Með sól í sinni.

Ég settist í hádeginu fram í garðskálann minn.  Í dag er fallegt veður og sólskin.  Það glampaði á sólina í tjörninni, og niðurinn frá styttunni í vatninu er róandi, sakúrakirsuberjatréð brosti til mín. 

Ég hugsaði um reiðina, óréttlætið og sannleikann. Og ég fann hvernig tilfinningarótið hjaðnaði niður.  Ég er of andlega sinnuð manneskja til að láta aðra hafa svona áhrif á sálina í mér.  Ég á að vita að maður á aldrei að taka inn á sig það sem aðrir hugsa og gera.  Það má ekki láta einhverjar krækjur slæmra hugsana festast í sér.   Það leysir engan vanda og hjálpar engum heldur.  Ég ætla ekki að sitja uppi með karma eða slitrur af tilfinningum annara. 

fiskur

Ég ætla að fela almættinu að bera þessar byrðar fyrir mig.  Ég pakkaði reiðinni saman og setti hana í stórt laufblað, batt utan um hana og renndi henni ofan í tjörnina.  Það er alveg öruggt að ég á eftir að þjóta upp aftur, en þá er bara að taka á honum stóra sínum.

Maður verður fyrst og fremst að vera sjálfum sér næstur, við ráðum ekki hvernig aðrir haga sínu lífi, almættið gaf okkur frjálsan vilja, og réttinn til að nota hann.  Það er svo í okkar valdi hvort við vinnum á jákvæðan hátt eða neikvæðan.  Það er alveg rétt sem Ingibjörg sagði á blogginu sínu, við löðum að okkur það sem við hugsum um.  Ég vil hafa fallegar góðar hugsanir í kring um mig. Vil heyra uppbyggileg orð og kærleika.  Það veitir mér gleði. 

Hvað er betra en fallegt veður, glatt hjarta og góðar hugsanir ?  Er það ekki toppurinn á tilverunni, og svo þar að auki að eiga alla þessa frábæru vini, bæði hér hjá mér, og svo ykkur sem hér komið við og segið svo margt fallegt.  Ég er rík kona. 

Óður til eiginmanns.

Er ég horfi inn í augun þín,

undur blíð þau eru ástin mín.

Þú þolinmóður þraukar mömmu hjá.

Þekkir alla galla til og frá.

 

Við lifað höfum saman langa tíð.

í ljúfri sælu, stundum var þó stríð.

Þú vissir að börn og bú var ekki allt.

En leyfðir mér að lifa þúsund falt.

 

Því ég vil lifa lifa lifa

lífinu lifandi.

 

Ég elska þig og einnig börnin mín

og innst inni þá er ég bara þín.

En geysimargt samt glepur huga minn,

og Guð einn veit hvað verður næsta sinn.

Og þar með er ég rokin út í hið yndislega veður, glöð í hjarta og í miklu betra skapi.  Eigiði góðan dag. Heart

skvísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur þú rúlar!!  Um að gera að taka ekki annara manna neikvæðni og atferli inn á sig.  Það skemmir bara og eyðileggur.  Takk fyrir yndislegan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta Cecel

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir elsku Áshildur

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2007 kl. 15:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem ég er að reyna að segja er að við erum ekki að reyna að ala á fordómum.  Guðjón Arnar hefur margoft þurft að standa í að aðstoða fólk af erlendu bergi brotið, sem er brotið á af einhverjum.  Seinast vissi ég að hann var að aðstoða pólska verkamenn sem voru hér i vinnu og höfðu ekki hugmynd um réttindi sín, hvaða tryggingar þeir höfðu, eða hvað þeir mættu láta bjóða sér.  Börnin fyrir vestan sem voru ekki búin að fá kennitölur og áttu ekki að fá að byrja skólagöngu.  Guðjón brást við sá eini af stjórnmálamönnum og fór og krafðist kennitala fyrir þau, svo þau kæmust í skóla. 

Áhyggjurnar eru raunverulegar, svo það er dálítið sárt að vera sökuð um hluti sem við eigum ekki.  Ég get vel skilið þig minn kæri, það er erfitt að þurfa sífellt að rekast á eitthvað svona.  En málið er að svona hefur þetta alltaf verið. 

En það eru samt til fallegir atburðir.  Ég hjálpaði hingað ungum manni, tók hann inn á mitt heimili og aðstoðaði hann við að koma sér fyrir hér.  Hann var hálf hræddur þegar hann kom, talaði bara spænsku bendi á hörundlit sinn, sem er frekar dökkur, og spurði er þetta hættulegt ? Nei sagði ég.  Og það reyndist rétt, hann varð ekki fyrir neinum árásum, er búin að koma sér vel fyrir í dag, stoltur húseigandi og fjölskyldumaður, vel liðinn í vinnu og hvar sem hann kemur. 

Það er ekki hægt að einhæfa neitt.  Við erum öll manneskjur, mismunandi en það er gott í okkur öllum og líka einhver púki.  Það heitir að vera mannlegur.  Ég þakka þér hugulsemina við mig, orðum mínum var ekki beint gegn þér.  Heldur fólki sem ætti að gæta hlutleysis eins og til dæmis fjölmiðlamanna og annara sem skirrast ekki við að fara með rangt mál. 

Ég var að sjá í dag að mogginn er komin með kosningasíðu, með frambjóðendum, og þar er Frjálslyndi flokkurinn ekki nefndur á nafn.  Ég veit ekki hvað gengur að fólki.  En eins og ég sagði, ég ætla ekki að láta þetta skapa mér reiði.  Laufblaðið mitt liggur ennþá í lygnu tjörninni minni og þar eyðist reiðin smátt og smátt.  Hið hvíta afl sannleikans og réttlætisins mun svo ráða hvað verður.  Með bestu kveðjum Ásthildur Cesil. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka ykkur líka elskulegu bloggvinkonur mínar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 15:28

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ásthildur mín..ég skil alveg þessar tilfinningar þínar og ólguna. Rétt hjá Þér að fara bara í tjörnina..vatnið er hreinsandi og svo skulum við bara róla í okkar andlegu rólum og reyna að sjá hlutina í stærra samhengi. Og hvar best er að setja orkuna sína.  Við komum auðvitað ekki að neinu gagni neins staðar ef við erum í ójafnvægi og ólgandi af reiði. Verum glöð og rólum okkur alla leið til himna þar sem eru hundrað þúsund englar að laga og leita leiða fyrir alla menn og konur...alls staðar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 21:06

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm elskan mín við skulum bara róla.  Það er bæði gaman og svo gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 21:24

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá! segi ég nú bara. Þakka yndislegan pistil. Geymi hann á góðum stað.

Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 21:58

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 22:19

10 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Flott. Bestu kveðjur.

Ragnar Bjarnason, 16.4.2007 kl. 22:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Ragnar minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 22:49

12 Smámynd: IGG

IGG , 17.4.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022941

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband