Vestfjarðarnornin óbeisluð.

 Hér kemur kynningin á keppendunum. Það er hægt að sjá allt hitt á obeislud.it.is

Keppnin um Óbeislaða fegurð

Óbeisluð fegurð

í félagsheimilinu Hnífsdal

miðvikudagskvöldið 18. apríl

(síðasta vetrardag)

Húsið opnar kl. 19:30

Kvöldverður, skemmtun, keppni og dansleikur

Miðaverð kr. 3.800

Miðapantanr í síma 847 3436 milli kl. 12 og 18

eða á untamed@untamedbeauty.org

Veislustjóri: Halldór Jónsson

Skemmtiatriði: Einleikur (Ársæll Níelsson)

Söngur, grín og gaman.

Opnað fyrir almennan dansleik kl. 24:00

Hljómsveit Guðmundar Hjaltasonar og nágranna.


Allur ágóði rennur til Sólstafa Vestfjarða

Keppendur kynntir í dag

Keppendur og aðstandendur Óbeislaðrar Fegurðar hittust í Öldunni í gær.  Þar ríkti óbeisluð gleði og  keppendur voru spurðir um sín áhugamál og drauma auk þess sem Ágúst Atlason smellti af þeim nokkrum myndum.  Í dag munum við setja inn myndir og upplýsingar um hvern og einn keppanda á síðuna.  Fylgist með  því sjón er sögu ríkari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil er lýðveldibarn. Hún býr í kúlu á Ísafirði og ber stolt titilinn Vestfjarðarnornin. Ásthildi dreymir um að vinna með börnum en hún rekur ásamt fjölskyldu sinni garðyrkjustöðina Ásel á Ísafirði og var um árabil garðyrkjusjtjóri bæjarins. Eigum við grænu svæðin henni að þakka.
Nú er bara að grafa upp góða skapið og halda ótrauð áfram út í ævintýrið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úlala fríður hópur en þú verður Miss Lausbeisluð 2007 OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe Ég er eiginlega farin að hallast að því að þetta verði mjög tvísýn keppni.  Það er margar frábærar manneskjur þarna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Katrín

Af öllum góðum ert þú náttúrlega sú frjálslyndasta  Gangi þér og ykkur öllum sem best

Katrín, 12.4.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katrín mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér vel í keppninni, við höldum auðvitað með þér

Ásdís Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 23:33

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ertu norn? Það getur ekki verið. Þú skrifar alltaf svo vinsamlega, er það nútíma nornastíll?

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 08:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vestfjarðarnornin er hvít norn.  Slíkar stunda ekki svartagaldur eða álög.  Þær biðja fyrir fólki og gefa kærleika. En þær geta líka verið hættulegar ef þær reiðast. 

Takk stelpur mínar það er gott að vita af ykkur öllum hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 08:45

8 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Magnað. Og svo eru auðvitað allar nornir flottar þannig að þetta er kannski ekki keppni

Ragnar Bjarnason, 13.4.2007 kl. 13:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022945

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband