgin fengi úr jöfnunarsjóði, þú þarft að kynna þér betur í hverju jöfnuður er fólginn, áður en þú ferð að tjá þig um þann málaflokk.

    Benedikt V. Warén, 28.6.2015 kl. 11:49

    28 identicon

    Ég er alveg sammála því að það er engin þörf á að hafa þetta skipt upp í svona mörg sveitarfélög.

    Borgin fær nú þegar 5 milljarða á ári úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, borgin hinsvegar greiðir 7 miljarða í sjóðin. Þessi mismunur er eðlilegur og ég sagði hvergi að ofan að hann væri það ekki.

    Íbúar stór-Reykjavíkursvæðisins greiða líka hærra bensínverð en þeir þyrftu að gera þar sem við niðurgreiðum fluttningskostnað fyrir landsbyggðina. Við niðurgreiðum líka ásamt stöðum eins og Egilsstöðum hitun á húsnæði þeirra sem kjósa að búa á köldum svæðum.

    Dæmið um nema er aftur ekki gilt þar sem nemarnir finna sér leiguhúsnæði í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins þar sem leigan er ódýrari eftir því sem þú fjarlægist borgarkjarnan.

    Einkafyrirtæki sem eru í stærri kantinum vilja náttúrulega vera í íbúakjarna þar sem einfalt er að finna mannskap og mikið af þjónustu er þegar til staðar. Hvaða kostir eru fyrir þau að vera með höfuðstöðvar úti á landi?

    Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.6.2015 kl. 13:05

    29 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Elfar.

    Það er jöfnunargjald á örfáum hlutum hjá ríkinu.  Það er niðurgreidddur flutningskostnaður á bensín/oliur fyrir bifreiðar en ekki flugvélar.  

    Endalaust verður hægt að þrátta um orkuna, vegna þess að hluti hennar er greiddur niður til að það sé sama verð á henni í Reykjavík og á þeim stöðum sem hún verður til, þ.e. landsbyggðinni.  

    Sama gildir um landbúnaðarafurðir, þær eru ekkert ódýrari á svæðum sem framleiðslan fer fram.  Lengi vel það þannig að, að óunnið kjöt kostaði það sama um allt land, en unnar kjötvörur s.s. SS-pylsur voru á mun hærra verði úti á landi, vegna þess að ofan á verðið bættist flutningskostnaður og síðast söluskattur (nú VSK). Þetta tók mörg ár að leiðrétta

    En ennþá eymir eftir af þessu misrétti. Ef þú kaupir Frónkexpakka í Reykjaví og annann á Þórshöfn á Langanesi, sér þú að munurinn er nánast 100%. Ekki nóg með það að flutningsgjaldið bætirst ofan á verðið, heldur kemur VSK ofan á síðasta stigið, jafnvel þó hann sé einnig innifalinn í flutningsgjaldinu.

    Nokkrar verslunarkeðjur auglýsa sama verð í öllum verslunum á landsbyggðinni.  Það vantar ekki að manni vöknar um augun vegna fórnfýsinnar.  En þegar maður skoðar hlutina í samhengi, þá eru þessar keðjur að pína niður verðið á flutningnum þannig, að flytjandinn þarf að velta kostnaðinum yfir á annan flutning, sem fer inn á sama svæðið og kúnninn borgar því margfalt meira fyrir flutning á öðrum nauðsynjum vegna þessa.  Heildarniðurstaðan er því þannig, að það er oftast dýrara að versla úti á landi.

    Benedikt V. Warén, 28.6.2015 kl. 15:19

    30 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Elfar.

    Hvað varðar einkafyrirtæki, þá er eitt og annað ódýrara á landsbyggðinni, t.d. húsnæði. Það er einnig vitað að starfsmannaveltan er mun minni þar.  Vandinn er hins vegar fábreyttir atvinumöguleikar og bitnar það oft á því að vinna er fyrir einn í hverri fjöldkyldu en makinn fær ekki vinnu sem hentar þeirri menntun sem hann er með.  Einnig skekkir það myndina að tölvusamband er í rýra lagi viða, raforkan ótrygg (svo merkilegt sem kann að hljóma) og allir aðdrættir verða dýrari, eins og ég hef áður komið að.

    Þetta mundi hins vegar lagast verulega ef ríkið hefði þann þroska að útfæra stjórnsýsluna þannig, að hún væri ekki bundin við nánast eitt svæði á landinu. 

    Benedikt V. Warén, 28.6.2015 kl. 15:29

    31 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Bláa Lóns bankaveldið í flugvallarhugleiðingum? Alveg "ókeypis" náttúrulega?

    Hvers vegna byggja þeir Alþjóðabankastjórarnir ekki bara flugvöll yfir flekaskils-sprunguna?

    Svo þegar gervilaufblöðin falla af gervibankatrénu þeirra, þá rennur kannski af þeim blekkingar-skýjaborgar-víman?

    Eða hvað?

    Mannskepnan lærir kannski aldrei nokkurn tíma eitt eða neitt af sögunni? Horfum bara frá sögunni, staðreyndunum og sannleikanum? Vonum að staðreyndir og raunveruleikinn hverfi?

    Hvað heldur hringborðs-valdablokk jarðarinnar að þurfi margar heimsstyrjaldir siðlausrar græðginnar í viðbót, til að tortíma öllu lífi á jörðinni? Á hraða nútímatækninnar?

    Vísindaþróun án tillits til siðferðislögmála-akkerisins lífsnauðsynlega, er hröð þróun til baka.

    Í átt að vanþróun og jarðartortímingu.

    Það tekur fljótt af, með sama bankaránsbrjálæðis áframhaldinu.

    Er ekki best að "njóta" bara þess tíma sem eftir er, þótt 60 miljón manns séu landrændir og á flótta frá tortímandi djöflabönkum veraldar?

    M.b.kv.

    Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.6.2015 kl. 17:31

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Höfundur

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir
    Ásthildur Cesil Þórðardóttir

    Tónlistarspilari

    Ásthildur Cesil - Dagdraumar
    Nóv. 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30

    Nýjustu myndir

    • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
    • engill-angel
    • jolatre
    • 20171002 121526
    • gasometers-vienna-7[5]

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.11.): 2
    • Sl. sólarhring: 2
    • Sl. viku: 31
    • Frá upphafi: 2022144

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 28
    • Gestir í dag: 2
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband