Leit að orðum. Til gamans.

Eg dundaði mér einhverntímann að gera svona vísur þar sem allar ljóðlínur vísa á sama orðið í mismunandi merkingu.Þetta er ef til vill alveg óhæft og ef til vill of erfitt, því mörg orðin eru ekki notuð lengur, eða gleymd.  Ég á nokkur fleiri erindi.  En það væri gaman ef einhver gæti fundi út hvað hér er átt við.  Ef menn hafa ekkert annað við tímann að gera þ.e.a.s. 

Víst er notað um vitlausan mann.

Með varpi segir sögu trega. 

Með snúningi ég sigur vann.

Svo má hlusta á notalega.

  

 

Aldinni á irpunafn.

Að vera á er mikils virði.

Er sem algjört fenjasafn.

Og afskaplega þung er byrði.

 0

Hérna hanga fiskar tveir.

Hákarls- líka beitu veiðin.

Þar í æðstu sælu komsat þeir.

Og þunn er matarsneiðin.

0.

Bæti hér við einni léttari.

0

Á því eflaust fórstu flatt.

Fá henni drukkið getur.

Flís úr timbri fínu datt.

Í ferð á sjó ei gengur betur.

 Einhver ?

IMG_4133


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Fyrsta vísan gæti verið um orðið "lag"

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Irpa heitir andlitsljót
einkadóttir hjóna
risar tólf með hrekkjahót
hellisbúum þjóna.

Úr Fertramsrímum og Plató

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Vísa tvö "OK" ?

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er að leita að einu orði í hverri vísu.  Hver lína vísar í þetta eina orð.   Þetta er frekar þungt held ég.  Lag gæti átt við Ester mín, en ég er að leita að öðru orði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

humm.. vísa 2 trölladyngja?

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:15

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

númer 3 er það skata?

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:16

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Giska aftur á fyrstu vísuna "Kapall"

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:17

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Úps.. ég ætlaði að giska á útvarpa í fyrstu vísunni

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 12:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ef til vill er þetta of erfitt.  Ég skal gefa upp fyrstu vísuna.

Svona hugsa ég þetta:

Víst er notað um vitlausan mann.Snælduvitlaus.Með varpi segir sögu trega.Snælduvarp, að gefa upp andann.Með snúningi ég sigur vann Að snúa snældu sinni, koma sér út úr vandræðum. Svo má hlusta á notalega. Svo er það kasettan.

Jamm ég sagði að þetta væri erfitt.  En gaman að áhuga þínum Ester mín.  Ég ætti ef til vill að prófa að gera eitthvað léttara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kasetta var hér áður stundum líka kölluð snælda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2007 kl. 12:43

11 Smámynd: Jens Guð

Gáturnar eru dáldið þungar.  Að minnsta kosti fyrir mig.  Ég næ ekki að leysa neina þeirra.  En þetta er bráðsniðugt með snælduna. 

Jens Guð, 14.4.2007 kl. 21:37

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Númer tvö er orðið Skuld.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:17

13 Smámynd: IGG

Skemmtilegar pælingar.  Eru vísurnar þínar?  Doldið þungt en gaman að glíma við að maður tali ekki um að fá svo að vita lausnina.  Mér hefur ekki lánast að finna neina ennþá.

IGG , 16.4.2007 kl. 11:00

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Ingibjörg mín.  Hér er lausnin á þeirri þriðju.  En það er Para.

Hérna hangar fiskar tveir. Para - pörur, tveir fiskar hendir til reykingar eða þurrkunar.

Hákarls- líka beitu veiðin. Getur líka verið hákarlsbeita.Þar í  æðstu sælu komast þeir. Para-dís

Og þunn er matarsneiðin.  Getur þýtt þunn matarsneið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband