14.4.2007 | 17:22
Fundur XF, gestir og barnabros.
Ég var að koma af frábærum fundi á Hótel Ísafirði. Opin fundur hjá Frálslynda flokknum. Þar voru Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Guðmundur Hagalínsson framsögumenn. milli 40 og 50 manns mættu á fundinn og var spurt um margt. Þarna voru mest rædd sjávarútvegsmál, þar sem Guðjón útskýrði hvernig frjálslyndir ætla að snúa ofan af núverandi kerfi, án þess að kollsteypa hér öllu. Kristinn talaði um innflytjendamálin á mjög skilmerkilegan hátt og hina ýmsu annmarka sem eru á þeim málum nú þegar hjá ríkisstjórninni. Afskaplega fróðlegt erindi. Og svo talaði Guðmundur um tryggingamál og aðbúnað öryrkja og aldraðra. Hann hefur reynslu af því hvernig búið er að þessu fólki í dag, og það voru sláandi dæmi sem hann kom með. Það var mikil stemning og góð stemning á fundinum. Ég var óvænt beðin um að vera fundarstjóri, sem formaður kjördæmaráðs, og sagði auðvitað strax bara já. Og held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel hehehe...
Veðrið hér er svolítið vill, rok en sól.
Svo er ég að fara að undirbúa kvöldmat. Ég er búin að bjóða þýskum vinum mínum í mat, ætla að gefa þeim hangiket og uppstúf með grænum baunum. Þau elska lambakjöt, en ég er ekki viss um að þau hafi mikið fengið að smakka það reykt. Við ætlum að eiga ánægjulega stund hér í kúlunni, og nú er heitt í garðskálanum, þar sem sólin hefur hitað hann upp og hægt er að loka vindinn úti. Þess hefur þó ekki gerst þörf, og allt galopið út úr dyrum, því hér er hlýtt og notalegt þrátt fyrir vindinn.
Svo að lokum sonur minn og tendadóttir komu hér við í hádeginu með litlu Cesil mína, hún hefur stækkað heil ósköp og komin uppfyrir meðalþyngd barns sem fætt er á réttum tíma, en þessi elska kom auðvitað mánuði fyrir tímann.
Svona fallegt bros fékk hún amma
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohhhh hvað hún er yndisleg hún litla Cesil
Þetta er góður dagur hjá þér mín kæra...eigið gott kvöld saman og ummm mig langar í hangikjet og uppstúf!!!
Þegar ég kem til Ísafjarðar ætla ég að þykjast vera þýsk!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 17:44
Jamm endilega þýsk eða austurrísk eða bara hvað sem er. Allt gengur í mig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 17:57
Yndislegt barn. Ég erað fara að elda hrossalundir ummm hlakka til að gúffa þeim í mig. Njóttu helgarinnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 18:30
Efa það ekki að þú hafir staðið þig mig sóma Ásthildur (annars fallegt nafn) og falleg bros -þitt og ömmubarnsins
Heiða Þórðar, 14.4.2007 kl. 18:44
treysti þér Ásthildur fullkomlega í útlendingamálum. En Garðyrkjustörfin...er með 245.000 á mánuði núna og við Tómas skrimtum! Launin yrðu að vera amk þau sömu! En er voða spennt fyrir garðyrkju, vann í 6 sumur í RVK hja borginni við garðyrkju...mín bestu sumur (ásamt sveitinni í Boorgarfirðinum).
Á ég að flytja vestur með 4 ára son minn og leigja íbúðina eða er þetta tímabundið?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 21:22
Til HAMINGJU MEÐ HANA CECIL LITLU! Hún er æðisleg
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:20
Stúlkan er yndisfögur og megakrútt
og EKKI leiðinlegt að eiga þess ömmu! Það er best að ég sláist í för með Katrínu vestur í heimsókn í kúluna og fái hangikjöt mit alles. Ég mun verða sænsk
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 00:14
Verð að viðurkenna að ég sakna þess dálítið að nú þegar Kristinn er búinn að yfirgefa Framsóknarflokkinn þá er þessi „óþekkt“ hans horfin, sem er algjör synd, hún var svo fjandi skemmtileg. Getur þú ekki reynt að spilla honum eitthvað úr því að hann er nú kominn í ykkar raðir
Mikið hrikalega ertu heppin að eiga þetta dásemdar ömmubarn! - Ég er ekki komin svona langt ennþá. Til hamingju með hana litlu Cesil. Hún er greinilega algjör engill
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:54
Takk elskurnar mínar.
Anna mín Ólafs, ég skal reyna að hræra í Kristni, en hann er rosalega flottur og gott að vinna með honum. Hreinlega bara dásamlegt.
Anna Benkovic, ég skal láta reikna þetta út og láta þig svo vita. Það er ódýrara að búa hér, og auðveldara að vera með barn. Skal bara skoða þetta. Það væri gaman að fá þig hingað.
Oh hvað þið eruð dásamlegar stelpur ég meina það
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:22
Ó hvað litla Cecil er yndisleg.
IGG , 16.4.2007 kl. 10:58
Já svo sannarlega, svo á ég aðra Cesil í Vínarborg. Hún er aðeins eldri fæddist þann 23. janúar.
Þessi fæddist á degi Valentínusar, og var með ljósmóður sem heitir Ásthildur, og svo var amma Ásthildur viðstödd líka, svo hún hefur fullt af ást alveg frá fyrstu dagsbirtunnar í sínu lífi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 11:30
Svona bros eru ómetanleg :)
Ísdrottningin, 16.4.2007 kl. 16:42
Takk Ísdrottningin mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 17:28
Til hamingju með Cecil-urnar þínar
IGG , 17.4.2007 kl. 11:23
Takk Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.