Smá yfirlýsing frá mér til ykkar.

Kæru vinir og þið sem hafið verið viðskiptavinir mínir til margra ára.  Ég þarf að segja ykkur dáítið.  Það er erfitt og ég hef reynt að draga það eins og ég get.  En hjá því verður ekki komist.  

Ég hef átt erfiðan vetur og vor, margt hefur farið illa hjá mér, og lamað starfsþrek mitt.  Ég hef samt sem áður gert allt sem ég hef getað til að standa mig.  Brotist upp í gróðurhús í hvaða veðri sem er og þungum snjó til að gera mitt besta.  En það hefur gengið illa.  Bæði með plöntur sem ég hef yfirvetrað hingað til og viðhaldið þannig, meðan ég var úti fór rafmagnið af húsinu og þær plöntur sem áttu að vera til staðar í vor drápust.  Sáningin gekk sömuleiðis illa og margt annað sem ég nenni ekki að ræða. 

Þetta hefur legið ótrúlega þungt á mér í allt vor.  Þannig að ég tók sjálfa mig á eintal og sagði að þetta bara dygði ekki.  Ég þyrfti fyrst og fremst að hugsa um sjálfa mig og það sem mér væri fyrir bestu.  Og það varð úr að ég verð ekki með opna tíma í garðplöntusölunni eins og alltaf áður, ekki með það úrval sem ég þarf að hafa og ekki með úthaldið sem ég þarf á að halda.

IMG_9092

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þess vegna mun ég ekki vera með séstaka opnunartíma uppfrá, heldur einbeita mér að því að vinna í garðinum mínum. 

Þið eruð eftir sem áður velkomin að koma og skoða það sem til er, eða leita ráða eins og verið hefur. Ég verð mestmegnir einhvarsstaðar á lóðinni, annars er síminn minn 6187751(reyni að muna að hafa hann á mér smile)

IMG_9093

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ekki auðvelt fyrir mig að segja svona opinberlega.  En ég vil ekki þurfa að skammast mín fyrir að hafa ekki staðið mig sem skyldi, hverju sem það er að kenna, það skiptir heldur ekki máli. 

IMG_9096

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vil bara eiga þetta sumar til að sleikja sárin og gera það sem mér lætur best að hlú að blómunum mínum og skila skömminni sem ég finn fyrir.  Hún á ekki heima í hjartanu mínu.  Ég tek bara á þessu eins vel og ég get.  

IMG_9098

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vona að þið sýnið mér skilning í þessu.  Ég hef reyndar hengipetuníur, og stjúpur sem eru þó ekki nógu langt komnar eins og er.  Enda er varla komið vor ennþá. 

IMG_9099

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta er það sem ég ætlaði að segja og nú hef ég brotið odd af oflæti mínu og viðurkennt vanmátt minn.  En ég held að svona ítrekuð áföll lami mann smátt og smátt og geri allt erfiðara.  En ég er þannig manneskja að ég verð að fá að vera ég sjálf og segja hreint út hvernig málin eru.  Mér þykir vænt um ykkur öll sem hafið alltaf sýnt mér hlýhug og komið í garðplöntustöðina mína og spjallað og dáðst að bæði fjölbreytninni og fallegu blómunum mínum. 

Þetta eru enginn endalok, aðeins breyting meðan ég hugsa mitt ráð. 

IMG_0243

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo á ég líka von á að fá að hafa barnabörnin mín í sumar, jafnvel meira en verið hefur.  Þau eru það besta sem ég á.  <3

Eigið góðan dag elskurnar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Farðu vel með þig elsku Ía mín - og njóttu sumarsins :)

Laufey B Waage, 4.6.2015 kl. 17:35

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Þú hefur ekki brugðist þótt veturinn hafi tekið moldarblómin þín. Fallegustu og verðmætustu blómin eru að sjálfsögðu börnin, og þeim hefur þú ekki brugðist svo ég viti til. Það sama verður ekki sagt um suma aðra, (t.d. mig), sem hafa brugðist þessum dýrmætustu blómunum sínum, af ýmsum og ólíkum ástæðum.

