Keppendur kynntir í dag
fimmtudagurinn 12. apríl, 2007
Keppendur og aðstandendur Óbeislaðrar Fegurðar hittust í Öldunni í gær. Þar ríkti óbeisluð gleði og keppendur voru spurðir um sín áhugamál og drauma auk þess sem Ágúst Atlason smellti af þeim nokkrum myndum. Í dag munum við setja inn myndir og upplýsingar um hvern og einn keppanda á síðuna. Fylgist með því sjón er sögu ríkari.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
fimmtudagurinn 12. apríl, 2007
Ásthildur Cesil er lýðveldibarn. Hún býr í kúlu á Ísafirði og ber stolt titilinn Vestfjarðarnornin. Ásthildi dreymir um að vinna með börnum en hún rekur ásamt fjölskyldu sinni garðyrkjustöðina Ásel á Ísafirði og var um árabil garðyrkjusjtjóri bæjarins. Eigum við grænu svæðin henni að þakka.
Nú er bara að grafa upp góða skapið og halda ótrauð áfram út í ævintýrið.
Athugasemdir
Úlala fríður hópur en þú verður Miss Lausbeisluð 2007 OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 21:58
Hehehehe Ég er eiginlega farin að hallast að því að þetta verði mjög tvísýn keppni. Það er margar frábærar manneskjur þarna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 22:11
Af öllum góðum ert þú náttúrlega sú frjálslyndasta
Gangi þér og ykkur öllum sem best
Katrín, 12.4.2007 kl. 22:44
Takk Katrín mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:31
Gangi þér vel í keppninni, við höldum auðvitað með þér
Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:33
Ertu norn? Það getur ekki verið. Þú skrifar alltaf svo vinsamlega, er það nútíma nornastíll?
Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 08:17
Vestfjarðarnornin er hvít norn. Slíkar stunda ekki svartagaldur eða álög. Þær biðja fyrir fólki og gefa kærleika. En þær geta líka verið hættulegar ef þær reiðast.
Takk stelpur mínar það er gott að vita af ykkur öllum hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 08:45
Magnað. Og svo eru auðvitað allar nornir flottar þannig að þetta er kannski ekki keppni
Ragnar Bjarnason, 13.4.2007 kl. 13:03
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.