Það hefur alltaf reynst mér best við að komast upp úr utanvega-akstursófærðum lífsins, að viðurkenna bara það sem ég hef gert rangt (með allri þeirri skömm sem því fylgir), það er að segja þegar ég hef fattað það sjálf að ég væri í utanvegatorfærum lífsins. Þá opnast nýuppgötvuð sannleikans greiða leið út úr villandi völundarhúsastíg, sem ég hef farið vitlaust. Sem betur fer hef ég aldrei verið hátt skrifuð né opinberlega fræg persóna á vegferðinni. Þá hefði ég líklega ekki ráðið við að viðurkenna mistökin ótalmörgu á lífsleiðinni, og takast á við þau. Kannski ekki einu sinni haft tilvistarleyfi spilltra yfirvalda hér á Móður Jörð, ef ég segði frá?

Lífsins skóli virkar þannig að maður spólar ekki til baka.

Því miður.

Þess vegna er svo mikilvægt að deila reynslu með öðrum eftir bestu heilsu, velvilja og viti hverju sinni, í von um að aðrir þurfi ekki að reka sig á öll hættulegu kerfis/lífsins/hindrunarhornin oddhvössu og skaðlegu, sem skráð eru í manns eigin sársaukareynslu. Enginn getur þó gengið veg annarra í lífinu, þó það væri stundum óskandi. Til að forða þeim frá eigin drullupytta-reynslu.

Það gefur lífinu tilgang, að geta miðlað eigin reynslu, ef það getur hjálpað öðrum.

Maður þarf að venja sig á að klippa huglægt með víratöng á neikvæðu og svörtu niðurrifs-rafmagnsvírana í hugsanaganginum í höfðinu, og gefa þar með jákvæðu og rauðu uppbyggingar-rafmagnsvírunum boðefnaferðafrelsi.

Þetta er nú bara smá hugleiðing hjá mér. Ekkert vísindalegt né uppáskrifað diplómaplagg frá "Skúla rafvirkja", þótt heiðarlegir og vandaðir rafvirkjarnir séu að sjálfsögðu alveg ómissandi í nútímasamfélagi. Þetta er allt gott og blessað hvað með öðru, eftir því sem mér hefur skilist best hingað til.

Þú hefur hjálpað mér, og örugglega mörgum öðrum, með öllu sem þú hefur miðlað á blogginu þínu. Undarlegt að þekkja þig ekki persónulega fyrir utan bloggið, en skynja þó svona vel hvernig þú ert. Sumt er manni ekki ætlað að skilja hér á jörðinni, og best að sætta sig við þær skólareglur Lífsins Skóla.

Takk fyrir mig Áshildur mín :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2015 kl. 19:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín. 

Anna Sigríður ég á varla orð til að svara þér, vegna þess að þetta innlegg þitt snertir mig djúpt, svo sannarlega mælir þú rétt með að það er mikilvægt að þora að deila reynslu sinni með öðrum, og svo sannarlega skilar það mörgu og fallegu fyrir okkur, þegar við þorum því.  Sendi þér fallegar kveðjur og knús mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2015 kl. 19:23

4 identicon

Uss Ásthildur fólk er allt of upptekið af að skilgreina sig út frá verkum sínum.

Hér í sveit sagði karl einn ævinlega "Það sem verður að vera, viljugur skal hver bera" trúlega verið að vitna í helga bók.

Stundum gengur bara allt í mót þó líklega geti það alltaf verið verra svo lengi sem maður dregur andann.

Það er ákkúrat engin skömm af vanmætti.

Bestu kveðjur og vertekki að gera lítið úr sjálfri þér.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 20:59

5 identicon

Þú ert sterk kona Ásthildur.

Júlíus Hraunberg Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 21:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Bjarni fyrir þetta.  Gott hjá karli smile

Takk Júlíus, ég reyni allavega.  

Bara innilega takk fyrir mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2015 kl. 22:40

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Bara það að þú sért þakklát fyrir mitt fátæklega, en þó innilega vel meinandi innlegg, hjálpar mér mjög mikið.

Takk aftur Áshildur mín:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2015 kl. 23:07

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kæra vinkona öll hlý orð hitta þangað sem þau eiga að fara.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2015 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022165

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband